Morgunblaðið - 09.09.2020, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9.30-12.30, nóg pláss. Stólaleik-
fimi í Hreyfisalnum kl. 10. Söngstund við píanóið með Helgu kl.13.45.
Kaffi kl. 14.30-15. Bókaspjall með Hrafni kl.15. Nánari upplýsingar í
síma 411 2702. Allir velkomnir.
Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 12 og léttur hádegisverður
á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar frá kl.
13-16. Kaffi og með því í boði kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir.
Árskógar 4 Opin handavinnustofa kl. 9-12. Opin smíðastofa kl. 9-15.
Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.55. Sýnum bráðskemmtilega
þætti úr Heilsubælinu kl. 13.45. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala
kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 411 2600.
Bólstaðarhlíð 43 Morgunkaffi í handavinnustofu kl. 10. Námskeið í
tálgun kl. 9.15-11.45. Gönguferð um hverfið kl. 13. Opið kaffihús kl.
14.30-15.15.
Bústaðakirkja Félagsstarfið verður í dag frá kl. 13-16, spilað, skrafað
og unnin handavinna. ,,Ferðumst innanlands” myndasýning Hólm-
fríðar djákna frá sumrinu. Kaffið góða verður á staðnum og prestur
verður með hugleiðingu og bæn. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Starfsfólk Fossvogsprestakalls.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall við hringborðið kl.
8.50. Skráning á þátttökulista er á skrifstofunni kl. 8.50-16. Línudans
kl. 10-11. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Tálgað með Valdóri kl. 13-16.
Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu.
Nánari upplýsingar í síma 411 2790.
Garðabær Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Með-
læti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur fer
frá Jónshúsi kl. 10. Gönguhópur fer frá Smiðju kl. 13. Stólajóga í
Jónshúsi kl. 11. Zumba í Kirkjuhvoli kl. 16.30 og 17.15.
Gerðuberg 3-5 111 RVK Kl. 8.30-16 opin handavinnustofa, kl. 9-12
útskurður með leiðbeinanda (Grænagróf), kl. 11 leikfimi Helgu
(Háholt), kl 12.30-15 Döff, félag heyrnalausra (Lágholt). Kl. 13-16
útskurður / pappamódel með leiðbeinanda.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr. dagurinn,
allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Dansleikfimi kl. 13-13.45.
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps-
leikfimi kl. 9.45. Framhaldssaga kl. 10.30. Handavinnuhópur kl. 13-16.
Korpúlfar Gönguhópar kl. 10 í dag, gengið frá Borgum, kaffispjall á
eftir. Kynningarhátíð í Borgum í dag kl. 13. Leiðbeinendur munu
kynna sín námskeið og spennandi viðburði. Svarað verður fyrir-
spurnum um félagsstarfið og skráning hefst á hin ýmsu námskeið og
viðburði m.a. leikhúsferð og haustferðina um Suðurströndina. Þá
mun Svavar Knútur heiðra okkur með nærveru sinni og söng. Allir
hjartanlega velkomnir.
Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag verður postulínsmálun kl. 9-12.
Bókbandið verður á sínum stað í smiðju kl. 9-13 og 13-17. Þá verður
hlaðvarp spilað í handverksstofu kl. 13.30-14.30. Dagskrá fer fram
með þeim hætti að hægt sé að tryggja fjarlægð milli einstaklinga.
Verið öll velkomin til okkar á Lindargötu 59.
Seltjarnarnes Gler og bræðsla kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9.
Botsía Skólabraut kl. 10. Kafispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 12. Timburmenn í Valhúsaskóla kl. 13. Handavinna með
leiðbeinanda, samvera og kaffi í salnum á Skólabraut kl. 13-16. Ath.
Bónusbíllinn fer frá Skólabraut kl. 14.50 og til baka frá Bónus kl. 15.50.
Ath. Vatnsleikfimin er komin yfir á fimmtudaga.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á
könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá
kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hitt-
ist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir.
