Morgunblaðið - 09.09.2020, Side 23
ÞJÓÐADEILDIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Fjögurra marka tap er skellur, þótt
það sé á útivelli gegn sterkasta
landsliði heims. Samt var margt já-
kvæðara við leik íslenska landsliðs-
ins þegar það tapaði 5:1 fyrir Belg-
um í Brussel í gærkvöld en þegar
það beið lægri hlut fyrir Englend-
ingum með allra minnsta mun á
Laugardalsvellinum á laugardaginn.
Sérstaklega frammistaðan í fyrri
hálfleik þegar íslenska liðið náði for-
ystunni eftir aðeins tíu mínútna leik,
hefði hæglega getað verið búið að
skora áður og skapaði sér fleiri færi
á fyrstu 25 mínútunum á Baldvins-
velli í Brussel en í öllum leiknum við
Englendinga. Staðan var 2:1 í hálf-
leik og miðað við liðsskipan Íslands
og liðsskipan Belgíu, sem var með
lungann af sínum stórstjörnum inn-
anborðs gegn hálfgerðu varaliði Ís-
lands, hefðu væntanlega margir ver-
ið afar sáttir fyrirfram með að ganga
til búningsherbergja í hálfleik með
þær tölur á markatöflunni.
Merkileg innkoma Hólmberts
Innkoma Hólmberts Arons Frið-
jónssonar í liðið er í raun stór-
merkileg. Strákur sem hefur spilað í
norsku B-deildinni síðustu ár en hef-
ur svo sprungið út í úrvalsdeildinni
þar í landi í sumar. Kom inná í upp-
bótartímanum gegn Englandi og
fékk vítaspyrnu um leið, og hafði eft-
ir tíu mínútur í gærkvöld skorað
gegn Belgum og komist í dauðafæri
sem hann var óheppinn að skora
ekki úr.
Eftir góða frammistöðu íslenska
liðsins í fyrri hálfleik slógu Belg-
arnir á væntingarnar með því að
komast í 3:1 í byrjun síðari hálfleiks.
Eftirleikurinn var þeim tiltölulega
auðveldur og með hinn magnaða Ke-
vin De Bruyne í aðalhlutverki settu
þeir gríðarlega pressu á íslensku
vörnina á löngum köflum í seinni
AFP
Brussel Thomas Meunier og Jón Guðni Fjóluson eigast við á leikvangi Baldvins konungs í belgísku höfuðborginni í gærkvöld.
hálfleik þar sem þeir dönsuðu í
kringum íslenska vítateiginn og ógn-
uðu hvað eftir annað. Þeir hefðu al-
veg getað skorað fleiri en fimm
mörk þegar upp var staðið.
Kosturinn við að
vera án lykilmanna
Kosturinn við að hafa verið án
margra lykilmanna í þessum tveim-
ur fyrstu leikjum í Þjóðadeild
UEFA er einmitt sá að þar með
gafst öðrum leikmönnum tækifæri
til að stíga ákveðin skref í átt að
byrjunarliði Íslands, sem hefur ekki
tekið miklum breytingum um árabil.
Þar hefur Hólmbert látið vita vel
af sér, rétt eins og Albert Guð-
mundsson, Arnór Sigurðsson, sem
og Guðlaugur Victor Pálsson sem
setur nú pressu á sjálfan landsliðs-
fyrirliðann með frammistöðu sinni í
hans stöðu gegn Englendingum.
Þessir þrír hafa vissulega verið í og
við liðið undanfarin misseri en fengu
dýrmætan spiltíma í þessum verk-
efnum. Eins var gott að sjá Birki
Bjarnason vera líkari sjálfum sér í
gær en í leiknum á laugardaginn.
Ögmundur Kristinsson komst ágæt-
lega frá sínu í íslenska markinu og
steig engin feilspor þrátt fyrir að
hafa fengið á sig fimm mörk.
Átján ára nýliði í byrjunarliði
Andri Fannar Baldursson leik-
maður Bologna á Ítalíu fékk tæki-
færi í byrjunarliðinu, 18 ára gamall,
og spilaði sinn fyrsta landsleik.
