Morgunblaðið - 05.10.2020, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 5. O K T Ó B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 234. tölublað 108. árgangur
YFIRGENGILEG
OG SJARMER-
ANDI Á SVIÐI
REYKJA-
LUNDUR 75
ÁRA Í ÁR
ÍSLANDSBIKAR-
INN Á LEIÐ Í
KÓPAVOGINN
AFMÆLI FAGNAÐ 10 BLIKAKONUR Í GÍR 26KÓPAVOGSKRÓNIKA 29
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Neyðarstig almannavarna var virkjað
í gær og hertar samkomutakmarkan-
ir tóku gildi á miðnætti. Þær gilda í að
minnsta kosti tvær vikur. Aðstæður
verða metnar reglulega á þessum
tveimur vikum að sögn sóttvarna-
læknis.
Samkomutakmarkanir miðast nú
við 20 manns nema í undantekning-
artilvikum. Í framhalds- og háskólum
miðast samkomutakmark við 30
manns en aðgerðir voru ekki hertar í
leik- og grunnskólum. Undantekning
er einnig gerð á útförum þar sem
fjöldi takmarkast við 50 manns. Leik-
hús geta haldið starfsemi sinni
óbreyttri og er samkomutakmark þar
100 manns og grímuskylda. Líkams-
ræktarstöðvar, skemmtistaðir, krár
og spilasalir eru lokaðir en sundlaug-
ar verða áfram opnar. Áhorfendur
verða ekki leyfðir á íþróttaviðburðum
innanhúss en utandyra er heimilt að
hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju
rými, að því gefnu að gestir sitji í
númeruðum sætum sem skráð eru á
nafn og noti andlitsgrímu. Þórólfur
Guðnason sóttvarnalæknir segir
varasamt að grípa til mishertra að-
gerða eftir landshlutum en markmið-
ið með aðgerðunum er að minnka
heildarfjölda smita á landinu.
Um 40 manns eru á biðlista eftir
meðferð vegna Covid-19 á Reykja-
lundi. Faraldurinn er enn í vexti á
heimsvísu en yfir 35 milljónir hafa
smitast af veirunni og ríflega ein
milljón manns látist af völdum
hennar.
Hertar sóttvarna-
aðgerðir taka gildi
Ekki mega fleiri en 20 koma saman næstu tvær vikurnar
MErfiðar vikur fyrir … »4, 10 og 13
Nýgengi smita: 148,4
Nýjar reglur frá
og með í dag
150
100
50
0
Hvað má?
Hvað má ekki?
Jólaskreytingar settar upp í stórverslunum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Garðabæ á dögunum. Hinum megin við götuna, í stórverslun
Costco, eru ýmsar jólavörur nú komnar í sölu. Víst er að
margir fara nú að hlakka til jólahátíðarinnar enda erfitt ár að
baki. Í dag eru þó enn 80 dagar til jóla.
Áhuginn leyndi sér ekki í augum barnanna þegar þau virtu
fyrir sér jólaskreytingar sem verið var að setja upp í IKEA í
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur
sent Íslandi lokaviðvörun í samn-
ingsbrotamáli, sem stofnunin hefur
haft til meðferðar undanfarin átta
ár. ESA telur að Ísland hafi ekki
uppfyllt skuldbindingar um fram-
kvæmd samningsins og vill að Evr-
ópulöggjöf, sem hér hefur verið inn-
leidd, gangi framar landslögum í
íslensku réttarfari. Stjórn ESA mun
ákveða síðar hvort málinu verði vís-
að til EFTA-dómstólsins.
Guðlaugur Þór Þórðarson utan-
ríkisráðherra segir í samtali við
Morgunblaðið, að enn sé nokkur tími
til stefnu, til þess að kynna sjónar-
mið Íslands fyrir ESA. „Ég legg hins
vegar áherslu á það, eins og við höf-
um gert í samskiptum við ESA, að
framkvæmd EES-samningsins er
síst lakari hér en í hinum aðildarríkj-
unum.“ Sigríður Á. Andersen, for-
maður utanríkismálanefndar, telur
skýrt að íslensk lög gangi framar er-
lendum lögum í íslenskum rétti. »2
Ísland fær
lokaviðvörun
ESA vill að EES-
reglur gangi framar
landslögum á Íslandi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
EES Guðlaugur Þór Þórðarson er
ekki uggandi vegna málsins.