Morgunblaðið - 21.09.2020, Page 26
GRAFARVOGUR
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
KA kreisti fram jafntefli gegn Fjölni í
leik liðanna í Pepsi Max-deild karla í
knattspyrnu á laugardaginn, lokatöl-
ur 1:1. Ásgeir Sigurgeirsson jafnaði
metin fyrir gestina í Grafarvoginum
um stundarfjórðungi fyrir leikslok
eftir að Jón Gísli Ström kom Fjölni í
forystu úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
Það má segja að úrslitin hafi ekki
komið á óvart. Fjölnismenn hafa enn
ekki unnið leik á Íslandsmótinu, eru í
botnsætinu með sex stig eftir 15 leiki.
Þá eru norðanmenn jafntefliskóngar
deildarinnar, hafa gert níu slík í 14
leikjum og sjálfir aðeins unnið tvo.
Það var í raun eins og upp væri komin
pattstaða þegar KA-menn jöfnuðu
metin, hvorugur aðilinn gat sigrað.
Vendipunktur leiksins var þegar
varnarmaðurinn Mikkel Qvist gerðist
sekur um heimskupör, reif Sigurpál
Melberg Pálsson niður inni í vítateig.
Daninn fauk út af með rautt spjald og
Fjölnismenn fengu vítaspyrnu til að
taka forystuna. Þó KA-menn hafi
leikið manni færri í tæpa klukku-
stund voru þeir samt sterkari aðili
leiksins og verðskulduðu kannski
jöfnunarmarkið. KA-liðið byrjaði
talsvert betur og hefði jafnvel farið
alla leið með fullskipað lið. Það segir
líka kannski mikið um þeirra leik, að
jafnvel þótt þeir hafi verið undir-
mannaðir allan þennan tíma, voru
þeir engu að síður ekki sáttir með
stigið.
Pattstaða í
Grafarvoginum
Morgunblaðið/Íris
Grafarvogur Kristófer Óskar Óskarsson sendir fyrir mark KA í leiknum í
gær. Andri Fannar Stefánsson er til varnar og Kristijan Jajalo í markinu.
Rauða spjaldið breytti leiknum
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020
FJÖLNIR – KA 1:1
1:0 Jón Gísli Ström 35.
1:1 Ásgeir Sigurgeirsson 76.
M
Grétar Snær Gunnarsson (Fjölni)
Péter Zachán (Fjölni)
Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölni)
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Hrannar Björn Bergmann (KA)
Ívar Örn Árnason (KA)
Rautt spjald: Mikkel Qvist (KA) 34.
Dómari: Þorvaldur Árnason - 7. Pét-
ur Guðmundsson 46. - 7.
Áhorfendur: 60.
Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl
og grein um leikinn – mbl.is/sport/
fotbolti.
Pepsi Max-deild karla
Fjölnir – KA.............................................. 1:1
Staðan:
Valur 14 11 1 2 34:14 34
FH 13 8 2 3 26:17 26
Stjarnan 12 6 6 0 20:10 24
Breiðablik 13 7 2 4 29:21 23
Fylkir 14 7 1 6 21:20 22
KR 12 6 2 4 23:17 20
HK 14 5 2 7 24:30 17
KA 14 2 9 3 12:15 15
Víkingur R. 13 3 5 5 19:21 14
ÍA 14 4 2 8 31:36 14
Grótta 14 1 4 9 12:29 7
Fjölnir 15 0 6 9 14:35 6
Lengjudeild karla
Vestri – Leiknir F .................................... 2:0
Magni – Leiknir R.................................... 0:1
Staðan:
Leiknir R. 17 10 3 4 37:21 33
Fram 16 9 6 1 35:21 33
Keflavík 15 9 4 2 45:22 31
ÍBV 16 6 8 2 26:19 26
Þór 16 8 2 6 30:27 26
Vestri 17 7 5 5 24:22 26
Grindavík 15 5 8 2 30:26 23
Afturelding 16 5 3 8 32:27 18
Víkingur Ó. 16 4 4 8 21:35 16
Þróttur R. 16 3 3 10 13:30 12
Leiknir F. 17 3 3 11 16:36 12
Magni 17 2 3 12 17:40 9
2. deild karla
Völsungur – Kórdrengir .......................... 0:6
Dalvík/Reynir – Fjarðabyggð................. 1:3
Selfoss – Þróttur V................................... 1:4
Staða efstu liða:
Kórdrengir 17 12 4 1 36:10 40
Selfoss 17 12 1 4 30:19 37
Þróttur V. 17 10 4 3 34:17 34
Njarðvík 17 10 3 4 33:22 33
3. deild karla