Síminn í Selinu er 568 2586.
atvinna@mbl.is
Pantaðu pláss fyrir þína atvinnuauglýsingu á
Aðalfundur A1988 hf. verður haldinn mánudaginn
5. október nk. að Suðurlandsbraut 30 – 3ju hæð,
Reykjavík, og hefst kl. 8:30.
Á dagskrá fundarins verða venjuleg aðalfundarstörf
skv. 13 gr. samþykkta félagsins.
Reykjavík, 8. september 2020.
Stjórn A1988 hf.
Aðalfundur A1988 hf.
Fundir/Mannfagnaðir
mbl.is
alltaf - allstaðar
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn, laga
ryðbletti á þökum
og tek að mér
ýmis smærri verk-
efni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
✝ Pétur RúnarRagnarsson
fæddist í Hafn-
arfirði 7. mars
1948. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 27. ágúst 2020.
Foreldrar Péturs
voru Ragnar Pét-
ursson kaupfélags-
stjóri, f. 21. október
1919, d. 4. nóv-
ember 2013, og Valgerður
Hanna Valdimarsdóttir, f. 26.
október 1921, d. 4. desember
2003.
Systur Péturs eru: 1) Guðrún
Valdís, f. 29. maí 1944. 2) Jón-
ína, f. 13. apríl 1953, eig-
inmaður Ólafur Jónsson, f. 7.
febrúar 1952. 3) Ragnheiður, f.
27. maí 1959, eiginmaður Sig-
urjón Ásgeirsson, f. 28. mars
1961. 4) Hanna, f. 31. ágúst
1960, eiginmaður Kristinn Guð-
laugsson, f. 15. febrúar 1968.
Árið 1974 hóf Pétur sambúð
með Margréti Ólafsdóttur, f. 14.
27. júlí 1969, eiginkona hans er
Sólveig Kristbjörg Vagnsdóttir
hjúkrunarfræðingur, f. 29.
ágúst 1971, synir þeirra eru
Arnar, f. 1995, Elmar, f. 1997,
og Hlynur, f. 2010.
Pétur var síðar í sambúð með
Sjöfn Ágústsdóttur sálfræðingi.
Pétur var fæddur í húsnæði
fjölskyldunnar á annarri hæð
Kaupfélags Hafnfirðinga að
Strandgötu 28 þar sem faðir
hans var kaupfélagsstjóri árin
1947-1976.
Hann lauk landsprófi frá
Flensborgarskólanum í Hafn-
arfirði og síðan stúdentsprófi
frá Menntaskólanum í Reykja-
vík árið 1968. Hann lagði stund
á nám í læknisfræði við Háskóla
Íslands en söðlaði um eftir
kandídatsár á Ísafirði og réð sig
til starfa hjá IBM á Íslandi árið
1973. Hjá IBM, síðar Nýherja,
starfaði Pétur alla sína starfs-
ævi og gegndi þar ýmsum
stjórnunarstörfum.
Útför Péturs hefur farið
fram í kyrrþey.
maí 1950, d. 29.
júlí 2012. Þau voru
gift frá árinu 1983
til 1997. Börn
þeirra eru: 1)
Ragnar Pétursson
matreiðslu-
meistari, f. 6. júlí
1979, eiginkona
hans er Kristný
Steingrímsdóttir
félagsráðgjafi, f.
15. janúar 1988,
dóttir þeirra er Margrét Mía, f.
2017, fyrir á Ragnar dótturina
Ylfu Nótt, f. 1999, sambýlis-
maður hennar er Snorri Björg-
vin Magnússon, f. 1999, og eiga
þau soninn Ragnar Óla, f. 2018.
2) Hlín Pétursdóttir ráðgjafi, f.
13. ágúst 1982, eiginmaður
hennar er Guðjón Rafnsson
verkfræðingur, f. 26. nóvember
1979, börn þeirra eru Jakob, f.
2009, og Margrét, f. 2015, fyrir
á Guðjón soninn Orra Hrafn, f.
2001.
Stjúpsonur Péturs er Ólafur
Þórðarson kerfisfræðingur, f.
