Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Page 12
Glatt á hjalla á Hesteyri. Hrólfur Vagnsson þenur nikkuna í kaffi eftir leiðsögn um þorpið. Tvær bandarískar vinkonur á leið til Hesteyrar. Þær eru frá New York og ætla að dveljast um skeið á Ís- landi vegna heimsfaraldursins. Draugar og dýrð Sjaldan hafa fleiri Íslendingar ferðast innanlands en sumarið 2020 enda árferðið með afbrigðilegasta móti. Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, er þar engin undantekning en hann varði tæpri viku á Vestfjörðum ásamt enskri vinkonu sinni, Catherine Sherlock, nú síðsumars og skilaði sé endurnærður í bæinn. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ljósmyndir ÁRNI SÆBERG Blessuð börnin taka á rás við bryggjuna á Hesteyri. Veðrið lék við fólk þennan dag. Skrúður, elsti skrúðgarður á Íslandi, er alltaf jafnfallegur. ferðir inn á Hesteyri. „Það var svo sem ekkert í planinu hjá okkur en fyrst það bauðst fannst okkur upplagt að sigla þangað og sjáum ekki eftir því. Það er mjög fallegt á Hesteyri og gaman að skoða gamla læknisbústaðinn sem gerður var frægur í kvikmynd Óskars Þórs Axelssonar eftir sögu Yrsu Sigurðardóttur, Ég man þig. Katherine varð að vísu ekki um sel eftir að ég sýndi henni stikluna sem gerð var fyrir myndina enda er Ég man þig drauga- saga.“ Hann glottir. Allt fór þó vel og Árni og Katherine komust heilu og höldnu aftur til Ísafjarðar, drauglaus og reynslunni ríkari. Þ að hefur sjaldan verið eins gaman að ferðast um Vestfirðina og nú í sumar. Fegurðin og kyrrðin eru engu lík og að þessu sinni tókum við ferðafélagi minn, Katherine Sherlock frá Englandi, meðvitaða ákvörðun um að kúpla okkur frá öllu og fylgjast ekki með neinum miðlum í sex daga. Við hlustuðum ekki einu sinni á fréttir. Það er auð- vitað ekkert auðvelt fyrir fréttaljósmyndara en maður hefur gott af því að gera þetta annað slagið; ekki síst á tímum sem þessum þegar neikvæðar fréttir tröllríða öllu vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta var voðalega nota- legt.“ Þetta segir Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, en Sunnudagsblaðið birtir hér aðra myndaopnu frá ferða- lagi hans um Vestfirði í ágúst. Sú fyrri var í blaðinu fyrir tveimur vikum. Þau Katherine fóru vítt og breitt um firðina en hún hafði ekki í annan tíma litið þá dýrð augum og þótti mikið til koma. Þau gistu meðal annars tvær nætur á Gemlufelli í Dýrafirði, skammt frá Núpi, þar sem Árni var tvö ár í skóla sem unglingur. Meðal þess sem þau skoðuðu var Skrúður, fyrsti skrúð- garðurinn á Íslandi, en svo skemmtilega vill til að gamall kennari Árna, Þorsteinn Gauti Gunnarsson, kallaður Þor- steinn bjútí, kom með fyrstu blómin þangað. „Þorsteinn er mjög eftirminnilegur kennari; mikið stærðfræðiséní og gaf út bækur um það efni.“ Þau vörðu dágóðum tíma á Ísafirði og ber Árni lof á bæ- inn; stemningin sé þægileg og góð og margt að sjá og gera. Þegar þau voru að spóka sig á bryggjunni á Ísafirði rákust Árni og Katherine á konu sem var að selja dags- Vaskað upp eftir kaffi- samsætið í gamla læknabú- staðnum. Gamla eldavélin stendur enn fyrir sínu. Í MYNDUM 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2020

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.