Morgunblaðið - 21.09.2020, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020
✝ Sif Ingólfs-dóttir fæddist í
Reykjavík 26. jan-
úar 1941. Hún lést
á Hrafnistu við
Laugarás í Reykja-
vík 14. september
2020.
Foreldrar henn-
ar voru Helga C.
Jessen húsmóðir, f.
27. júní 1907, d. 2.
júlí 1987, og Ing-
ólfur B. Guðmundsson, húsa-
smíðameistari og forstjóri í
Söginni hf., f. 30. desember
1904, d. 21. desember 1970.
Sif var sú þriðja í fjögurra
systkina hópi en elst var Erna
Vigdís Ingólfsdóttir, f. 29. des-
ember 1931, d. 20.2. 2019, þá
Leifur Ingólfsson, f. 4. janúar
1935, d. 20. apríl 1988, svo Sif
Ingólfsdóttir, f. 26. janúar
1941, en yngst af hópnum var
Sigþrúður (Dúa) Ingólfsdóttir,
f. 10. nóvember 1949, d. 2.
febrúar 2010.
Sif giftist 26. júní 1959
Herði Sigurðssyni en þau
skildu 1996. Sif og Hörður
eignuðust tvö börn: 1) Ásta, f.
19.12. 1959, maki Björn Helga-
son, f. 22.9. 1957. Þeirra synir
eru: Helgi Davíð, f. 18.7. 1982,
maki Eva Lukàs Björnsson, f.
unnar, en átti auk þess sér
tryggt athvarf á Núpi í Fljóts-
hlíð hjá heiðurshjónunum Guð-
mundi og Katrínu sem hún leit
á sem sína aðra foreldra og
taldi þeirra börn til síns systk-
inahóps. Hún dvaldi löngum
stundum á Núpi og hélt
tengslum við fjölskylduna allt
fram til dauðadags.
Að afloknum Melaskóla lá
leiðin Sifjar í Verzlunarskóla
Íslands. Hún starfaði um
skamma hríð við skrifstofu-
störf í Söginni, eða þar til
umönnun barna og heimilis
tók yfir. Sif var að eðlisfari
forvitin og fróðleiksfús,
óhrædd við að fara ótroðnar
slóðir og kynnti sér meðal ann-
ars óhefðbundnar lækningar.
Ásamt manni sínum, Herði
Sigurðssyni, stofnuðu þau fót-
anuddstofu sem þau ráku sam-
an um árabil, eða þar til leiðir
þeirra skildu. Sif var virkur
félagi í Kvennadeild Flug-
björgunarsveitarinnar í
Reykjavík auk annarra fé-
lagstengdra starfa á hinum
ýmsu æviskeiðum lífs síns.
Hún var ættrækin og rækt-
arsöm við sitt fólk og viðhélt
meðal annars tengslum við
danskan ættlegg afa síns allt
til síns dauðadags.
Útför Sijfar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 21. sept-
ember 2020, og hefst athöfnin
klukkan 11.
16.9. 1987. Þau
eiga tvö börn, Írisi
Ruth og Alexand-
er Thor. Hörður
Ingi, f. 18.1. 1984,
maki, Þórunn
Guðmundsdóttir,
f. 15.2. 1989. Þau
eiga þrjú börn,
Benedikt Örn,
Karítas og Birkir
Leó. Arnar Björn,
f. 30.8. 1986, maki,
Hildigunnur Úlfsdóttir, f. 22.1.
1986. Þau eiga tvö börn, Emil-
íu Ástu og Hrafn Darra. 2)
Ingólfur Harðarson, f. 3.2.
1961. Fyrri kona hans er
Hanna Björg Sigurjónsdóttir,
f. 30.10. 1962. Þau eiga tvær
dætur: Arna Gunnur, f. 14.3.
1983, maki Baldvin Ósmann
Brynjólfsson, f. 29.10. 1982.
Þau eiga tvo syni, Hilmi og
Sölva, en frá fyrri sambúð á
Arna Gunnur Lúkas Loga.
Elva Sif, f. 6.11. 1984, maki,
Ásgeir Þór Jónsson, f. 29.12.
1981. Þeirra synir eru Óliver
Þór og Axel Þór. Núverandi
sambýliskona Ingólfs er Berg-
lind Líney Hafsteinsdóttir, f.
