Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Side 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Side 11
20.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Batagaika-gígurinn í bænum Batagay í Síberíu myndaðist við þiðnun sífrerans. Gígurinn birtist fyrst á sjöunda áratug liðinnar aldar og er nú orðinn nærri kílómeter á lengd og 86 metrar á dýpt. Hann stækkar um 10 til 30 metra á ári. Heimamenn kalla hann Vítisgíginn. Sífrerinn nær til 24% lands á norðurhvelinu. Hann er á hröðu undanhaldi. Við það losna kolefni út í andrúmsloftið, undirstaða húsa fer á skrið og erfitt verður að komast leiðar sinnar. Myndin hlaut þriðjuverðlaun í flokknum umhverfismál - sögur. Katie Orlinsky/National Geographic Tomek Kaczor/Duzy Format, Gazeta Wyborcza Andvana órangútani liggur á grænu klæði skammt frá bænum Subulussalam á eynni Súmötru í Indónesíu. Apinn var mánaðargamall og var myndin tekin hálftíma eftir dauða hans. Hann fannst ásamt móður sinni á pálmaolíuekru. Órangútanar hrekjast brott frá nátt- úrulegum heimkynnum sínum vegna plantekra, skóg- arhöggs og námavinnslu og teljast í bráðri hættu. Að- eins 14.000 eru eftir á Súmötru. Myndin hlaut fyrstu verðlaun í flokki náttúrumynda. Alain Schroeder Íþróttir eru vinsælar meðal aldraðra í Japan. Ryuichi Nagayama (fyrir miðju) er 86 ára og elsti virki leikmaður Fuwaku Rugby Club. Myndin var tekin 3. maí í fyrra á æfingu fyrir leik í Kumagaya í héraðinu Saitama. „Við tæklum hvern annan og berjumst, en samkoman eftir leikinn er svo frábær og skemmtileg,“ sagði Nagayama. „Við tölum um hvernig hver og einn spilar og enginn veruðr reiður út af því hvernig við spil- uðum.“ Myndin fékk þriðju verðlaun í flokknum íþróttir - sögur. Kim Kyung-Hoon/Reuters Kona heldur á regnhlíf og bílnúmeri í mótmælum þar sem sló í brýnu milli óeirðalögreglu og mótmælenda í Causeway Bay hverfinu í Hong Kong á þjóðhátíðardeginum1. október 2019, sem markaði 70 ára afmæli kínverska kommúnistaflokksins. Mótmælendur fóru um götur víða í Hong Kong þrátt fyrir bann yfirvalda við aðgerðum undir yfirskriftinni „Dagur sorgar“. Nicholas Asfouri/AFP Rússnesk kona heldur á barni sínu í biðröð við sjúkraskýli í Al- Hol-flóttamannabúðunum í Sýrlandi. Í búðunum voru tugþús- undir flóttamanna, margir þeirra konur og börn grunaðra liðs- manna Ríkis íslams, sem þangað komu þegar það hrökklaðist frá yfirráðasvæði sínu. Myndin var tekin 14. nóvember í fyrra. Hún hlaut 2. verðlaun í flokknum almennar fréttir. Alessio Mamo/L’Espresso Nikita Teryoshin Kaupsýslumaður lokar sprengjuvörpur til að granda skriðdrekum inni í lok dags á vopnasölusýningunni IDEX í Abu Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í febrúar 2019. Sýningin er sú stærsta í Mið-Austurlöndum og ein sú helsta í heiminum. Gestir eru rúm- lega hundrað þúsund, þar a meðal varnarmálaráðherrar og yfir- menn herja. Myndin fékk fyrstu verðlaun í flokknum samtímamál. Ewa situr í hjólastól með foreldra sína sér við hlið í móttöku- miðstöð fyrir flóttamenn í Podkowa Lesna í Póllandi. Ewa er 15 ára Armeni. Hún var nývöknuð eftir stjarfaklofa þegar myndin var tekin 1. júní 2019 og þjáist af uppgjafarheilkenni, sem leggst á börn, sem hafa orðið fyrir losti. Myndin fékk fyrstu veðrlaun í flokki portrettmynda.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.