Í útliti líkastur Jesús Kristi
biblíumyndanna, sem gefin voru
barni í sunnudagaskóla Hall-
grímskirkju, var Pétur Ragnars-
son þegar hann kom inn í líf okk-
ar mömmu þar sem við bjuggum
þröngt á Barónsstíg 78, ég fimm
ára og hún eitthvað eldri. Hann
hár og grannur með mikið ljóst
hár og gerðarlegt alskegg.
Fararskjótinn ekki asni held-
ur Matti, Austin Mini bifreið
skreytt límmiðum í bak og fyrir.
Postularnir voru Barmahlíðar-
gengið, ærslafullir Hafnfirðingar
af 68 kynslóðinni sem enn vaka
yfir fjölskyldunni.
Pétur var úr Hafnarfirði og
ekki kom annað til greina en að
láta á það reyna að setjast að í
þeim fagra bæ, ekki langt frá
foreldrum hans, þeim Hönnu og
Ragnari og yngstu systrunum,
Röggu og Hönnu, á Miðvangi.
Valdís og Nína fluttar að heiman
fullorðnar konur.
Norðurbærinn í uppbyggingu,
Kaupfélagsblokkin, blokkahring-
urinn á Breiðvangi og svo Norð-
urvangurinn, rótum rækilega
skotið í Hafnarfirði.
Alltaf var mikið lagt upp úr að
fararskjótarnir væru ekki af
verri endanum, með einhverjum
undantekningum þó. Ávallt var
bílstjórasætinu hallað vel aftur,
pakki af PK og gulur Ga-Jol á
milli sætanna, upprúllað hand-
klæði í aftursætinu, á leið í sund
eða úr. Mikilvægt að spóla örlítið
í mölinni.
Vínillinn snérist hring eftir
hring og jafnvel spilað undir á
bassann, nálin var meðhöndluð
af virðingu og plötunni pakkað
vandlega inn eftir spilun. Zeppel-
in, Deep Purple, Pink Floyd og
John Lennon. „Kveð ég um konu
og mann…“. Tónlist 68 kynslóð-
arinnar hljómaði í eyrum barns
og unglings og hljómar enn. En
einnig rokk og ról níunda áratug-
arins og svo jazz fyrir lengra
komna.
Einn kostur við starf Péturs
hjá IBM var að snemma á ní-
unda áratugnum voru á heim-
ilinu PC-tölvur, fyrst með einu
diskettudrifi og engum hörðum
diski, seinna með tveimur disk-
ettudrifum og svo harður disk-
ur. Þessi búnaður var nógu
áhugaverður á þeim tíma til að
ungur drengur fór að skoða. Og
á þessum tíma var lítið annað að
gera við PC tölvu en að keppa í
tugþraut við Daley Thompson
eða fikta við forritun. Ef til vill
hefur þetta átt þátt í því að
marka þá braut sem ég sjálfur
valdi í mínu lífi.
Mamma og Pétur eignuðust
tvö börn, systkini mín þau Ragn-
ar og Hlín.
Þeim sinnti Pétur afar vel og
var stoltur af þeim hvort sem var
í námi, við leik eða störf.
Það er því gott að sjá hvernig
þau hafa tekið við keflinu og hafa
haldið í hönd pabba síns í hans
veikindum undanfarið.
Hvíl þú í friði Pétur.
Ólafur
Þórðarson.
Meðal þeirra sem luku stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1968 var nokkuð þétt-
ur hópur Hafnfirðinga og ann-
arra „dreifbýlinga“ sem mynd-
uðu U-bekk með piltum úr
Hagaskóla. Hópurinn hristist
ágætlega saman og hefur haldið
sambandi bekkjarfélaga umfram
meðallag.
Einn úr hópnum, Pétur Rúnar
Ragnarsson, hafði þegar verið í
forystu
Gaflaranna og prúðmennska
hans og samviskusemi gerði
hann augljósastan kost sem um-
sjónarmann bekkjarins, sem
hann sinnti allan menntaskóla-
tímann óaðfinnanlega.
Samferðamenn skipta miklu
máli, þeir eru áhrifavaldar síns
tíma. Móta áhugamál, smekk,
lífsstíl og námsframvindu. Dreg-
ur hver dám af sínum sessunaut.
