Morgunblaðið - 21.09.2020, Side 28

Morgunblaðið - 21.09.2020, Side 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. SEPTEMBER 2020 Hér eru birtar glefsur úr grein Guðbjargar Ottósdóttur í bókinni. Heimildalista er sleppt. Börn í ábyrgðarhlutverki – Staða þekkingar Vaxandi áhugi er víða um heim á börnum sem veita umtalsverða að- stoð foreldrum eða öðrum ætt- ingjum sem glíma við alvarleg veik- indi, fötlun eða fíkn. Þessi hópur er oft kallaður börn í ábyrgðar- hlutverki (e. young carers). Í þess- um kafla er tekin saman staða þekkingar um hlutskipti þess- ara barna og lögð áhersla á bresk- ar rannsóknir og þekkingu, en Bretar hafa verið í fararbroddi í rannsóknum á málefnum þessa hóps. Þekkingin og þróunin í lög- gjöf er mest í Bretlandi, miðað við önnur lönd. Hérlendis hefur um- ræða að undanförnu aukist um áhrif alvarlegra veikinda foreldra á líf barna og skort á þjónustu við þessi börn (sem rannsókn Sigrúnar Júlíusdóttur, Gunnjónu Unu Guð- mundsdóttur og Eddu Jóhanns- dóttur frá 2015 hefur einkum vakið athygli á). Markmiðið er að varpa frekara ljósi á aðstæður þessa hóps, einkum þeirra barna sem axla um- fangsmikila ábyrgð í þjónustu við foreldri vegna alvarlegra veikinda þess, fötlunar eða fíknar. […] Umfang og eðli ábyrgðar Ábyrgðarhlutverk barns getur falið í sér margþætta aðstoð við for- eldrið, svo sem aðstoð við persónu- legar og félagslegar athafnir dag- legs lífs. Persónulegar athafnir geta falist í að aðstoða foreldri við að klæða sig, fara á klósett, borða, taka lyf, baða sig og sinna erindum utan heimilis. Félagslegar athafnir fela í sér verk á borð við elda- mennsku og húsverk, útréttingar og samskipti við stofnanir, þ. á m. aðstoð við að túlka fyrir foreldri sem ekki talar tungumálið í landinu þar sem fjölskyldan býr. Aðstoð getur einnig falið í sér tilfinninga- legan stuðning, svo sem að hlusta á vandamál foreldris og veita því hvatningu og aðstoð til að takast á við erfiða líðan. Barn fær stundum einnig það hlutverk að veita for- eldri sínu félagsskap og gefa því ráð (Guðbjörg Ottósdóttir og Björg G. Gísladóttir, 2017). Í ljósi þessa er sú aðstoð sem veitt er margþætt, hún getur verið tímafrek og krefst af barninu ákveðinnar getu og þroska. Að- stoðin er oft veitt daglega eða með annars konar reglubundnum hætti. Hún getur einnig verið óregluleg, svo sem þegar hún er veitt á veik- indatímabilum foreldris. Hún getur varað stutt tímabil eða mun lengra á lífsskeiði barns, eftir því hvers konar veikindi eða fötlun foreldri býr við og eftir aðstæðum í fjöl- skyldunni (Dearden og Becker, 2004; Evans, 2014). Umfangsmikil ábyrgð getur gert barni erfitt fyrir að mæta eigin þörfum, svo sem fyr- ir hvíld, samveru með vinum og að stunda nám. Börn í ábyrgðarhlutverki eiga á hættu að einangrast félagslega sé ábyrgðin umfangsmikil eða leynd eða skömm ríkir hjá fjölskyldunni vegna aðstæðna, til dæmis þegar foreldri glímir við fíkn eða geðræna erfiðleika sem neikvæð viðhorf ríkja um í samfélaginu. Neikvætt viðhorf fjölskyldu til aðstæðna sinna getur leitt til þess að hún leit- ar síður eftir þjónustu og einangrar sig frá ættingjum og vinum. Þetta hefur áhrif á möguleika barns á stuðningi. Breskar rannsóknir hafa sýnt að það eru helst börn foreldra með geðraskanir og áfengis- og vímuefnasjúkdóma sem eiga á hættu að