Morgunblaðið - 21.09.2020, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020
Englandsmeistarar Liverpool stóð-
ust fyrsta stóra prófið á nýju leiktíð-
inni er þeir heimsóttu gífurlega vel
mannað lið Chelsea á Stamford
Bridge í annarri umferð úrvalsdeild-
arinnar í gær. Liverpool vann 2:0-
sigur, þökk sé tveimur mörkum Sa-
dio Mané, og er með fullt hús stiga
eftir fyrstu tvo leikina.
Leikurinn fór rólega af stað, eins
og oft vill gerast þegar stærstu liðin
mætast snemma á mótinu; enginn
vill tapa. Vendipunkturinn átti sér
hins vegar stað í uppbótartíma fyrri
hálfleiks þegar danski miðvörðurinn
Andreas Christensen fékk beint
rautt spjald fyrir að fella Mané þeg-
ar Senegalinn var að sleppa í gegn.
Meistararnir nýttu sér liðsmuninn
og skoruðu tvö mörk áður en Jorg-
inho brenndi af vítaspyrnu fyrir
Chelsea undir lokin. Nýi leikmaður
Liverpool, Thiago, kom inn á í hálf-
leik eftir að hafa gengið til liðs við fé-
lagið frá Evrópumeisturum Bayern
München. Hann gaf að vísu vítið er
hann braut á Timo Werner innan
teigs en var annars frábær. Átti til
að mynda fleiri sendingar á 45 mín-
útum en nokkur leikmaður Chelsea
afrekaði á 90 mínútum. Það hefur
enginn leikmaður gefið 75 sendingar
á svo stuttum tíma síðan úrvals-
deildin hóf að halda utan um slíka
tölfræði árið 2003. Það er alveg klárt
að Spánverjinn styrkir lið sem nú
þegar er gríðarlega sterkt og vel
mannað.
Tottenham fór á flug
Suður-Kóreumaðurinn Heung-
Min Son lék á als oddi er Tottenham
vaknaði til lífsins og vann 5:2-
stórsigur á Southampton á útivelli.
Son skoraði fyrstu fjögur mörk Tott-
enham eftir að Danny Ings hafði
komið heimamönnum í forystu
snemma leiks. Það var svo fyrirlið-
inn Harry Kane sem rak smiðs-
höggið á frammistöðu Tottenham
með fimmta markinu en þar áður
var hann búinn að leggja upp öll
fjögur mörkin sem kollegi hans
skoraði. Ings klóraði svo í bakkann
undir lok leiks með marki úr víta-
spyrnu en Tottenham er komið á
blað, vann sinn fyrsta sigur á tíma-
bilinu. Margar spurningar vöknuðu
þegar liðið virkaði máttleysislegt í
1:0-tapi gegn Everton í fyrstu um-
ferðinni. Eftir þennan sigur, og
fregnir um endurkomu Gareths Bale
til liðsins, er ekki ólíklegt að stuðn-
ingsmenn liðsins fyllist bjartsýni á
nýjan leik.
Leeds vann sinn fyrsta sigur í
efstu deild í 16 ár er liðið hafði betur
í fjörugum nýliðaslag gegn Fulham
á Elland Road, lokatölur 4:3.
Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi
Þór Sigurðsson kom við sögðu í 5:2-
sigri Everton á West Brom. Hann
kom inn á á 65. mínútu eða rétt áður
en Dominic Calvert-Lewin innsigl-
aði þrennu sína með fimmta marki
liðsins. Arsenal er enn með fullt hús
stiga eftir að því tókst að merja 2:1-
sigur á West Ham í Lundúnaslag á
laugardaginn en Manchester United
fékk skell í sínum fyrsta leik á tíma-
bilinu, tapaði 3:1 á heimavelli gegn
Crystal Palace.
Meistararnir stóðust prófið
Suður-Kóreumaðurinn skoraði fernu
Man. Utd fékk skell í fyrsta leik
AFP
Meistarar Sadio Mané (fyrir miðju) kom Liverpool á bragðið gegn Chelsea.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr
GR lék vel á Opna portúgalska
mótinu í golfi sem lauk í gær. Guð-
mundur Ágúst hafnaði í 17.-23. sæti
í mótinu og má gera ráð fyrir að
hann fái í kringum fimm þúsund
evrur í verðlaunafé. Guðmundur
lék þrjá hringi á 69 höggum og einn
á 72 og var samtals á níu undir pari.
