Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Page 4
FRÉTTIR VIKUNNAR
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2020
Vikan hófst með látum og þaðaf gleðilegri gerðinni, því ís-lenska landsliðskonan Sara
Björk Gunnarsdóttir greypti nafn
sitt í marmaratöflur íþróttasögunnar
með því að fagna sigri í Meistara-
deild Evrópu með liði sínu Lyon.
Hún þótti einn besti leikmaður úr-
slitaleiksins, sem fram fór á sunnu-
dagskvöld, og skoraði þriðja og síð-
asta mark Lyon, sem innsiglaði sigur
þess á Wolfsburg frá Þýskalandi,
sem Sara Björk lék raunar áður með.
Aðeins einn Íslendingur annar hefur
hrósað sigri í Meistaradeild Evrópu,
en það er Eiður Smári Guðjohnsen
með Barcelona árið 2009.
Fréttir voru sem fyrr illa þjakaðar
af kórónuveirunni, en fram kom að
tugmilljarða króna vanti upp á til
þess að sveitarfélögin hangi réttum
megin núllsins. Þar er horft sérstak-
lega til vandræða við rekstur hjúkr-
unarheimila víða um land, en svo
gæti farið að heilbrigðisstofnanir rík-
isins þyrftu að taka reksturinn að sér
líkt og fyrr var gert á Akureyri.
Lögreglan varaði fólk við auknum
umsvifum og hugvitssemi netsvindl-
ara, sem reyna að blekkja fólk með
ýmsum ráðum til þess að greiða fé til
sín eða ljóstra upp um lykilorð og
ámóta. Afar erfitt hefur reynst að
skakka leikinn eftir á, svo árvekni er
besta ráðið. Margt bendir til þess að
þessar svindltilraunir standi í sam-
hengi við stóraukna verslun og sýsl á
netinu á dögum faraldurs og sóttkví-
ar.
Hópáflog brutust út í Bankastræti
á sunnudagsnótt, en þar tókust á
bæði íslenskir karlar og af erlendu
bergi brotnir. Margir urðu sárir en
enginn mjög alvarlega, sem má telj-
ast nokkur mildi miðað við atgang-
inn, sem vitaskuld var myndaður og
birtur á félagsmiðlum. Lögreglan
átti fullt í fangi með að stilla til frið-
ar, en hafði ekki hendur í hári neins
ófriðarseggja.
Þóra Hallgrímsson, athafnakona
og eiginkona Björgólfs Guðmunds-
sonar, lést níræð að aldri.
Um mánaðamót kom á daginn að
landsframleiðsla hafði dregist saman
um 9,3% að raungildi á öðrum fjórð-
ungi ársins frá sama tímabili árið
2019. Þetta er mesti samdráttur milli
ára frá upphafi mælinga, en hann má
að mestu rekja til hruns ferðaþjón-
ustunnar. Þaðan streymdu enda
áfram ótíðindi af stórfelldum upp-
sögnum, þar sem mörg fyrirtæki róa
lífróður til þess eins að sökkva ekki.
Til dæmis má nefna að Íslandshótel
hafa tapað milljarði króna á hálfu ári.
Allt þetta rekur ferðaþjónustan til
hinnar tvöföldu skimunar og sóttkví-
ar við komuna til landsins.
Sama dag var sagt frá því að ekk-
ert nýtt innanlandssmit hefði greinst
við skimun síðasta dag ágúst sem
gæfi vonir um að menn væru við það
að koma böndum á farsóttina í bili.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
sagði af því tilefni að vonandi yrði því
hægt að slaka á innanlandstakmörk-
unum vegna veirunnar bráðlega, en
eftir sem áður væri nauðsynlegt að
skima komufarþega til landsins og
óráðlegt að slaka á þeirri kló. Núver-
andi sóttvarnaaðgerðir renna að
óbreyttu út í næstu viku.
Í borgarstjórn lögðu sjálfstæðis-
menn fram tillögu um tilrauna-
verkefni um sjálfakandi strætis-
vagna. Það væri eðlilegt framhald á
tilraunaverkefni undanfarinna ára
um að aka þeim án farþega að hafa
þá vagnstjóralausa líka.
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra dró ekki fjöður yfir það í
viðtali við Morgunblaðið að efna-
hagsástandið væri erfitt í augnablik-
inu, en hins vegar undirstrikaði hann
þá trú sína að um leið og veiran væri
gengin hjá tæki við mjög ör hag-
vöxtur. Íslendingar hefðu áður sýnt
getu sína til þess að vinna sig út úr
erfiðum efnahagsaðstæðum, en nú
fælist vandinn fyrst og fremst í
skorti á eftirspurn sem ástæða væri
til þess að ætla að tæki skjótt við sér
aftur. Þar taldi hann ferðaþjón-
ustuna kunna að leika lykilhlutverk,
því þrátt fyrir að hún væri í einstakri
lægð í augnablikinu, þá hefði ekki
horfið sú fjárfesting, þekking og
mannauður, sem þar hefði byggst
upp á undanförnum árum.
Bjarni vék einnig að samgöngu-
sáttmála höfuðborgarsvæðisins og
þá sérstaklega Sundabraut, sem
hann furðaði sig á að væri árum sam-
an í skipulagsvandræðum hjá borg-
inni. Minnti svo á að sáttmálinn fæli
ekki í sér að unnt væri að velja eitt
og eitt verkefni þar úr, en ef eitthvað
vantaði upp á efndirnar myndi ekki
vera þingmeirihluti fyrir fjárheim-
ildum til hans.