24.12. 1966. Hún á fyrir dótt-
urina Agnesi Ísold, f. 3.7. 1997.
Sif ólst upp á Grenimel 2 í
Reykjavík faðmi stórfjölskyld-
Hugurinn leitar til baka,
kveðjustundin nálgast. Ég sit í
smitgát eftir komu frá Noregi.
Náum við að hittast og kveðj-
ast áður en þú ferð? Náum við
síðasta faðmlagi, skiptast á
hlýjum orðum og þakka sam-
fylgdina? Þú veist að þú ert að
fara, baðst fyrir kveðju til
mannsins míns „verst að hann
gat ekki komið líka til Íslands,
ég hefði svo gjarna vilja hitta
hann líka.“
Farðu vel móðir mín, við
náðum að hittast, skiptast á
hlýjum orðum, faðmast, kveðj-
ast og hafðu þökk fyrir sam-
fylgdina.
Ég man unga konu sem
brann fyrir málefnum sínum,
fylgdi hjartanu, hafði sterka
réttlætiskennd og tók auka-
skref og króka þegar þess
þurfti. Ég man kærleiksríka
móður, konu sem umvafði allt í
kringum sig, stundum of fast –
vildi öllum vel. Ég man hana og
pabba, hamingjusöm og sam-
stillt hjón. Hjón sem létu ekki
deigan síga, fyrir heyrnarleysi
eða öðru, sem þó sennilega
skapaði langvinnt álag sem
hvorugt þeirra hélt út – þau
skildu. Ég man hve hjartanlega
hún söng lögin úr Sound of
Music og komst við yfir fegurð
og boðskap myndarinnar, og
hvernig þau pabbi hrifust sam-
an, t.d. af Fiðlaranum á þakinu
eða þegar platan með karla-
kórnum Vísi var sett á fóninn.
Ég man að hún fylgdi fast eftir
að það væri rétt og vel þurrkað
af, að maður gerði rétt og vel
það sem gera skyldi – vega-
nesti sem byggði upp þolgæði
fyrir stormum lífsins. Man líka
að hún samdi lög við sum
skólaljóðin til að hjálpa mér að
læra þau. Ég man ömmu sem
gat gert aumasta hreysi og að
því er virtist ónýtt drasl og
gagnslausa hluti að ævintýra-
veröld svo barnsaugun ljóm-
uðu. Ég man skapandi konu í
stöðugri leit eftir hamingjunni
og svörum og hvernig hún gæti
hjálpað öðrum. Ég man þig og
gleðina og þakklætið yfir fólk-
inu þínu, barnabörnum og gæfu
þeirra, og langömmubörnunum
sem þú fylgdist með.
Hamingjuna hefurðu fundið
og kveður sátt við Guð og
menn, umvafin englum. Þú ert
farin, en þó ekki farin, því við
munum þig, ég man þig – mun
ætíð muna þig, elsku móðir
mín.
Ásta Harðardóttir.
Elsku amma Sif. Um leið og
ég er glöð yfir að þú sért komin
á betri stað tekur það mig
virkilega sárt að þú sért farin
frá okkur. Það er svo margt
sem ég er þér þakklát fyrir;
allar samverustundirnar,
föndrið, bíóferðirnar, gisting-
arnar. Ég minnist þín sem
kraftmikillar konu með risa-
stórt hjarta, uppátækjasamrar
og staðfastrar.
Takk fyrir allar minningarn-
ar sem þú gafst mér, þær rifj-
ast upp hver á fætur annarri
þessa síðustu daga: Hláturjóga,
gerviblóm, nupo létt, svanir,
nálastungur, fjallagrös, volgt
pepsí, margar íbúðir, margir
bílar, útsölur, trölladeig, og í
gegnum þær allar skín fallega
brosið þitt.
Elsku amma, ég elska þig og
er óendanlega þakklát fyrir að
þú varst amma mín, ég veit að
guð og allir hans englar hafa
tekið einstaklega vel á móti
þér.
Takk fyrir allt sem þú varst
mér.
Elska þig.
Þín
Elva Sif.
Elsku amma.
