Morgunblaðið - 21.09.2020, Qupperneq 2
Morgunblaðið/sisi
Skarfabakki Vera D rakst á hafnarbakka. Viðgerð var langt komin í gær
og var reiknað með að skipið gæti aftur hafið siglingar í dag.
Viðgerð á leiguskipi Eimskips,
Veru D, var langt komin í gær.
Edda Rut Björnsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Eimskips, sagði að
gert væri ráð fyrir því að skipið
gæti siglt frá Reykjavík í dag.
Vera D rakst utan í bryggju á
Grundartanga í síðustu viku og
varð fyrir skemmdum. Skipið lagði
af stað í áætlunarferð síðdegis á
fimmtudaginn var en var snúið við
úti á Faxaflóa og kom aftur til
hafnar í Sundahöfn. Skipið lá síðan
við Skarfabakka lestað gámum þar
sem viðgerð fór fram.
Edda Rut sagði að viðkvæmur
farmur eins og ferskur fiskur hefði
strax verið tekinn frá borði og
sendur með öðrum skipum. Engin
ferskvara er því enn um borð í
skipinu.
Vera D átti að vera í Árósum í
dag, samkvæmt siglingaáætlun.
Edda Rut sagði að ekki hefði kom-
ið til þess að fá þyrfti annað skip til
að stökkva inn í siglingaáætlun
Veru D. Skipið er 179 metra langt,
17.188 brúttótonn og getur flutt
1.678 gámaeiningar.
gudni@mbl.is, sisi@mbl.is
Rakst á bryggju
á Grundartanga
Gert við skemmdir á flutningaskipi
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020
NÝJ
UNG
!
Öruggar þvaglekavörur
Extra
rakadræg
100%
Lyktarvörn
Passa
frábærlega
Hlæðu, hoppaðu,
hóstaðu og hnerraðu
áhyggjulaus!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég er mjög ánægður með þennan
árangur,“ sagði Gauti Jóhannesson,
oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins í
nýju sameinuðu sveitarfélagi á
Austurlandi. Listinn fékk mest fylgi
þegar kosið var til sveitarstjórnar
vegna sameiningar Borgarfjarðar-
hrepps, Djúpavogshrepps, Fljóts-
dalshéraðs og Seyðisfjarðarkaup-
staðar á laugardag. „Okkur tókst að
mynda samstæðan hóp og málefna-
skrá sem allir gátu fellt sig við. Ég
held að við höfum verið að uppskera
vegna þess og fólk hafi skynjað okk-
ur sem samhentan hóp með skýra
sýn,“ sagði Gauti.
Hann segir stefnt að því að við-
ræður um myndun meirihluta hefj-
ist sem fyrst en formlegar viðræður
voru ekki hafnar í gær. Ellefu
fulltrúar verða í nýju sveitarstjórn-
inni sem tekur við 4. október og
mun sitja til loka kjörtímabilsins ár-
ið 2022. Nýja sveitarfélagið verður
það víðfeðmasta á landinu.
Gauti sagði að eitt fyrsta verkefni
nýrrar sveitarstjórnar yrði væntan-
lega að ákveða hvað nýja sveitarfé-
lagið á að heita.
Einnig var kosið til heimastjórna
en þær verða fjórar, ein í hverju nú-
verandi sveitarfélaga. Tveir fulltrú-
ar voru kjörnir í hverju sveitarfé-
lagi. Þar til viðbótar kemur þriðji
fulltrúinn í hverri heimastjórn úr
sveitarstjórninni og taldi Gauti lík-
legt að hann yrði einnig heimamað-
ur. Heimastjórnirnar starfa í um-
boði sveitarstjórnar og er
markmiðið með þeim að tryggja
áhrif heimamanna á ákvarðanir sem
varða þeirra nærumhverfi. Hver
kjósandi gat valið einn aðalmann í
heimastjórn. Allir íbúarnir voru í
kjöri en 18 gáfu formlega kost á sér,
að sögn fréttavefjarins austurfrett-
.is.
Þurfa að ákveða nafn á sveitarfélagið
D-listinn fékk flest atkvæði þegar kosið var til sveitarstjórnar í nýju sveitarfélagi á Austurlandi
Formlegar viðræður um myndun meirihluta ekki hafnar í gær Víðfeðmasta sveitarfélag landsins
Austurfrétt/Gunnar
Talning atkvæða Kjörseðlar í kosningunni voru taldir í Menntaskólanum á
Egilsstöðum á laugardagskvöldið og fram á aðfaranótt sunnudagsins.
D-listi Sjálfstæðisflokks fékk
29% atkvæða og fjóra fulltrúa
í kosningunum á laugardaginn
var, L-listi Austurlista fékk
27% og þrjá fulltrúa, B-listi
Framsóknarflokks fékk 19%
og tvo fulltrúa, V-listi Vinstri-
hreyfingarinnar - græns fram-
boðs fékk 13% og einn full-
trúa og M-listi Miðflokksins
fékk 11% atkvæða og einn
fulltrúa.
D-listinn fékk
fjóra fulltrúa
SAMEINAÐ SVEITARFÉLAG
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Á föstudag og laugardag greindust
alls 113 með kórónuveirusmit, 75 á
föstudag og 38 á laugardag. Sam-
tals voru 47 af þessum 113 þegar í
sóttkví við greiningu. Eitt smit
greindist við landamæraskimun á
föstudag og eitt á laugardag, sam-
tals voru 5.147 sýni tekin innan-
lands og 1.423 sýni á landamærum.