Haraldur Franklín Magnús, einnig
úr GR, tók þátt í mótinu en komst
ekki í gegnum niðurskurð kepp-
enda eftir 36 holur. Mótið er hluti
af Evrópumótaröðinni, þeirri sterk-
ustu í Evrópu.
Guðmundur lék
vel í Portúgal
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
-9 Guðmundur Ágúst lék þrjá hringi
undir 70 höggum.
Leiknir úr Reykjavík er kominn í
toppsæti Lengjudeildar karla í
knattspyrnu eftir 1:0-sigur á Magna
á Grenivíkurvelli í gær.
Sævar Atli Magnússon skoraði
sigurmark Leiknismanna á 40. mín-
útu úr vítaspyrnu og er Leiknir nú
með 33 stig á toppnum eftir 17 leiki
en bæði Fram og Keflavík í næstu
sætum eiga leiki til góða.
Þá komst Vestri upp að hlið ÍBV
og Þórs í 4.-6. sætinu með 2:0-
heimasigri gegn Leikni úr Fá-
skrúðsfirði. Nacho Gil og Viktor
Júlíusson skoruðu mörkin.
Leiknir á toppi
deildarinnar
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Toppliðin Leiknir og Fram eru í
efstu tveimur sætum deildarinnar. Víkingur Reykjavík varð í gær tvö-
faldur Íslandsmeistari í liðakeppni í
borðtennis. Varð meistari í karla- og
kvennaflokki. Stella Kristjánsdóttir,
Agnes Brynjarsdóttir, Nevana Tasic,
Þórunn Árnadóttir og Lóa Zink skipa
kvennalið Víkings sem hafði betur
gegn BH, 3:0. Karlaliðið mætti KR í
úrslitum og vann að lokum nauman
3:2-sigur eftir mikla spennu. Ingi Dar-
vis, Daði F. Guðmundsson og Magnús
J. Hjartarson skipa liðið.
Skjern og GOG skildu jöfn, 31:31,
þegar liðin mættust í dönsku úrvals-
deildinni í handknattleik. Elvar Örn
Jónsson átti góðan leik hjá Skjern og
skoraði sex mörk úr níu skotum. Vikt-
or Gísli Hallgrímsson varði níu skot í
markinu hjá GOG og var með 23 pró-
senta markvörslu.
Hólmar Örn Eyjólfsson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, er snúinn aftur
til norska félagsins Rosenborg en
hann hefur leikið undanfarin þrjú
tímabil með Levski Sofia í Búlgaríu.
Haukar héldu toppbaráttunni í
Lengjudeild kvenna í knattspyrnu lif-
andi með 3:0-sigri á botnliði Völsungs
á heimavelli. Vienna Behnke skoraði
tvö mörk fyrir Hauka og Hildur Kar-
ítas Gunnarsdóttir skoraði eitt. Hauk-
ar eiga enn möguleika á að fara upp í
efstu deild en liðið er fjórum stigum
frá Keflavík í öðru sæti þegar fjórar
umferðir eru eftir.
Brøndby hafði betur gegn FC
Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu, 2:1. Ragnar Sig-
urðsson lék allan leikinn með FCK og
Hjörtur Hermannsson gerði slíkt hið
sama hjá Brøndby. Brøndby hefur
unnið báða leiki sína til þessa í deild-
inni en FC Kaupmannahöfn tapað
báðum.
Haukur Helgi Pálsson og Martin
Hermannsson, landsliðsmenn í körfu-
knattleik, léku fyrstu deildarleikina
með nýjum liðum á Spáni. Haukur
skoraði níu stig fyrir Andorra sem
vann 84:66-sigur á Murcia en Haukur
var með 100% skotnýtingu. Martin
gaf tvær stoðsendingar fyrir Valencia
sem tapaði gegn spænsku meist-
urunum Baskonia, 76:73.
Bandaríkjamaðurinn Bryson De-
Chambeau sigraði á Opna bandaríska
meistaramótinu í golfi sem lauk í New
York í gærkvöldi. Var þetta fyrsti sigur
DeChambeau á risamóti í íþróttinni.
