Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2020 B andaríkjamenn minntust þess í gær að 19 ár eru frá því að fámenn sveit hryðjuverkamanna gerði „velheppn- aða“ árás á Bandaríkin. Ólíkar en sögulegar Bandaríkin hafa áður orðið fyrir árás, sem eins og þessi kom þeim algjörlega í opna skjöldu. Og séð frá sjónarhóli árásaraðilans, Japan, þá var það einnig einnig mjög „velheppnuð“ atlaga. Sú var á Pearl Harbour snemma í desember 1941. Síðari heimsstyrjöldin hafði staðið í tvö ár þegar þetta gerðist og hin mikla árás kom sem „þrumur úr heiðskíru lofti“. Bandaríkin voru ekki beinn þátttakandi í þeirri styrjöld og yfirlýsingar þeirra fram til þess tíma gáfu ekki fyrirheit um að þeirri stefnu yrði breytt. Það þótti að auki sérlega ósvífið að árásarþjóðin var með háttsetta sendinefnd í friðarviðræðum í Washington þegar höggið var látið ríða. Bandaríkin höfðu vissulega veitt Bretum atbeina með láns- og leigukjörum á hergögnum, meðal ann- ars til að undirstrika að þeir væru ekki beinir þátt- takendur í hernaðinum og ætluðu sér ekki að verða það. Sömu sjónarmiða var gætt þegar hernámi Breta lauk hér og Ísland fór fram á bandaríska hervernd á óvissutímum. Þá var búist við árás yfir Ermar- sundið á hverri stundu og efla varð veikar heima- varnir þar með öllum tiltækum ráðum. Hitler hafði þá lagt nánast alla nær-Evrópu undir sig, eða var í nánu sambandi við þau lönd sem ekki voru hernumin, svo sem í bandalagi við Mussolini á Ítalíu, og þótt Franco á Spáni væri mun laustengd- ari bandamaður var ekki hernaðar að vænta úr þeirri átt. Þá má ekki gleyma að griðasamningur var á milli Stalíns og Hitlers sem gaf Hitler frítt spil. Franklin D. Roosevelt dró sjálfur línu á kort sem hafði hliðsjón af Atlantshafshryggnum og með henni var Ísland sýnt fyrir innan línu sem kenning Monroe forseta náði þar með til. (Þessi fræga og þýðingarmikla yfirlýsing, sem kennd er við Monroe forseta og undirrituð af honum var að mestu samin af utanríkisráðherra hans, John Quincy Adams, síð- ar forseta, syni Johns Adams, 2. forseta Bandaríkj- anna.) Þar með gat Roosevelt orðið við beiðni Ís- lands um að senda hingað her á friðartímum og með hliðsjón af framtíðaröryggishagsmunum Ameríku. Skamma stund verður hönd höggi fegin En afleiðingar hinnar „velheppnuðu árásar“ á Perluhöfn voru ekki eins lukkulegar fyrir árásarað- ilann þegar til lengri tíma var horft. Japan var á mælikvarða þessa tíma óralangt frá Bandaríkjunum og engar líkur stóðu til þess að það fengi í annað sinn að læðast að dormandi friðsælum risa, sem það hafði vakið upp með svo afgerandi og eftirminnilegum hætti. Þótt Japan væri mikið herveldi og þekkt fyrir grimmd og stríðshörku þurfti ekki eftir þessa árás að spyrja að leikslokum. Spurningin var aðeins um tíma. Á þessu augnabliki gat þó engan órað fyrir að lokapunktur heimsstyrjaldarinnar síðari yrði kjarn- orkusprengjur sem varpað var á tvær borgir með þeim afleiðingum að ekki þurfti þar um að binda. Nú, 75 árum síðar, á ríkið sem fann upp atóm- sprengjurnar í bögglingi með tvö óútreiknanleg ein- valdsríki sem eru þegar með kjarnorkuvopn í fórum sínum eða á lokametrum og er fjarri því að sjái fyrir endann á því ströggli. Glitti