Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.09.2020, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.9. 2020
08.00 Strumparnir
08.20 Blíða og Blær
08.45 Dóra og vinir
09.05 Mæja býfluga
09.20 Adda klóka
09.45 Zigby
09.55 Mia og ég
10.20 Lína langsokkur
10.45 Latibær
11.10 Lukku láki
11.35 Ævintýri Tinna
12.00 Nágrannar
12.20 Nágrannar
12.40 Nágrannar
13.05 Nágrannar
13.25 Nágrannar
13.50 The Commons
14.45 Life and Birth
16.20 Kviss
17.05 FC Ísland
17.30 60 Minutes
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.50 Sportpakkinn
19.00 Bibba flýgur
19.25 Steinda Con: Heimsins
furðulegustu hátíðir
20.00 Who Wants to Be a
Millionaire
20.55 Grantchester
21.45 Mystery 101: An
Education in Murder
23.10 Wentworth
00.05 Queen Sugar
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 93,5 Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Uppskriftað góðum
degi á Norðurlandi
vestra – þáttur 2
20.30 Eitt og annað af flugi
Endurt. allan sólarhr.
15.00 Joel Osteen
15.30 Charles Stanley
16.00 Trúarlíf
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
21.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
23.30 Tónlist
20.00 Mannamál – sígildur
þáttur (e)
20.30 Suðurnesja-magasín
Víkurfrétta (e)
21.00 Allt annað líf
Endurt. allan sólarhr.
14.15 Dr. Phil
15.00 Carol’s Second Act
15.25 90210
16.30 Family Guy
16.50 The King of Queens
17.10 Everybody Loves Ray-
mond
17.35 A Million Little Things
18.20 This Is Us
19.05 Með Loga
20.00 The Block
21.20 The Act
22.15 Billions
23.10 Love Island
00.05 Hawaii Five-0
06.55 Bæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Tríó.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Á tónsviðinu.
09.00 Fréttir.
09.05 Svona er þetta.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Bók vikunnar.
11.00 Guðsþjónusta í Sel-
tjarnarneskirkju.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.40 Veðurfregnir.
13.00 Sögur af landi.
14.00 Víðsjá.
15.00 Glans.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Jazzhátíð Reykjavíkur
30 ára.
17.25 Orð af orði.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Að spila fyrir lífi sínu.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Óskastundin.
19.40 Orð um bækur.
20.35 Gestaboð.
21.30 Úr gullkistunni.
22.00 Fréttir.
22.05 Veðurfregnir.
22.10 Á reki með KK.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
00.05 Næturútvarp Rásar 1.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Friðþjófur forvitni
07.39 Klingjur
07.50 Lalli
07.57 Grettir
08.08 Nellý og Nóra
08.15 Robbi og Skrímsli
08.37 Hæ Sámur
08.44 Unnar og vinur
09.07 Múmínálfarnir
09.29 Sammi brunavörður
09.39 Þvegill og skrúbbur
09.43 Millý spyr
09.50 Benedikt og skrímslið
10.00 Reikistjörnurnar
11.00 Silfrið
12.10 Í góðri trú – saga ís-
lenskra mormóna í
Utah
12.50 Risaeðluslóðir
13.45 Svanfríður
14.35 Strandir
15.10 Ísþjóðin með Ragnhildi
Steinunni
15.35 Fjölskyldubíó:
Zootropolis
17.20 Menningin – samantekt
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 99% norsk
19.00 Fréttir
19.25 Íþróttir
19.35 Veður
19.45 Smáborgarasýn
Frímanns
20.05 Í góðri trú – saga ís-
lenskra mormóna í
Utah
21.00 Innrásin frá Mars
21.55 Norrænir bíódagar: Ég
elska þig – Skilnaðar-
grín
23.25 Hljóðrás: Tónmál tím-
ans – 11. september
12 til 16 Þór Bæring Besta blandan af tónlist á
sunnudegi og létt spjall með Þór Bæring. Hækkaðu í
gleðinni með K100.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 með Dj Dóru Júlíu. Einn
vinsælasti plötusnúður landsins kynnir 40 vinsælustu
lög landsins á hverjum einasta sunnudegi. Tónlistinn
er eini opinberi vinsældalisti landsins.
18 til 00 K100 tónlist Besta tónlistin dunar í allt
kvöld.