Hann lagði 54 mikilvægar mínútur
inn í reynslubankann.
Það sem öllu máli skiptir er að lið-
ið sé klárt í næsta verkefni, umspils-
leikinn gegn Rúmeníu á Laugardals-
vellinum eftir fjórar vikur. Þá koma
Gylfi, Aron, Jóhann Berg, Alfreð,
Ragnar og Rúnar vonandi allir inn í
hópinn á nýjan leik, ásamt Sverri
Inga, Hannesi, Kára og Kolbeini, og
eflaust fer stór hluti þeirra beint í
byrjunarliðið. Ef ekki, þá eru fleiri
en áður tilbúnir í slaginn eftir leikina
gegn Englandi og Belgíu.
Fleiri tilbúnir en áður
Stórt tap gegn besta liði heims í Brussel en mikilvæg reynsla fyrir marga
Hólmbert skoraði eftir tíu mínútna leik en Belgar svöruðu fimm sinnum
ÍÞRÓTTIR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2020
Heimsmeistarar Frakka og Evr-
ópumeistarar Portúgala heyja ein-
vígi um sigurinn í 3. riðli A-deildar
Þjóðadeildarinnar í fótbolta en
Frakkar sigruðu Króata 4:2 og
Portúgalar unnu Svía 2:0 í Stokk-
hólmi í gærvöld. Frakkar og Portú-
galar eru því með sex stig eftir
tvær umferðir en Króatar og Svíar
sitja eftir án stiga. Antoine Griez-
mann, Dayot Upamecano og Olivier
Giroud skoruðu fyrir Frakka, auk
sjálfsmarks, og Cristiano Ronaldo
gerði bæði mörk Portúgala. Það
fyrra var hans 100. landsliðsmark.
Einvígi meist-
araliðanna
AFP
100 Cristiano Ronaldo fagnar
markinu í Solna í Stokkhólmi gær.
Danir og Englendingar gerðu
markalaust jafntefli í 2. riðli A-
deildarinnar í Þjóðadeildinni í fót-
bolta á Parken í Kaupmannahöfn í
gærkvöld. Leikurinn þótti daufur
en Danir sköpuðu sér betri færi.
Þeim hefur ekki tekist að skora
mark í fyrstu tveimur leikjum sín-
um í riðlinum en Englendingar eru
með eitt mark, vítaspyrnuna sem
Raheem Sterling skoraði úr gegn
Íslandi. Englendingar tefldu fram
þremur nýliðum en Conor Coady og
Kalvin Phillips voru í byrjunarlið-
inu og Tony Grealish kom inn á.
Danir hafa ekki
náð að skora
AFP
Köben Harry Kane og Christian
Nørgaard takast á í gær.
BELGÍA – ÍSLAND 5:1
0:1 Hólmbert Aron Friðjónsson 11.
1:1 Axel Witsel 13.
2:1 Michy Batshuayi 17.
3:1 Dries Mertens 50.
4:1 Michy Batshuayi 69.
5:1 Jeremy Doku 79.
M
Hólmbert Aron Friðjónsson
Arnór Sigurðsson
Birkir Bjarnason
Albert Guðmundsson
Belgía: (4-3-3) Mark: Koen Casteels
(Simon Mignolet 55). Vörn: Thomas
Meunier, Toby Alderweireld, Jason
Denayer, Jan Vertonghen. Miðja: Kevin
De Bruyne (Hans Vanaken 80), Axel
Witsel, Thorgan Hazard (Yari Versc-
haeren 65). Sókn: Dries Mertens, Michy
Batshuayi, Jeremy Doku.
Ísland: (4-3-3) Mark: Ögmundur Krist-
insson. Vörn: Hjörtur Hermannsson,
Hólmar Örn Eyjólfsson, Jón Guðni
Fjóluson, Ari Freyr Skúlason. Miðja:
Guðlaugur Victor Pálsson, Andri Fann-
ar Baldursson (Emil Hallfreðsson 54),
Birkir Bjarnason. Sókn: Arnór Sigurðs-
son (Mikael Neville Anderson 72),
Hólmbert Aron Friðjónsson (Jón Daði
Böðvarsson 70), Albert Guðmundsson.
