Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Blaðsíða 10
FRÉTTAMYNDIR 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2020 Gjörónýtur bíll stendur á götuhorni í bænum Conjola Park í Ástralíu og bráðið ál lekur frá honum í taumum. Hitinn vegna gróðureldanna var slíkur að álið í fjölda bíla bráðnaði. Hreint ál bráðnar við 660,3°C. Tveir menn létu lífið og að minnsta kosti 70 hús brunnu til kaldra kola í Conjola Park í Nýju-Suður-Wales. Myndin var tekin á gamlársdag 2019. Matthew Abbott/The New York Times Mótmælendur kyrja slagorð á meðan ungur maður fer með ljóð um byltingu upplýstur af snjallsímum í Khartoum í Súdan 19. júní 2019. Mótmæli hófust í desember 2018, breiddust hratt út og urðu til þess að Omar al-Bashir hrökklaðist frá 11. apríl eftir 30 ár við völd. 3. júní skaut herinn á mótmælendur. Í ágúst samdi mótmælahreyfingin við herinn um að deila völdum. Myndin var valin mynd ársins. Yasuoshi Chiba/AFP Esther Horvath/The New York Times Heimurinn í myndum Ljósmyndasýningin World Press Photo stendur nú yfir í Kringlunni. Á sýningunni eru frétta- ljósmyndir frá 2019 sem unnu til verðlauna sam- tkanna. Alls tóku 4.282 atvinnuljósmyndarar frá 125 löndum þátt í seamkeppni World Press Photo í ár og sendur þeir inn 73.996 ljósmyndir. Sýn- ingin er haldin í samstarfi við Morgunblaðið. Kawhi Leonard, liðsmaður Toronto Raptors (fyrir miðju), horfir á eftir boltanum fara í körfuna eftir að hafa dansað á hringnum eftir að leikklukkan rann út í sjöunda leik í leik við Philadephia 76ers 12. maí 2019 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Þetta reyndist sigurkarfan í leiknum. Toronto fór áfram í úrslit og sigraði þar Golden State Warriors. Myndin fékk fyrstu verðlaun í flokki íþróttamynda. Mark Blinch/NBAE/Getty Images Bjarnynja ásamt húna sínum á ísjaka þar sem búnaði skipsins Polarstern hefur verið komið fyrir á Norðurskautinu. Áhöfn skipsins er að rannsaka áhrif loftslagsbreytinga á íshelluna á Norðurpólnum. Þar hörfar ísinn hratt og lofts- lagið hlýnar tvöfalt hraðar en annars staðar á jörðinni. Myndin var tekin 10. október 2019 og hlaut fyrstu verðlaun í flokki umhverfismynda.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.