Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Page 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Page 13
20.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 „Ég er ekki búinn að sjá þáttinn og veit ekki hvað ég má segja mikið,“ segir hann sposkur. „Karakterinn minn heitir Grímur og er hann varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er klókur, vel klæddur og öruggur með sig á yfir- borðinu. Hann er líka mjög kappsamur. Þegar ég hef sagt fólki frá því hvað Grímur gerir og í hvaða flokki hann er þá eru fyrstu viðbrögð margra að dæma hann. Í hugum margra er bara ein ákveðin staðalímynd af ungum sjálf- stæðismanni, einstaklingshyggju-pabbastrák- ur úr Garðabænum sem skilur ekki hugtakið fátækt. Þannig að persónulega fannst mér áhugavert að spyrja; „hver er maðurinn? Hver er þessi, Grímur?“ Ég vildi skilja Grím og komast framhjá þessari staðalímynd, reyna að skilja ástæðuna fyrir þeim ákvörðunum sem hann tekur í lífinu og af hverju hann er með gat í hjartanu líkt og við öll.“ Þorvaldi fannst skemmtilegt að kafa ofan í þennan heim og segir hann handritið gott. „Þau skrifa þetta þrjú; Birkir Blær Ingólfs- son, Jónas Margeir Ingólfsson og Björg Magnúsdóttir. Þeir eru með bakgrunn í lög- fræði en hún í fjölmiðlum. Það er svo gaman að sjá nýtt fólk vera að skrifa. Þetta er pólitískur þriller sem snertir marga fleti og þau gera þetta mjög vel,“ segir Þorvaldur. „Þau voru líka svo opin fyrir því ef maður kom með tillögur fyrir sinn karakter. Svo var gaman að vinna með leikstjórunum, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Arnóri Pálma Arn- arssyni,“ segir hann. „Það er margt krassandi sem gerist í þátt- unum og það er bæði drama og spenna.“ Verður framhald? „Það hefur að minnsta kosti gengið vel að selja þetta. Þættirnir voru nýlega tilnefndir til evrópsku ljósvakaverðlaunanna PRIX Europa sem besta leikna sjónvarpsefnið. Þetta býður upp á framhald,“ segir Þorvaldur og segist spenntur að sjá alla seríuna. Rannsóknarvinnan heillar Hver eru eftirminnilegustu hlutverk sem þú hefur leikið? „Ætli þau séu ekki þrjú. Eitt var þegar ég lék hlutverk Jóns vinnumanns í kvikmyndinni Svaninum, sem var mjög áhugavert ferðalag fyrir mig persónulega. Við tókum upp í Svarf- aðardal, en myndin er byggð á samnefndri bók Guðbergs Bergssonar. Þetta er þroskasaga níu ára stúlku sem fer í sveit, og hittir hún meðal annars Jón vinnumann. Nú er ég ein- mitt að vinna með sama leikstjóra, sem er virkilega gaman,“ segir hann. „Annað var þegar ég lék í skólasýningu hlutverk Trígorins, karakters í Mávinum eftir Tsjekov. Það var í Juilliard. Þriðja eftirminnilega hlutverkið var þegar ég lék Kristófer Boone í Furðulegu háttalagi hunds um nótt. Þar lék ég strák á einhverfurófinu. Mér finnst alltaf svo gott að finna einhverja samfélagslega tengingu í gegnum störf mín. Ég kynnti mér vel hvernig það er að vera á rófinu og setti mig í samband við samfélag einhverfra. Ég kynntist bæði fólkinu sjálfu og eins aðstandendum þess. Það ferðalag var svo áhugavert og gefandi; öll rannsókn- arvinnan. Mér finnst svo gaman að skoða heim persónunnar og oft er sú vinna skemmtilegri en að standa á sviði,“ segir hann og nefnir að sú vinna hjálpi sér að kafa dýpra og forðast klisjur. „Hver og einn hefur sína liti. Það er bara þannig. Alveg eins og kennslustjórinn í leik- listardeildinni úti sagði við okkur nemendur fyrsta daginn: „Hvert og eitt einasta ykkar hefur sína ólíku fimm Crayola-liti. Við ætlum að hjálpa ykkur að nota þá og svo ætlum við að bæta við fleirum. Sama á við um lífið; við erum öll með okkar einstöku liti. Í leiklistinni þarf maður að finna liti karaktersins, svo maður sýni ekki aðeins eina hlið,“ segir hann. „Fólk er líka fljótt að setja aðra í box og dæma þá eftir til dæmis vinnu eða hvar þeir eru í pólitík. Maður gerir þetta stundum sjálf- ur. En allir eru sérstakir og einstakir,“ segir hann. „Það er kannski það sem maður lærir í gegnum leiklistina. Um leið og maður fer að hlusta og kafa dýpra þá skilur maður þetta að- eins betur og getur sett sig betur í spor ann- arra. Um það snýst í raun leiklist í sinni hrein- ustu mynd, að setja sig í spor annarra. Þess vegna er leiklistin samfélagslega mikilvæg því hún á að hjálpa okkur við að verða betri mann- eskjur.“ Lífið er eins og maraþon Hallgrímskirkjuklukkur slá tólf og það fer að koma tími til að kveðja. Þorvaldur Davíð þarf að nýta frídaginn í að njóta með fjölskyldunni áður en við taka margir tólf tíma vinnudagar. Blaðamaður spyr einnar spurningar að lokum: Hvað er á döfinni? „Það er að klára þessa bíómynd og svo þarf ég að skila verkefni í skólanum í nóvember. Svo eftir áramót er ég að fara að leika hjá Baldvini Z og þeim í Glassriver, í nýrri glæpa- seríu. Þetta er spennandi hlutverk og við Baddi leikstjóri erum þegar byrjaðir að kasta boltanum á milli varðandi karkaterinn. Ég er líka að lesa inn á hljóðbækur og skrifa stutta handbók um leiktækni, sem ég þarf að skila af mér fljótlega en ég fékk styrk frá Rannís fyrir það verkefni og er þetta búið að vera löng og lærdómsrík fæðing. Bókin snýst um að virkja ímyndunaraflið í leiklist og annarri sköpun en að mínu mati er ímyndunaraflið hreyfiafl sköp- unarferlisins og án þess væri mannkynið fá- tækt,“ segir hann. Þrátt fyrir annríki segist Þorvaldur vera að reyna að einfalda líf sitt. „Lífið er frekar eins og marþon heldur en spretthlaup. Það er eins og kaflar í bók og til að ná sem mestu út úr bókinni sjálfri þá þarf maður að staldra við og taka inn hvert orð og hverja setningu. Stundum skilur maður ekki allt og þá þarf maður líka bara að leyfa sér að anda með og flæða áfram í gegnum blaðsíð- urnar og gera sitt besta. Ég tel mig vera að átta mig betur og betur á því hvað lífið snýst raunverulega um, að mikilvægast sé að eyða tíma með fólkinu sem manni þykir vænt um, hafa gaman og njóta þessa kraftaverks sem líf- ið er. Það snýst allt um það þegar allt kemur til alls; að verja tíma með fólkinu sem maður elskar.“ Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari vill ekki hafa öll eggin í sömu körfu og leggur því stund á meistarnám í Oxford. Morgunblaðið/Ásdís Þorvaldur leikur stórt hlutverk í Ráðherranum. Hér má sjá hann í senu með Unni Ösp Stefáns- dóttur og Ólafi Darra Ólafssyni, sem leikur forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Ljósmynd/Lilja Jóns

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.