Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Lyklasmíði & öryggiskerfi Skútuvogur 1E | 104 REYKJAVÍK | SÍMI 533 2900 |WWW.LYKILLAUSNIR.IS Týnirðu lyklum? Gleymirðu PIN númerum? Notaðu bara fingrafarið Kynntu þér málið áwww.lykillausnir.i ! s Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Skuggaatvinnuleysi er að aukast og áætl- ar Hagstofan að það sé núna 46.100. Í sumar minnkaði at- vinnuleysi nokkuð, en er nú aftur að aukast. Í frétt í mbl.is þann 31. maí kemur fram: „Hópur þeirra einstaklinga á aldr- inum 16 til 74 ára sem ekki voru við störf en eru þó ekki taldir atvinnulausir þar sem þeir eru ekki í atvinnuleit hefur þanist út að undanförnu. Samtals voru einstaklingar utan vinnu- markaðarins 62.200 talsins í sein- asta mánuði og hafði þá fjölgað um 17.500 borið saman við sama mánuð í fyrra. Í þessum hópi eru margir sem segjast vera á eft- irlaunum eða eru öryrkjar. Á fyrsta fjórðungi þessa árs voru þeir um helmingur allra sem voru utan vinnumarkaðar í könnunum Hagstofunnar. Stór hluti hópsins eru einstaklingar sem eru ekki í atvinnuleit en segjast tilbúnir að vinna ef tækifæri gefst. Um er að ræða m.a. námsmenn, heimavinn- andi einstaklinga og þá sem eru veikir eða tímabundið ófærir til vinnu.“ Það að halda því fram að þeir sem hafa ekki rétt lengur til bóta, eða hafa verið sjálfstætt starfandi og ekki haft rétt til bóta, séu ekki atvinnulausir er klikkað. Það að halda því fram að þessi hópur sé ekki að leita sér að vinnu er líka klikkað, það er því miður enga vinnu að fá, eða sótvarnareglur banna þeim að vinna. Þeir sem hafa ekki rétt til at- vinnuleysisbóta eru nú flokkaðir með í tölum Seðlabanka Íslands (SBÍ) þegar hann tekur saman töl- ur yfir þá sem hafa ekki vinnu. Þessi hópur flokkast sem „skugga- atvinnulausir“ hjá SBÍ. Dekkar þessi skilgreining þá sem eru flokkaðir utan atvinnumarkaðar, þ.e.a.s. þá sem hafa engar bætur og eru yfirleitt ekki taldir með í atvinnuleysistölum þar sem þeir hafa ekki haft rétt til atvinnuleys- isbóta, t.d. námsmenn, tónlistarmenn og aðr- ir. Í tölum um „skuggaatvinnulausa“ eru ekki þeir sem hafa misst störf en eru á örorku eða ellilífeyr- isbótum. SBÍ kynnir þetta nýyrði í tímarit- inu Peningamál frá í ágúst. Það má áætla að hið minnsta 25.000 verði án réttar til bóta í vetur og líklega 25.000 á atvinnuleys- isbótum eða samtals um 50.000. Því miður eru „skuggaatvinnulaus- ir“ líklega stærri hópur, ekki er haldið vel utan um þennan hóp í hagtölum [samkvæmt Hagstofunni eru 46.100 utan vinnumarkaðar í lok júlí]. Gera má ráð fyrir að ASÍ, SA og stjórnvöld komi sér saman um hækkun atvinnuleysisbóta til þeirra sem hafa rétt til atvinnu- leysisbóta, enda rúmast sá kostn- aður innan kostnaðar þjóðarsátt- arsamningsins frá vori 2019. Óásættanlegt væri ef stjórnvöld hækki ekki í leiðinni ellilífeyri og örorkubætur til samræmis. Hagdeild Landsbankans tók saman tölulegar upplýsingar um laun og birti á vefnum lands- banki.is. Þar segir að meðallaun séu um 800.000 kr. á mánuði. Tekjutengdu atvinnuleysisbæt- urnar sem fólk á rétt á í þrjá mánuði verða ekki hærri en 456.404 kr. á mánuði og grunn- atvinnuleysisbætur sem taka við eru 289.510 kr. á mánuði. Bætur þeirra sem eru án bóta eru 0 kr. á mánuði. Augljóst er að heimili at- vinnulausra verða fyrir gríðarlegu tjóni, með tilheyrandi afleiðingum. Þetta hefur svo margfeldisáhrif út í samfélagið því um leið minnkar eftirspurn í hagkerfinu. Bótalausir geta leitað til sveitar- félags þar sem þeir búa og sagt til sig sveitar. Betra væri að stjórn- völd kæmu með tímabundið úr- ræði, „COVID“-bætur (til dæmis með sömu bótum og atvinnuleys- isbætur) til þessara 25.000 bóta- lausu einstaklinga, næstu 2-3 árin meðan hagkerfið er að jafna sig. Má ætla að í vetur myndi þetta úrræði kosta svipað og rekstur Landspítala eða um 8 milljarða á mánuði, þessi tala myndi lækka eftir því sem hagkerfið tekur við sér. Á sama tíma má hugsa sér að stjórnvöld setji (í samráði við aðila atvinnumarkaðarins) reglur sem skyldi þennan bótalausa hóp til að kaupa sér atvinnuleysistryggingu. Nýjustu hagspár gera ráð fyrir að árin 2021 og 2022 verði erfið og það verði ekki fyrir en 2022 sem hagkerfið fari að taka við sér og 2025 sem hagkerfið verði komið á sama stað og það var 2019. Er nú áætlað að verðmætaframleiðsla hagkerfisins verð 1.300 milljörðum lægri, en gert var ráð fyrir í nú- verandi kjarasamningum. Stærsta verkefni stjórnvalda er að