Einherji – KV............................................ 6:2
Augnablik – Elliði..................................... 4:4
Höttur/Huginn – Ægir ............................ 2:4
KFG – Álftanes......................................... 1:0
Staða efstu liða:
KV 17 12 1 4 49:28 37
Reynir S. 17 11 3 3 54:34 36
KFG 17 8 4 5 32:27 28
Augnablik 17 7 5 5 38:35 26
Lengjudeild kvenna
Tindastóll – ÍA.......................................... 2:0
Afturelding – Fjölnir................................ 1:0
Staða efstu liða:
Tindastóll 14 12 1 1 39:5 37
Keflavík 14 10 3 1 36:14 33
Haukar 14 9 2 3 26:14 29
Afturelding 14 6 3 5 18:17 21
2. deild kvenna
HK – Sindri ............................................... 2:2
Hamar – ÍR............................................... 1:0
FHL – Álftanes ........................................ 4:0
Staða efstu liða:
HK 14 10 1 3 44:12 31
Grindavík 12 8 2 2 30:10 26
FHL 13 8 2 3 33:21 26
Hamrarnir 13 5 3 5 18:20 18
England
Everton – WBA ........................................ 5:2
Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á hjá
Everton eftir 65 mínútur.
Leicester – Burnley................................. 4:2
Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með
Burnley vegna meiðsla.
Leeds – Fulham........................................ 4:3
Manchester U. – Crystal Palace ............. 1:3
Arsenal – West Ham................................ 2:1
Southampton – Tottenham...................... 2:5
Newcastle – Brighton .............................. 0:3
Chelsea – Liverpool ................................. 0:2
Staða efstu liða:
Leicester 2 2 0 0 7:2 6
Everton 2 2 0 0 6:2 6
Arsenal 2 2 0 0 5:1 6
Liverpool 2 2 0 0 6:3 6
Crystal Palace 2 2 0 0 4:1 6
Tottenham 2 1 0 1 5:3 3
Wolves 1 1 0 0 2:0 3
Brighton 2 1 0 1 4:3 3
Leeds 2 1 0 1 7:7 3
Chelsea 2 1 0 1 3:3 3
Newcastle 2 1 0 1 2:3 3
Olísdeild karla
Haukar – ÍBV ....................................... 30:23
Staðan:
Valur 2 2 0 0 76:54 4
Haukar 2 2 0 0 50:42 4
Afturelding 2 1 1 0 51:49 3
KA 2 1 1 0 47:45 3
Selfoss 2 1 1 0 51:50 3
FH 2 1 0 1 54:52 2
ÍBV 2 1 0 1 61:61 2
Fram 2 0 1 1 48:50 1
Stjarnan 2 0 1 1 51:52 1
Grótta 2 0 1 1 44:45 1
Þór Ak. 2 0 0 2 41:48 0
ÍR 2 0 0 2 55:81 0
Olísdeild kvenna
KA/Þór – Stjarnan ............................... 21:23
Haukar – FH ........................................ 26:25
HK – ÍBV .............................................. 21:25
FRJÁLSAR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Eyjamaðurinn Hlynur Andrésson
heldur áfram að gera það gott á
hlaupabrautinni og bætti um helgina
eigið Íslandsmet í 10 þúsund metra
hlaupi. Hljóp hann á 28:55,47 mín-
útum á Hollenska meistaramótinu en
eldra metið var 29:20,92 mínútur frá
árinu 2018. Hlynur segist hafa haft
væntingar um að geta hlaupið álíka
hratt og raunin varð. Vandamálið á
þessu ári hafi frekar verið hversu fá
tækifæri hafi boðist til að keppa á tím-
um kórónuveirunnar.
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá var
þetta svipað og ég bjóst við. Ég reikn-
aði með því að ég gæti hlaupið hvern
hring á mínútu og níu sekúndum að
meðaltali og það gekk eftir. Ég hef
fengið fá tækifæri til að keppa sem er
auðvitað leiðinlegt en ég hef bara
þrisvar keppt á brautinni í ár. Í öll
skiptin hef ég sett met,“ segir Hlynur
en þegar hann nefnir hlaupabraut sér-
staklega þá er það til aðgreiningar frá
keppnum í lengri vegalengdum á mal-
biki sem Hlynur tekur einnig þátt í.
