Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Blaðsíða 2
Hvaða átak er þetta, breytum leiknum?
Þetta er átak til þess að hvetja stelpur til að æfa handbolta og
halda þeim lengur. Við þurfum að sýna þeim að þær geta átt
mikla framtíð í íþróttum; til þess þurfum við að breyta göml-
um og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar. Þess
má geta að í heiminum eru aðeins 4% íþróttaumfjöllunar um
konur; restin er um karla.
Hvernig var staðan þegar þú varst stelpa?
Ég hafði alltaf mikinn áhuga á íþróttum en mamma mín þurfti
bókstaflega að draga mig á æfingar. Ég hafði engar fyr-
irmyndir, alla vega ekki neinar sem voru sýnilegar. Ég þekkti
enga konu í handbolta og var ekki viss um að ég ætti að verja
tíma í þetta ef það væru engir möguleikar í þessu.
En þú hélst áfram?
Já, ég fékk ekki leyfi til þess að hætta; foreldrarnir leyfðu það ekki. En
svo komst ég að því hvað þetta var ótrúlega skemmtilegt og gefandi
félagslega. Ég gaf þessu séns og er ótrúlega þakklát fyrir það í dag.
Eru ekki fleiri fyrirmyndir úr röðum kvenna í dag?
Jú, við erum klárlega á réttri leið. En það er alltaf þetta ójafnvægi
sem við þurfum að vinna í. Svo þarf að breyta hugarfarinu og fá fras-
ana eins og „að væla eins og stelpa“ eða „að kasta eins og stelpa“ út.
Ég kasta örugglega fastar en flestir strákar; það hlýtur þá að vera
jákvætt að kasta eins og stelpa.
Viltu segja eitthvað að lokun?
Já, ég vil segja að þetta snýst ekki bara um að stelpur fari út í at-
vinnumennsku í íþróttum, heldur meira að þær komi út í lífið
með sterkari sjálfsmynd og að þeim séu allir vegir færir.
Morgunblaðið/Eggert
ARNA SIF PÁLSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Breytum
leiknum!
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2020
Aðalslúðurfréttir vikunnar hafa varla farið fram hjá nokkrum manni; heimsókníslenskra meyja á hótelherbergi enskra landliðsmanna í knattspyrnu, semvoru „nota bene“ í sóttkví. Stúlkurnar voru úthrópaðar og niðurlægðar á net-
inu; kallaðar ýmsum ljótum nöfnum. Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir kom stúlkunum
til varnar í frábærum pistli þar sem hún lýsir sínum eigin bernskubrekum, eða kannski
frekar vitleysisgangi ungrar konu. Þar var ekkert dregið undan en skilaboðin voru þau
að öll gerum við hluti sem við hefðum betur sleppt og sérstaklega á yngri árum.
Ekki er ég jafn hugrökk og Auður að rifja upp prakkarastrik ungdómsára minna
opinberlega. Við sem komin erum af léttasta skeiði fáum að eiga minningar, af mis-
gáfulegum atburðum og gjörðum, út af fyr-
ir okkur því engir voru samfélagsmiðlarnir
á áttunda, níunda og tíunda áratug síðustu
aldar. Sem betur fer.
Annað stórmál vikunnar, sem fór fyrir
brjóstið á mörgum, var teikning af hinum
brjóst(a)góða Jesú Kristi, hlaupandi glað-
ur undir regnboga.
Nokkur hundruð manns sögðu sig úr
Þjóðkirkjunni eftir að teikningin birtist á
vef kirkjunnar. Það er kannski skiljanlegt
að fólk reiddist, hneykslaðist eða varð
hissa. Jú, Jesús var auðvitað til í alvöru;
hann var karlmaður og ekki var hægt að
fara í kynleiðréttingu árið 25 eftir Krist.
Hann getur því ekki verið með brjóst, eða hvað?
Jú, samkvæmt kirkjunni má hann það bara alveg!
Kannski má þá María mey vera með pung, hvað veit ég.
Persónulega myndi ég kjósa að hafa Jesú án brjósta, ef ég mætti velja.
En að því sögðu þá gæti mér ekki verið meira sama um þessa blessuðu teiknuðu
mynd, enda trúlaus með öllu.
Líklega er brillíant að vekja athygli á Jesú með þessu móti. Þetta hefur að
minnsta kosti skapað umræðu í þjóðfélaginu!
Talandi um Jesú og hans boðskap. Hvernig væri að sýna smá umburðarlyndi og
hætta að dæma fólk og úthrópa það á samfélagsmiðlum?
Dómharkan er mikil og fólk er hreinlega tekið af lífi á netinu. Stúlkurnar tvær
sem heimsóttu Bretana eru gott dæmi um það. Og piltarnir ensku líka.
Orð meiða, hvort sem þau eru sögð eða rituð.
Og þótt trúlaus sé, þá man ég þó eftir þessum góðu orðum: Sá yðar sem syndlaus
er kasti fyrsta steininum.
Af syndurum og
brjóstgóðum Jesú
Pistill
Ásdís
Ásgeirsdóttir
asdis@mbl.is
’Jú, Jesús var auðvitaðtil í alvöru; hann varkarlmaður og ekki varhægt að fara í kynleiðrétt-
ingu árið 25 eftir Krist.
Hann getur því ekki verið
með brjóst, eða hvað?
Agnes Sandholt
Tesla. Módel S.
SPURNING
DAGSINS
Hver er
drauma-
bíllinn
þinn?
Jón Friðrik Gunnarsson
Ætli það sé ekki bara Peugeot.
Júlía Guðjónsdóttir
Nýi Volvoinn.
Þorri Arnarsson
Á meðan ég er ekki milljarðamær-
ingur mun ég bara eiga ljóta bíla af
því ég klessi þá alltaf. Þannig að ég
segi bara Toyota Corolla.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Forsíðumyndina tók
Íris Dögg Einarsdóttir
Arna Sif Pálsdóttir er landsliðskona í handbolta og spilar
með Val. Hún vinnur hjá H:N Markaðssamskiptum, sem
unnu herferðina Breytum leiknum fyrir HSÍ.
Árgerð 2014, ekinn 45 Þ.KM, bensín,
sjálfskiptur 7 gírar. Leður, lúga og fl.
Verð 7.990.000. Rnr. 212941
Sértilboðsverð 5.990.000
MERCEDES-BENZ E 400 AMG
Athugið breyttan opnunartíma: Mánudaga-föstudaga kl. 10-17, laugardaga kl. 12-15