Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Síða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2020 LESBÓK HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is AFKÖST Eitt ákafasta tónleikaband seinni tíma, Metallica, hef- ur ekki komist á túr síðustu mánuði frekar en aðrar hljóm- sveitir. Og hvað gera menn þá? Þeir semja nýtt efni. Þetta upp- lýsti James Hetfield, söngvari og gítarleikari, í samtali við bandarísku útvarpsstöðina SiriusXM á dögunum. Kvaðst hann vera kominn með helling af nýju efni án þess að gefa upp hvað hann hygðist gera við það. Í viðtalinu kom einnig fram að vel fer um Hetfield en hann býr í bænum Vail í Colorado, þar sem kórónuveirufarald- urinn hefur ekki stungið sér eins harkalega niður og víða annars staðar í landinu. „Ég finn til með fólki í stóru borgunum. Hérna komumst við enn þá út, hvort sem það er til að hjóla, fara í flúðasiglingu, stunda skot- eða fiskveiði – hvað sem er.“ Semur bara og semur AFP ALDREI Paul Bostaph, trymbill málmbandsins sáluga Slayer, staðfesti á dögunum að hann ætti aðild að verkefni sem Kerry King gítarleikari sama bands vinnur nú að og hermt var af á þessum vettvangi fyr- ir viku. Bostaph gat þess einnig að efninu, sem King semur, svipaði mjög til Slayer. Þau tíðindi urðu til þess að aðdáandi nokkur spurði á Instagram hvort virkilega stæði til að Slayer kæmi á ný saman án Toms Araya, bassaleikara og söngvara, sem sestur er í helgan stein. Ayesha King, eiginkona Kerrys, tók strax af öll tvímæli um það. „Hafið engar áhyggjur, þeir verða aldrei SLAYER aftur!“ Þeir verða aldrei Slayer aftur Tom Araya er enn þá hættur að flytja tónlist. AFP Ellen hefur átt betri mánuði. Síðustu mán- uðir erfiðir SPJÓT Andy Lassner, sem verið hefur einn af aðalframleiðendum spjallþáttar Ellenar DeGeneres frá upphafi, viðurkenndi á samfélags- miðlum í vikunni að undanfarnir mánuðir hefðu verið erfiðir en öll spjót standa nú á Ellen og forsvars- mönnum þáttarins vegna fjölda ásakana um eitrað andrúmsloft á vinnustað. Það væri lygi að halda öðru fram en á móti kæmi að fólk lærði gjarnan mest um sjálft sig og þroskaðist mest við erfiðar að- stæður í lífinu. „En ég er kominn aftur,“ sagði hann. Sjálf hefur Ellen beðist afsökunar og heldur enn starfi sínu en sjónvarpsstöðin sem sýnir þættina, NBC, hefur heitið því að taka til í kringum þáttinn. Þetta er frasi frá Birgi Andr-éssyni myndlistarmanni.Hann sagði þetta gjarnan þegar hann hafði útskýrt flókna hluti á sinn einstæða hátt,“ segir Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1, um heiti á nýjum þætti sínum, „Svona er þetta“, sem fer í loftið kl. 9.05 í dag, sunnudag. Í þættinum er ætlunin að ræða við forvitnilegt fólk, stjórnmálamenn, fræðimenn, listamenn og aðra, sem hafa sérþekkingu á tilteknum málum eða búa að áhugaverðri reynslu. „Hugmyndin er að fá viðmælandann hverju sinni til að segja hlustendum hvernig hlutirnir eru en um leið fáum við að kynnast honum sjálfum; hver hann er, hvaðan hann kemur og svo framvegis,“ segir Þröstur. Þáttur Ævars Kjartanssonar, Samtal, var áður á dagskrá á þessum sama tíma og að sögn Þrastar er nýi þátturinn rökrétt framhald af hon- um. Ævar lét sem kunnugt er af störfum hjá Rás 1 um liðna helgi fyrir aldurs sakir. „Ævar var lengi með þátt á sunnu- dagsmorgnum þar sem hann fjallaði um allt mögulegt og setti mál á dag- skrá með því að ræða við sérfræðinga á hinum og þessum sviðum. Oftar en ekki tengdist umfjöllunin straumum og stefnum í samfélaginu. Söguleg, trúarleg og kirkjuleg málefni voru honum gjarnan hugleikin, eins menntamál, menning og ýmislegt fleira. Okkur fannst ástæða til að halda áfram á svipaðri braut og bjóða upp á umræðu um hugmyndaleg efni og samfélagsleg mál og freista þess að svara stærri spurningum.“ – Ævar Kjartansson er goðsögn í íslensku útvarpi. Hvernig leggst í þig að fara í hans stóru skó? „Ég vona að ég lendi ekki í því að verða borinn saman við Ævar; það kæmi líklega ekki vel út fyrir nokk- urn mann,“ svarar Þröstur hlæjandi. „Ég ætla bara að gera þetta á minn hátt og hlakka mikið til að byrja. Það er algjör draumastaða fyrir útvarps- mann að fá tækifæri til að spjalla við fólk sem veit hvað það syngur og hef- ur kafað ofan í tiltekið efni. Það getur orðið mjög skemmtilegt, bæði fyrir mig og vonandi hlustendur líka, að fá innsýn í fólk og fyrirbæri. Þátturinn er tæplega klukkustundar langur, þannig að gott svigrúm er til að kafa vel ofan í málin.“ Gestur Þrastar í fyrsta þættinum í dag verður Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur en hann gaf í sumar út bókina Neo-Nationalism: The Rise of Nativist Populism, sem fjallar um nýþjóðernishyggju og po- púlisma í alþjóðlegu samhengi. „Þetta er mjög heit umræða og nægir í því sambandi að nefna þjóð- arleiðtoga eins og Trump, Pútín og Erdogan,“ segir Þröstur, „auk þess Þröstur Helgason, dagskrárstjóri Rásar 1. Ætlunin að svara stærri spurningum „Svona er þetta“ nefnist nýr þáttur sem hefur göngu sína á Rás 1 kl. 9.05 í dag, sunnudag. Þar mun Þröstur Helgason, dagskrárstjóri rásarinnar, fá til sín gesti sem hafa sérþekkingu á tilteknum málum eða búa að áhugaverðri reynslu. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Eiríkur Bergmann stjórn- málafræðingur verður fyrsti gestur Þrastar í dag. Morgunblaðið/Hari James Het- field kann vel við sig á sviði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.