Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Síða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.09.2020, Síða 18
Kærasta mín er hálfíslensk og hálfþýsken við hittumst fyrst í Berlín. Við vor-um í fjarsambandi í eitt ár og heim- sóttum hvort annað í hverjum mánuði. Ég bjó í París og hún í Reykjavík. Við skoðuðum hvað væri best í stöðunni, þar á meðal fyrir stjúpson minn sem er 12 ára, og ákváðum að búa á Íslandi,“ segir Maxime um ástæðu þess að hann ákvað að flytja til Íslands. Maxime kom með Norrænu til Seyð- isfjarðar í maí 2018 með fullan bíl af farangri. „Þetta var ekki einföld ákvörðun og ég þurfti að byrja upp á nýtt hér á Íslandi en það er án efa besta ákvörðun sem ég hef tekið og sé ekki eftir því,“ segir Maxime um þá ákvörð- un að flytja til Íslands. Hann sagði upp yf- irmanns- stöðu hjá súkku- laðiframkeið- andanum Mars til þess að elta ástina til Ís- lands. Hann hefur þó ekki alveg sagt skilið við sætindin en ásamt því að reka netversl- unina La Boutique Design selur Maxime franskar makkarónur undir nafninu Franskarmakkaronur.is. Maxime er alinn upp við fallega hönnun heima fyrir og segir að móðir sín sé mjög áhugasöm um hönnun. Faðir hans rak lítið fyrirtæki sem seldi frönskum tískuhúsum efni og aukahluti svo hönnun hefur alltaf verið hluti af hans lífi. „Ástríða mín hófst fyrir alvöru þegar ég flutti að heiman til þess að stunda háskólanám en ég er með meistaragráðu í viðskiptum og stjórnun. Ég notaði launin mín til þess að inn- rétta íbúðina mína smátt og smátt. Ég hef alltaf kosið að fjárfesta í gæðahlutum og tíma- lausri hönnun í stað hönnunar sem er ekki jafn endingargóð en það er eimitt heim- speki La Boutique Design,“ segir Maxime. Maxime segir Frakk- land vera heimili margra bestu hönnuða í heimi en Parísarborg sé borg ást- arinnar, ljósa og flottrar innanhúss- hönnunar. Hann bendir á að þrátt fyr- ir að flotti Par- ísarstíllinn sé einstakur sé franski stíllinn fjöl- breyttur, allt frá töff íbúðum í París til nota- legra sveitaheimila í hér- aðinu Provence. Maxime telur margbreytileikann vera styrkleika franskrar hönn- unar sem hann skilgreinir sem „klassíska með nútíma- legu tvisti“. Vagga frá þýska merkinu Bermbach Handcrafted. Hægindastóll frá franska merkinu Kann Design. „Ég þurfti að byrja upp á nýtt hér á Íslandi“ Frakkinn Maxime Sauvageon hefur búið á Íslandi í tvö ár en það var ástin sem dró hann upphaflega til landsins. Maxime er alinn upp við fallega hönnun í Frakklandi og þegar hann flutti til Íslands ákvað hann að stofna hönnunarverslunina La Bouti- que Design. Undir nafninu selur hann franskar og alþjóðlegar hönnunarvörur sem eiga það sameiginlegt að vera vistvænar. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Ljós frá GO- OD&MOJO. 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.9. 2020 LÍFSSTÍLL Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 www.husgagnahollin.is 558 1100 Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. 10 – 18 virka daga 11 – 17 laugardaga 13 – 17 sunnudaga 10 – 18 virka daga 11 – 16 laugardaga Ísafjörður Skeiði 1 DANSKIR DAGAR 20% AFSLÁTTUR AF SMÁVÖRU FRÁ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.