Dómari: Pawel Raczkowski – Póllandi.
Áhorfendur: Engir.
Björn Bergmann Sigurðarson,
knattspyrnumaður frá Akranesi, spil-
aði í gær sinn fyrsta mótsleik í hálfan
áttunda mánuð. Björn lék þá fyrsta
klukkutímann með Lilleström sem
vann Ranheim 3:1 í norsku B-deildinni.
Hann kom til félagsins um miðjan
ágúst en síðasti leikur hans var bikar-
leikur með APOEL á Kýpur í lok janúar.
Það var eina tækifærið sem hann fékk
með kýpverska liðinu eftir að hafa ver-
ið lánaður þangað frá Rostov í Rúss-
landi um áramótin.
Englendingurinn Lucy Bronze, sem
hefur verið í hópi bestu knatt-
spyrnukvenna heims síðustu ár, er
komin á ný til liðs við Manchester City
og hefur samið við félagið til tveggja
ára. Bronze hefur verið afar sigursæl
með Evrópumeisturum Lyon í Frakk-
landi undanfarin þrjú ár og orðið þrisv-
ar Evrópumeistari og þrisvar franskur
meistari. Hún lék þar við hlið Söru
Bjarkar Gunnarsdóttur í úrslitaleik
Meistaradeildarinnar gegn Wolfsburg
á dögunum. Bronze, sem er 28 ára
bakvörður, á að baki 81 landsleik og
var kjörin besta knattspyrnukona Eng-
lands 2018 og 2020. Hún lék áður með
City árin 2014-2017 og varð enskur
meistari með liðinu 2016.
Guðmundur Karl Guðmundsson,
reyndasti leikmaður Fjölnis, var eini
leikmaður Pepsi Max-deildar karla
sem var úrskurðaður í leikbann á fundi
aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær.
Guðmundur Karl tekur út eins leiks
bann vegna fjögurra gulra spjalda þeg-
ar Fjölnir mætir Gróttu í botnslag lið-
anna á Seltjarnarnesi á mánudags-
kvöldið kemur. Fleiri eiga þó eftir að
taka út leikbann þar sem vegna lands-
leikjahlésins var aðeins einn leikur í
deildinni um síðustu helgi.
Serbneski handboltamaðurinn Vuk
Perovic leikur ekki með nýliðum Þórs á
Akureyri í úrvalsdeild karla á komandi
vetri. Magnús Eggertsson, formaður
handknattleiksdeildar Þórs, staðfesti
þetta við Vísi í gær og sagði að Þórs-
arar væru nýbúnir að fá upplýsingar
frá HSÍ um að þeir mættu aðeins vera
með tvo leikmenn frá löndum utan
EES. Fyrir eru í liði Þórs þeir Ihor
Kopshynskyi frá Úkraínu og Jovan
Kukobat frá Serbíu.
Sky Sports fjallaði talsvert um
enska knattspyrnuliðið Everton í gær
en það hefur keypt þrjá sterka miðju-
menn, James Rodriguez frá Real Ma-
drid, Allan frá Napoli og Abdoulaye
Doucouré frá Watford. Alan Myers hjá
Sky Sports sagði að þetta gæti þýtt
meiri bekkjarsetu fyrir Gylfa Þór Sig-
urðsson en hinsvegar væri stjórinn
Carlo Ancelotti ánægður með hann.
„Gylfi gæti reynst mjög hættulegur
leikmaður fyrir Everton á komandi
tímabili. Hann er með ótrúlega
spyrnutækni og góður í föstum leik-
atriðum. Hann hefur verið góður á
undirbúningstímabilinu, skor-
aði gott mark á dög-
unum upp úr engu,
og ég get alveg
séð fyrir mér að
Ancelotti muni
halda Gylfa á
komandi
keppnis-
tímabili,“
sagði
Myers.
Eitt
ogannað