Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Blaðsíða 22
Tikka Masala
Fyrir 5-7 manns
1 kg kjúklingalundir
KJÚKLINGAMARÍNERING
½ bolli hrein jógúrt (125 g)
2 msk. sítrónusafi
6 hvítlauksgeirar saxaðir
1 msk. engifer saxaður
2 tsk. salt
2 tsk. malað cumin
2 tsk. garam masala
2 tsk. paprikuduft
SÓSA
3 msk. olía
1 stór laukur, smátt saxaður
2 msk. saxað engifer
8 hvítlauksgeirar saxaðir
2 tsk. malað cumin
2 tsk. malað túrmerik
2 tsk. malað kóríander
1 tsk. chilli-duft
1 tsk. garam masala
50 gr. kasjúhnetumauk
1 msk. tómatpúrra
3 stk. ferskir saxaðir tómatar
1 bolli rjómi (150 ml)
¼ bolli fersk kóríanderlauf (10 gr.), til skreytingar
Maríneraðu kjúklinginn í jógúrt, sítrónu-
safa, hvítlauk, engifer, salti, cumin, garam
masala og paprikudufti og hrærið þar til
það er vel húðað.
Hyljið og kælið í að minnsta kosti eina
klukkustund eða yfir nótt.
Fóðrið háhliða bökunarform eða
steikarbakka með smjörpappír.
Setjið maríneruðu kjúklingabitana á
bambusteina og í bökunarformið og bakið í
um það bil 15 mínútur á 260°C þar til það
er aðeins dökkbrúnt á brúnunum.
Á meðan er gott að búa til sósuna.
Hitið olíuna í stórum potti við meðalhita
og svissið laukinn, engiferið og hvítlaukinn
þar til hann er mjúkur en ekki brúnaður.
Bætið cumin, túrmerik, kóríander, papriku-
dufti, chillidufti og garam masala saman við
og hrærið stöðugt í um það bil 30 sekúndur,
þar til kryddið er ilmandi. Bætið þá tómat-
mauki, tómötum og 1¼ bolla af vatni sam-
an við, látið suðuna koma upp og eldið í um
það bil fimm mínútur. Bætið nú kasjú-
hnetumauki við og hellið rjómanum út í.
Takið kjúklinginn af teinunum og bætið
við sósuna og eldið í 1-2 mínútur í viðbót.
Skreytið með kóríander og berið fram
með hrísgrjónum og nanbrauði.
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2020
LÍFSSTÍLL
Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi,
rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það
ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita.
Blettaþolið SýruþoliðHögg- og
rispuþolið
Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is
HÁTT
HITAÞOL
Fyrir 4
520 gr. lax skorinn í bita
MARÍNERING
1 tsk. sítrónusafi
3 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir
hálfur engiferbiti, gróft saxaður (5 gr.)
1 stór msk. þykk grísk jógúrt
½ tsk. milt chilliduft (mild paprika
væri frábært eða kashmiri chilliduft)
1 tsk. cuminduft
1 msk. kóríanderduft
¼ tsk. grófmalað hvítt piparduft
1 msk. ferskur kóríander, smátt saxaður
1 tsk. túrmerikduft
1 tsk. jurtaolía
salt eftir smekk
Setjið fiskinn í skál ásamt sítrónu-
safa og salti. Blandið vel saman og
setjið til hliðar.
Setjið hvítlauk og engifer í bland-
ara ásamt vatnsskvettu til að gera
þykkt slétt mauk.
Leggið tréspjótin í bleyti í volgu
vatni á meðan þið gerið maríner-
inguna.
Bætið blönduðum hvítlauk og
engifermauki saman við restina af
maríneringarefnunum í sér skál.
Blandið vel saman og setjið fisk-
bitana í maríneringuna. Látið liggja
í 15-20 mínútur.
Hitið grillið í miðlungs hita. Þræð-
ið fiskinn á tréspjótin. Smyrjið auka-
maríneringunni yfir bitana og setjið
undir grillið. Grillið í 10-12 mínútur.
Smyrjið með smjöri þegar hálfeldað.
Berið Tandoori-fiskinn fram
með myntu-chutney eða mango-
chutney.
Tandoori-fiskur
Fyrir 4
500 gr. lambalundir
MARINERING
1 tsk. sítrónusafi
salt
3 hvítlauksgeirar, gróft saxaðir
5 gr. engifer, gróft saxaður
100 ml þykk hrein jógúrt
½ tsk. milt chilliduft
1 tsk. cumin duft
1msk. kóríanderduft
¼ tsk. grófmalað svart piparduft
1 msk. ferskur kóríander, smátt saxaður
1 tsk. túrmerik
1 tsk. jurtaolía
salt eftir smekk
Setjið lambið í skál ásamt sí-
trónusafa og salti. Blandið vel sam-
an og setjið til hliðar.
Bætið hvítlauk og engifer í bland-
ara saman við skvettu af vatni til að
búa til þykkt slétt mauk.
Leggið tréspjótin í bleyti í volgu
vatni meðan þið gerið maríner-
inguna.
Bætið blönduðum hvítlauk og
engifermauki saman við restina af
maríneringarefnunum í sérstakri
skál. Blandið vel saman og setjið
kjötbitana í maríneringuna. Látið
liggja í í 15-20 mínútur.
Hitið grillið í miðlungs hita.
Þræðið lundirnar á tréspjótin.
Smyrjið aukamaríneringunni yfir
bitana og setjið undir grillið. Grillið
í 10-12 mínútur. Smyrjið með
smjöri þegar kjötið er hálfeldað. Ef
þú ert með tandoori-ofn þarf að
grilla lambið á meðalhita í 10 mín-
útur í eða þar til það er meyrt.
Berið tandoori-lambið fram
með raitha eða jógúrt með salti og
pipar.
Tandoori-lamb