Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Síða 15
ur mínar sendu mig á stefnumótið og sögðu að ég þyrfti svo aldrei að sjá hann aftur; ekki nóg með að hann væri leiðinlegur, heldur byggi hann líka úti í Hong Kong,“ segir hún og skelli- hlær. „Hann mætti í nýjustu tísku, hár og myndar- legur. Við fórum í ísbíltúr sem endaði klukkan þrjú um nóttina. Og þar með var það komið,“ segir hún sposk, en þess má geta að maður hennar er Bjarki Viðar Garðarson athafnamað- ur. „Bjarki vann á þeim tíma hjá Prómens í Hong Kong og til að gera langa sögu stutta enda ég þar ári seinna. Ég ákvað að stökkva.“ Aldrei staldrað lengi við „Ég fór að vinna fyrir Landsbankann árið 2007, en þá var verið að setja upp útibú í Hong Kong og Singapúr. Ég var skrifstofustjóri sem var mjög skemmtilegt. Það var allt á fullu. Svo hrynur allt en þetta var gott eitt og hálft ár. Þá voru um 35 starfsmenn í Hong Kong og um tuttugu í Singapúr. Eins og við þekkjum var skellt í lás yfir nótt,“ segir hún. „Það var gaman að kynnast þessum borgum og dýrðlegt að búa í Hong Kong, en ég bjó þar í ellefu ár. Hong Kong er New York austursins. Börnin mín fæddust þarna 2009 og 2011 og hafði ég því nóg að gera að sinna börnum. Ég hef aldrei staldrað lengi við á neinum stað, þannig að það var ekkert stórmál þótt starfið hjá bankanum hyrfi, þótt auðvitað hafi þetta verið leiðinlegt,“ segir Kristrún. „Við höfðum allt aðra sýn á hrunið, búandi er- lendis, og Bjarki var á kafi í vinnu. Ég fór svo að vinna á foreldrareknum leikskóla sem ég tók svo við og er reyndar ennþá skólastjóri þar í dag,“ segir hún. „Þar voru næg verkefni; það átti eftir að fá leyfi og búa til námskrá, allt sem ég kunni vel. Þetta tók sjö ár en það hafðist á endanum.“ Mágkona Kristrúnar, Hulda Þórey Garðars- dóttir, rak á þessum tíma fæðingarstofu í Hong Kong og kom Kristrún inn í þann rekstur. „Við sinntum fræðslu, heimaþjónustu, mæðraeftirliti og stuðningi í fæðingu. Við end- uðum á að selja þetta inn í stóra læknaþjónustu. Þetta var svakaleg vinna, en vinnudagurinn í Hong Kong er tíu, tólf tímar.“ Potast í skólamálum Ævintýrið í Hong Kong tók enda og fjölskyldan flutti heim. Bjarki var þá hættur hjá Prómens og var kominn í rekstur með vini sínum með fyrirtækið ONANOFF sem framleiðir heyrnar- tól fyrir börn. „Á þessum tíma er ég farin að vinna með vin- konu minni, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, við skólaráðgjöf. Ég hafði byrjað á því í meistara- náminu að hjálpa sveitarfélögum að reka skóla. Þannig að heilu ári áður en við seljum fæðingar- stofuna er ég byrjuð að fljúga til Íslands til að sinna því,“ segir hún og segist hafa viljað fara heim til að „potast í skólamálum“, eins og hún orðar það. „Mig langaði að taka þátt í kerfisbreytingu því ég var búin að sjá hvernig það gæti átt sér stað. Í Hong Kong eru alveg rosalega hæfir kennarar og skólarnir flottir. En málið er að ís- lenska skólakerfið er svo frábært að því leyti að við eigum svo frábært húsnæði, vel menntaða kennara og fólk sem er í samanburði við heim- inn moldríkt. Við þurfum rétt að spýta í lófana til þess að skólakerfið hér geti skarað fram úr. Ég byrjaði að sjá fyrir mér hvernig væri hægt