Fyrir helgi undirritaði Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra
tillögu Þórólfs Guðnasonar sótt-
varnalæknis um að loka skemmti-
stöðum og krám yfir helgina. Í gær
lagði Þórólfur til að lokunin yrði
framlengd um eina viku. Hefur
Svandís samþykkt tillöguna og er
lokunin í gildi út sunnudaginn 27.
september.
Þórólfur sagði á fundi almanna-
varna í gær að hann sæi ekki
ástæðu til að grípa til harðari að-
gerða, vegna þess hve markvisst
smitrakningu og sóttkví væri beitt.
Víðir Reynisson, yfirlögreglu-
þjónn hjá ríkislögreglustjóra, fór í
sóttkví um helgina og var ekki á
upplýsingafundi almannavarna í
gær. Sigríður Björk Guðjónsdóttir
ríkislögreglustjóri var staðgengill
hans á fundinum.
Uppruni flestra smita
á skemmtistöðum
Flest þau smit sem greindust um
helgina eiga rætur sínar að rekja
til skemmtistaða. Aðeins tveir
þessara staða hafa verið nafn-
greindir opinberlega, BrewDog og
Irishman Pub. Aðrir veitingastaðir
sem hafa verið til skoðunar hjá
smitrakningarteyminu hafa það
óljósa tengingu við tilfelli að ekki
þykir ástæða til að rekja frekar út-
setta einstaklinga í tengslum við
þá, að því er segir í tilkynningu frá
almannavarnadeild ríkislög-
reglustjóra og sóttvarnalækni. Þar
kemur einnig fram að yfirvöld
muni héðan í frá greina frá nöfnum
staða ef nauðsyn krefur.
Ákveðið var á fundi viðbragðs-
stjórnar og farsóttarnefndar Land-
spítala í gær að færa spítalann af
óvissustigi yfir á hættustig í sam-
ræmi við viðbragðsáætlun Land-
spítala. Að minnsta kosti átta smit
hafa greinst. Gert er ráð fyrir að
200 starfsmenn verði í úrvinnslu-
sóttkví á meðan skimanir fara
fram.
Grímur í boði í skólum
Á upplýsingafundi almannavarna
í gær hvatti Þórólfur til þess að
framhalds- og háskólar myndu
bjóða upp á grímur í þeim tilvikum
þar sem ekki væri hægt að kenna í
fjarkennslu. Háskóli Íslands, Há-
skólinn í Reykjavík og Mennta-
skólinn í Reykjavík eru meðal
þeirra skóla sem hafa brugðist við
ábendingu Þórólfs. Grímuskylda
verður í bæði HR og MR en Jón
Atli Benediktsson, rektor HÍ,
hvatti til grímunotkunar í skól-
anum og sagði að grímur yrðu í
boði.
Alls eru nú 1.290 manns í sóttkví
og hefur þeim fjölgað hratt á milli
daga. Fjöldi nemenda í Melaskóla
var sendur í sóttkví um helgina eft-
ir að nemandi í 7. bekk í skólanum
greindist smitaður af kórónuveir-
unni. Nemendur missa því af sam-
ræmdu prófunum sem fara eiga
fram á fimmtudag og föstudag.
Tveir nemendur við Fjölbrauta-
skólann við Ármúla greindust með
kórónuveiruna um helgina. Fjórir
nemendur eru í sóttkví.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Framlengt Þórólfur lagði til að lokun skemmtistaða yrði framlengd.
1.290 manns í sóttkví og hef-
ur fjölgað hratt síðustu daga
Landspítalinn á hættustigi Grímuskylda í skólum
Önnur bylgja heimsfaraldursins er í miklum vexti víða um heim, en fjöldi
látinna af völdum kórónuveirunnar nálgast nú milljón á heimsvísu og
aukinna smita hefur orðið vart í 73 löndum heims. Þrátt fyrir aukna
greiningu smita vonast margir til þess að önnur bylgja veirunnar verði
vægari en sú fyrri og enn sem komið er bendir margt til þess. Sjúkra-
húsinnlögnum hefur ekki fjölgað eins og í vor og dauðsföllum enn síður.
Í Bandaríkjunum greindust tæplega 42 þúsund á laugardag og 672
voru skráðir látnir með Covid-19. Í Bretlandi fóru daglegar greiningar yfir
4.000 á dag í fyrsta sinn frá í maí og stjórnvöld útiloka ekki nýtt út-
göngubann. Í Frakklandi greindust 13.500 á laugardag og látnum hefur
einnig fjölgað í fyrsta sinn síðan í vor. Á Ítalíu var á laugardag sagt frá
1.600 nýjum smitum, en samt var eilítið slakað á fjöldatakmörkunum.
Nýjum smitum hefur fækkað töluvert í Ástralíu, svo þar er sumstaðar
verið að slaka á aðgerðum, sem hafa verið með þeim hörðustu í heimi.
Faraldurinn í vexti víða um heim
DAUÐSFÖLLUM OG INNLÖGNUM FJÖLGAR SÍÐUR EN SMITUM