Morgunblaðið - 05.10.2020, Page 16

Morgunblaðið - 05.10.2020, Page 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020 Sláum nýjan tón í Hörpu Við óskum bæði eftir áhugasömum rekstraraðilum og hugmyndum einstaklinga að skemmtilegum nýjungum á neðri hæðum í Hörpu Nánar á harpa.is/nyr-tonn . Út er komin Skýrsla starfshóps um orku- öryggi á heild- sölumarkaði fyrir raf- orku sem beðið hefur verið síðan september í fyrra. Oft er erind- isbréf nefnda birt í upphafi svona skýrslna en svo er ekki í þessu tilviki. Fyrir fram hefði maður haldið að nefnd- inni væri ætlað að fjalla um það sem tæknimenn nefna orkuöryggi orkukerfisins og var meginsjónarmið við hönnun vatns- orkuvera hér áður fyrr. Þeir mark- aðsmenn sem sátu í þessari nefnd virðast þó hafa misst tengslin við tæknimenn fyrirtækjanna og fjalla mest um aflöryggi á markaðslegum forsendum. Slíkt rof á tengslum kemur fyrst og fremst niður á því áhættumati sem þessi nefnd hefði átt að sinna. Ein megintillaga nefndarinnar er þessi: „Í raforkulögum komi fram hvaða sjónarmið skuli leggja til grundvallar við mat á því hvað teljist fullnægjandi framboð á raforku. Viðmiðin verði nánar útfærð í reglu- gerð sem ráðherra setur.“ Hér virð- ist nefndin leggja til að löggjafinn og ráðherra framkvæmi það verk sem nefndinni var ætlað að gera, það er að skilgreina um rædd viðmið. Orkuöryggi almenn- ings snýst um það hvort það er rafmagn í innstungunni eða ekki. Það getur horfið út af aflskorti, en kemur þá venjulega aftur innan skamms tíma. Það get- ur líka horfið út af vatnsskorti í lónum og kemur þá væntanlega ekki aftur fyrr en næsta vor. Sem dæmi um hættu sem getur valdið orkuskorti má nefna þann möguleika að Hálslón fyrir austan tæmist. Þar með dettur Fljótsdalsvirkjun að mestu út úr framleiðslu og raforkuskortur verð- ur í landinu. Þar breytir litlu þótt nóg vatn sé í Þórisvatni, því virkj- anir á því svæði eru ekki nógu stórar til að bæta úr. Til að koma í veg fyrir þetta stjórnar Landsvirkjun lónum sínum svo í þeim lækki nokkuð jafn- hratt. Stærð lóna og stjórnun þeirra er fyrsta atriðið sem líta ber á þegar öryggi raforkukerfisins er rætt. Í skýrslunni er sjaldan minnst á lón og þá aðeins í því samhengi að þau megi nýta til að tryggja öryggi orku frá vindmyllum. Tæknimennirnir sem hönnuðu orkukerfið virðast hafa verið víðs fjarri. Ef vatnsskortur kemur upp áður en tenging kemur til útlanda er hægt að láta álverin draga úr fram- leiðslu og láta þau hafa annað ál í staðinn. Eftir að tenging kemur þarf sérstaka löggjöf sem gerir kleift að grípa inn í ef sala eftir strengnum er að tæma lónin. Nefndin gerir sér hvort tveggja ljóst án efa, en skrifar ekki um það. Á raforkumarkaði hér ríkir fá- keppni milli framleiðenda. Slíkir markaðir hafa þá eiginleika að leita ekki í jafnvægi framboðs og eft- irspurnar heldur í svokallað Nash- jafnvægi sem skilgreint er í leikja- fræði. Enda segir í skýrslunni: „Eft- irspurn eftir raforku á almennum markaði hefur vaxið undanfarin ár án þess að markaðurinn hafi brugð- ist við að ráði, þ.e. breytingar á orkujöfnuði hafa haft takmörkuð áhrif til breytinga á verðlagningu. Af þessu má ráða að skilaboð frá mark- aðnum hafi ekki ratað út í sam- félagið.