Morgunblaðið - 21.09.2020, Side 25
með foreldrum mínum og núna eru
börnin mín byrjuð að koma í veiði-
ferðir og við njótum þess að eiga
þennan tíma saman. Ari segist mest
hafa veitt í Vopnafirði, bæði í Hofsá
og Selá. „Ég var í Selá um daginn
með konunni minni og á einni vakt-
inni veiddum við þrjá laxa og skutum
einn skarf, þannig að það var góð
veiði þann daginn.“
Fjölskylda
Eiginkona Ara er Helga Lilja
Gunnarsdóttir viðskiptafræðingur og
stjórnendamarkþjálfi, f. 18.1. 1981.
Foreldrar Helgu Lilju eru Gunnar
Magnússon, f. 17.9. 1950, sem vann
lengst af sem forstöðumaður tölvu-
deildar RÚV, giftur Margréti Hall-
dórsdóttur flugfreyju og hjúkrunar-
fræðingi, f. 6.10. 1951. Þau eru búsett
í Kópavogi og hafa gert mestalla sína
sambúð.
Börn Ara og Helgu Lilju eru Vil-
hjálmur Darri, f. 30.1. 2007, Viktoría,
f. 15.3. 2009 og Alexandra, f. 11.10.
2013.
Systir Ara er Björg Fenger, f. 13.
8. 1978, lögfræðingur og bæjarfulltrúi
í Garðabæ og er formaður íþrótta- og
tómstundaráðs bæjarins ásamt því að
sitja í stjórn 1912 ehf. Björg býr í
Garðabæ ásamt manni sínum Jóni
Sigurðssyni stjórnarformanni Stoða.
Foreldrar Ara eru Vilhjálmur
Fenger, f. 26.2. 1952, d. 21.10. 2008 og
Kristín Fenger Vermundsdóttir, f.
18.2. 1955. Vilhjálmur starfaði allan
sinn starfsferil hjá fjölskyldufyrir-
tækinu Nathan & Olsen og þar lengst
af sem framkvæmdastjóri félagins.
Kristín starfaði sem bókasafnsfræð-
ingur og fræðslufulltrúi hjá Íslands-
pósti. Þau byggðu og áttu heimili á
Seltjarnaresi þar sem þau ólu börnin
upp.
Ari Fenger
Ingunn Guðjónsdóttir
saumakona í Reykjavík
Páll Einarsson
rafvirki í Reykjavík
Ruth Pálsdóttir
ritari hjá Sjálfsbjörg, Reykjavík
Vermundur Eiríksson
húsasmiður í Reykjavík
Kristín Fenger Vermundsdóttir
bókasafnsfræðingur í Reykjavík
Kristín Vermundsdóttir
húsfr. á Varmalandi í Skagafirði
Eiríkur Sigurgeirsson
bóndi á Varmalandi í Skagafirði
Rannveig Elísabet Jónsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Vilhjálmur Þór
forstj. Sambandsins, Rvík
Borghildur Fenger
vann í móttöku Hótels
Loftleiða í Reykjavík
Hilmar Fenger
framkvstj. Nathan & Olsen, Rvík
Kristjana Fenger
húsfreyja í Reykjavík
John Fenger
stórkaupmaður í Reykjavík
Úr frændgarði Ara Fenger
Vilhjálmur Fenger
framkvstj. Nathan & Olsen, Rvík
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020
Fyrir
líkama
og sál
L augarnar í Reykjaví k
w w w. i t r. i s
ÁLAGSMEIÐSL. „LÁTTU ÞENNAN STAÐGREIÐA.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að gera allt saman.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VEISTU
HVAÐ?
KAFFIVAGN IRMU
ER LOKAÐUR Í DAG
EITTHVERT
NEYÐARTILVIK…
Ó, NEI!
DJÚP STEIK-
INGAR FEITIN
KLÁRAÐIST!
OJ! ÉG BORÐA
ÞETTA EKKI!
SMAKKAÐU ÞETTA! ÉG
LOFA AÐ ÞÚ KVARTAR
EKKI EFTIR ÞAÐ!
MEINARÐU Á SAMA HÁTT OG
ÞESSI KVARTAR EKKI?
JÆJA, ATLAS MINN. ÞAÐ GENGUR
EKKI AÐ VERA MEÐ ALLAR HEIMSINS
ÁHYGGJUR Á HERÐUNUM LENGUR.
Rjúpan er vafalaust sá fugl semokkur Íslendingum er kær-
astur og, þótt skrýtið sé, einnig sá
fugl sem okkur þykir bestur til mat-
ar. Sigurlaug Ólöf yrkir á Boðnar-
miði:
Ropar lítil rjúpa
rótar snjó með fótum.
Leitar ört að æti,
illt er svöngum fylli.
Hált er ísað holtið,
hindrar fuglinn vindur.
Veitir vörn í gjótu
visinn dögglingskvistur.
Indriði á Skjaldfönn svaraði og
þakkaði með þessari stöku:
Hefur lipra listataug,
ljóðaperlur skína.
Sómakonu Sigurlaug
sendi kveðju mína.
Dagbjartur Dagbjartsson segir:
„Fékk senda vísu þar sem ég var
minntur á aldur minn. Eins og
skrokkurinn sé nú ekki stöðugt að
nudda manni upp úr þessu!“:
Ég finn það er fer ég að hátta
og fráleitt við skaparann þrátta.
Skrokkurinn gengur
víst skorpinn sem þvengur
í samtökin sjötíuogátta.
Dóra Gissurardóttir yrkir haust-
vísu um það sem fyrir augum bar:
Ég fann eitt lítið laufblað úti á bletti
sem langt frá sínum stofni hafði fokið
og sterkur vindur fleiri blöðum fletti
sem fuku líkt og hismi út í rokið
Sturla Friðriksson var á Balí í
september 1990 og orti þar um mý-
flugur:
Erlendis er flugnaflóð,
feikn af moskítóum.
Upp þær sjúga saklaust blóð
með sogpípunum mjóum.
Þessi vargur fólskuflár
fyllir holdið spýju,
og því veitir sviðasár
og síðan malaríu.
Mýraköldu í blóðið ber
bitkrókurinn argi.
Mikið lán að Ísland er
ekki hrjáð þeim vargi.
Anton Helgi Jónsson orti einn
septembermorgun á Skólavörðu-
holtinu:
Það blæs nú af ruddaskap rokið,
svo reyndar er mér öllum lokið;
hér skelf ég sem strá
og skiljanlegt þá
að skuli í mig geta fokið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af rjúpu, laufblaði
og moskítóflugu