Hlynur þurfti á allri sinni einbeit-
ingu að halda þegar leið á hlaupið.
„Skóreimarnar á vinstri fæti losnuðu
eftir fimm hringi og ég hljóp því tutt-
ugu hringi með annan skóinn hálf-
lausan. Fyrst hafði ég miklar áhyggj-
ur af þessu en svo gleymdi ég þessu í
því andlega stríði sem fylgir síðustu
tíu hringjunum. Að hlaupa 10 þúsund
metra tekur mjög á andlega því þú
þarft að vera með allt í botni í hálf-
tíma.“
Mótið í bakgarðinum
Hollenska meistaramótið var mjög
sterkt og hraðinn í hlaupinu mikill.
Nicholas Kipkorir frá Kenía sigraði í
hlaupinu á 26:58,97 mínútum sem er
besti tími ársins í greininni.
„Kannski má segja að þetta sé
sterkasta 10 þúsund metra hlaupið á
árinu. Það var mjög gott fyrir mig að
fá þetta mót því samkeppnin var meiri
en í hinum tveimur mótunum á árinu.
Nú kom ágætis bæting sem ég er
sáttur við. Auk þess var þetta í bæn-
um mínum en ég bý bara í fimm mín-
útna fjarlægð frá hlaupabrautinni.
Það er fínt að hafa mót í bakgarðinum
hjá sér í Leiden.“ Lágmarkið í grein-
inni fyrir Ólympíuleikana í Tókýó á
næsta ári er erfitt viðureignar eða
27:28,00 mínútur. Hlynur segir ekki
marga ná því og telur sig eiga mögu-
leika á að komast á leikana ef hann
bætir sig frekar.
„Já, lágmarkið er eiginlega algert
bull enda eru ekki margir í heiminum
sem geta hlaupið 10 þúsund metrana
svo hratt. Félagi minn á besta tíma
Evrópubúa á árinu en er samt hálfri
mínútu frá lágmarkinu. Lágmarkið er
því frekar ósanngjarnt en árangur á
heimslista mun þá raða mönnum inn á
leikana í takti við keppendakvóta sem
þjóðirnar fá. Ég þarf að bæta mig
frekar til að eiga möguleika á að kom-
ast á Ólympíuleikana. Ef ég bæti mig
aftur um hálfa mínútu þá á ég mögu-
leika. Ég hef æft mjög vel en þarf að
fá fleiri tækifæri til að keppa,“ segir
Hlynur Andrésson en Morgunblaðið
hafði samband við hann í gær.
Enn eitt Íslandsmetið hjá Hlyni
Ljósmynd/Bjorn Parée
Methafi Hlynur Andrésson bætti sig um hálfa mínútu í Leiden.
Laus í skónum en setti met
Skallagrímur lagði Val að velli,
74:68, í Meistarakeppni KKÍ í Borg-
arnesi í líflegum leik í gærkvöldi.
Valur var með nauma forystu í
hálfleik, 32:31, en deildarmeist-
ararnir voru mest sex stigum yfir
fyrir hlé. Heimakonur og ríkjandi
bikarmeistararnir sneru hins vegar
taflinu við eftir hlé og unnu þriðja
leikhlutann 27:21. Keira Robinson
var atkvæðamest í liði Skallagríms,
skoraði 21 stig og gaf fimm stoð-
sendingar. Hildur Björg Kjartans-
dóttir var með 22 stig fyrir Val, sjö
fráköst og fjórar stoðsendingar.
Skallagrímur
hafði betur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Öflug Keira Robinson var drjúg
fyrir bikarmeistarana í gær.
Nýliðar Hamars í úrvalsdeild karla
í blaki tóku á móti deildarmeist-
urum síðustu leiktíðar, Þrótti frá
Neskaupstað. Hamarsmönnum var,
þrátt fyrir að vera nýliðar, spáð
efsta sæti af þjálfurum og fyrir-
liðum og liðið stóð undir vænt-
ingum í fyrsta leik. Hamar vann
öruggan 3:0 sigur.
Afturelding fer vel af stað í Miz-
uno-deild kvenna. Liðið fór til Ak-
ureyrar og hafði betur gegn KA 3:2
eftir að hafa lent 0.2 undir. Thelma
Dögg Grétarsdóttir fór á kostum
hjá Aftureldingu og skoraði 38 stig
Hvergerðingar
byrjuðu vel
Morgunblaðið/Ívar Benediktsso
Atkvæðamikil Thelma Dögg Grét-
arsdóttir skoraði 38 stig á Akureyri.