Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 17.09.2020, Blaðsíða 65
MENNING 65 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2020 Þögul en skopleg örvæntinghversdagsins er kannskiekki fyrsta viðfangsefniðsem kemur upp í hugann þegar hugsað er um óperur. En af hverju ekki? Hvers vegna skyldu útblásin stórdrömu nítjándu aldar- innar stýra því hvernig við hugs- um um þetta form, eitthvað frekar en við miðum við þann tíma og hefðir hans þegar við leggjum mat á aðra sviðslistakima? Engu að síður er það staðreynd að af öllum sviðsformum er óperan sú stirð- asta. Verst farin af bæði liðagigt, offitu og beinþynningu. Haldið á lífi af sífellt gráhærðari yfirstétt á verndarsvæðum óperuhúsa þar sem sömu gömlu öruggu verkin eru reglulega dregin fram eins og á minjasafni eða dýragarði. Það er samt lífsmark utan verndarsvæðisins. Reyndar stafar það að hluta af spennunni milli forms og hefða og þess sem nýja kynslóðin kýs að taka til umfjöll- unar. Þannig fóru hláturbylgjur um sal Tjarnarbíós þar sem grá- myglulegir sólarlandafararnir fjór- ir sungu af vélrænni innlifun „Borða mat /drekka vín / Hlæja hátt / segja grín“ og annað álíka þrungið. Ekki var samt hægt að sjá að tónskáldið Friðrik Mar- grétar-Guðmundsson eða líbrett- istinn og leikstjórinn Adolf Smári Unnarsson væru beinlínis að vinna með þessa spennu. Það vottaði varla fyrir paródíublæ, umfram það sem mun alltaf virka kjána- lega á alla sem eru ekki beinlínis innvígðir í mál óperunnar: að fólk sé að syngja það sem væri mun nærtækara að segja. Enda fjöruðu flissin smám sam- an út. Ekki alveg loku fyrir það skotið að fólki hafi stundum leiðst þófið, tíðindaleysi og endurtekning eru grunnþættir í bæði erindi og fagurfræði verksins. Einhverjir skelltu nú samt upp úr þegar langdregin leikfimiæfingarsería upphófst í þriðja sinn, en það hló enginn þegar lagt var af stað í rútínuna í sjötta skiptið. Wagner er ekki einn um að reyna á þolrif fólks. Svo má alveg flissa yfir hon- um líka. Það eru í sjálfu sér ekki sérlega ný eða markverð tíðindi á boð- stólum í Ekkert er sorglegra en manneskjan. Satírísk uppgjöf ungu kynslóðarinnar gagnvart því sem bíður þeirra í ferðalaginu gegnum lífið á þessum síðustu og verstu tímum er bæði skiljanleg, þekkt og kannski heldur dauft eldsneyti í listaverk. Innihalds- lausar klisjur náms- og starfs- ráðgjafa, jógakennara og slök- unargúrúa tjá mest lítið annað en eigin innihaldsleysi, þótt skopleg- ar séu. Það var ekki mikið gert af því að afvegaleiða, dýpka eða skrumskæla þessi skilaboð, um- fram það sem felst í því að syngja eða flytja þau í talkórum. Sterk- asta senan, sú með beittustu sögn- ina, var væntanlega kórkaflinn þar sem textinn „Allir eru að gera sitt allra besta“ var sunginn meðan sjónvarpsskjárinn sýndi heims- endalegar myndir af kraumandi eldi. Það sem situr samt sterkast eft- ir hjá mér eftir sýninguna er hið frábæra og fágaða vald sem hóp- urinn allur sýnir. Það byrjar í efniviðnum sjálfum. Friðrik hefur samið sérlega áheyrilega tónlist, undir sterkum naumhyggju- áhrifum, þar sem oft er