Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Page 15
6.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Ég var í einangrun í 39 daga í mars ogapríl,“ segir Gísli Halldór Hall-dórsson, bæjarstjóri Árborgar. „Ég var svo lengi að útskrifast af því ég var svo lengi með þurran hósta. Ég smit- aðist 13. mars og veiktist kvöldið eftir. Við vorum búnir að vera hér tveir á skrifstof- unni og vorum einmitt að ljúka við að skipuleggja allt varðandi Covid; að setja upp viðbragðsteymi og fleira. Ég smitaðist af honum, en við áttum hér saman einn tíu, fimmtán mínútna fund en þá var hann ekki kominn með nein einkenni. Ég virðist hafa smitast af andardrætti í rýminu,“ segir hann og segir þá hafa passað vel fjarlægð og ekki snert sömu fleti. Alveg eins og tuska „Hann fékk einkenni um kvöldið en ég dag- inn eftir. Ég hélt að þetta væri allt annað; jafnvel leifar af inflúensu. En hann smit- aðist af konu sinni sem smitaðist af kennara í FSU. Strax í annarri viku voru um fimm- tán manns smitaðir í Árborg en það endaði í 21 smiti og dreifðist svo ekki meir,“ segir hann. „Fyrstu einkenni mín voru sviði í augum, sem hélst út allan tímann, og léttur hósti. Léttur sviði í lungum, eins og maður væri að anda að sér leysiefni. Svo fékk ég smá hita og var með hann í tvær vikur. Ég vann mikið þessa fyrstu viku, að heiman, því við vorum að klára að koma þessu öllu í kring að innleiða samkomubann. Seinni vikuna dró af mér og var ég alveg eins og tuska,“ segir Gísli og segir að þá hafi tekið við nokkrar vikur þar sem hann var aldrei al- veg góður. Hann byrjaði svo eftir útskrift að byggja sig upp með göngum og hlaupat- úrum. Hélt ég væri laus Vel gekk að byggja upp þol fyrstu þrjár vikurnar. „Svo eftir þrjár vikur kemur þessi rosa- lega þreyta,“ segir Gísli og útskýrir að eftir frábæran hlaupadag í góðu formi hafi næstu dagar á eftir verið erfiðir. „Ég fór varlega í að byggja mig upp og þessi þreytuköst urðu færri og styttri; allt niður í klukkutímalöng,“ segir Gísli og nefn- ir að hann hafi upplifað þreytuköst í allt sumar. „Ég fór í tjaldútilegu í sumar og fékk þá þreytukast og var þreyttur í þrjá daga eftir hlaup. Það var mikið svekkelsi því ég hélt ég væri laus við þetta,“ segir hann og nefn- ir að þá hafi ekki verið annar kostur en að sætta sig við stöðuna. Annað einkenni sem hann finnur fyrir eru svefntruflanir. „Ég á erfitt með að halda svefni yfir nótt- ina. Ég vakna mjög oft og er svo vaknaður um fjögur-, fimmleytið og vaki þá í einn, einn og hálfan tíma. Kona mín nefndi ný- lega að það gæti kannski tengst Covid, sem ég hafði ekki hugs- að út í; hélt kannski að þetta tengdist aldrinum eða einhverju öðru. En þá er þetta víst eitt ein- kennið á Covid- eftirköstum. Og þá hef- ur það auðvitað mikil áhrif á orkuna, ef maður nær ekki að sofa.“ Varanleg áhrif? „Svefnleysið er vaxandi vandamál. Og ég er enn að upplifa þreytuköst og er ekki alltaf með fulla orku, sem er svekkjandi,“ segir Gísli og nefnir að hann þurfi að fara hægar í sakirnar í batanum. „Andleg iðja notar líka orku. Ég þarf því líka að passa upp á að vera ekki undir óhóflegu álagi eða vinna of mik- ið,“ segir hann. „Ég er ekki að glíma við alvarleg eftirköst en það er leiðinlegt að hafa ekki fulla orku. Maður spyr sig hvort um gæti verið að ræða varanleg áhrif. Það er verið að tala um svona eftirköst vírusa. Á meðan menn vita ekki hver endirinn er á þessu verður fólk að sýna enn meiri aðgát til að smitast ekki. Það er alveg óhætt að mæla gegn því að fá þetta.“ „Enn að upplifa þreytuköst“ Bæjarstjórinn í Árborg, Gísli Halldór Halldórsson, þjáist enn af orkuleysi, þreytu og svefntruflunum, nú sex mánuðum eftir að hafa fengið kórónuveiruna. „Ég er ekki að glíma við alvarleg eftirköst en það er leiðinlegt að hafa ekki fulla orku. Maður spyr sig hvort um gæti verið að ræða varanleg áhrif,“ segir Gísli Halldór, bæjarstjóri Árborgar. Morgunblaðið/Ásdís ’Ég fór í tjaldútilegu ísumar og fékk þáþreytukast og var þreyttur íþrjá daga eftir hlaup. Það var mikið svekkelsi því ég hélt ég væri laus við þetta. Ég er frá Hvammstanga og hafði fariðheim. Ég fór á skemmtun með SólaHólm í félagsheimilinu og þar smituðust