Morgunblaðið - 21.09.2020, Side 10

Morgunblaðið - 21.09.2020, Side 10
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Norðurþing vinnur að undirbúningi þess að þróa iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavík sem vistvæna iðngarða. „Ég er þess fullviss að okkur takist að fjölga fyrirtækjum á Bakka á næstu árum. Hér eru ótvíræð tæki- færi fyrir þá sem eru í slíkum hug- leiðingum. Búið er að leggja í fjár- festingar í innviðum og við erum í mjög góðri stöðu til að taka við nýrri atvinnuuppbyggingu og annars kon- ar verðmætasköpun,“ segir Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri. „Við teljum mikilvægt að þeir hagsmunaaðilar sem hafa byggt upp innviði á Bakka nái saman um fram- tíðarsýn um nýtingu svæðisins. Við teljum mikilvægt að horfa sérstak- lega á svæðið í ljósi tækifæra sem ef til vill eru að opnast til að þróa svæð- ið sem vistvæna iðngarða, eins og verið er að gera víða erlendis, þar sem stuðst er við skilgreiningu Þró- unarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna,“ segir Kristján Þór. Iðnaðarsvæðið á Bakka er skammt frá Húsavík. Norðurþing, ríkið, Landsvirkjun og Landsnet lögðu í miklar fjárfestingar í innviðum, með- al annars í hafnargerð, jarðgöngum að svæðinu, virkjun á Þeistareykjum og háspennulínum vegna byggingar kísilvers PCC. Raunar var alltaf rætt um að fjárfestingarnar væru fyrir iðnaðarsvæðið í heild, ekki aðeins kísilverið, og þær myndu nýtast öðr- um fyrirtækjum sem þar myndu staðsetja sig. Verkefnisstjórn sett á fót Kristján telur að nú sé staða til að þoka vinnunni áfram. „Við teljum eins og við höfum alltaf gert, frá því ríkið og sveitarfélagið ákváðu að opna þetta iðnaðarsvæði, að nýta þurfi þessa fjárfestingu að fullu og því fyrr því betra fyrir atvinnulífið og samfélagið hér. Við leggjum áherslu á að settur verði kraftur í vinnuna næsta árið til þess að við verðum í stakk búin til að taka við atvinnu- tækifærum framtíðarinnar sem byggjast á sjálfbærri nýtingu orku- auðlindarinnar á svæðinu,“ segir bæjarstjórinn. Byggðarráð Norðurþings óskar eftir því að atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneytið komi að fjármögnun vinn- unnar. Þá stendur til að stofna verk- efnastjórn sem skipuð verður hagaðilum uppbyggingar svæðisins. Kristján segir að settur verði rammi og viðmið uppbyggingar en ekki ákveðið fyrirfram hvers konar atvinnustarfsemi eigi að vera á svæð- inu. Viðmiðin grundvallist meðal annars á markmiðum stjórnvalda í loftslagsmálum og heimsmarkmið- um Sameinuðu þjóðanna. Telur hann til dæmis að matvælaiðnaður og ræktun geti fundið sér farveg innan svæðisins og það geti bæði verið lítil og millistór fyrirtæki eða verkefni sem þurfi meiri orku, en fullnægi jafnframt þeim skilyrðum sem sett verða. Telur Kristján að kísilverið trufli ekki aðra uppbyggingu heldur geti ýmis starfsemi þrifist í skjóli þess og fyrirtækin þar notað ónýtta auð- lindastrauma hvert annars. Vilja þróa vistvæna iðngarða á Bakka  Nýta þarf fjárfestingu í innviðum til fulls, segir bæjarstjóri Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Iðnaðarsvæði Heilmikið land er til ráðstöfunar á Bakka. Þar er vilji til að nýta endurnýjanlega orku úr héraði. 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020 Framkvæmdir ganga vel við nýtt þjónustuhús við Dettifoss að vest- anverðu og verður lokið við fram- kvæmdir í vetur. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 140 milljónir króna og er fjármagnaður af Innviðasjóði ferðamannastaða. Magnús Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Vatnajökulsþjóð- garðs, segir að aðstaðan bæti úr brýnni þörf og verði tilbúin næsta sumar þegar ferðaþjónustan verði vonandi aftur komin í gang. Árið 2019 komu um 360 þúsund manns að Dettifossi að vestanverðu. Nýja þjónustuhúsið er timburhús byggt í fjórum einingum á forsteyptri plötu og forsteyptum sökklum. Bygging- arverktaki er Byggingafélagið Stafninn ehf. á Akureyri. Húsið er staðsett við aðkomu ferðamanna að bílastæði nálægt Dettifossi, vestan Jökulsár á Fjöllum. Þar er fyrir- huguð frekari uppbygging þjónustu og aðstaða fyrir landverði. Í nýja húsinu verða 14 þurrsalerni ásamt geymslu, tæknirými og dag- skjóli fyrir landverði og gott aðgengi verður fyrir fatlaða. Aðstaðan er hönnuð að finnskri fyrirmynd. Húsið er 150 fermetrar, sem skiptast í 94 fermetra kjallararými, þar sem vökvi og fastefni eru aðskilin, og 57 fermetra jarðhæð. Gert er ráð fyrir því að bæði þurrefni og vökvi muni verða nýtt til landgræðslu á nálæg- um svæðum í samvinnu við Land- græðsluna. Miklar framkvæmdir hafa verið við Dettifoss síðustu ár við gerð göngustíga og hófust framkvæmdir við fjórða áfanga þeirra í sumar. Nýtt 3.500 fermetra bílastæði við Gljúfrárstofu við Ásbyrgi verður einnig tekið í notkun í ár og áfram hefur verið unnið að hjóla- og göngu- stígum í Ásbyrgi og Jökulsár- gljúfrum. Meðal annars er í und- irbúningi að gera útsýnispall á Langavatnshöfða þar sem sér yfir Hljóðakletta. Demantsleiðin, nýr vegur milli Kelduhverfis og Mývatnsöræfa með tengingu við Dettifoss, Hljóðakletta og fleiri staði, var opnuð formlega fyrr í þessum mánuði. aij@mbl.is Nýtt þjónustuhús fyrir ferðamenn rís við Dettifoss Morgunblaðið/Kristján H. Johannessen  Aðstaðan bæti úr brýnni þörf  Fjórtán salerni  Finnsk fyrirmynd Keyrt með efni Miklar framkvæmdir hafa verið við Dettifoss síðustu ár. AUÐVELT, FLJÓTLEGT OG ÖFLUGT BYGGINGAKERFI Við framleiðum lausnir Sími 577 6700 / islandshus@islandshus.is / www.islandshus.is DVERGARNIR R MBERSENDUM F TT UM ALLT LAND Í SEPTE NÝ VEFVERSLUNdvergarnir.is Bestu undirstöðurnar fyrir: SÓLPALLINN SUMARHÚSIÐ GIRÐINGUNA Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsla Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.