Pétur var ábyrgur og grand-
var og gott mótvægi við suma
hina sem voru meiri trallar.
Glæsilegur á velli með sítt ljóst
hár, óaðfinnanlega klæddur og
vel heima í dægurperlum og
tísku tímans. Hann var traustur
þáttur þeirrar blöndu sem U-
bekkurinn var, þar sem allir þok-
uðust til einhvers þroska og hver
maður var annars gaman. Pétur
var á stundum rödd skynseminn-
ar. Góðu heilli.
Við stúdentspróf kættust
menn vel, en að sjálfsögðu
sundraðist hópurinn og fór til
ýmissa átta til framhaldsnáms.
Allnokkrir freistuðu þess að
ná inn í læknadeild HÍ og tókst
það bærilega. Pétur var einn
þeirra og sóttist nám þar síst
verr en samstúdentum. Áhugi
hans fór þó smám saman til ann-
arrar áttar.
Hann skipti um námsbraut,
trúr þeirri sannfæringu að það
hentaði honum betur. Djörf
ákvörðun en farsæl. Hann sá þar
tækifæri á undan okkur hinum, í
byrjun tölvualdar um miðjan átt-
unda áratuginn, og fann sinn
vettvang í tölvuheimum, m.a. við
forritun, og starfaði þar æ síðan.
Við andlát Péturs minnumst
við góðra stunda og rifjum þær
áfram upp með mánaðarlegum
U-hittingi sem efnt var til fyrir
tveimur árum.
Við vottum ættingjum þessa
góða drengs samúð okkar.
F.h. 6-U MR ’68,
Friðrik E.
Yngvason.
Haustið 1973 hittust fjórir
ungir menn í teiti sem haldið var
á heimili eins þeirra á efstu hæð
húss við Strandgötu í Hafnar-
firði. Eitthvað barst talið að því
hvort ekki væri kominn tími til
að menn færu að segja skilið við
foreldrahús. Lauk því samtali
með því að láta reyna á hvort
ekki fyndist hentug íbúð sem
gæti hýst þá alla. Og viti menn;
ofarlega í Barmahlíð var laus
íbúð með fjórum ofvöxnum
svefnherbergjum, eldhúsi og
baði. Meira þyrfti ekki og nokkru
síðar voru menn mættir í Hlíð-
arnar með reytur sínar sem voru
ekki miklar, aðallega hljómflutn-
ingsgræjur og hljómplötur.
Þar með hófst sambúð sem
entist í nokkur ár og var upphaf-
ið að vináttu okkar fjögurra sem
varla hefur slegið skugga á síð-
an.
Látið var í veðri vaka að þessi
vistaskipti væru mjög skynsam-
leg ráðstöfun. Menn voru í vinnu
og námi í Reykjavík, auk þess
sem nauðsyn var talin að kynna
sér menningu borgarinnar. Samt
spillti ekki að Klúbburinn og Sig-
tún og hvað þessir staðir hétu í
den voru nánast í göngufæri.
Margt var brallað í Barma-
hlíðinni sem nærri má geta, mikl-
ar veislur um helgar og sjaldan
drukkið við sleitur. Samt sem áð-
ur rifum við okkur þó upp flesta
morgna og tókum sundsprett í
Laugardalslauginni, en Pétur
Ragnarsson var mikill sundgarp-
ur og dró okkur hina með sér.
Við bjuggum að þeim góða sið
árum saman.
Þegar þarna var komið sögu
var Pétur farinn að starfa hjá
IBM. Hann hafði lært læknis-
fræði, en ákvað á síðustu metr-
unum að söðla um yfir í tölvu-
geirann sem varð hans ævistarf.
Þar komu námshæfileikar hans
og meðfædd greind að góðu
gagni og var hann fljótur að setja
sig inn í þennan heim, sem var þá
að mestu hulinn okkur hinum.
Pétur var mikill áhugamaður
um músík, hafði verið í unglinga-
hljómsveit þar sem hann lék á
bassa og hélt hann því áfram
fram á efri ár. Tónlistarsmekkur
hans var að sjálfsögðu sérstakur
og voru hans menn Collosseum,
Greenslade, Mountain og fleiri
bönd sem fáir þekktu.
