Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Qupperneq 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2020
ræstingarmálin
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Haustið er góður tími
til að endurskoða
Hafðu samband og við
gerum fyrir þig þarfagreiningu
og tilboð í þjónustu
án allra skuldbindinga.
Ég sá myndband á netinu um daginn ummann sem eignaðist kött. Óvart. Hannvaknaði einn morguninn og það var
köttur fyrir utan gluggann hjá honum sem
starði á hann allan daginn. Hann endaði á að
hleypa honum inn og setti hann svo út þegar
hann fór í vinnu. Daginn eftir var kisi mættur
aftur, starði reiðilega inn og hætti ekki fyrr
en hann var fluttur inn.
Maðurinn auglýsti eftir eiganda en enginn
gaf sig fram og þannig gerðist það að hann
eignaðist kött. Og var eiginlega frekar
ánægður með það, eins og gjarnan er með
fólk sem eignast gæludýr. Eða öfugt, í tilfelli
katta. Það eru miklu frekar kettirnir sem
eignast okkur. Og jafnvel þó að við reynum
að sannfæra okkur um að svo sé ekki kemur
að því að það rennur upp fyrir manni ljós.
Það byrjaði rólega. Köttur í götunni fór að
venja komur sínar til okkar síðasta vetur. Við
erum í góðu sambandi við eigendur hans sem
sýna því mikinn skilning að kisinn velji sér
bæði náttstað og mat víðar en á lögheimilinu.
Hann getur hins vegar ekki flutt inn til
okkar. Þar spilar auðvitað inn í að við eigum
hann ekki en raunverulega vandamálið er
valdajafnvægi katta heimilisins. Litlikisi (sjö
ára) á mjög erfitt með gestaketti. Finnst eig-
inlega alveg nóg um að við höfum fengið
hjartaknúsarann Gorm (18 mánaða) á meðan
hann var týndur og er í stanslausu taugaáfalli
yfir því að við ætlum mögulega að bæta við
fleiri köttum. Þess vegna setti Litlikisi gesta-
kettinum stólinn fyrir dyrnar í vor og nú get-
ur hann helst ekki komið inn. Hann kemur
samt ennþá í mat. Á sína eigin skál við bak-
dyrnar og mætir stundvíslega upp úr hálfsjö
á morgnana. Við teljum svo sem ekki eftir
okkur að gefa honum morgunmat. Og ekki
heldur þótt hann mæti aftur um hádegisbil
og svo síðdegis og mögulega undir kvöld.
Við þetta bætist svo Valgerður. Hún verð-
ur 17 ára í mánuðinum og er algjörlega
óútreiknanleg (eins og áður hefur verið rætt
á þessum vettvangi). Um daginn var ég sem
sagt kominn í bað. Þá byrjar hún að klóra í
dyrnar. Ég klöngrast upp úr til að gefa henni
að drekka úr vasknum (sem er það eina sem
hún vill) og koma mér aftur í baðið. Þá þakk-
ar hún fyrir sig með því að míga á gólfið.
Horfir svo bara á mann með augnaráði sem
segir: Og hvað ætlar þú að gera í þessu?
Stutta svarið: Ekki neitt. Hún er nefnilega
komin með elliglöp og kemst upp með allt.
Þetta er bara hluti af því að eiga ketti. Þeir
verða skrítnir og gera alls konar hluti og
hvað ætlar maður að gera í því? Hvernig sem
maður lítur á það munu kettirnir alltaf
stjórna því hvern-
ig þetta heimili er
rekið.
Þrátt fyrir þetta
hef ég alltaf litið
þannig á að ég
hafi fengið mér
ketti, en ekki öf-
ugt. En svo læðast
að mér efasemd-
irnar.
