Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Side 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Side 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2020 Spennan jókst í kringum Ice-landair í upphafi vikunnar,þegar leið að hlutafjárútboði félagsins, sem ætlað er að styrkja það í plágunni og gera endurreisn þess mögulega þegar betur stendur á, síldin kemur aftur og svona. Bank- arnir voru jákvæðir í afstöðu sinni og töldu ráðagerðir stjórnenda varfærn- islegar en að félagið kynni að vera í lykilstöðu ef og þegar ferðaþjón- ustan tæki við sér eftir heimsfarald- urinn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði frumvarp um breytingar á hegningarlögum á leiðinni sem ætlað væri að taka á umsáturseinelti. Það geti þá varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Það gerðist í framhaldi frétta af ofbeldi, sem ung kona hefði ítrekað sætt af hálfu fyrrverandi unnusta síns. Íslensk fyrirtæki í kvikmynda- framleiðslu ýta nú mjög á auknar endurgreiðslur vegna erlendrar kvikmyndagerðar hér á landi. Nokk- uð hefur dregið úr þeim umsvifum síðustu ár, að sögn vegna þess að betri kjör bjóðist annars staðar. Endurgreiðsla ríkisins nemur nú fjórðungi framleiðslukostnaðar. Varað var við því að á næstu vikum gæti mistur borist til landsins frá þeim gríðarlegu gróðureldum, sem nú loga víðs vegar við vesturströnd Bandaríkjanna. Ekki varð þó af því í þessari viku, hér komst ekkert að nema alíslenskt rok og rigning. Orkuskipti í samgöngum eru kom- in á fulla ferð fyrir tilstuðlan almenn- ings, sem kaupir nýorkubíla í síaukn- um mæli. Ekki mun þó brýn þörf á því að virkja meiri orku til þess að svala þeirri eftirspurn. Orkunotkun stóriðju hefur minnkað með lokun tveggja kísilvera og minni fram- leiðslu álversins í Straumsvík og næg umframgeta til þess að knýja um tvö- faldan bílaflota landsmanna.    Af bílaflotanum var það annars að frétta að bílaleigur landsins hafa tek- ið um 4.500 bíla úr umferð og selt annað eins. Einhverju meira af bíla- leigubílum verður sjálfsagt mjatlað á markaðinn á næstunni, sem kann að endurspeglast í lægra verði, en eins hafa vextir á bílalánum lækkað veru- lega líkt og aðrir vextir í landinu. Umræða um málefni egypskrar fjölskyldu, sem vísa átti úr landi á miðvikudag, náði hámarki í vikunni, sem endurspeglaðist bæði í þjóð- málaumræðu og mótmælum. Margt virtist þó á huldu um tildrög málsins, m.a. hvers vegna svo mikill dráttur hefði orðið á að fjölskyldan yfirgæfi landið, en úrskurður þar að lútandi féll upphaflega fyrir ári. Að því er virðist hirti fjölskyldan ekki um að afla sér ferðaskilríkja að heiman. Þegar til átti að taka varð þó ekki af för hennar úr landi, þar sem fjöl- skyldan fór í felur og jafnvel lögmað- ur hennar sagðist ekkert vita. Í þessu samhengi kom fram að 80 manns, sem synjað hefði verið um hæli, biðu brottvísunar af landinu. Dæmi eru um að fólk hafi beðið brottvísunar árum saman, en algeng- asta ástæðan fyrir slíkum drætti er að ekki hafi tekist að afla fólkinu ferðaskilríkja frá heimalandinu. Nýjar sóttvarnareglur tóku gildi í vikunni og sóttkví stytt úr 14 dögum í sjö, enda færu menn í sýnatöku að henni liðinni. Reynist menn ekki hafa smit halda þeir aftur út í lífið, en smitaðir þurfa að fara í einangrun sem áður. Kórónuveiran var þó í nokkrum vexti í vikunni, sem meðal annars kom fram í því að Jón Atli Benedikts- son háskólarektor og tveir starfs- menn hans þurftu að fara í sóttkví. Það syrti þó heldur betur í álinn er á leið vikuna, en þá komu fram æ fleiri smit dag eftir dag, þannig að samkvæmt tölum á föstudag höfðu alls verið greind 78 ný smit í vikunni. Af því tilefni var gripið til hertra sóttvarnaráðstafana fyrir helgina. Minjastofnun sendi frá sér yfirlýs- ingu um að áform um friðlýsingu Álfsness, Þerneyjar og Þerneyjar- sunds hindruðu ekki lagningu Sundabrautar og því hefði verið óþarfi að blanda Vegagerðinni í mál- ið. Sundabraut hefði enda verið í aðalskipulagi Reykjavíkur síðan 1985 og á vegaskrá sem fyrirhugaður þjóðvegur síðan 1995. Kannski það láti einhver borgarstjóra vita af því? Bolli Kristinsson kaupmaður tók það óbeint að sér með birtingu opnu- auglýsinga í blöðunum undir fyrir- sögninni „Borgarstjórann burt!