En Barmahlíðarvistin hlaut að
enda, menn hættu að elska allar
konur jafnt, fundu hina einu
réttu og tóku síðan að tínast úr
Barmahlíðinni einn af öðrum.
Pétur hafði hitt Möggu okkar
og það var ást við fyrstu sýn. Þau
hófu búskap í Firðinum og eign-
uðust tvo snillinga, Ragnar og
Hlín. Þriðja snillinginn, hann
Óla, átti svo Magga fyrir.
Samverustundunum fækkaði
með árunum, þráðurinn sem
bundinn er á yngri árum getur
trosnað, en hann slitnar aldrei.
Við félagarnir kveðjum Pétur
með söknuði og biðjum um guðs-
blessun til handa afkomendum
hans.
Eyjólfur, Gunnlaugur og
Pétur Friðrik.
Pétur Rúnar Ragnarsson
Við vorum fjórir
strákarnir á Egils-
stöðum, Bói, Monni,
Jonni og Óli. Það
var níu ára aldursmunur á milli
þess elsta og þess yngsta. Elst-
ur okkar strákanna var Jón Eg-
ill, kallaður Bói, bróðir hans
Ingimar, kallaður Monni, og við
Jón Egill
Sveinsson
✝ Jón EgillSveinsson
fæddist 27. ágúst
1923. Hann lést 27.
ágúst 2020.
Útför Jóns Egils
fór fram 4. sept-
ember 2020.
bræður, ég og Óli,
sem var yngstur.
Við lékum okkur,
flugumst á og sig-
uðum jafnvel hund-
unum hverjum á
annan en vorum yf-
irleitt fljótir til
sátta. Okkur krökk-
unum var strang-
lega bannað að fara
niður að Fljóti, en
auðvitað fórum við
beinustu og stystu leið á þetta
bannsvæði. Einhverju sinni stóð
á tæpu í þessum strákalátum og
dró Jón Egill mig á land eftir
misheppnaða tilraun mína til að
hoppa á milli ísjaka. Við sem
yngri vorum bárum óstjórnlega
virðingu fyrir Jóni Agli. Hann
hjálpaði okkur að smíða kassa-
bíla og það sem meira var hann
gerði við allar vélar og alvöru-
bíla. Það var sameiginlegur
áhugi þeirra frændanna, Jóns
Egils og Ólafs heitins bróður
míns, á öllu því sem sneri að vél-
væðingu, sem var grunnstoðin í
þeirra góðu vináttu. Jón Egill
var alla tíð vélamaður. Hann
lærði til flugvirkja í Bandaríkj-
unum og starfaði sem slíkur hjá
Flugfélagi Íslands í nokkur ár.
Síðan flutti hann heim í Egils-
staði og fór ekki þaðan aftur.
Jón Egill og hans prýðiskona,
Magna Gunnarsdóttir, byggðu
sér myndarlegt hús og þar
ræktuðu þau svo sannarlega
garðinn sinn og af sömu natni
ólu þau upp synina sína sex. Jón
Egill var einn af grunnstofnend-
um Egilsstaðabúsins, í samstarfi
við föður sinn Svein og bróður
sinn Ingimar. Jón Egill þótti
ekki líklegur til búskapar en
hann var eigi að síður trygg stoð
í þessu þríeyki, vélvirkinn sem
var svo nákvæmur og samvisku-
samur. Hjá þeim feðgum kom
saman víðþætt þekking að
ógleymdri elju og vinnusemi.
Saman byggðu þeir upp það sem
varð eitt af bestu búum á land-
inu. Var það Jón Egill sem átti
hugmyndina að allri vélvæðing-
unni en hann var oftar en ekki
langt á undan sinni samtíð í
þeim efnum.
Ég kveð Bóa frænda minn
með þakklæti fyrir samferðina.
Við hjónin vottum afkomend-
um Jóns Egils og Mögnu samúð
okkar alla.
Blessuð sé minning Jóns Eg-
ils Sveinssonar.
Jón Pétursson.