Dj Dóra Júlía finnur ljósa punktinn í
tilverunni og flytur góðar fréttir
reglulega á K100. Í vikunni
fjallaði hún meðal annars um
hversu mikilvægt það væri að
brjóta upp daglegt líf nú þegar hversdagslegra líf
haustsins tekur við. „Hamingjan er ekki endilega háð
því hversu mikið er að gerast í sífellu,“ segir Dóra. „Það
að vera á ferð og flugi um allan heim með allt í botni er
ekki endilega lykillinn. Ég held að þetta ár hafi kennt
okkur það og svo margt fleira. Í gær var ég ekki upp á
mitt besta og lítil í mér svo ég ákvað að skrifa niður lista
af hlutum sem veittu mér hlýju og gleði. Ég gríp gjarnan
í skrifin og finn hvernig það léttir lund mína í hvert ein-
asta skipti. Það að einfaldlega fara í göngutúr og sund
breytti deginum algjörlega til hins betra. Eftir það
skellti ég mér á listasafn og gleymdi mér stundarkorn í
annarri vídd þar sem listaverkin tóku yfir það sem beið
fyrir utan safnið. Ég fór endurnærð út í daginn, umvafin
þeirri list sem tilveran er í raun og veru. Leyfum okkur
að gleyma okkur stöku sinnum, látum hugann reika og
sköpum okkar eigin lífsins listaverk.“
Lífsins listaverk
Gautaborg. AFP. | Sænski leikstjór-
inn Ruben Östlund fékk gullpálmann
á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið
2017 fyrir kvikmyndina Ferninginn
(The Square), ádeilu á siðferði í list-
heiminum. Í nýrri mynd sinni beinir
hann sjónum að því hvað samfélagið
er gagntekið af útliti og neyslu í veld-
isvexti.
Östlund, sem er 46 ára, er nýkom-
inn til Gautaborgar frá Spáni þar
sem hann hefur verið að klippa nýj-
ustu mynd sína, aðra háðsádeilu, sem
nefnist Þríhyrningur sorgar (Tri-
angle of Sadness) og er hans fimmta
mynd í fullri lengd. Þar leggur hann
stækkunarglerið að vestrænum gild-
um og siðum. Næsti viðkomustaður
er Grikkland þar sem tökum verður
haldið áfram.
Östlund hefur fylgst með mótmæl-
um gegn rasisma og ofbeldi lögreglu
undir merkjum „Svört líf skipta
máli“. Í myndinni Play tók hann fyrir
kerfisbundinn rasisma þar sem fimm
svartir krakkar ræna þrjá hvíta og
einn asískan krakka.
„Ég er rasisti, en ég vil ekki vera
það. Og það er mun áhugaverðara
samtal, að gangast við því að í hóp-
hegðun okkar, hvernig við hugsum,
eignum við hópum, sem við þekkjum
ekki, ýmsa eiginleika. Það er bara
eðlilegt sjálfsbjargareðli,“ segir Östl-
und í samtali við AFP. „Við erum
rasistar, við erum það. En við getum
einnig leitast við að vera það ekki og
við getum viljað ekki vera rasistar.“
Hann veltir fyrir sér einlægninni í
viðbrögðum við stuðandi myndum í
fjölmiðlum þar sem sést allt frá of-
beldi lögreglu til látinna flóttabarna.
„Sterkasta myndin hefur vinning-
inn og hvernig tökumst við þá á við
öll þessi málefni, sem krefjast sam-
hygðar okkar? Á hluttekning okkar á
því augnabliki að ráða för?“ spyr
hann.
Í nýju myndinni tekur hann einnig
fyrir góðgerðarmál og kveðst vera
þeirrar hyggju að nútímasamfélög
missi áttir þegar þau fara að reiða sig
á einstaklinginn frekar en ríkið til að
tryggja velferð almennings. „Ef ein-
hver er atkvæðamikill í góðgerð-
armálum þýðir bara eitt; hann er
milljarðamæringur,“ segir hann.
Þríhyrningur sorgar gerist í heimi
ofurmódela og ofurauðkýfinga. Hóp-
ur farþega og þjónustustúlkna af
lystiskipi verður strandaglópur á
eyðieyju þar sem peningar þeirra og
staða verða aukaatriði í lífsbarátt-
unni. Að lokum snýr þó gogg-
unarröðin aftur.
Líkt og í tveimur myndum Öst-
lunds á undan þessari er aðal-
persónan karlmaður í leit að stöðu
sinni í heiminum. „Sú var tíðin að það
var viðmiðið að vera karl, það var
ekki til gagnrýnin, utanaðkomandi
sýn á karlinn líkt og nú er,“ segir
hann.
Myndin fjallar um fyrirsætuna
Carl. Ferill hans er á niðurleið, en
kona hans, sem er líka fyrirsæta, er á
mikilli siglingu.
Í fyrirsætuheiminum eru tekjur
karla yfirleitt fjórðungur af tekjum
kvenna og gefur það Östlund færi á
að fara ofan í hvað gerist þegar
kynjahlutverkunum er víxlað.
Kórónuveirufaraldurinn hefur taf-
ið gerð myndarinnar, en Östlund
vonast til að geta sýnt hana á kvik-
myndahátíðinni í Cannes á næsta ári.
Þetta er fyrsta kvikmynd hans á
ensku að kröfu eins af þeim, sem
fjármagna hana, og hann segir að
það sé nýtt fyrir sér.
„Skyndilega er maður að keppa á
öðrum vettvangi við allar hinar
myndirnar á ensku, en áður var mað-
ur „áhugaverður leikstjóri myndar á
erlendu tungumáli“,“ segir leikstjór-
inn.
Sænski leikstjórinn Ruben
Östlund fjallar um útlits-
dýrkun og neysluhyggju í
nýjustu mynd sinni.
AFP
FIMMTA MYND SÆNSKA LEIKSTJÓRANS ÖSTLUNDS
Setur siðferði
á vogarskálar
Stilla úr myndinni Túristi/Hamfarir (Turist/Force majeure) eftir Östlund.