Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Side 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Side 2
Nú á að opna Bíó Paradís um helgina, er ekki spenningur? Jú, mjög mikill! Við erum búin að vera í nauðsyn- legum viðhaldsframkvæmdum á meðan var lokað. Við fórum að hamast í þessu í lok júlí og sem betur fer höfum við fengið til okkar her af sjálfboðaliðum sem komu hingað kvöld eftir kvöld og helgi eftir helgi og gáfu sína vinnu. Ótrúlegt hvað margir vildu hjálpa okkur. Hér var mikil framkvæmdagleði. Hefur þú verið með hamarinn á lofti? Já, já, hér hafa allir lagt hönd á plóginn. Hvernig tókst að lokum að bjarga bíóinu? Það þurfti samstillt átak Reykjavíkurborgar, menntamálaráðuneytis og leigusalanna okkar. Við náðum svo saman með lausn sem virkaði fyrir alla. Það vildu allir að bíóið lifði og við erum auðvitað himin- lifandi að það tókst. Það var hræðileg tilhugsun að þessu eina listræna kvikmyndahúsi Íslandssögunnar yrði lokað eftir tíu ára starf. Hér hefur verið unnið svo mikið braut- ryðjandastarf. Þið eruð með heimildamyndahátíðina Skjaldborg um helgina. Hvað tekur við? Við erum með stórkostlega dagskrá í Bíó Paradís á næst- unni, en við frestuðum svo mörgum myndum í vor vegna Co- vid. Svo hafa verið haldnar margar kvikmyndahátíðir í sumar eins og í Cannes og Feneyjum, þó að þær hafi að mestu farið fram á netinu. Svo höfum við fylgst með myndum sem hafa komið út þrátt fyrir Covid og frumsýnum fjórar nýjar myndir um helgina. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon HRÖNN SVEINSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Erum himinlifandi Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2020 Sú var tíðin að það var tíska að binda mönnum helskó. Nú gerir það ekkinokkur maður lengur en í staðinn er komið í tísku að gerast vinurKjalarness. Skyndilega eru allir orðnir vinir okkar, skrýtna fólksins á hjara borgarinnar. Vigdís Hauks, Sigurður Ingi og meira að segja Ásgeir í Seðlabankanum, minn gamli skólabróðir. Ég vissi alltaf að hann myndi gera gagn. Kári er örugglega á þessum vagni líka, þó hann hafi öðrum hnöppum að hneppa akkúrat núna. Og í hverju er þessi vinátta fólgin? Jú, þetta fólk og fleiri til vilja færa okk- ur Sundabrautina. Eftir áratuga japl, jaml og fuður. Mögulega er í leiðinni verið að hugsa um einhverja fleiri, en þó fyrst og fremst Kjalnesinga, svo við komumst heim á kristilegum tíma, án þess að þurfa að hanga úrillir í röð á Vesturlandsveginum. Þegar ég flutti upp á Kjalarnes var fullyrt við mig að Sundabrautin yrði líklega komin innan fimm ára og pottþétt innan sjö. Síðan eru liðin átján ár. Börnin sem fæddust undir þessum loforðum eru orðin lögráða. Í millitíðinni hef ég lært að í efri byggðum gerast góðir hlutir hægt. Tökum grasvöll okkar Kjalnesinga sem dæmi. Hann var lagður upp á nýtt og umtyrfður eitt sumarið. Sumarið eftir kom á hinn bóginn í ljós að nýi völlurinn var ekki bara obbolítið aflíðandi, heldur hallaði ótæpilega, þannig að blessuð börnin áttu á hættu að steypast á höfuðið hlypu þau undan brekkunni. Völlurinn var því endurgerður en þegar hann var loksins tekinn í notkun voru öll börnin í UMFK búin að skrá sig í Aftureldingu. Það tók líka heilt ár að henda upp sparkvelli við Klébergsskóla, sem tekur líklega ekki nema hálfan mánuð í 101. Nóttina eftir að hann var vígður með lúðrablæstri og tónvísum söng fauk hins vegar kaffistofugámur iðn- aðarmannanna (sem er annað vandamál) ofan á völlinn svo stórsá á grind- verkinu. Nokkrar vikur eða mánuði tók að gera við það. Nýjasta dæmið eru framkvæmdir við sundlaugina á Klébergi. Þær hófust snemma árs en af einhverjum undarlegum ástæðum gerðist ekkert meðan laugin var lokuð í vor vegna heimsfaraldursins og enn sér ekki fyrir endann á framkvæmdunum. Laugin er að vísu opin en bakkinn eitt flakandi sár. Eitt- hvað sýnist mér þó Eyjólfur vera að hressast á allra síðustu dögum; þetta gæti þá jafnvel verið klárt 2023. Þannig að Sundabrautin. Já, já, þið hin megið alveg trúa því að hún sé handan við hornið. Við Kjalnesingar vitum betur. Verði brautin lögð eru all- tént í ljósi sögunnar yfirgnæfandi líkur á því að eitthvað fari úrskeiðis og rífa þurfi hana og leggja upp á nýtt. Má ég þá frekar biðja um slitgóða helskó. Vinir Kjalarness Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Mögulega er í leiðinniverið að hugsa umeinhverja fleiri, en þófyrst og fremst Kjalnes- inga, svo við komumst heim á kristilegum tíma. Guðmunda Þórunn Gísladóttir Svona átta til tíu tíma. Ég er alltaf úthvíld. SPURNING DAGSINS Hvað sefur þú mikið á nóttunni? Agnar Sigurðsson Svona sjö, átta tíma, þótt það sé misjafnt. Hanna Khyzhnyak Það er svo misjafnt, en oftast í kringum sjö, átta tíma. Jón Magnússon Það er ekki mikið en fer eftir dögum. Minnst fimm tíma. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Ásdís Ásgeirsdóttir Hrönn Sveinsdóttir er framkvæmdastjóri Bíós Paradísar sem var opnað um helgina eftir hlé. Stútfull dagskrá er fram undan. Upplýsingar má finna á bioparadis.is. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Hreint loft - betri heilsa Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell loft- hreinsitæki eru góð viðmyglu- gróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. Verð kr. 59.100 Verð kr. 37.560 Verð kr. 16.890 Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.