Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Qupperneq 17

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Qupperneq 17
vera klókt, að víkja sér undan erfiðum ákvörðunum og fela sig á bak við aðra með vísun til fagmennsku þeirra, þegar svo illa árar. En það gengur ekki til lengdar. Góðkynja samdráttur Í vikunni fækkaði um enn einn í flokki Vinstri- grænna. Þá var fækkunin í þingflokknum orðin tæp 20%. Á það hefur verið bent að þessi fækkun í þing- flokki Vinstri-grænna myndi ekki hafa nein áhrif á stuðning ríkisstjórnarinnar á þingi, því að vitað var að tveir þingmenn af 11 styddu ekki ríkisstjórnina. En þeir sátu þó áfram í þingflokknum og ræddu þar málefni ríkisstjórnarinnar þegar þau voru í farvatninu, sem er algjör nýlunda. Þess var jafnan gætt áður að þingmenn sem ekki styddu rík- isstjórn hyrfu út af þingflokksfundum þegar mál hennar voru þar til umræðu. Frá fyrstu dögum nú- verandi ríkisstjórnar hafa iðulega borist af því fregnir að „órói sé kominn upp hjá þingflokki VG“ og voru þá oftar en ekki þeir þingmenn nefndir sem ekki voru í stuðningsliði ríkisstjórnarinnar! Og enn skrítnara var að samstarfsflokkar forsætis- ráðherrans töldu oft að óhjákvæmilegt væri að koma til móts við þennan „óróleika“ stjórnarand- stæðinga í þeim flokki! Aldrei bárust fréttir um að sambærileg „óróleikamerki“ væru í hinum 17 manna þingflokki Sjálfstæðismanna sem taka yrði sérstakt tillit til. Undanlátssemi við helmingi minni þingflokk stjórnarsinna, sem hafði fengið í forgjöf stól for- sætisráðherra og forseta þingsins, án þess að það væri vegið upp með málum sem væru í sjáanlegum efnum í anda stærri flokksins. Af hverju er það fórn? Fréttamenn velta sér gjarnan upp úr því, hve mikil fórn felsist í því af hálfu VG að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, eins og hann tæki helst til holdsveikra manna. Undirligjandi virðist að sá flokk- ur hljóti að vera eilíflega þakklátur fyrir að hafa fengið að lúta leiðsögn helmingi minni stjórnarflokks (níu þingmenn) í ríkisstjórn, eins og það séu aðrir eðliskostir Vinstri-grænna sem geri það að þakk- arefni að Sjálfstæðismenn megi kyssa skóna þar. Þegar fyrirsjáanlegt var að erfitt yrði að mynda ríkisstjórn haustið 1979 vildi Morgunblaðið fjölga kostum Geirs Hallgrímssonar til stjórnarmyndunar. Helstu skrifarar blaðsins um stjórnmál opnuðu þá á það með greinum, sem slegið var upp og vöktu mikla athygli, að við þáverandi aðstæður væri ekki hægt að útiloka að Sjálfstæðisflokkurinn yrði í ríkisstjórn með Alþýðubandalaginu. Tekið var fram að þessar greinar væru ekki skrifaðar eða birtar fyrir atbeina formanns Sjálfstæðisflokksins, sem jafnframt var formaður stjórnar Morgunblaðsins (Árvakurs). Eng- um manni kom þó til hugar að þessar greinar hefðu verið skrifaðar og birtar gegn vilja hans. Ýmsir Sjálfstæðismenn tóku þessu mjög illa og á meðal þeirra áhrifamenn og miklir stuðningsmenn Geirs. Þarna var þó ekki lagt til að setjast í stjórn undir forsæti Alþýðubandalagsins. Það vakti athygli að Gunnar Thoroddsen for- dæmdi þessar hugmyndir Morgunblaðsmanna, en þeir sem best þekktu til stjórnmála þá töldu einsýnt að hann hefði þá þegar á prjónunum ríkisstjórn sína, þar sem þeir sátu. Um öll þessi mál má lesa víða, m.a. í bókinni Valdatafl í Valhöll sem kom út árið sem Gunnar myndaði ríkisstjórnina. Það voru erfiðir tímar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Á pappírunum mátti virðast að hann væri að verða allsráðandi flokkur í landinu. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins var forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins var leiðtogi stjórnarand- stöðunnar. Það þurfti því eiginlega ekki fleiri flokka í Alþingishúsið til að tryggja að allir flokkar sem skiptu máli skilgreindu sjónarmið með og á móti hverju stjórnarfrumvarpi sem lagt var fram. Þetta var þá. Morgunblaðið/Eggert 20.9. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.