einangrast félagslega. Fé- lagsleg einangrun tengist einkum samfélagslegum viðhorfum gagn- vart sjúkdómum foreldra og að- stæðum á heimili (Aldridge og Bec- ker, 2003; The Children’s Society, 2013). Rannsóknir hafa að mestu leyti beinst að skammtíma og lang- tíma tilfinningalegum, líkamlegum og félagslegum afleiðingum ábyrgðarhlutverks barns á heilsu þess og velferð. Þær hafa varpað ljósi á bæði neikvæðar og jákvæðar afleiðingar, og sýnt fram á mik- ilvægi snemmtækrar íhlutunar, samstarfs stofnana og félagasam- taka og að börnum sé veittur stuðn- ingur óháð stuðningi við foreldra. Afleiðingar ábyrgðarhlut- verks Umfangsmikil ábyrgð telst ekki æskileg fyrir börn vegna þess að bernskan er lífsskeið mikilvægra tilfinningalegra, andlegra, líkam- legra og félagslegra þarfa. Eins og fram hefur komið getur ábyrgð um- fram getu og þroska haft neikvæð félagsleg áhrif á barn hvað varðar menntun þess og myndun vina- tengsla (Becker, 2007; Dearden og Becker, 2004; The Children’s So- ciety, 2013). Börn sem bera ríka ábyrgð á heimili eiga erfitt með að samþætta ábyrgðarhlutverkið og eigin þarfir. Líkamleg þreyta og kulnun eru meðal þeirra afleiðinga sem merkja má hjá börnum með umfangsmikla ábyrgð. Þau geta einnig fundið fyrir vanlíðan og skömm vegna aðstæðna sinna og hlutverks, sem gerir það að verkum að þau segja síður vinum og full- orðnum frá aðstæðum sínum og eiga á hættu að einangrast (The Children’s Society, 2013). Þá má nefna tilfinningalegar afleiðingar á borð við tilfinningatogstreitu sem myndast þegar börn upplifa að þarfir þeirra stangast á við þarfir foreldrisins. Það getur ýtt af stað tilfinningum á borð við reiði, sekt- arkennd og depurð, sem hafa áhrif á sjálfsmynd barna og leiða til þess að þau hneigjast til að einangra sig frá jafnöldrum (Joseph, Becker og Becker, 2009; The Children’s So- ciety, 2013). Ekki er óalgengt að barn hafi á tilfinningunni að enginn annar búi við slíkar aðstæður og að það sé öðruvísi en önnur börn (Bec- ker, 2007; The Children’s Society, 2013). Þá hafa langtíma félagslegar af- leiðingar verið rannsakaðar og sýna slíkar rannsóknir að börn í ábyrgðarhlutverki eru mun líklegri en jafnaldrar án slíks hlutverks til að flosna upp úr skóla og lenda í fé- lagslegum erfiðleikum á fullorðins- árum, svo sem atvinnuleysi og áfengis- og vímuefnavanda (Ald- ridge o.fl., 2017). Geðrænn vandi og áfengis- og vímuefnavandi foreldra eru helstu ástæður þess að börn eru vistuð á vegum barnaverndarstofn- ana sveitarfélaga í Bretlandi (The Office of the Deputy Prime Min- ister, 2004). Búast má við að um 30 til 65% barna foreldra með geðræn- an vanda stríði sjálf við geðrænan vanda síðar á lífsleiðinni. […] Þekking og umræða í íslensku samfélagi Hérlendis er þekking á að- stæðum barna í ábyrgðarhlutverki lítil. Þó má greina vaxandi umræðu um aðstæður barna sem eru að- standendur alvarlega veikra for- eldra. Nefna má nokkur fjölmiðla- viðtöl við uppkomin börn um áhrif geðrænna sjúkdóma, fíknar og áfengisvanda foreldra á líðan sína og tengsl við foreldri sitt, og koma þar fram ákveðnar birtingarmyndir ábyrgðarhlutverksins. Í blaða- viðtali lýsir Einar Zeppelín Hild- arson neikvæðum áhrifum á líðan hans vegna hegðunar móður hans sem er með geðröskun. Einnig lýsir hann þeirri ábyrgð sem hann bar gagnvart yngra systkini (Snærós Sindradóttir, 2015). Einar segist líka hafa upplifað stuðning frá móð- ur sinni: Mamma verður samt alltaf mamma mín og það er ekkert sem breytir því. Ef mig vantar móð- urleg ráð þá tala ég við hana því ég á enga aðra mömmu. Og ég reyni að styðja hana eins og ég get svo henni nái að líða vel. Lýsing Einars samræmist fyrir- liggjandi þekkingu sem sýnir að frammistaða barns í ábyrgðar- hlutverki við foreldri sitt getur einnig byggst á gagnkvæmum stuðningi, trausti og væntumþykju. Í blaðaviðtali (Júlía Margrét Alex- andersdóttir, 2014) greinir Þor- steinn J. Vilhjálmsson frá umfangs- miklu ábyrgðarhlutverki sem hann gegndi sem barn gagnvart móður sinni og yngri systkinum við heim- ilisverkin. Móðir hans átti við áfengisvanda að stríða. Í frásögn Þorsteins kemur fram að hann tel- ur að tengslin við systkinin hafi meðal annars gert honum kleift að takast á við sitt hlutverk og þola erfiðar aðstæður. Frásögn Þor- steins samræmist því sem fram hef- ur komið í rannsóknum um systk- inatengsl sem styrkleikaþátt þegar kemur að þeim stuðningi sem börn hafa aðgang að í erfiðum aðstæðum (Guðbjörg Ottósdóttir og Björg G. Gísladóttir, 2017). Hérlendis eru til staðar örfá þjónustuúrræði sem ætlað er að koma til móts við börn sem eru að- standendur foreldra með alvarleg veikindi. Hér má nefna Fjölskyldu- brúna sem er úrræði á geðsviði Landspítalans. Þar eru börn og for- eldrar studd til þess að ræða við- fangsefni sem tengjast geðrænum vanda og aðstæðum foreldranna. Einnig má nefna Alateen, samtök fyrir ungt fólk sem áfengisvandi foreldris eða annarra ættingja hef- ur bitnað á. Það er vettvangur fyrir unglinga og ungt fólk til að ræða saman og takast á við líðan sína og samskipti við foreldrana. Á hinn bóginn eru ekki til staðar þjón- ustuúrræði þar sem höfð er í huga sú ábyrgð sem börn kynnu að hafa innan heimilis vegna aðstæðna for- eldris. Aðeins liggur fyrir ein rann- sókn þar sem kannaðar eru að- stæður barna foreldra sem eiga við alvarleg veikindi eða fötlun að stríða. Rannsókn Sigrúnar Júlíus- dóttur og félaga (2015) varpar ákveðnu ljósi á aðstæður þessa hóps barna og þann skort sem ríkir á stuðningi og þjónustu við hann. Rannsóknin er mikilvægt innlegg í umræðu um áhrif veikinda foreldra á tilfinningalíf barna og mikilvægi þjónustu sem bregst við þeim áhrif- um. Rannsóknin stuðlaði að því að nýlega lögðu sex alþingismenn fram frumvarp til að styrkja rétt barna sem eru aðstandendur (þing- skjal nr. 273/2018–2019). […] Börn í ábyrgð- arhlutverki Bókakafli | Af neista verður glóð – vísindi og vett- vangur í félagsráðgjöf er gefin út í tilefni af 75 ára afmæli dr. Sigrúnar Júlíusdóttur, félagsráðgjafa og prófessors emeritus við Háskóla Íslands. Í bókinni eru almennar og ritrýndar greinar sem fjalla meðal annars um félagsráðgjöf frá ýmsum sjónarhornum, söguna, stöðuna og framtíðar- verkefnin á völdum sviðum. Morgunblaðið/Ásdís Ábyrðarhlutverk Umfangsmikil ábyrgð telst ekki æskileg fyrir börn vegna þess að bernskan er lífsskeið mikil- vægra tilfinningalegra, andlegra, líkamlegra og félagslegra þarfa, kemur fram í greininni sem hér er birt. Samfélagsmiðlastjarnan og skemmtikrafturinn Eva Ruza færir hlustendum K100 fréttir af fræga, fallega, fína og ríka fólkinu á hverjum degi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.