fletja út fjárhagsleg áföll vegna heimsfaraldursins, að skilja eftir 25.000 (46.100?) manns án nokk- urra tekna er ekki skynsamlegt. Rétt væri líka að hætta að tala eingöngu um atvinnulausa sem þá sem eru á atvinnuleysisbótum, taka einnig með þá sem hafa eng- ar bætur. Kominn er tími til að ræða um hvernig brugðist verður við tekju- tapi og auknum kostnaði ríkissjóðs og sveitarfélaga. Væri ekki rétt að setja á tímabundna skatta til að borga þann kostnað sem er að falla á ríkið? Mætti ekki til dæmis setja á 5% sérstakan COVID-19- tekjuskatt, fyrirtækjaskatt, fjár- magnstekjuskatt og hækka virð- isaukaskatt um 5%? Þetta myndi á næstu 10 árum með 5% lækkun rekstrarkostnaðar ríkissjóðs borga COVID-19-kostnaðinn. Væri ekki rétt að fara strax í skattheimtu? Eða er betra að bíða í eitt ár og setja þessa skatta á eftir kosn- ingar næsta haust? COVID-„skuggaatvinnuleysi“ Eftir Holberg Másson Holberg Másson » Skuggaatvinnuleysi er að aukast og áætl- ar Hagstofan að það sé núna 46.100. Í sumar minnkaði atvinnuleysi nokkuð, en er nú aftur að aukast. Höfundur er framkvæmdastjóri. Menntakerfið er um margt öflugt og metn- aðarfullt, það þarf vissulega að laga og bæta reglulega. Því miður hefur það ekki verið gert, hvorki nógu oft né nógu vel. Spurn- ingin er alltaf, hvernig skal það gert? Árangur íslenskra grunnskólanemenda Færa má rök fyrir því að slakur árangur íslenskra grunnskólanem- enda í Pisa-könnunum undanfarið sé slöku menntakerfi að kenna. Þeir sem lítið þekkja til gætu látið sér til hugar koma að fjölga kennslu- stundum í þeim greinum þar sem bæta þarf árangur. Þetta er ekki vænleg leið enda er hættan sú að slíkt yrði aðeins gert með fækkun kennslustunda í öðrum greinum. Því miður hafa nýlega komið fram til- lögur frá yfirvöldum menntamála um að gera einmitt þetta. Áhersla á gæði fremur en magn Góð leið í þessum efnum er að veita skólum svigrúm, þ.e. sjálfstæði, til að ráða til sín öfluga kennara, s.s. í raungreinum, stærðfræði og ís- lensku. Í þessu skyni þarf að tryggja skólum aukið fjármagn. Í kjölfarið þarf síðan að bera saman árangur skólanna í Pisa-könnunum. Sam- keppni er ævinlega besta leiðin til að ná betri árangri. Þetta þekkja grein- arhöfundar af langri reynslu. Mið- stýring í faglegum efnum er sjaldan til góðs í menntakerfinu. Skóla- stjórnendur og kennarar hafa yf- irleitt bestan skilning og þekkingu á góðum leiðum til framfara. Hlutverk ríkisvalds er að tryggja skólum eðli- legt sjálfstæði og fjármagn til að efla kennslu í þeim greinum þar sem þörfin er brýnust. Lengra á miðstýr- ingin ekki að ná. Menntun kennara Menntun sérhæfðra kennara í til- teknum námsgreinum er vissulega á hendi háskólanna og mennta- málaráðuneytis. Þar hefur ríkis- valdið illa brugðist enda hefur alvar- legur og viðvarandi skortur á sérhæfðum og sérmenntuðum kenn- urum lengi staðið eðlilegum fram- förum og árangri fyrir þrifum. Má þar sérstaklega nefna kennslu í ís- lensku, stærðfræði, raungreinum og list- og handmennt. Einnig ber að nefna að þessi alvarlegi kenn- araskortur leiðir svo eðlilega til skorts á nýjustu kennslugögnum og tækjum í þessum greinum, því að með góðri menntun kennara í þess- um greinum sjá þeir betur þörfina fyrir góð kennslugögn og búnað. Námsáætlanir Þá skal enn minnt á mikilvægi þess að allir nemendur, frá og með 7. bekk grunnskólans og til loka fram- haldsskólans, geri í byrjun hvers skólaárs námsáætlanir fyrir skóla- árið. Áætlanir þessar verði með tímasettum markmiðum og tiltekinn verði lágmarksárangur allra mik- ilvægra prófa. Foreldrar/for- ráðamenn fái skilgreint hlutverk við eftirlit með framkvæmd námsáætl- ana og einnig með framvindu náms. Nemendur, foreldrar og umsjón- arkennarar hittist reglulega á hverju skólaári til þess að fylgjast með námsframvindu nemandans og bregðist við strax ef þess gerist þörf. Megintilgangur þessa fyrirkomulags er að nemandinn taki nám sitt alvar- lega, læri snemma að gera áætlanir og standa við þær af fremsta megni. Enn um sóknarfæri í góðu skólastarfi Eftir Þorstein Þorsteinsson og Gunnlaug Sigurðsson » Skólastjórnendur hafa besta þekkingu á leiðum til framfara. Hlutverk ríkisvalds er að tryggja skólum sjálf- stæði og fjármagn til að efla kennslu Þorsteinn Þorsteinsson Þorsteinn er fv. skólameistari FG. Gunnlaugur er fv. skólastjóri Garðaskóla. thorsteinn2212@gmail.com Gunnlaugur Sigurðsson Allt um sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.