Morgunblaðið - 21.09.2020, Page 8

Morgunblaðið - 21.09.2020, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020 Við erum sérfræðingar í malbikun Á Iðnþingi fyrir helgi komu framáhyggjur forsvarsmanna Sam- taka iðnaðarins um stöðu efnahags- mála. Árni Sigurjónsson, formaður samtakanna, var ómyrkur í máli og sagði að upp væri runninn „tími sam- dráttar og atvinnu- leysis.“ Þetta eru ekki uppörvandi skilaboð, en raunsæ. Árni sagði að liðnir væru „dagar launa- hækkana umfram svigrúm í efnahags- lífinu,“ en þeir dagar hefðu auðvit- að aldrei átt að koma. Miklu skiptir að beggja vegna borðs í umræðum aðila vinnumarkaðarins á næstunni verði tekið tillit til slíkra sjónar- miða. Því miður hefur lítill vilji ver- ið til þess hjá einstaka verkalýðs- forkólfum sem virðast telja framtíð sinni í verkalýðshreyfingunni best borgið með óraunsæjum yfirboðum og hótunum.    Ef aðilar vinnumarkaðarins násaman í haust um nýja leið sem felur í sér frestun umsaminna hækkana á grundvelli forsendu- brests er augljóst að hægt er að verja mun fleiri störf en ella. Um þetta getur enginn efast og það er alveg nýtt ef forysta verkalýðs- hreyfingarinnar neitar að huga að starfsöryggi umbjóðenda sinna.    Verkalýðshreyfingunni eru veittmikil völd í íslenskri löggjöf og hún hefur tekið sér áhrif umfram það. Þetta sást meðal annars á þeirri yfirlýsingu sem knúin var fram sömu daga og hlutafjárútboð Icelandair stóð yfir.    Þann atburð hlýtur að verða aðrannsaka og völd verkalýðs- hreyfingarinnar hljóta að koma til endurskoðunar ef forysta hennar er komin algerlega úr tengslum við hagsmuni félagsmanna og alls al- mennings. Árni Sigurjónsson Verður hlustað á varnaðarorð? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Stíf suðvestan- og vestanátt var með suðurströndinni í gær. Á Stórhöfða í Vestmannaeyjum mældist allt að 25 m/s vindur og hviður upp á 38 m/s í gær. Heldur dró úr vindstyrknum þegar leið á kvöldið. Herjólfur ohf. tilkynnti í gær að veðurspá fyrir næstu daga væri ekki hagstæð fyrir siglingar í Landeyjahöfn og því lík- legast að siglt yrði í Þorlákshöfn eins og gert var í gær. Eyjamaður einn segir að nýi Herjólfur sé góður í sjó að leggja og að veltiuggarnir á honum virki mjög vel. Hann sé gott sjóskip sem komi sér vel á siglingarleiðinni milli lands og Eyja, sem geti oft verið erfið. Veðurstofa Íslands spáði því í gær að í nótt myndi draga úr vindi en einnig því að það færi að snjóa á fjallvegum um landið norðanvert. Í dag á að verða suðvestlæg eða breytileg átt, 5-13 m/s og skúrir. Sums staðar norðanlands geta orðið él eða slydduél. Lengst af verður úr- komulítið austantil. Hitinn verður á bilinu 1-8 stig, hlýjast syðst á land- inu. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjar Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar síðdegis í gær og stímdi upp í stífa vestanátt og krappa öldu. Ferðin tók rétt um þrjár stundir. Snjóað gæti á fjall- vegum fyrir norðan  Herjólfur sigldi til Þorlákshafnar „Við erum að vinna með smitrakn- ingarteyminu að finna út hverjir þurfa að fara í sóttkví og hverjir ekki – það verður einhver hópur. Á með- an eru flestir starfsmenn hvattir til að vera heima,“ sagði Pétur Magn- ússon, forstjóri Reykjalundar, í gær. Þá greindust þrjú smit hjá starfs- fólki Reykjalundar til viðbótar við smit sem greindist á miðvikudaginn var. Þá hefur einn skjólstæðingur Reykjalundar greinst með CO- VID-19. Í ljósi þess ákvað framkvæmda- stjórn Reykjalundar að gera með- ferðarhlé hjá öllum þjónustuþegum dag- og göngudeilda Reykjalundar dagana 21.-25. september. „Það er eiginlega lunginn af starf- semi Reykjalundar,“ segir Pétur sem býst við því að einhver fjöldi starfsmanna og skjólstæðinga þurfi að fara í sóttkví í ljósi þeirra nýju smita sem hafa greinst. „Í síðustu viku fóru 18 starfsmenn í sóttkví og svipaður hópur skjól- stæðinga. Ég get ekki svarað því hversu margir það verða núna en það verður líklega annað eins.“ Meðferðarhléið hefur áhrif á rúm- lega eitt hundrað skjólstæðinga. Vonast er til þess að starfsemi Reykjalundar geti hafist að fullu á nýjan leik 28. september. Meðferðarhlé gert á Reykjalundi  Greint frá smitum þriggja starfs- manna í gær  Margir fara í sóttkví Morgunblaðið/Eggert Reykjalundur Meðferðarhléið hef- ur áhrif á yfir 100 skjólstæðinga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.