Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Blaðsíða 8
VIÐTAL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2020 H austið er að óðum að færast yfir á báðum endum línunnar þeg- ar ég heyri í Veigu Grétars- dóttur á Ísafirði. Hún segir sumarið hafa verið býsna gott fyrir vestan og nú síðast hafi hún náð fimm dásamlegum dögum í Jökulfjörðunum. Þannig tíð skiptir miklu máli fyrir konu eins og Veigu, sem lifir og hrærist í útivist, ekki síst kajak- róðri. Hún reri fyrst 2003 en hefur tekið sportið föstum tökum síðustu fjögur árin og lagt ein- hverja 6.000 kílómetra að baki. Fann vel fyrir því við myndatökuna fyrir þetta viðtal, því þrjá sentimetra vantaði upp á að hún gæti rennt upp kjól sem hún keypti sér fyrir fjórum árum. „Ég er búin að massa mig þvílíkt upp,“ segir hún hlæjandi. Tilefni símtalsins er heimildarmynd Óskars Páls Sveinssonar um Veigu, Á móti straumnum, sem frumsýnd verður í Háskólabíói 3. október næstkomandi á RIFF-hátíðinni. Þar hermir af kajakróðri Veigu kringum landið á síðasta ári en um leið öðru og lengra ferðalagi sem hún lagði upp í fyrir sex árum til að leiðrétta kyn sitt en Veiga fæddist í líkama karlmanns. „Já, ég fékk loksins að sjá hana fyrir nokkr- um vikum,“ svarar Veiga þegar ég spyr hvort hún sé búin að sjá myndina. „Það var mjög skrýtin tilfinning að setjast ein niður og horfa á níutíu mínútna mynd um sjálfa sig. Á heildina litið skemmti ég mér bara vel; hló oft en varð líka klökk. En að sýningu lokinni var allur vind- ur úr mér og ég hreinlega brotnaði niður úti í bíl.“ Spurð hvað hafi komið þessu róti á tilfinn- ingar hennar svarar Veiga: „Bæði var ég fegin og stolt að hafa tekið þátt í að gera þessa mynd og svo voru þarna viðtöl sem hreyfðu við mér. Viðtöl við mína nánustu, foreldra mína, konuna mína fyrrverandi og fleiri. Ég vil ekki fara nán- ar út í það hér, fólk sér þetta í myndinni, en á meðan ég glímdi við þunglyndi og var upptekin við að vorkenna sjálfri mér fyrir nokkrum árum hafði ég enga burði til að átta mig á því hvernig öðrum leið í kringum mig. Þar sem ég sat þarna, ein með sjálfri mér, og horfði á myndina, heyrði ég ýmislegt sem ég hafði ekki heyrt áður og það snart mig djúpt.“ Aldrei liðið betur Veiga er búsett á Ísafirði, þar sem hún unir hag sínum vel á æskustöðvunum. Líf hennar hefur tekið gagngerum breytingum á umliðnum árum og misserum til hins betra. „Mér hefur aldrei liðið betur en á þessari stundu. Ég er laus úr fjötrum,“ segir hún með djúpri sannfæringu. Þannig hefur það ekki alltaf verið. Veiga hef- ur áður greint frá því að hún hafi um tíma verið langt niðri eftir að kynleiðréttingarferlið hófst 2014 og gekk það svo langt að hún reyndi í tví- gang að svipta sig lífi. „Á þessum tíma hafði ég enga trú á því að ég gæti nokkurn tíma fúnker- að aftur í samfélaginu. Ég var að missa konuna mína vegna þessarar afdrifaríku ákvörðunar minnar og hrædd um að börnin mín tvö urðu fyrir aðkasti en þau voru fjórtán og fjögurra ára þegar ferlið hófst en eru nítján og níu í dag.“ – Hvernig er samband þitt við börnin þín? „Mjög gott. Ég held að þetta hafi þroskað þau mikið og gert þau að víðsýnni manneskjum. Þess utan eiga þau miklu hamingjusamara for- eldri. Stelpan mín var að vísu of lítil þegar ferlið hófst til að skilja almennilega hvað var á seyði en strákurinn áttaði sig alveg á því. Hann var mikill pabbastrákur og það var ekki auðvelt að gera honum grein fyrir þessari ákvörðun. Börn- in hafa bæði staðið þétt við bakið á mér gegnum allt þetta ferli sem mér þykir alveg ofboðslega vænt um.