Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.09.2020, Blaðsíða 18
Söngkonan Rita Ora er meðal þeirra semtóku þátt í að óska Fendi til hamingjumeð töskuna frægu sem varð tólf ára í vikunni. Taskan hefur notið vinsælda frá því hún kom fyrst fram á sjónarsviðið en þá útskýrði Silvia Venturini Fendi að hugmyndin á bak við töskuna væri að færa nútímakonunni eitthvað einfalt og smart sem gæti gengið við alls konar tækifæri. Tískuhúsið virðist hafa fengið nokkra þekkta einstaklinga til að birta ljósmynd af sér með uppáhalds Peekaboo-töskuna á samfélags- miðlum. 12 ár frá því Peeka- boo-taskan frá Fendi varð til Peekaboo-taskan frá Fendi er án efa ein vinsælasta taska veraldar. Söngkonan Rita Ora birti þessa mynd af sér með hvítu Peekaboo töskuna sína í vikunni. Ég reyni að huga að heilsunni, húðinni oghárinu. Líkamleg og andleg heilsa hafatöluverð áhrif á útlitið svo ég hef heils- una oftast í forgangi. Svo passa ég mig að halda húðinni og hárinu vel nærðu með nóg af raka, á húðina ber ég hreina arganolíu og svo nota ég bara Bruns-hárvörur frá Heiðrúnu á Grænu stofunni í hárið mitt en þær gera kraftaverk,“ segir Una um hvernig hún hugsar um útlitið. Hvernig málar þú þig dags daglega? „Ég byrja á því að bera á mig rakakrem og High spreadability fluid primer. Ég set svo á mig léttan The Ordinary serum-farða og yfir hann hálfgegnsætt Laura Mercier púður. Ég nota mikið Hourglass ambient lighting blush- pallettuna mína til þess að skyggja og setja smá lit í kinnarnar. Ég set svo á mig maskara og ein- hvern hógværan varalit.“ En þegar þú ferð eitthvað spari? „Ég er mjög hrifin af því að eiga fáar en góðar snyrtivörur sem endast lengi. Ef ég er að fara eitthvað spari set ég oftast á mig farða úr sömu línu sem þekur betur og hyljara. Ég nota svo Hourglass-pallettuna en hef skygginguna og highlig- hter örlítið ýktari. Ég á mjög hentugan Eyes to mesmerise-kremaugnskugga frá Charlotte Til- bury sem hentar öllum sparitilefnum og þegar ég er hugrökk reyni ég við augnblýantinn. Þessa dagana nota ég oftast rauðan Benecos- varalit sem ég keypti í flýti kvöldið áður en ég gifti mig.“ Hvað tekur það þig langan tíma að gera þig til? „Ég á eins árs dóttur og við vöknum saman á morgnana. Ég er oftast með annan fótinn inni á baði að gera mig til á milli þess sem ég sinni henni svo það getur tekið allt frá 15 til 30 mín- útur. Ef ég er að fara eitthvað fínt tekur það oft- ast 30 til 40 mínútur, ég reyni að gefa mér að- eins lengri tíma og vanda mig betur við förðunina.“ Una var í níunda bekk þegar hún byrjaði að mála sig. „Ég grátbað mömmu um leyfi, sem ranghvolfdi bara augunum. Ég var nýkomin heim úr ströngum skóla í Bretlandi þar sem förðun, skór með hærri hæla en tveir sentimetr- ar og húðlitaðar sokkabuxur voru á bannlist- anum. Eftir að ég kom heim saknaði ég skóla- búningsins en fagnaði frelsinu til þess að farða mig. Ég keypti mér Maybelline Dream Matte Mousse-dollu, svartan augnablýant og maskara en þessar þrjár vörur voru þær einu í snyrti- töskunni minni þar til ég útskrifaðist úr menntaskóla.“ Hvernig hugsar þú um húðina? „Ég reyni að gera mitt besta. Guðrún vinkona mín er dóttir húðlæknis og hamraði hún það inn í hausinn á mér að nota sólarvörn daglega. Ég keypti mér rakakrem með SPF 30-vörn en þeg- ar það er mikil sól úti ber ég líka sólarvörn dótt- ur minnar á andlitið en hún er mikið sterkari. Ég passa líka að þrífa alltaf af mér farða áður en ég fer að sofa og reyni að halda mig við einfalda en áhrifaríka húðrútínu. Ég nota serum frá The Ordinary sem heitir buffet öll kvöld og morgna en á kvöldin nota ég 0,2% retinolblöndu sem ég skipti stundum út fyrir sýru. Áður en ég fer að sofa ber ég svo á mig hreina arganolíu. Sam- kvæmt mínum heimildum á rútínan að halda húðinni unglegri en ég get ekki staðfest það fyrr en eftir að minnsta kosti 15 ár. Ég nota bara Hyljarinn guðs- gjöf eftir lítinn nætursvefn Una Hildardóttir, upplýsingafulltrúi, forseti Landssambands ungmennafélaga og varaþingmaður Vinstri grænna, hugsar vel um húðina og er hrifin af því að eiga fáar en góðar snyrti- vörur. Auk þess að hugsa um hvernig snyrtivörur fara með húðina hugsar hún um hvernig þær fara með umhverfið. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Una notaði lengi Dream Matte Mousse frá Maybelline. Ljósmynd/Maybelline Una notar serumið The Buffet frá Ther Ordinary kvölds og morgna. Ljósmynd/The Ordin-ary Secret Camouflage- hyljarinn frá Lauru Mercier er í miklu uppáhaldi hjá Unu. Ljósmynd/Laura Mercier Unu dreymir um vara- lit frá Zao. Hægt er að fylla á varalitina. Ljósmynd/Zao Ambient lighting blush palletta frá Hourglass. Ljósmynd/Hourglass 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.9. 2020 LÍFSSTÍLL

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.