að koma af stað þessari breytingu og á þeim grunni kom ég heim og stofnaði þetta fyrirtæki, Trappa ráðgjöf,“ segir hún og útskýrir að ráð- gjöfin styðji sveitarfélög, fræðslunefndir, skóla- stjórnendur og kennara til að innleiða mennta- stefnu ríkisins eins og hún birtist í lögum og aðalnámskrá. „Mörg sveitarfélaganna eru svo lítil að þau ráða ekki við að vera með sínar eigin skólaskrif- stofur, þannig að við sinnum þeim. Þetta er lög- bundin sérfræðiþjónusta um innleiðingu menntastefnunnar. Við viljum vinna með skól- um og sveitarfélögum til lengri tíma; í þrjú ár að minnsta kosti.“ Börn þurfa að bera ábyrgð Nú ertu komin með góða yfirsýn yfir mennta- kerfi Íslands. Hvað finnst þér gott og hvað mætti bæta? „Umgjörðin er frábær og það er í raun margt gott í gangi. Verkefnið er að ræða starfshætti. Hvaða vinna fer fram með nemendum? Það er mikið rætt um læsi og að börn kunni ekki að lesa. Ég held að lesturinn sé í raun ekki vanda- málið, heldur hvernig við látum börn vinna með tungumálið. Eru börnin að tala í skólanum eða erum við stöðugt að sussa á þau. Eru þau látin bera ábyrgð á sínu námi og fá þau að bera hug- myndir sínar á borð eða erum við að bíða eftir að þau fylli í einhverjar eyður? Það hefur verið farið í kringum þessa hluti á Íslandi. Ég hugsa að mjög fáir kennarar á Íslandi geti vottað það að einhver hafi komið og metið hjá þeim kennsl- una, og hvað megi betur fara. Það hlýtur að vera erfitt að fá ekki stuðning við það hvað séu fyrir- myndarstarfshættir í kennslustofu,“ segir hún og segir vera til nægar rannsóknir og gögn sem hægt sé að nota til þess að bæta starfshætti. „Börn þurfa að læra að bera raunverulega ábyrgð á sínu námi. Þau þurfa að fá að fara út um borg og bý með sitt nám. Að fá að leysa verkefni sem við vitum að þau geti ekki leyst, því það er nám sem felst í því. Að þau geri til- raunir sem misheppnast,“ segir Kristrún og hún segir að slíkt efli unga fólkið. „Til þess að þau hrynji ekki þegar þau eru 25 ára. Það er ekkert eðlilegt að hópur ungs fólks fari í Virk eftir fyrstu tvö, þrjú ár í starfi. Við þurfum að byggja upp þrautseigju í gegnum námið og að námið sé ekki bara að standast ein- hver próf, heldur að halda tónleika, gera upp bíl. Við sjáum hvernig námið getur birst á þann hátt. Tökum dæmi af nemanda sem fær að gera upp traktor af því að hann hefur óbilandi áhuga á því. Hann gerir fjárhagsáætlun; hann safnar peningum, hann gerir upp traktorinn og skrifar handbók um það. Þarna er hægt að sameina öll markmið grunnskólans og framhaldsskólans í persónumiðuðu námi. Þessa leið getum við farið og ef það tekst erum við komin með besta skóla- kerfi í heimi.“ Það er hægt að laga kerfið Kristrún segir alla skóla vera að vinna á ein- hvern hátt að því að laga sig að þessari stefnu. „Á mörgum stöðum eru hlutirnir í góðum málum en ég get ekki bent á einn skóla þar sem allt er í lagi,“ segir hún. „Það kemur okkur við, skólastjórnendum, for- eldrum og nemendum, hvað er gert. Þetta snýst um það. Á Akureyri er búið að smíða gæðakerfi um skólana og eru skólarnir að meta sig sjálfir stöðugt út frá kerfinu. Ekki bara með því að setja puttann upp í loftið. Þetta er vannýtt leið, að vinna