Það er með trega í hjarta
sem ég kveð þig eftir að hafa
fylgt þér öll mín ár. Það er
skrýtið að geta ekki tekið upp
símann og hringt í þig eða dott-
ið inn í kaffi eða hádegismat.
Við höfum átt viðburðaríkt
ferðalag saman, gengið í gegn-
um skin og skúrir. Þú varst
mikill grúskari og fórst heils-
hugar í öll þín verkefni. Ég
minnist þess ennþá með kátínu
og viðbjóði þegar þú ákvaðst að
fara í eitthvert heimsátak og
eldaðir ofan í okkur barnabörn-
in grjónagraut með heilkorna
hrísgrjónum þegar ég hef varla
verið meira en 8 ára gömul. Þú
komst síðar að þeirri niðurstöðu
að þú værir hugsanlega ekki
heimsins besti kokkur og við
tók tímabil þar sem ég útbjó
handa þér máltíðir í álbökkum
sem þú áttir síðan í frysti – sem
betur fer fékkstu þó aftur trú á
eigin getu, þó mér hafi þótt það
heiður að þér þætti ég svona
góður kokkur, bara 16 ára göm-
ul.
Það er skrýtið að sitja heima
í eldhúsinu og reyna að hripa
niður orð til að minnast veru
þinnar hér á þessari jörð, ég
veit samt að þú last allar minn-
ingargreinar og klipptir þær
jafnvel út svo mig grunar að þú
hefðir ekki verið sátt við mig ef
ég hefði ekki getað sett niður
a.m.k. eitt orð eða tvö um okkar
tíma saman
Elsku amma – ég mun sakna
þín ávallt en ég veit að þú ert á
betri stað núna – laus úr hjóla-
stólnum – dansandi og hlæjandi
með þeim sem biðu þín handan
þessa heims.
Í kvöld opnaði ég bréf sem
þú stílaðir á mig og átti að af-
henda mér að þér látinni, í því
voru ljóð eftir þig sem þú skrif-
aðir líklega fyrir 15 árum þegar
þú varst í mikilli sjálfskönnum
og baðst mig um að deila með
þér mínum ljóðum. Mér finnst
við hæfi að enda þessa kveðju á
ljóði eftir þig, elsku amma, sem
að vill svo vel til að er kveðja til
barnanna þinna. Þú getur þá
sagt þeim þarna hinum megin
að þú hafir fengið ljóð eftir þig
birt.
Móðurást – Kveðja
Árin líða því best er ekki að bíða
með ósk mína til allra ykkar.
Óskin mín er sú, hér og nú:
Albest ert þú, albest ert þú.
Barn mitt blíða, ég bið þig ekki líða
þó hverfi ég loks sjónum þér.
Þá hvíldu í faðmi Guðs,
faðmi Guðs, faðmi Guðs.
Algóður Guð og englar hennar
alltaf megi fylgja þér eins.
Ég þakka hið yndislega
er þú sýndir mér daglega.
Ég bið þér ætíð gæfu og gengis
og Guð gefi að vel þér farnist.
En haltu fast í hendi Guðs,
hennar mikla góða kærleika,
kærleika, kærleika.
(Sif Ingólfsdóttur)
Elska þig alltaf
Þín ömmustelpa,
Arna.
Nú kveðjum við hana ömmu
okkar Sif og minnumst þeirra
góðu stunda sem við höfum
fengið að eiga með henni. Í
minningum okkar var amma
alltaf hlý og tók okkur ávallt
opnum örmum. Þá skipti það
engu máli að stundum var
þröng á þingi því eins og amma
orðaði það sjálf: „ef það er
pláss í hjartanu þá er nóg
pláss“. Það má líka með sanni
segja að amma átti stórt hjarta
og lagði sig mjög fram um að
halda sambandi við okkur. Til
að mynda bárust títt póstkort
frá ömmu Sif í póstinum þar
sem við vorum staddir erlendis
við nám þar sem skrifað var
smátt og enginn auður reitur
látinn fara til spillis. Þar að
auki fengum við reglulega vel
valda mynd af engli með kort-
unum þannig að dvalarstaðir
okkar gátu alltaf verið fallega
skreyttir englum frá ömmu Sif.