Sama mál bar á góma í óundir-
búnum fyrirspurnum í borgarstjórn,
sem þar voru á dagskrá í fyrsta sinn.
Eyþór Arnalds, oddviti minnihlut-
ans, gagnrýndi að með skipulags-
breytingum hefði hagstæðasta leiðin
verið gerð ómöguleg og ekkert ból-
aði á brautinni þótt Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri hefði sagt hana
algert forgangsverkefni fyrir 14 ár-
um.
Menningarmálaráðherrann sam-
þykkti tillögur fjölmiðlanefndar um
styrki til einkarekinna fjölmiðla til
mótvægis við áhrif kórónuveirunnar
á rekstur þeirra. Árvakur (útgefandi
þessa blaðs, mbl.is og K100) fékk
mest í sinn hlut, þá Sýn (Stöð 2,
Bylgjan og Vísir) og svo Torg
(Fréttablaðið), en 20 aðrir smærri
miðlar fengu einnig styrk. Þar á
meðal Birtíngur, væntanlega vegna
útgáfu Mannlífs, sem þó hefur ekki
komið út mánuðum saman.
Gerðardómur komst að þeirri
niðurstöðu að ríkissjóði bæri að
greiða 1,1 milljarð króna til Land-
spítalans og fleiri stofnana til þess að
bæta kjör hjúkrunarfræðinga.
Samherji kærði Helga Seljan og
10 starfsmenn Ríkisútvarpsins (Rúv)
aðra til siðanefndar stofnunarinnar
fyrir margvísleg brot á siðareglum
hennar, einkum þó þeirri sem mein-
ar frétta- og dagskrárgerð-
armönnum að taka afstöðu í póli-
tískri umræðu eða umdeildum
þjóðmálum. Kom þá í ljós að ekki
hafði verið skipað í siðanefndina eins
og tilskilið er og enginn til þess að
veita kærunni viðtöku, að sögn vegna
þess að siðareglurnar hefðu verið
teknar til allsherjarendurskoðunar í
fyrra. Hér skal spáð löngu og líflegu
framhaldsleikriti.
Jón Ívar Einarsson, prófessor við
læknadeild Harvard-háskóla í
Bandaríkjunum, skrifaði grein í
Morgunblaðið, þar sem hann lýsti
þeirri skoðun að þótt ástæða væri til
þess að viðhalda eða jafnvel herða
sóttvarnir innanlands væri rétt að af-
létta sóttkví á komufarþega að utan
og láta heimkomusmitgát duga. Kári
Stefánsson var honum ekki fyllilega
sammála um þetta og svaraði honum
á síðum blaðsins daginn eftir af
þeirri stillingu og varfærni í orðum
sem honum er töm.
Fram kom að hvergi á Norður-
löndum væri brottfall úr framhalds-
skólum meira en hér á landi eða um
18%. Það er helmingi minna í Dan-
mörku og Noregi, enn minna í Sví-
þjóð og Finnlandi. Sömuleiðis er
kynjamunurinn sláandi, því piltarnir
hverfa mun frekar frá námi eða
nærri 25%, um tvöfalt meira en hjá
stúlkum.
Sama dag skrifaði Lilja D. Al-
freðsdóttir menntamálaráðherra
blaðagrein um að markmið hennar
væri að tryggja íslenskum börnum
menntun á heimsmælikvarða, enda
væri íslenskt skólakerfi til fyrir-
myndar og góð menntun verðmætt
vegabréf til framtíðar.
Haustið kom með hvelli en gefin
var út almannavarnaviðvörun vegna
hríðar sem gekk yfir norðaustanvert
landið. Sérstaklega var óttast að
gangnamenn á fjalli gætu ratað í
vandræði, en þeir komust ofan í tæka
tíð. Hins vegar tókst ekki að reka féð
nema hálfa leið niður eða svo.
Fram kom að mistök við skoðun á
sýnum hjá frumurannsóknarstofu
Krabbameinsfélagsins hefðu leitt til
þess að kona væri nú með ólæknandi
leghálskrabba. Endurskoðun á þús-
undum annarra sýna stendur nú yfir.
Því var lekið frá héraðssaksóknara
að Þorsteinn Már Baldvinsson, for-
stjóri Samherja, og fimm starfsmenn
félagsins hefðu fengið réttarstöðu
sakbornings við rannsókn málsins.
Sama dag voru sagðar fréttir af
því að Kveikur hefði verið seldur til
Danmerkur. Við nánari lestur kom
þó í ljós að þar ræddi um stóðhestinn
Kveik frá Stangarlæk.
Ýmsar lagabreytingar voru sam-
þykktar á Alþingi með 57 samhljóða
atkvæðum, en allar miða þær að því
að spyrna við efnahagslegum áhrif-
um heimsfaraldurs kórónuveir-
unnar. Þau fela meðal annars í sér
vinnumarkaðsaðgerðir, þar á meðal
framlengingu hlutabótaleiðarinnar.
Stjórnarandstaðan var almennt á því
að ganga hefði mátt mun lengra en
ríkisstjórnin lagði til.
Það var frekar að ágreiningur
væri um ríkisábyrgð á lánalínu Ice-
landair, sem ljóst er að þingmenn
eru mistrúaðir á. Þingmenn Pírata
eru hins vegar fullir vantrúar, vilja
að félagið gangi plankann eitt en
ekki með skattborgara í halarófu á
eftir sér.
Sókn og vörn,
sigrar og töp
Sara Björk Gunnarsdóttir, efst fyrir miðju, hrósaði sigri í Meistaradeild Evrópu.
AFP
30.8.-4.9.
Andrés Magnússon
andres@mbl.is