með þetta innra mat, en nokkuð sem allir skólar ættu að vera að gera, samkvæmt reglugerð um skólastarf,“ segir Kristrún og líkir þessu við að stíga á vigt reglulega til að passa þyngdina. Stinga ekki höfðinu í sandinn. „Þarna er verið að setja vigt í starfið,“ segir Kristrún og segir fyrirmyndina um gott skóla- starf koma frá menntastefnu Reykjavíkur- borgar og þau gæðaviðmið sem þar eru. „Ég veit bara að ef allir væru að vinna með þetta eins og ætlast væri til, þá þætti fleiri börn- um skemmtilegt í skóla. Þá værum við að koma betur út úr læsismælingum og Pisa, vegna þess að börnin okkar myndu hafa betra vald á tungu- málinu og hafa betri orðaforða vegna þess að þau fá að vinna á þennan hátt. Þetta sýna menntarannsóknir okkur út um allan heim og eru engin ný vísindi en kannski þarf að benda á að við þurfum að einblína á þetta,“ segir hún. „Það er hægt að laga þetta kerfi og gera það geggjað.“ Ertu hlynnt eða á móti einkunnum? „Ég vil ekki endilega sjá mikið af einkunnum. Ég vil sjá framfarir og ég vil sjá að kennarinn átti sig á því í hverju þær felast, þó að hann geti haft einkunnir til þess að kortleggja að grunn- færnin sé í lagi,“ segir Kristrún sem vill að fög hafi tilgang og tengingu við daglegt líf og áhugamál. Draumaskólinn á netinu Fleira tengt menntamálum er Kristrún með í bígerð. Ásgarður er hugmyndasmíð hennar að unglingstigsskóla sem er alfarið á netinu. „Við höfum ekki hingað til fengið starfsleyfi því við getum ekki sýnt fram á úttekt á skólalóð og skólahúsnæði.“ Átti þetta ekki vera á netinu? „Jú, akkúrat,“ segir hún og brosir. „Kerfin okkar eru ekki tilbúin. Við viljum breyta stöðu barna til náms og höfum verið að fara um minnstu sveitarfélög landsins. Það er auðvitað ekki jöfn staða barna til náms þegar þú ert með þrjú börn í hreppnum; þau sitja ekki við sama borð og önnur börn. Ég er búin að teikna upp skóla sem er persónumiðaður að öllu leyti og uppfyllir allar kröfur þannig að barnið gæti stundað námið hvar sem er. Ég er að skoða hvernig nám getur verið óháð staðsetningu og langaði að bjóða upp á svona nám. Ég var farin að skipuleggja þetta löngu áður en Covid kom til sögunnar. Við erum núna tilbúin með skólann og bíðum bara eftir starfsleyfinu. Þetta er draumaskólinn minn.“ Kristrún segir Íslendinga hafa allt sem þarf til að vera með bestu skóla heims; aðeins vanti herslumuninn. „Ég vil geta litið til baka og horft yfir landið og sagt: „Við stuðluðum að þessum breyting- um.“ Mér líður eins og ég sé að pota í einmana risa, sem er samt vel í holdum og hefur allt til alls, en það þarf samt aðeins að pota í hann svo hann standi upp og hristi af sér slenið. Við erum í smá togstreitu; skólarnir og við hin, og það er smá tabú í kringum þetta. Við þurfum bara að vinna öll saman til að gera þetta ótrúlega vel. Og notum rannsóknir sem búið er að vinna í öll þessi ár. Þá verður allt farsælt.“ Morgunblaðið/Ásdís Kristrún Lind Birgisdóttir og hundurinn Bósi. ’Mér líður eins og ég sé aðpota í einmana risa, sem ersamt vel í holdum og hefur allttil alls, en það þarf samt aðeins að pota í hann svo hann standi upp og hristi af sér slenið. 20.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.