Við minnumst einnig bíóferða
og leikhúsferða en amma hafði
þann sið að bjóða okkur alltaf
eitthvað með sér í kringum af-
mæli. Gat maður þá látið sig
hlakka til að fá eitthvað gott að
borða og gera eitthvað
skemmtilegt með ömmu þegar
maður náði þeim merka áfanga
að verða árinu eldri. Sama við-
horf fengum við svo að upplifa
gagnvart langömmubörnunum
þar sem alltaf var gætt að því
að nóg væri af leikföngum, lit-
um og blöðum fyrir krakkana
þegar við komum í heimsókn.
Sumardaginn fyrsta tengjum
við einnig sterkt við ömmu Sif.
Hvort sem það var vegna sér-
staks dálætis ömmu á þessum
degi í íslensku almanaki eða
hvort hún einfaldlega sá tæki-
færi í að nýta þennan dag til
þess að safna fólkinu sínu sam-
an, þá minnumst við árlegra
hátíðarhalda með ömmu Sif.
Var þá alltaf nóg framboð af
góðgæti, hlutum til að föndra
úr, leikföngum og leikjum. Í
hjörtum okkar lifa minningar
af ávallt sólríkum fyrsta degi
sumars með ömmu Sif. Líklega
var veðrið misgott en ömmu Sif
tókst alltaf að fylla hjörtu okk-
ar af sólskini. Að sama skapi
minnumst við ömmu með sól í
hjarta.
Hvíldu í friði elsku amma.
Þínir ömmudrengir,
Arnar Björn, Hörður
Ingi og Helgi Davíð.
Sif Ingólfsdóttir HINSTA KVEÐJA
Elsku amma Sif.
Ég mun aldrei gleyma
ferðinni okkar upp á Esju.
Þinn langömmustrákur,
Lúkas Logi.
Elsku amma Sif.
Mig langar bara svo mik-
ið að knúsa þig einu sinni
enn.
Þinn langömmustrákur,
Hilmir Ósmann.
Elsku bróðir.
Þegar ég fékk sím-
talið á miðvikudags-
morgun 19. ágúst að
þú værir allur trúði ég því ekki. Þú
þessi hrausti maður, golfari og dug-
legur að hreyfa þig. Hvernig má
þetta vera? Ofboðslega getur lífið
verið hverfult og ósanngjarnt.
Minningarnar hafa hellst yfir mann
og allir þeir góðu tímar sem við átt-
um saman, frá því vorum ungir
krakkar, unglingar og fullorðnir
menn.
Mikið er ég þakklátur fyrir að
hafa átt tíma með þér sirka viku
fyrir andlát þitt, þeir tímar eru dýr-
mætir í minningunni núna. Þú varst
svo góður við litlu frændsystkini
þín, enda elskuðu þau öll Fúsa
frænda.
Þú varst kíminn og alltaf stutt í
stríðnina, sérstaklega í fótboltan-
um. Þú varst mikill Man Utd-maður
en ég West Ham-maður, svo þú lést
mig því í friði þar sem Man Utd
stóð ekki mikil ógn af svona litlu liði.
Sigfús Fannar
Stefánsson
✝ Sigfús FannarStefánsson
fæddist 24. maí
1969. Hann lést 19.
ágúst 2020.
Útför Sigfúsar
Fannars fór fram 5.
september 2020.
Það hefði verið
verra ef ég hefði ver-
ið Liverpool-maður,
þá hefði skotunum
rignt yfir mig. Ég
man vel eftir fæðing-
argjöf yngri stelp-
unnar, það var nátt-
úrlega Man
Utd-handklæði og
Man Utd-föt á hana.
Þú reyndir strax að
gera krakkana að
Man Utd-aðdáendum í lítilli þökk
pabbans.
Það var alltaf stutt í spaugið og
grínið hjá þér elsku Fúsi minn, þú
varst jákvæður og vildir gera gott
úr hlutunum. Ef ég var æstur ró-
aðirðu mig strax niður og sagðir að
það þýddi ekkert að láta svona og
fékkst mig yfirleitt á þína skoðun.
Þú varst mikill tónlistarunnandi og
spilaðir í hljómsveitum. Ég held að
þér hafi aldrei liði betur en þegar
þú spilaðir á bassann, ekki nema
þá ef Man Utd vann Liverpool en
svoleiðis er náttúrlega erfitt að
toppa.
