Morgunblaðið - 05.10.2020, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég þekki ekkert hvort það var alger
nauðsyn að ráðast í þessar fram-
kvæmdir. Ég held að það sé yfirleitt
bara vaðið áfram án þess að hugleiða
mikið. Mér finnst
þetta vera skelfi-
leg meðferð á
náttúruminjum,“
segir Helgi
Björnsson jökla-
fræðingur.
Framkvæmdir
eru nú hafnar á
Veðurstofureitn-
um svonefnda.
Íbúabyggð á að
rísa þar sem nú eru veðurmælar Veð-
urstofunnar en þeir verða færðir á
reit vestan megin við Veðurstöðina.
Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra,
hefur bent á það á Facebook-síðu
sinni að brotinn hafi verið niður klett-
ur með jökulristum til að rýma fyrir
byggðinni. Virðast margir vera ósátt-
ir við að slíkar náttúruminjar séu
látnar víkja.
Morgunblaðið spurðist fyrir um
það hvort Umhverfisstofnun eða
Náttúrufræðistofnun Íslands (NÍ)
hafi fengið erindi vegna umræddra
framkvæmda og reyndist svo ekki
vera. Í svari við fyrirspurn blaðsins
fengust þær upplýsingar frá NÍ að
starfsmenn stofnunarinnar hafi ekki
skoðað svæðið eftir að framkvæmdir
hófust.
„Jökulsorfnar klappir sem við
sjáum í Öskjuhlíð og við hús Veður-
stofunnar eru vitnisburður um ísald-
arjökulinn sem lá yfir landinu á ísöld
en hörfaði fyrir um 12.000 árum. Jök-
ulrákir og hvalbök finnast víða í grá-
grýtismyndun höfuðborgarsvæðisins.
Öskjuhlíðin og nágrenni þess er
vissulega áhugavert svæði og það er á
náttúruminjaskrá sem „aðrar nátt-
úruminjar“ en hefur ekki verið frið-
lýst. Mörk náttúruminjasvæðisins ná
ekki yfir svæðið austan við Bústaða-
veg og því er umrætt framkvæmda-
svæði án verndar skv. Náttúruvernd-
arlögum,“ sagði í svari NÍ.
Í svarinu er jafnframt bent á að við
Litlu Öskjuhlíð, skammt frá umrædd-
um framkvæmdum, er útilistaverk
sem nefnist „Streymi tímans“ eftir
Sólveigu Aðalsteinsdóttur frá 2012.
„Verkið byggir einmitt á jökulsorfn-
um klöppum svæðisins,“ segir í svari
NÍ.
Þær upplýsingar fengust frá Um-
hverfisstofnun að fimm svæði á höf-
uðborgarsvæðinu, sem sambærileg
eru svæðinu á Veðurstofureit, væru
friðlýst. Þau eru í Laugarásnum í
Reykjavík, við Hamarinn í Hafnar-
firði, Borgir í Kópavogi (við kirkjuna),
á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi og
Víghólar í Kópavogi.
Helgi Björnsson segir í samtali við
Morgunblaðið að betur hefði mátt
huga að varðveislu hvalbaka. Aðeins
séu örfáar leifar orðnar eftir af þess-
ari „stórkostlegu náttúrusköpun“ á
höfuðborgarsvæðinu. „Það er gaman
að sjá hvernig jökull mótaði land hér
inni í borginni. Ég hef hins vegar séð
hvalbök fara undir hús eða undir mal-
bik og stéttir. Og fleiri slíkar minjar,“
segir hann.
Hann segir að á Grímsstaðaholtinu,
rétt handan við Suðurgötu, sé enn að
finna leifar. „Ég veit ekkert hvað
verður úr þeim, hvernig skipulagið er
hugsað. Hins vegar er til fyrirmyndar
að smá svæði hefur verið þyrmt við
Stúdentagarðana. Það setur
skemmtilegan svip á umhverfið þar.“
Helgi segir að það sé svo sem ágætt
að finna megi fimm svæði sem séu
friðuð. „En það væri hægt að bjarga
fleirum ef menn yfirleitt hugsuðu um
það. Ég vil að menn hafi þetta að
minnsta kosti í huga og hvet til að
reynt verði að hlífa þessum minjum ef
hægt er.“
Skelfileg meðferð á náttúruminjum
Jökulsorfnar klappir brotnar niður á Veðurstofureitnum Mælar Veðurstofunnar færðir til að rýma
fyrir nýrri byggð „Stórkostleg náttúrusköpun,“ segir jöklafræðingur Svæðið á náttúruminjaskrá
Helgi Björnsson
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Veðurstofureitur Búið er að brjóta upp berg með jökulristum til að koma
fyrir mælitækjum Veðurstofunnar á nýjum stað vestan megin við húsið.
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Sameiningarnefnd Blönduósbæjar,
Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og
Sveitarfélagsins Skagastrandar sam-
þykkti á fundi sínum fyrir helgi að
leggja til við sveitarstjórnir að þau
hefji formlegar sameiningarviðræður
sem endi með kosningu íbúa í júní.