margir, en þetta var fyrir samkomubann. Kona sem ég umgekkst greindist eftir á með mótefni en varð ekki veik, en ég veit í raun ekki hvort hún smitaði mig eða ég hana,“ segir Arna Rós Bragadóttir sem greindist með kórónuveiruna 13. mars. „Tíunda mars fékk ég mjög stíflað nef og svo höfuðverk og ælupest um kvöldið,“ segir Arna sem segist í raun ekki hafa grunað í upphafi að hún væri með Covid. „Ég vinn á smit- sjúkdómadeildinni þannig að ég var með varann á mér. Ég var samt ekki með þessi týpísku einkenni,“ seg- ir hún og bætir við: „Þegar þarna er komið var ég ekki byrjuð að vinna með Covid- sjúklingum því þetta er það snemma í faraldr- inum.“ Uppköst í 45 daga „Ég fór í sýnatöku tólfta mars og fékk niður- stöðuna daginn eftir. Ég fór bara að gráta; þetta var sjokk. Ég bjóst eiginlega ekki við þessu og fór í raun í prófið til að útiloka þetta og geta farið aftur í skólann. Okkur sem vinnum á smitsjúkdómadeildinni var sagt að fara í skimun við minnstu einkenni,“ segir hún og segir eins gott að þessar reglur hafi verið settar. Arna Rós átti framundan einangrun á heim- ili sínu á stúdentagörðum og varð lasin en ekki mjög veik. „Ég var í einangrun í fjórtán daga og var með ælupest nánast allan tímann,“ segir Arna og segir þetta aðallega hafa lagst á melting- arfærin hjá sér, en einnig fékk hún hita og hósta. „Mér var alltaf óglatt og líka eftir að ég komst úr einangruninni. Ég ældi í fjörutíu og fimm daga. Ég mætti ekki í vinnu fyrst um sinn. Þolið fór alveg og ég þurfti að vinna það upp hægt og rólega. Ég missti líka matarlystina en passaði vel upp á að fá næringu,“ segir hún og segir maga- einkennin ekki hafa hætt. „Ég var á ógleði- stillandi lyfjum og náði þá að borða aðeins en þegar ég hætti á þeim var ég enn með væga ógleði,“ segir hún. Áður en þú fékkst Covid, fannstu aldrei til í maganum? „Bara þegar ég var krakki. Ég komst að því nýlega að ýmsir í föðurfjölskyldunni hafa verið með magavandamál,“ segir hún og segist hafa íhugað hvort Covid hafi mögulega ýtt undir einhver undirliggjandi vandamál. „Svo er lyktarskynið breytt. Ég missti aldrei alveg hvorki bragð- né lyktarskyn en það dofn- aði. Bragðskynið er komið aftur en lyktar- skynið er breytt. Vond lykt er til dæmis öll eins. Það er oft sagt að unga fólkið veikist ekki eins og þeir eldri, og ég var aldrei alvarlega veik, en ég bjóst ekki við að einkennin myndu vara svona lengi. Ég hélt að allt yrði eins eftir tveggja vikna einangrun.“ Orkulaus og þreytt Hvernig ertu í maganum í dag? „Ég er á magasýrulyfjum og enn með væga ógleði í daga; aðallega samt þegar ég borða. Ég hef minni lyst en áður en ég er hætt að kasta upp. Ég er ekki enn með næga orku, en ég passa mig og reyni að hreyfa mig. Ég trúi því að þetta muni einn daginn lagast,“ segir hún. „Þetta háir mér að því leyti að ég er orku- minni og þreyttari en áður. Ég hef verið að labba á fjöll og get það alveg. Fyrir Covid var ég meira í ræktinni en eftir Covid hef ég verið að ganga til að byggja mig upp. Fyrst eftir að ég losnaði úr einangrun gat ég varla labbað upp að kirkju, sem er rétt hjá húsinu mínu. Ég labbaði þangað og leið eins og ég væri bara að kafna. Daginn eftir gekk ég svo aðeins lengra og svo enn lengra daginn þar á eftir. Mér var líka fyrst alltaf svo flökurt þegar ég byrjaði að labba.“ Eftir að Arna jafnaði sig að mestu hefur hún unnið mikið með Covid-sjúklingum og segist hafa séð ýmis mismunandi einkenni hjá þeim. „Það er mikið búið að gerast og ég hef lært helling en þetta er alveg komið gott.“ „Enn með væga ógleði“ Arna Rós Bragadóttir er 23 ára hjúkrunarfræðinemi. Hún fékk kórónuveiruna í mars og er enn orkulaus og þjáist af ógleði. Lyktarskyn hennar hefur einnig breyst. „Mér var alltaf óglatt og líka eftir að ég komst úr einangruninni. Ég ældi í fjörutíu og fimm daga,“ segir Arna Rós Bragadóttir sem veiktist af kórónuveirunni á Hvammstanga í mars. Morgunblaðið/Ásdís ’Það er oft sagt að unga fólk-ið veikist ekki eins og þeireldri, og ég var aldrei alvarlegaveik, en ég bjóst ekki við að ein- kennin myndu vara svona lengi. Ég hélt að allt yrði eins eftir tveggja vikna einangrun.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.