Sérstaklega um daginn. Ég var orðinn of
seinn einn morguninn en gestakötturinn var
mættur í morgunmat og vildi fá skammtinn
sinn. Sem ég var að gefa honum uppgötva ég
að í kringum mig sitja þrír aðrir kettir, sem
er út af fyrir sig ekkert stórmál, nema vegna
þess að ég á engan þeirra.
Þarna var ég 53 ára, orðinn of seinn, að
reyna að halda ókunnugum köttum frá matn-
um sem ég var að gefa ketti sem ég á ekki.
Og sem ég hleyp um bílaplanið að passa upp
á að köttur, sem er strangt til tekið mér óvið-
komandi, fái að éta með því að halda frá hon-
um köttum sem koma mér enn minna við, þá
rennur upp fyrir mér ljós: Ég á ekki ketti.
Það er akkúrat öfugt.
’Það eru miklu frekar kett-irnir sem eignast okkur. Ogjafnvel þó að við reynum aðsannfæra okkur um að svo sé
ekki kemur að því að það
rennur upp fyrir manni ljós.
Á meðan ég man
Logi Bergmann
logi@mbl.is
Lífið í Kattholti III
Glíman við heimsfaraldur áborð við Covid-19 reynirmjög á öll samfélög.
Áskorun af þessu tagi getur af-
hjúpað bæði styrkleika og veik-
leika í samfélagsgerð, þjóðarsál og
stjórnmálum.
Víða hefur réttilega verið höfð-
að til samstöðu um að fylgja vís-
indalegum ráðleggingum. Þó að
nauðsynlegt sé að styðjast við
bestu mögulegu þekkingu og ráð-
gjöf býður viðfangsefnið þó ekki
upp á einföld og afdráttarlaus
svör. Viðbrögð og ákvarðanataka
markast því ekki einungis af ófull-
kominni vísindalegri þekkingu um
sjúkdóminn heldur einnig af dóm-
greind og pólitískri forgangs-
röðun. Þótt við þráum öll skjól og
fullvissu á óvissum og ögrandi
tímum, þá stendur okkur engin
fullvissa til boða önnur en sú að
allt sé óvissu háð.
Flokkamunur vestanhafs
Ekki er augljóst að viðbrögð við
faraldrinum fari alltaf eftir skýr-
um hugmyndafræðilegum átaka-
línum eða flokkadráttum. Þó má
finna áhugaverðar vísbendingar
um tilhneigingu í þá átt, til dæmis
í Bandaríkjunum.
Scientific American sagði í sum-
ar frá greiningu á afstöðu banda-
rískra þingmanna
til faraldursins.
Skoðaðar voru um
30 þúsund twitter-
færslur þing-
manna beggja
flokka. Í ljós kom
greinilegur mun-
ur. Þingmenn
demókrata notuðu
oftast orðin
„heilsa“, „skimun“
og „veikindaleyfi“ en þingmenn
repúblikana notuðu helst orðin
„sameinuð“, „Kína“ og „viðskipta-
lífið“. Áherslumunurinn var aug-
ljós.
Forsprakki rannsóknarinnar
taldi að þessar ólíku áherslur tor-
velduðu glímuna við faraldurinn af
því að stuðningsmenn flokkanna
fengju gerólík skilaboð. Þess má
geta að skoðanakannanir í Banda-
ríkjunum hafa einmitt sýnt að
mikill munur er á afstöðu kjós-
enda flokkanna til faraldursins og
viðbragða við honum. Fyrrnefndur
rannsakandi bar þetta ástand
saman við þá miklu samstöðu sem
einkenndi áherslur beggja flokka
fyrst í kjölfar hryðjuverkaárás-
anna 11. september 2001.
Gildi samstöðu
Því verður varla mótmælt að sam-
staða stuðlar almennt að betri
árangri í baráttunni við ógnir og
áskoranir. Það er þó auðvitað háð
því að samstaðan sé um skynsam-
lega og yfirvegaða stefnu.