Til stendur að halda fund í hverju
sveitarfélagi fyrir sig á næstu vikum
og að búið verði að fjalla um tillöguna
fyrir 21. október. Samhugur um sam-
eininguna hefur ekki ríkt á svæðinu
en var kallað til þess í bókun sveit-
arstjórnar Skagastrandar í janúar að
hafna tillögu Sigurðar Inga Jóhanns-
sonar sveitarstjórnarráðherra um
sameiningu sveitarfélaga þar sem
íbúafjöldi er undir 1.000 manns.
Jón Gíslason, oddviti Húnavatns-
hrepps og formaður sameining-
arnefndarinnar, segir tímabært að
taka ákvörðun í þessu máli og kanna
áhuga íbúa í sveitarfélögunum á sam-
einingu.
Sveitarfélögin hafa átt í óform-
legum viðræðum í þrjú ár og eru loks
komin að niðurstöðu. Mikil samvinna
hefur verið á milli sveitarfélögunum
um langt skeið og eru þau saman í
byggðasamlagi um meðal annars fé-
lags- og skólaþjónustu.
„Þetta Covid-ástand hefur tafið
okkur heldur betur í þessu. Við höf-
um ekki komist í það sem við höfum
ætlað okkur. Við höfum ítrekað ætlað
að halda íbúafundi sem frestuðust.“
Jón segir ástæðuna fyrir því að
ákvörðun hafi loks verið tekin í mál-
inu sé fyrst og fremst krafa stjórn-
valda um að stækka og efla sveit-
arstjórnarstigið. „Það er orðinn
almennur vilji á að láta á það reyna í
kosningum,“ segir Jón. Íbúafjöldi
sameinaðs sveitarfélags í Austur-
Húnavatnssýslu myndi verða 1.907.
Fjölmennasta sveitarfélagið er
Blönduósbær en þar búa 938 manns.
Á Skagaströnd búa 473 manns í
Húnavatnshreppi búa 371 manns.
Fámennasta sveitarfélagið er Skaga-
byggð en þar búa 90 manns.
„Við höfum stefnt að því að nýta
þrýsting um sameininguna við
stjórnvöld að koma með einhverja
innspýtingu í atvinnulíf og sam-
göngumál hér á svæðinu, eins og
gerðist fyrir austan. en það eru erf-
iðir tímar núna og erfiðara að ná ein-
hverju slíku fram. Það er kannski
hluti af ástæðunni að það hefur dreg-
ist að taka þessa lokaákvörðun,“ seg-
ir Jón.
Hefja formlegar við-
ræður um sameiningu
Sveitarfélög í Austur-Húnavatnssýslu kanna áhuga íbúa
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skagaströnd Formlegar viðræður
um sameiningu eru hafnar.
Uppboð stjórnvalda á
fiskveiðikvóta í Namibíu
þykir hafa farið fullkom-
lega í vaskinn í liðinni
viku, þegar aðeins tókst
að koma um 1,3% af
kvótanum út. Talið er að
þar hafi namibísk stjórn-
völd orðið af jafnvirði
um 6 milljarða króna, en
að tjón hagkerfisins geti
numið um 25 ma. kr.
Þetta er fyrsta kvóta-
uppboð í Namibíu, en
þar var boðinn upp kvóti
í þremur tegundum,
11.000 t af lýsingi, 72.000
t af hrossamakríl og 392 t af skötusel.
Aðeins voru seldar heimildir fyrir 100
t af lýsingi og 1.517 af hrossamakríl,
en ekkert af skötusel. Fiskveiðar í
landinu eru því í nokkru uppnámi og
óljóst um framhaldið.
Þátttaka í uppboðinu var mjög
dræm, mikið af nýgræðingum án
skipa eða veiðireynslu. Aðeins fimm
bjóðendur gátu svo staðið við tilboðin
þegar á reyndi, fyrir alls
8,4 milljónir namibískra
dala, en það er jafnvirði
um 86,5 milljóna ís-
lenskra króna. Stjórn-
völd höfðu vænst jafn-
virðis tæpra 6 ma.kr. í
uppboðinu, svo þessar
lyktir eru mikið áfall,
bæði fyrir ríkissjóð
Namibíu og fiskveiði-
stjórn þar, sem sætt hef-
ur mikilli gagnrýni.
Fyrra fyrirkomulag,
þar sem kvóta var út-
hlutað gegn gjaldi, hefði
skilað um 315 milljónum
namibíudala í ríkiskassann þar syðra,
jafnvirði um þriggja milljarða ís-
lenskra króna.
Félög tengd Samherja tóku ekki
þátt í uppboðinu, en á föstudag lauk
einmitt rannsókn á úthlutun fiskveiði-
heimilda í Namibíu, þar sem grunur
er uppi um spillingu á umliðnum ár-
um. Málinu hefur nú verið komið til
saksóknara.
Kvótauppboð í
Namibíu í vaskinn
Aðeins 1,3% fiskveiðiheimilda seldust
Tugmilljarða tjón þjóðarbúsins
Forsíða The Namibian:
„Uppboðið endar með
tárum“.