“ – Hvernig er sambandið við konuna sem þú þurftir að skilja við? „Ég elskaði hana og fyrir vikið reyndist það mér mjög þungbært að hún vildi ekki vera með mér lengur.“ – Var enginn flötur á því að halda samband- inu áfram? „Nei, hún er gagnkynhneigð og ég samkyn- hneigð, þannig að það hefði aldrei gengið. Ég var mjög ósátt við það til að byrja með en skil hana miklu betur nú. Get sett mig í hennar spor. Sjálf hefði ég ekki orðið sátt ef þetta hefði verið á hinn veginn. En aðalatriðið er að okkar sam- band er mjög gott í dag. Við erum góðar vinkon- ur og eigum gott samstarf um uppeldið á dóttur okkar.“ Barnsmóðirin og dóttirin búa austur á fjörð- um en samgangurinn er mikill, Veiga fer austur og þær koma vestur, auk þess sem dóttirin var í tvo mánuði samfellt hjá Veigu í sumar, eins og hún gerir reglulega. Sonur hennar er líka langt í burtu; býr hjá kærustu sinni í Vestmanna- eyjum, en þau eru eigi að síður í góðu sambandi. Hittast reglulega í raunheimum og svo eru möguleikarnir á samskiptum vitaskuld óþrjót- andi í tækniheimum. Var í djúpu þunglyndi Veiga ólst upp á Ísafirði en flutti tvítug til Akur- eyrar til að læra rennismíði. Eftir tvö ár þar bjó hún um tíma í Reykjavík og árið 2012 lá leiðin til Noregs, þar sem hún bjó í fjögur ár ásamt þá- verandi eiginkonu sinni og dóttur þeirra. Það var í Noregi sem hún tók ákvörðun um að hefja kynleiðréttingarferlið. „Við fluttum heim í árs- byrjun 2016 og fórum beint austur á firði en konan mín fyrrverandi er þaðan, þó svo að við hefðum skilið árið áður. Ég fann mig engan veg- inn fyrir austan, var í djúpu þunglyndi og mjög óörugg með mig. Það endaði með því að ég flúði heim til pabba og mömmu á Ísafirði. Hér hef ég verið síðan og mikið vatn runnið til sjávar.“ Kynleiðréttingarferlið hófst með heimsókn- um til sálfræðings árið 2014 og enda þótt ákveðnum endapunkti hafi verið náð 2018 þá segir Veiga að þessu ferli sé í raun og veru aldr- ei lokið. Sjálf hefur hún farið í sex aðgerðir en sá fjöldi er mismunandi eftir hverjum og einum. „Ég verð á hormónum alla ævi og fór síðast í smávægilega aðgerð í vor sem leið; það getur alltaf eitthvað komið upp. Ferlið er misjafnt eft- ir löndum. Í Bandaríkjunum og Taílandi, þar sem ég þekki til, er sjálf kynleiðréttingar- aðgerðin bara ein risastór aðgerð. Vinkona mín fór í leiðréttingu til Taílands og var í níu tíma á skurðarborðinu. Hér á landi eru þetta hins veg- ar ein stór aðgerð og tvær til þrjár minni að- gerðir. Lengst var ég í þrjá tíma undir hnífn- um.“ Árið 2018 tók Veiga ákvörðun um að róa á kajak umhverfis Ísland og ætlaði upphaflega að gera það réttsælis, það er hina hefðbundnu leið. Þá um haustið var hún stödd sem leiðsögu- maður á skútunni Arktiku við Grænlands- strendur og færði þessa hugmynd í tal við skip- Veiga í kjólnum sem hún keypti í fyrir fjórum árum. Engin leið er að renna honum upp núna enda hefur hún massað sig vel upp á öllum róðrinum. Ljósmynd/Isley Sá alltaf karlmanninn í speglinum Það var barnaleikur að róa rangsælis kringum Ísland í fyrra, alltént samanborið við kynleiðréttingarferlið sem hún hóf fyrir sex árum. Þetta segir Veiga Grétarsdóttir en heimildarmynd um hana, Á móti straumnum, eftir Óskar Pál Sveinsson, verður frumsýnd á RIFF- hátíðinni 3. október. Veigu hefur aldrei liðið betur en í dag, eftir að hún fór að vera hún sjálf og hætti að sjá karlmanninn í speglinum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’ Í dag er ég komin á þannstað, ætli það hafi ekki gerstfyrir svona einu til tveimur árum, að það sem aðrir segja skiptir mig ekki lengur máli. Í því felst ofboðslegt frelsi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.