Glíman við Covid-19 er flókin og
margslungin og því ekki óeðlilegt
að áherslur séu misjafnar. Og
meira að segja í kjölfar hryðju-
verkanna 2001, þar sem mikill ein-
hugur og samstaða ríktu í byrjun,
kviknaði fljótt gagnrýnin umræða
um rétt viðbrögð; ekki bara um
hernaðaraðgerðir heldur líka um
umdeildar takmarkanir á persónu-
frelsi og friðhelgi einkalífs, sem
réttlættar voru með baráttunni við
hryðjuverk. Slík gagnrýnin um-
ræða er nauðsynleg í lýðræðislegu
mannréttindasamfélagi. Ef ein-
hver samstaða má ekki bresta, þá
er það einmitt samstaðan um mik-
ilvægi gagnrýninnar hugsunar.
(Því má skjóta inn hér að
kannski mætti sýna fram á að
töluverð líkindi væru með um-
ræðunni 2001 og núna, nema hvað
hlutverk flokkanna hefðu víxlast.
Það væri verðugt rannsóknarefni
út af fyrir sig og gæti kannski
varpað áhugaverðu ljósi á um-
ræðuhefð stjórnmálanna.)
Það er dýrmætt að nálgun
stjórnvalda í hverju landi njóti
stuðnings hjá sem flestum og
valdi ekki klofningi og úlfúð. En
þó að ákvarðanirnar séu byggðar
á bestu mögulegu þekkingu,
ásamt yfirveguðu mati á margvís-
legum hagsmunum, er ekki víst að
bestu ákvarðanirnar verði alltaf
þær vinsælustu. Hin dýrmæta
samstaða verður að spretta úr
trausti, sem vinnst með rökstuðn-
ingi, samtali, gagnsæi og auðmýkt
gagnvart óvissunni. Þar hefur
okkur Íslendingum farnast vel til
þessa.
Bjartsýni á framtíðina
Við eigum mikið undir því að Ís-
land „komist í gang“ sem fyrst,
bæði í efnahagslegu og samfélags-
legu tilliti. Þar er réttilega mikið
horft til landa-
mæranna sem
þurfa að vera
eins opin og
óhætt þykir, svo
að Ísland ein-
angrist ekki
efnahagslega og
menningarlega.
Einangrun frá
umheiminum er
sjálfstæð ógn.
Skylda okkar er að draga úr
skaðanum á samfélaginu í heild og
gera þjóðinni mögulegt að lifa í
samfélagi sem einkennist af fram-
takssemi og lífsgleði en ekki doða
og kvíða.
Eins og margoft hefur verið
sagt eru ekki forsendur til að
halda að fólki voninni um „veiru-
frítt land“. Á meðan Covid-
sjúkdómurinn er að ganga í heim-
inum er mun ábyrgari afstaða að
gera ráð fyrir að veiran muni ber-
ast hingað en að skipuleggja sam-
félagið út frá þeirri forsendu að
mögulegt sé að einangra þjóðina í
nokkurs konar sameiginlegri
veirulausri sóttkví frá umheim-
inum. Þessi stefna endurspeglast í
þeirri ákvörðun nú í vikunni að
slaka á sóttvarnaaðgerðum innan-
lands jafnvel þó að enn séu að
greinast smit.
Við höfum ýmis tækifæri til að
sækja fram á þessum tímum. Hin-
ir mörgu kostir Íslands eru að
verða sífellt skýrari og betur
þekktir í alþjóðlegu samhengi og í
því felast mörg tækifæri. Við
munum líka sækja fram í nýsköp-
un og fjárfestingum og fleiri svið-
um. Og við munum aftur sækja
fram í ferðaþjónustu, mögulega
kröftugri en nokkru sinni fyrr.
Um styrkleika
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
’Skylda okkar er aðdraga úr skaðanumá samfélaginu í heild oggera þjóðinni mögulegt
að lifa í samfélagi sem
einkennist af framtaks-
semi og lífsgleði en ekki
doða og kvíða.