í ósigur annarra Árásin á Perluhöfn hafði jafnframt áhrif á endalok annarra, þótt það blasti ekki við þá stundina. Adolf Hitler hafði um margt verið heppinn í stríðserindum sínum fram til þessa. Frakkland reyndist ekki hafa roð við þýska hernum og molnaði ótrúlega fljótt undir hæl Hitlers og mikilfengleg varnarvirki þeirra dugðu lítt og voru eins og í hlutverki áhorfandans! Gagnvart Bretum hafði Hitler fengið drjúga og ófyrirgefanlega forgjöf með friðarhjali og athafna- leysi Nevilles Chamberlains og að nokkru Stanleys Baldwins á undan honum, þótt merki um stríðs- viðbúnað nasista og útþensluáform yrðu sífellt fleiri og augljósari. Það hefur hentað síðari tíma að gleyma því að Franklin Roosevelt forseti studdi friðþægingar- stefnu Chamberlains með ráðum og dáð og hvatti hann til dáða og fagnaði og hrósaði hverju skrefi hans í „friðarátt“. Þegar hér var komið var Hitler sennilega blind- aður af auðveldum sigrum sínum í Evrópu, og lýsti þegar yfir stríði á hendur Bandaríkjunum og sam- starfi öxulríkjanna og talið var að þá hefði karlinn með vindilinn og viskíglasið muldrað að „loksins gerir óvætturin í Berlín eitthvað fyrir mig“. Því Churchill var í engum vafa um það, að þótt Bandaríkin yrðu nokkurn tíma að setja sig í stríðs- gírinn þá væri þar á ferð iðnaðarveldi sem gæti byggt upp hernaðarmaskínu á skömmum tíma og án þess að óvinurinn hefði nokkra getu eða búnað til að laska verksmiðjur þeirra eða borgir með loftárásum. Það vill gleymast að langdrægni hlaðinna flugvéla var þá önnur en síðar varð. Bretar vissu vel að þrátt fyrir þessi kaflaskipti væru þeirra hörmungar hvergi nærri úr sögunni. En með þeim væri þó orðið öruggt að þeir yrðu að lokum í hópi sigurvegara stríðsins, en það hafði verið fjarri því að vera víst fram að því. En aldrei á meginlandið sjálft Þótt hin óvænta árás á Bandaríkin væri hin fyrsta af slíku tagi þá stóð það enn að ekki hafði verið gerð slík árás á meginland þeirra sjálft. Og sjálfsagt hef- ur það verið sem innmúrað í huga flestra Banda- ríkjamanna að slík árás væri eiginlega óhugsandi. Til þess lágu tvær ástæður. Annars vegar lega landsins og almennur viðbúnaður. Kyrrahafið er á aðra hlið og Atlantshafið á hina hlið. Engin hættuleg stórveldi suðurundan og enn síður norðanmegin frá. Að vísu voru þar Íslendingar sem áður og forðum höfðu litast um lendur, en höfðu gefið vísbendingar um að hafa ekki varanlegan áhuga á landvinningum þar. Leifur heppni og hans menn höfðu lengst kom- ist til Manhattan samkvæmt sumum álitum, en sneru heim eftir það. Oscar Wilde þekkti söguna og sagði Íslendinga hafa fundið Ameríku en hafa haft þroska og vit til að týna henni aftur. En hin ástæðan fyrir öryggistilfinningu manna vestra var sú að hvert og eitt ríki sem gerði slíka árás á Bandaríkin, öflugasta herveldi sem jörðin hefur séð, hlyti að búast við þvílíkri hirtingu að þau sár myndu seint gróa. Stund flýgur hratt og verður saga ’Biden datt ekki við minningarathöfninaí gær og þeir Pence varaforseti, báðirgrímuklæddir, gáfu hvor öðrum olnbogaskotí mannþrönginni samkvæmt nýjum skikk og sið. Reykjavíkurbréf12.09.20 Logn og blíða á Hauganesi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.