Eitt
ogannað
KNATTSPYRNA
Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin:
Norðurálsvöllur: ÍA – Grótta .............. 16.30
Kópavogsvöllur: Breiðablik – KR....... 19.15
Samsungv.: Stjarnan – Valur .............. 19.15
Würth-völlur: Fylkir – FH .................. 19.15
Víkingsvöllur: Víkingur R. – HK ............. 20
1. deild karla, Lengjudeildin:
Hásteinsvöllur: ÍBV – Þór ................... 16.30
Nettóvöllur: Keflavík – Þróttur R ...... 16.30
Varmá: Afturelding – Víkingur Ó ....... 19.15
Framvöllur: Fram – Grindavík ........... 19.15
Í KVÖLD!
Úrslitakeppni NBA
Austurdeild, úrslit:
Miami – Boston................................. 106:117
Staðan er 2:1 og fjórði leikurinn fer fram
í nótt.
LA Lakers - Denver......................... 126:114
Staðan er 1:0 og annar leikurinn fór fram
í nótt.
Haukar eru með fullt hús stiga í
Olísdeild karla í handknattleik
eftir tvær umferðir en Haukar
höfðu betur gegn ÍBV á heima-
velli á laugardag, 30:23.
Haukar fóru gríðarlega vel af
stað og komust í 8:2 snemma
leiks. ÍBV lagaði stöðuna fyrir
hálfleik og var staðan í leikhléi
14:10. Tókst ÍBV ekki að minnka
muninn í seinni hálfleik og Hauk-
ar sigldu öruggum sigri í hús.
Haukar lentu frekar óvænt í
spennuleik gegn Gróttu í fyrstu
umferðinni og náðu naumlega í
bæði stigin. Þeir fundu taktinn
betur að þessu sinni. Orri Freyr
Þorkelsson skoraði átta mörk fyr-
ir Hauka, Geir Guðmundsson sex
og Brynjólfur Snær Brynjólfsson
skoraði fjögur.
Hornamaðurinn Theodór Sigur-
björnsson var markahæstur hjá
ÍBV með sjö mörk en hann missti
af fyrsta leiknum gegn ÍR. Hákon
Daði Styrmisson og Kári Kristján
Kristjánsson skoruðu fimm mörk
hvor fyrir Eyjamenn.
Morgunblaðið/Íris
Á línunni Kári Kristján Kristjánsson skorar fyrir ÍBV í leiknum.
Öruggur sigur hjá
Haukum gegn ÍBV
Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH
tókust á í Olís-deild kvenna í hand-
knattleik á laugardaginn en þá
voru þrír leikir á dagskrá. Leik-
irnir fóru fram án áhorfenda sam-
kvæmt tilmælum sóttvarna-
yfirvalda og Hafnfirðingar gátu
því ekki fjölmennt á grannslaginn.
Haukar unnu eins marks sigur,
26:25, en að loknum fyrri hálfleik
var staðan jöfn 13:13. Ragnheiður
Ragnarsdóttir var markahæst hjá
Haukum með 7 mörk og Sara Odd-
en skoraði 5 mörk. Britney Cots
var langmarkahæst hjá FH með 11
mörk.
Var þetta fyrsti sigur Hauka í
deildinni í vetur og ÍBV vann einn-
ig sinn fyrsta sigur er liðið heim-
sótti HK í Kópavoginn og vann
25:21. FH og HK eru án stiga eftir
tvo leiki. Fyrri hálfleikurinn var
jafn á nánast öllum tölum, en ÍBV
skoraði tvö síðustu mörkin og var
staðan í leikhléi því 14:12. ÍBV
komst í 16:12 í upphafi seinni hálf-
leiks og tókst HK ekki að jafna eft-
ir það. Landsliðskonurnar Birna
Berg Haraldsdóttir og Sigríður
Hauksdóttir fóru mikinn í marka-
skorun í leiknum. Sigríður skoraði
9 mörk fyrir HK og Birna Berg 10
mörk fyrir ÍBV.
Stjarnan hefur unnið fyrstu tvo
leikina en liðið vann KA/Þór 23:21
á Akureyri. KA/Þór er hins vegar
með eitt stig. KA/Þór fór mun bet-
ur af stað og komst snemma í 7:3
og var staðan í hálfleik 13:11. Það
tók Stjörnuna sjö mínútur að jafna
í 16:16 í seinni hálfleik og korteri
fyrir leikslok var staðan orðin
21:17. Landsliðskonur voru marka-
hæstar. Helena Rut Örvarsdóttir
skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna en
Rut Jónsdóttir sex fyrir KA/Þór.
Eins marks sigur
í grannaslagnum
Morgunblaðið/Íris
Vítaskytta Ásta Björt skorar eitt
fimm marka sinna fyrir ÍBV.