Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Hjálparstarf kirkjunnar auglýsir eftir verkefnisstýru fyrir opið hús fyrir konur sem verður rekið í anda hugmyndfræði um skaðaminnkandi nálgun Verkefnisstýra leiðir starf fyrir konur sem ekki eiga í örugg hús að venda á daginn. Um er að ræða fullt starf. Starfsemi í opnu húsi á að vera í gangi mánu- daga til föstudaga. Markmiðið er að mæta hverri og einni þar sem hún er stödd af virðingu og kærleika. Gengið er út frá því að konurnar sjálfar taki þátt í að móta starfið. Reiknað er með verkefnisstýru í fullu starfi . Helstu verkefni • Móta og leiða starf í opnu húsi fyrir konur • Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf • Meta félagslegar aðstæður, veita ráðgjöf og stuðning • Einstaklingsbundin virkniúrræði • Samstarf við stofnanir og fagaðila • Þáttaka í kynningu á starfinu Hæfniskröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu • Reynsla af sambærilegu starfi æskileg • Frumkvæði og sveigjanleiki í starfi • Hæfni í mannlegum samskiptum, lipurð og hlýleiki • Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar Gott væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist á netfangið: starf@help.is. Umsóknarfrestur er til 30. september 2020. Nánari upplýsingar: Bjarni Gíslason, framkvæmda- stjóri, bjarni@help.is og Vilborg Oddsdóttir umsjónarmaður innanlandsstarfs, vilborg@help.is. Sími 528 4400. Landsnet | Gylfaflöt 9 | 112 Reykjavík | Sími 563 9300 | landsnet@landsnet.is | www.landsnet.is SPENNANDI FRAMTÍÐ Umsóknarfrestur er til og með 27. september nk. Sótt er um starfið á landsnet.is. Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Nánari upplýsingar veitir Ragnar Guðmannsson, forstöðumaður stjórnstöðvar, í síma 563 9300. Sérfræðingur í stýringu flutningskerfisins Við leitum að metnaðarfullum samstarfsfélaga, með brennandi áhuga á orkugeiranum, í hóp frábærra sérfræðinga í stjórnstöð okkar. Stjórnstöðin ber ábyrgð á stjórnun raforkukerfisins, samhæfingu aðgerða í tengslum við truflanir og viðhald auk þess að halda utan um orkumarkað. Nýju starfsfólki er veitt öflug og markviss þjálfun en um er að ræða krefjandi og ábyrgðarmikið starf. Hluti starfsins er vaktavinna. Landsnet er þjónustufyrirtæki sem kappkostar að vinna í takt við samfélagið og hefur það að meginmarkmiði að tryggja örugga afhendingu á raforku til framtíðar. Við bjóðum upp á fyrsta flokks aðbúnað, góðan starfsanda, frábært mötuneyti, aðgengi að líkamsræktaraðstöðu og stuðning við að viðhalda og sækja sér frekari þekkingu. Við erum þátttakandi í fjölmörgum rannsóknar- og samvinnuverkefnum innan Norðurlandanna og Evrópu. Menntunar- og hæfniskröfur • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og geta til að starfa í teymi • Geta til að starfa undir álagi • Öguð og nákvæm vinnubrögð • Sterk öryggis- og jafnréttisvitund • Háskólamenntun í raungreinum sem nýtist í starfi Starfs- og ábyrgðarsvið • Stýring og vöktun raforkukerfisins • Aðgerðastjórnun og áætlanagerð um rekstur flutningskerfisins • Rekstur jöfnunarorkumarkaðs • Þátttaka í greiningar- og úrbótaverkefnum • Þátttaka í nýsköpunarverkefnum kopavogur.is Leikskólastjóri í leikskólann Álfatún Leikskólinn Álfatún er staðsettur í skjólsælum reit austast í Fossvogsdalnum og er í beinum tengslum við útivistarsvæðin í dalnum. Í leikskólanum er mikil áhersla lögð á málörvun, hreyfingu og skapandi starf. Leitað er að stjórnanda sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum, er skipulagður og umbótadrifinn og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Viðkomandi þarf að vera leiðtogi í sínum skóla, veita faglega for- ystu og búa yfir hæfni og frumkvæði til að skipuleggja skapandi leikskólastarf í samvinnu við starfsmenn, forráðamenn og leikskóladeild. Menntunar- og hæfniskröfur · Kennaramenntun og leyfisbréf kennara · Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla · Framhaldsmenntun (MA, MEd, MBA eða Diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar eða uppeldis- og menntunarfræða · Forystuhæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum · Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi · Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi · Góð tölvukunnátta · Góð íslenskukunnátta Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2020. Nánari upplýsingar um starfið má finna á ráðningavef Kópavogsbæjar. Eingöngu er hægt að sækja um starfið rafrænt á vef Kópavogsbæjar www.kopavogur.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.