Morgunblaðið - 05.10.2020, Side 4

Morgunblaðið - 05.10.2020, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020 ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is „Markmið þessara aðgerða er fyrst og fremst að minnka heildarfjölda smita á landsvísu,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á mið- nætti tóku gildi hertar samkomu- takmarkanir og neyðarstig al- mannavarna var virkjað. Samkomu- takmark miðast við 20 manns með nokkrum undantekningum. Tak- markanirnar gilda í að minnsta kosti tvær vikur og verður ástandið metið reglulega á þessum tveimur vikum. „Við erum að reyna að vinna gegn augnu álagi á Landspítalanum. Þar fjölgar enn á Covid-göngudeilinni og margir þar eru nokkuð veikir þann að það má búast við fleiri inn- lögnum á næstunni. Svo verðum við líka að reyna að halda smitum meðal viðkvæmra hópa í algjöru lágmarki og helst reyna að koma í veg fyrir að slíkt gerist með öllu. Þá á ég við hjúkrunarheimili og þess háttar,“ segir Þórólfur. Líkamsræktarstöðvum er gert að loka sem og skemmtistöðum, krám og spilasölum. Sundlaugar verða áfram opnar en með þrengri fjölda- takmörkunum, eða 50 prósent af leyfilegum fjölda samkvæmt starfs- leyfi. Leikhús, söfn, hárgreiðslu- stofur og nuddstofur geta haldið starfsemi áfram innan samkomu- takmarkana. Um leikhúsin gildir áfram 100 manna samkomutakmark og grímuskylda. Undantekningarnar á samkomu- takmarkinu eru að 30 manna sam- komutakmark er í framhalds- og há- skólum og 50 manna í útförum. Veitingastaðir verða áfram opnir til klukkan 23. Keppnisíþróttir með snertingu verða áfram leyfðar með hámarks- fjölda 50 einstaklinga. Áhorfendur verða ekki leyfðir á íþróttaviðburð- um innan húss en utandyra er heim- ilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Vinnustaðir, verslanir, opinberar byggingar og þjónustuaðilar þurfa að skipuleggja sína starfsemi í sam- ræmi samkomutakmarkanirnar. Matvöruverslunum undir 1.000 m² að stærð er heimilt að hleypa 100 einstaklingum í sama rými á hverj- um tíma. Til viðbótar verður leyft að hleypa einum viðskiptavini inn fyrir hverja 10 m² umfram 1.000 m², þó að hámarki 200 viðskiptavinum í heild. Fyrirkomulag landamæraskim- unar verður óbreytt til 1. desember. Allir sem koma til landsins þurfa að fara í skimun við komuna til lands- ins, fara í fjögurra til sex daga sótkví og fara í aðra sýnatöku, nema þeir kjósi fjórtán daga sóttkví. Á föstudag og laugardag greind- ust alls 108 manns með jákvætt smit. Alls voru 33 í sóttkví af þeim 108 sem greindust um helgina. Á landinu öllu voru 634 í einangr- un, þar af 13 á sjúkrahúsi og 3 á gjörgæslu í gær. Í sóttkví voru 2.554 og 1.499 í skimunarsóttkví. Flest smitin eru á höfuðborgarsvæðinu en þar eru 530 í einangrun og 1.671 í sóttkví. Á Suðurlandi eru 36 í ein- angrun og 679 í sóttkví. Á Vestur- landi eru 26 í einangrun og 33 í sóttkví. Fæst eru smitin á Austur- landi, Norðurlandi eystra og vestra. Þar eru samtals sex í einangrun og 18 í sóttkví. Hátt í þúsund nemendur í grunn- skólum voru settir í sóttkví um helgina. Samkomutakmörk í leik- og grunnskólum voru ekki hert og helst því starfsemi á þeim skólastig- um óbreytt. Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 20 manna hámarksregla, eins metra nándarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða nándarmörk. Allir 200 nemendur á miðstigi í Norðlinga- skóla, auk 21 kennara, voru sendir í sóttkví um helgina eftir að smit kom upp, 600 manns á Selfossi eru einnig í sóttkví eftir að smit komu upp í Sunnulækjarskóla. Erfiðar vikur fyrir höndum  Neyðarstig almannavarna virkjað og hertar samkomutakmarkanir hafa tekið gildi  Líkamsrækt- arstöðvar, skemmtistaðir og krár loka  Sundlaugar áfram opnar en með þrengri fjöldatakmörkunum Kórónuveirusmit á Íslandi Heimild:covid.is 2.921 staðfestsmit Nýgengi innanlands 3. okt. 148,4 ný smit sl. 14 dagaá 100.000 íbúa 13 einstaklingar eru á sjúkrahúsi,þar af 3 á gjörgæslu 287.010 sýni hafaverið tekin Þar af í landamæraskimun 153.101 sýni, samtals í skimun 1 og 2 1.499 einstaklingar eruí skimunarsóttkví2.554 einstaklingareru í sóttkví 634 eru með virktsmit og í einangrun Nýgengi smita frá 30. júní 150 100 50 0 148,4 7,4 Nýgengi innanlands Nýgengi, landamæri júlí ágúst september Fara í leikhús Fara í klippingu Fara í nudd Fara á leiki innanhúss Spila í spilakassanum Fara á barinn Hertar reglur taka gildi í dagÞETTAMÁ ÞETTAMÁ EKKI Fara í sund Fara í ræktina Tryggvi Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Bjargs, líkamsrækt- arstöðvar á Akureyri, kallaði eftir því um helgina að reglur um lokanir verði í samræmi við alvarleika far- aldursins í hverjum landshluta. „Það hefur varla farið fram hjá neinum að smitum hefur fjölgað til muna síðustu tvær vikur, á höf- uðborgarsvæðinu. Smit á Norður- landi vestra-eystra og Austurlandi hafa varla mælst. En samt á að loka líkamsræktarstöðvum á öllu land- inu,“ sagði Tryggvi í pistli á Face- book. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir segir að varasamt geti verið að grípa til mishertra aðgerða eftir landshlutum. Hann segir að ef gripið yrði til hertra aðgerða aðeins á höfuðborgarsvæðinu en ekki ann- ars staðar gæti staðan versnað á öðrum svæðum. Þá þyrfti að losa um á höfuðborgarsvæðinu en herða úti á landi. „Það er ekki gott að vera í slíkum eltingarleik við þessa veiru og við viljum auðvitað ná að keyra heildarfjölda smita niður á lands- vísu, þess vegna grípum við til sömu aðgerða alls staðar,“ sagði Þórólfur. Víðir Reynisson, yfirlög- regluþjónn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir að það hafi verið skoðað að skipta aðgerðum eftir landshlutum við ákvörðun nýrra og hertra aðgerða sem tóku gildi á miðnætti. „Við skoðuðum al- veg að skipta þessu niður eftir landshlutum, þ.e.a.s. að það yrðu mögulega hertar aðgerðir á einum stað en rýmri annars staðar. Nið- urstaðan var hins vegar sú að stað- an núna kallaði á aðgerðir á öllu landinu,“ sagði Víðir. Vill ekki fara í elting- arleik við veiruna  Hertra aðgerða þörf um land allt Leikhúsin munu geta haldið starf- semi sinni áfram þrátt fyrir hertar samkomutakmarkanir. Hundrað manna samkomutakmark er í gildi í leikhúsunum og grímuskylda meðal gesta. Brynhildur Guðjóns- dóttir borgarleikhússtjóri segir það ekkert launungarmál að það sé ekki rekstrarlega hagkvæmt að sýna fyrir tæplega hálfum sal en þau séu að vernda störf og næra þjóðarsálina á þessum erfiðu tím- um. Sýningin Oleanna var frum- sýnd um miðjan september og helgina var Útlendingurinn – morðgáta frumsýnd og gekk að sögn Brynhildar vel. „Við sjáum hag í því andlega að fá gesti í hús- ið. Við erum að vernda störf og halda lífi í leikhúsinu og það gefur okkur mikla gleði. Gleðin og nær- ingin sem þetta gefur okkur öllum er ómetanleg,“ segir Brynhildur. Hún segir að ákvörðun verði tekin í dag um hvort eitthvað breytist í starfsemi leikhússins. Leikhúsin halda starfsemi áfram  Ekki rekstrarlega hagkvæmt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.