Þegar yngri dóttir mín fékk
áhuga á gítar varstu fyrsti maður
til að hvetja hana áfram, ráðlagðir
og hjálpaðir henni.
Við Sonia og stelpurnar eigum
svo eftir að sakna þín elsku bróðir.
Hvað við eigum eftir að sakna
þeirra stunda sem við áttum sam-
an, t.d. okkar föstu rútínu sem við
áttum þegar ég kom í bæinn; út að
borða í fisk og franskar og síðan
bíó á eftir. Alltaf sami staður, sami
matur – hvers vegna að breyta ef
maður hefur fundið eitthvað sem
er gott og líkar við? Svona vorum
við báðir vanafastir. Það er með
gríðarlegri sorg og trega sem ég
kveð þig elsku bróðir.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á
örskammri stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins
göfuga og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin - mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú
geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Við elskum þig og munum
sakna þín að eilífu elsku Fúsi okk-
ar.
Máni, Sonia, Guðbjört
og Eirikka.
Fallinn er frá mikill félagi úr
’69-árganginum á Egilsstöðum.
Gull af manni.
Fúsi var hógvær en samt
áhrifavaldur. Hljómsveitin Lover-
boy var í miklum metum hjá Fúsa
og þegar við félagarnir vildum
vera töffarar og stofna klíku var
leitað í smiðju þeirrar hljómsveit-
ar og nafn fundið. Gangs in the
Streets skyldi klíkan heita. Við
vorum fjórir í henni. Ekkert varð
þó af framgangi þeirrar klíku.
Fúsi var hæfileikabúnt. Tónlist,
íþróttir, tölvur. Fjölhæfur mjög í
íþróttum.
Hann átti líklega einn þann
besta leik sem markvörður hefur
átt í úrslitakeppni 3. flokks í Kefla-
vík 1984, þegar hið litla lið Hattar,
sem hafði tapað daginn áður 16-0
(í utanhússknattspyrnu), mætti
tilvonandi Íslandsmeisturum sem
voru enn betri en fyrri mótherjar.
Ekki bætti úr að forföll voru hjá
Hetti og vantaði m.a. markvörð.
Úr varð að Fúsi fór í markið.
Þrátt fyrir látlausar marktilraunir
KR þá stefndi í markalaust jafn-
tefli, þökk sé Fúsa. Hann náði
samt ekki að koma í veg fyrir eitt
mark seint í leiknum.
Fúsi var einstakur félagi. Alltaf
til ef eftir hans framlagi var leitað.
Gerði aldrei á hlut annars manns.
Ef Fúsi hefði ekki haldið með
Manchester United, þá myndi ég
líklega halda því fram að hann
hefði verið fullkominn. Hann var
einstakur. Glettinn, stríðinn, en
góður drengur.
Það er svo mikil synd að hans
skuli ekki njóta lengur. En minn-
ingar um drenginn góða hjálpa til.
Samúðarkveðjur til fjölskyldu,
vina og samstarfsfélaga Fúsa
Fannars.
Hilmar Gunnlaugsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁSGEIR GUÐMUNDSSON
frá Ófeigsfirði,
Lýsubergi 11, Þorlákshöfn,
lést á Landspítalanum Fossvogi
fimmtudaginn 10. september.
Útförin fer fram frá Þorlákskirkju föstudaginn 25. september
klukkan 13.
Inga Anna Waage
Ásgeir Ingi Ásgeirsson
Magnús Ásgeirsson Kolbrún Birna Pálsdóttir
Sigrún Ásgeirsdóttir Kristján Þorvaldsson
Jóhanna Ásgeirsdóttir Sigurður Jón Skúlason
Helga Guðrún Ásgeirsdóttir Hávarður Jónsson
Halldóra Björk Kristinn Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
SIGRÍÐUR SIGGEIRSDÓTTIR
húsmóðir,
lést laugardaginn 19. september á Eir
hjúkrunarheimili. Sendum við starfsfólki á
Eir sérstakar þakkir fyrir góða umönnun.
Útförin mun fara fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 25. september kl. 13.
Kolbeinn Steinbergsson Erla K. Ólafsdóttir
Sigrún Steinbergsdóttir Sigmundur Felixson
Ólafur Þ. Steinbergsson Jóhanna S. Ragnarsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn