Morgunblaðið - 09.09.2020, Síða 28
Rithöfundurinn og myndskreytirinn ástsæli Sigrún Eld-
járn fagnar 40 ára höfundarafmæli sínu í ár og mun af
því tilefni líta yfir farinn veg í máli og myndum í stuttu
erindi í Salnum í Kópavogi í dag kl. 12.15. Eftir fyrirlest-
urinn gefst gestum tækifæri á að skoða sýningu á mál-
verkum og teikningum Sigrúnar úr ýmsum vinsælum
barnabókum. Aðgangur að viðburðinum er ókeypis og
allir velkomnir svo lengi sem húsrúm, fjarlægðarmörk
og fjöldatakmarkanir leyfa.
Sigrún fer yfir feril sinn í Salnum
firði. „Ég kynntist honum fyrst fyrir
alvöru þegar ég tók saman þetta
efni,“ segir Magnús um föður sinn
sem fæddist í Mýrdal í Kolbeinsstaða-
hreppi 1921 og andaðist 1996, 75 ára
gamall. „Þá lærði ég sögu hans og
bakgrunn, því ég vissi svo lítið um
hann. Sama held ég að ég geti sagt
um hálfsystkini mín, sem ólust upp
hjá honum. Þau urðu margs fróðari
við lesturinn.“
Magnús fer þá leið að láta Pétur
segja söguna, byggir frásögnina á
heimildum og fyllir í eyðurnar þannig
að úr verður áhugaverð saga manns
og lands á miklum uppbyggingartíma.
„Fólk sem er fætt fyrir 1940 tengir
vel við tímann og segir söguna góða
lýsingu á tímabilinu,“ segir höfund-
urinn.
„Hann var félagsvera, eignaðist
marga vini og kunningja og vildi
ógjarnan slíta þræði við fólk og mál-
efni, var frekar sáttfús maður,“ held-
ur Magnús áfram. „Ábyrgð með hóf-
legu kæruleysi og alvara í bland við
léttleika eru einkunnarorð sem eiga
við Pétur Pétursson,“ áréttar hann
eins og fram kemur í bókinni.
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Pétur Pétursson, alþingismaður upp
úr miðri 20. öld, lét að sér kveða á
ýmsum sviðum. Það kemur berlega í
ljós í bókinni Lífshlaup atvinnu-
manns, sem Magnús Pétursson, fyrr-
verandi ráðuneytisstjóri í fjármála-
ráðuneytinu, forstjóri Landspítala og
ríkissáttasemjari, hefur sent frá sér
um föður sinn, en Svarfdælasýsl for-
lag sf. er útgefandi.
Að lokinni skólagöngu á Laugar-
vatni 1941 og í Samvinnuskólanum
1942 hóf Pétur störf hjá Kaupfélagi
Héraðsbúa á Reyðarfirði. Þaðan lá
leiðin í Landssmiðjuna, en 1944 hélt
hann til Bandaríkjanna, þar sem hann
stundaði nám í New York-háskóla um
veturinn, fór jafnframt í skóla Dale
Carnegie og var fyrstur Íslendinga til
að útskrifast þaðan.
Krossgötur
„Eftir heimkomuna stóð hann á
krossgötum,“ segir Magnús og bætir
við að þegar Pétur féll af þingi 1959 að
lokinni þriggja ára setu fyrir Alþýðu-
flokkinn hafi hann greinilega velt fyr-
ir sér hvort hann ætti að gerast opin-
ber starfsmaður, vera fulltrúi hins
opinbera í innkaupum, eða hasla sér
völl í viðskiptum. „Það endaði með því
að hann fór í viðskipti að beiðni hins
opinbera.“
Pétur var meðal annars forstjóri
Innkaupastofnunar ríkisins, fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, Álafoss
og Norðurstjörnunnar, og starfs-
mannastjóri við Sigölduvirkjun.
Í formála Magnúsar kemur fram að
upphaflega hafi ætlunin verið að taka
saman upplýsingar um manninn fyrir
fjölskylduna og nánustu ættmenni, en
ritgerðin hafi orðið að bók. Hann seg-
ir að þegar hann hætti að vinna 2015
hafi hann þurft að finna ný viðfangs-
efni og sér hafi þótt ágætt að fást við
upprunann, afla gagna og leita svara.
Pétur eignaðist átta börn og fóstur-
börn, þar af tvo syni, Magnús og Pét-
ur Óla, með Ragnheiði Magnúsdóttur,
fyrri eiginkonu sinni. Þau skildu og
þeir ólust upp hjá móður sinni og
hennar fólki á Vindheimum í Skaga-
Útskrifaðist fyrstur
frá Dale Carnegie
Bók Magnúsar um lífshlaup Péturs Péturssonar alþingismanns
Í Mýrdal Pétur Pétursson á uppeldisslóðum sínum um 1990.
Magnús
Pétursson
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík
S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Nú fástS s vinnuföt í
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af öryggisvörum
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 253. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Þrátt fyrir fjögurra marka ósigur á útivelli gegn sterk-
asta landsliði heims var eitt og annað jákvætt við
frammistöðu íslenska landsliðsins í fótbolta gegn Belg-
um í gærkvöld. En óvíst er að margir þeirra sem tóku
þátt í leiknum verði í byrjunarliðinu í næsta leik sem er
umspilsleikurinn við Rúmena á Laugardalsvellinum. »23
Sumt var jákvætt í stóru tapi
ÍÞRÓTTIR MENNING