“ Aðrar hraðbrautir ganga betur fyrir sig, en Farice hefur hafið undir- búning á lagningu nýs sæstrengs milli Íslands og Írlands. Á hálendinu er Míla svo að leggja ljósleiðara 84 km leið yfir Kjöl, en ljúka á tengingu milli Hveravalla og Skagafjarðar á árinu. Þá verður lokið ljósleiðara- tengingu Suðurlands og Norður- lands. Við athugun á ferilskrám fyrri dómforseta Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) kom í ljós að einungis einn foveri Róberts Spanós hefur áð- ur þegið heiðursdoktorsnafnbót með- an hann var í embætti. Látið hafði verið í veðri vaka að slíkt væri hefðin þegar opinber heimsókn Róberts til Tyrklands sætti mikilli gagnrýni og honum bárust áskoranir um afsögn.    Þrátt fyrir sárar umkvartanir ferðaþjónustunnar undan sótt- varnaaðgerðum var á það bent í samantekt starfshóps fjármála- ráðherra um efnahagsleg áhrif sótt- varna, að Ísland hefði ekki skorið sig úr hvað varðar samdrátt í komu ferðamanna í sumar. Rök voru færð fyrir því að aðgerðirnar hefðu að mestu verið mildar og árangursríkar. Lögregla og héraðssaksóknari voru ekki alveg jafnmildileg þegar kom að rannsóknarúrræðum. Í fyrra var 388 símhlerunum eða skyldum aðgerðum beitt í baráttu við bófa og ræningja, langoftast í fíkniefna- málum en einnig talsvert í auðg- unarmálum. Peningamagn í umferð jókst um 227 milljarða króna frá lokum janúar og fram í lok júlí. Þar að baki búa einkum aukin innlán heimila og fjár- málageira, sem að einhverju leyti má rekja til launahækkana, minni neyslu þegar sóttvarnir voru mestar, út- greiðslu séreignasparnaðar og að- gerða ríkisstjórnarinnar til þess að mýkja efnahagsáhrif kórónuveir- unnar. Helga Vala Helgadóttir, þingmað- ur Samfylkingarinnar, tilkynnti að hún hygðist gefa kost á sér til emb- ættis varaformanns sama flokks, sem vakti nokkra undrun áhugafólks um stjórnmál í ljósi þess að hún er ekki metnaðarlaus kona. Meðal al- mennings vakti framboðið þó aðal- lega spurninguna hvort Samfylk- ingin væri yfirhöfuð með varaformann. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, lét í ljós megna óánægju með að meirihlutinn í borgarstjórn Reykja- víkur hefði fellt tillögu um uppbygg- ingu Keldnalandsins og taldi það dæmigert um óreiðuna í skipulags- málum borgarinnar. Meirihlutinn miðar ekki að uppbyggingu þar fyrr en eftir áratug, sem Ragnari þykir frekar seint og lélegt í ljósi þess að hún var meðal samningsatriða í lífs- kjarasamningunum, sem renna út 2022. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri skipaði nýja siðanefnd Ríkisútvarps- ins eftir að það kom óvænt í ljós að engin slík var í fórum stofnunarinnar þótt siðareglur kvæðu á um það. Nýja nefndin mun fjalla um fram- komnar kærur Samherja um ætluð brot ellefu starfsmanna Rúv. Út- varpsstjóri gætti þess að skipa utanaðkomandi formann, en bæði starfsmannafélagið og siðfræði- stofnun skipuðu gamla fréttamenn af Rúv. í nefndina, svo væntanlega er meirihlutinn tryggur.    Íslenska kvennalandsliðið vann yfirburðasigur á liði Letta í undan- keppni Evrópumótsins á fimmtudag, 9:0. Rósa Björk Brynjólfsdóttir gekk úr þingflokki vinstrigrænna á fimmtudag og sagði sig úr flokknum í leiðinni. Fáir voru hissa, nema kannski þeir sem héldu að hún væri fyrir langalöngu farin í Samfylk- inguna. Aukinnar bjartsýni gætti á hluta- fjárútboð Icelandair eftir að það hófst þótt lífeyrissjóðirnir væru þöglir sem gröfin. Þegar fresturinn rann út kom í ljós að það hafði heppnast afar vel, en umframeft- irspurn eftir hlutum nam um 85%, bæði frá fagfjárfestum og almenn- um fjárfestum. Boðnir voru út 20 milljarðar nýrra hluta á krónu hver, en alls bárust yfir níu þúsund áskriftir, samtals að fjárhæð 37,3 milljarðar króna. Áskriftir fyrir 30,3 milljarða voru samþykktar og ákveðið að nýta heimild til stækk- unar útboðsins. Fjöldi seldra hluta verður því 23 milljarðar, en nýjum hlutum fylgja 25% áskriftarréttindi, eða sem nemur 5,75 milljörðum hluta. Hinar drekkandi stéttir ráku upp ramakvein þegar tilkynnt var að skemmtistöðum yrði lokað yfir helgina í sóttvarnaskyni, en ljóst þykir að margir hafi af einhverjum ástæðum slakað á árvekni sinni í knæpum landsins. Matsölustaðir mega þó áfram hafa opið, svo gald- urinn er sá að fara á barinn og panta harðsoðið egg, skot af Jäger og einn ískaldan. Birtir til hjá Icelandair Undir lok vikunnar birti loksins til yfir Icelandair, þegar í ljós kom að hlutafjárútboðið hefði lukkast og vel það. Svo er að sjá hvernig úr spilast, því heimsfaraldurinn stendur enn og alls óvíst hvenær ferðaþjónusta í heiminum réttir úr kútnum. Morgunblaðið/Árni Sæberg 13.9.-18.9. Andrés Magnússon andres@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.