unnið tím- unum saman með tvo smekklega kryddaða hljóma sem skiptast á og tilbreytingin birtist fyrst og fremst í hægferðugri taktóreiðu. Frábærlega var unnið með lit- brigðin sem hljóðfæraskipanin bauð upp á og aukastig fyrir að bjóða harmóníkuna velkomna í litlu hefðbundnu kammersveitina. Nikkan lagði til heilmikla fyllingu og skemmtilega effekta, auk þess sem hún blandast með eindæmum vel við bæði blásturs- og strok- hljóðfærin. Flutningur spilenda jafnt sem syngjenda var næsta lýtalaus og einstaklega smekklega unnið með uppmögnun. Textameðferð alla jafna einstaklega skýr; oft hefur innihaldsríkari texti fengið minni alúð hjá íslenskum söngvurum. Það er í sjálfu sér ekkert sérstakt um frammistöðu einstakra söngv- ara að segja, sem aftur ögrar stjörnustemningunni sem gegn- sýrir óperuheiminn, en þau Dagur Þorgrímsson, Heiðdís Hanna Sig- urðardóttir, María Sól Ingólfs- dóttir og Ólafur Freyr Birkisson skiluðu sínu lýtalaust, sem hlýtur að teljast helsta dyggðin í heimi sýningarinnar og markmiðum hennar. Sviðsetning Adolfs Smára er annar þáttur þar sem algert vald fær að njóta sín. Sýningin er kóreógraferuð niður í smæstu smáatriði, hreyfingamynstrið er stranglega agað og þeim aga aldr- ei ögrað. Persónusköpun, sam- skipti og samband við áhorfendur eru þættir sem eru algerlega snið- gengnir, og þótt vel megi sakna þeirra, og ávinnings af slakara taumhaldi, er aginn virðingar- verður og útkoman forvitnileg sem slík. Umgjörð Bryndísar Óskar Þ. Ingvarsdóttur (leikmynd og bún- ingar), Hafliða Emils Barðasonar (lýsing) og Elmars Þórarinssonar (myndband) er prýðilegt verk. Ekkert er sorglegra en mann- eskjan er svo sannarlega ekkert átakaverk. Dramatík er haldið í lágmarki, köld stílfærð nákvæmni kemur í stað mannlegrar nándar og tilfinningatúlkunar. Þetta er ekki Puccini. Þetta er hins vegar aðdáunarverð æfing í nákvæmni og fágun og rannsókn á tjáningar- möguleikum einhæfninnar. Ákaf- lega vel heppnuð sem slík, og svo langt sem hún nær. Söngur um lífið Ljósmynd/Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir Fágun „Þetta er hins vegar aðdáunarverð æfing í nákvæmni og fágun og rannsókn á tjáningarmöguleikum ein- hæfninnar. Ákaflega vel heppnuð sem slík, og svo langt sem hún nær,“ segir í rýni um nýja óperu í Tjarnarbíói. Tjarnarbíó Ekkert er sorglegra en manneskjan bbbmn Tónskáld: Friðrik Margrétar-Guðmunds- son. Leikstjórn og texti: Adolf Smári Unnarsson. Dramatúrg: Matthías Tryggvi Haraldsson. Leikmynda- og búningahönnuður: Bryndís Ósk. Þ. Ingvarsdóttir. Lýsing: Hafliði Emil Barðason. Myndband: Elmar Þórarins- son. Tónlistarstjórn: Pétur Björnsson. Hljómsveit: Baldvin Ingvar Tryggvason, Björg Brjánsdóttir, Friðrik Margrétar- Guðmundsson, Flemming Viðar Val- mundsson, Pétur Björnsson og Unnur Jónsdóttir. Flytjendur: Dagur Þorgrímsson, Heiðdís Hanna Sigurð- ardóttir, María Sól Ingólfsdóttir og Ólafur Freyr Birkisson. Frumsýnt 6. september 2020 í Tjarnarbíói, en rýnt í 2. sýningu á sama stað 10. sept- ember 2020. ÞORGEIR TRYGGVASON ÓPERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.