“ Fleiri milliliðir á markaði ráða hér ekki bót á. Síðan er í skýrsl- unni farið út í að ræða aukningu á virkni markaða og fjölgun heild- söluaðila ásamt atriðum sem lúta að viðskiptaöryggi þeirra. Það á lítið skylt við orkuöryggi. Við höfum hér á landi innleitt lög- gjöf ESB um raforkumarkaði og því eðlilegt, eins og gert er í skýrslunni, að leita fordæma í lögum og reglum raforkumarkaða þar þegar rætt er um öryggi notenda rafmagns í víð- um skilningi. Þar finnast líka dæmi um ýmsar ráðstafanir sem eiga að tryggja öryggi notenda en hvetja um leið til lágmarksfjárfestinga í vél- arafli því sem breytir orku elds- neytis í raforku. Þetta tvöfalda markmið, hámörkun öryggis not- enda og lágmörkun kostnaðar, er ekki rætt í skýrslunni, en þetta tvennt fylgist að. Þau fordæmi sem er að finna á raforkumörkuðum Evrópu lúta flest að því að tryggja það sem tækni- menn hér á landi nefna aflöryggi. Orkuöryggi er þar í höndum elds- neytismarkaða sem útvega stærst- um hluta orkuveranna þar orku í formi eldsneytis til raforkuvinnslu. Sérstaða Íslands er sú að hér eru orkuverin ekki tengd eldsneytis- mörkuðum heldur náttúrunni sem leggur þeim til orku. Orkuöryggi hér er í því fólgið að tryggja nægt framboð orku öllum stundum óháð duttlungum náttúr- unnar, sem skiptir sér ekki af nein- um markaðslögmálum. Þetta hafa tæknimenn orkufyrirtækjanna, þeir sem hanna virkjanir og orkukerfið, haft að leiðarljósi alla tíð. Ástæða þess að þessir tæknimenn hafa svo lítið komið að málum sem skýrslan ber með sér kann að vera sú, að raf- orkufyrirtækin telja þekkingu þeirra og reynslu til leyndarmála. Sé svo er það sameiginlega áhættumat sem nefndin átti að vinna næsta ókleift. Séð í þessu ljósi er sú ráðlegging nefndarinnar, að stjórnvöld axli sjálf ábyrgð á raforkuörygginu til langs tíma, eðlileg. Heildsölumarkaður raforku samkvæmt reglugerðum ESB verður tæplega til þess sniðinn að tryggja Íslandi það raforkuöryggi sem eyja í Norður-Atlantshafi þarfnast. Þessi skýrsla færir okkur ekki nær því marki. Stjórnvöld verða nú að huga að því hvernig ör- yggismálum verður best fyrir komið í stjórnkerfinu, afla þeirrar sérþekk- ingar sem til þarf og hefjast handa fyrr en síðar. Um orkuöryggi Eftir Elías Elíasson » Orkuöryggi hér er í því fólgið að tryggja nægt framboð orku öll- um stundum óháð duttl- ungum náttúrunnar. Elías Elíasson Höfundur er sérfræðingur í orkumálum. eliasbe@simnet.is Flest höfum við lent í því að vinur eða ætt- ingi hefur greinst með krabbamein og því miður er það svo að margir látast úr þess- um sjúkdómi innan fárra ára þrátt fyrir að fara í það sem oft er sagt besta hugsanlega meðferð. Því miður er það svo að þær með- ferðir sem aðallega eru notaðar hér- lendis virðast í um helmingi tilfella ekki ráða við sjúkdóminn nema í ör- fá ár og ef sjúklingur spyr um aðra möguleika er svarið oftast að þetta sé eina raunhæfa meðferðin og tal um annað sé draumórar og óábyrgt hjal. Ég hef áður skrifað um Harry Hoxsey og meðferð hans. Meðferðin var fólgin í því að taka inn jurtaseyði sem í dag er kallað Hoxsey-tónik, taka inn ákveðin bætiefni og vítamín og fylgja hreinu mataræði, t.d. forð- ast sykur, hvítt hveiti o.fl. Meðferð hans var mjög vinsæl í Bandaríkj- unum frá 1925 til 1955. Þá var hann kominn með starfsemi í 13 ríkjum Bandaríkjanna og það fannst sumum of mikið af svo góðu og starf- semi hans var stöðvuð og sagt að hann væri að nota aðferðir sem væru ekki vísindalega sann- aðar, það að aðferðir hans virkuðu betur en flest annað virtist vera aukaatriði. Síðar voru þeir sem fremst fóru í aðförinni að honum dæmdir fyrir að hafa farið offari. Um þetta var gerð heimildarmynd sem heitir „When healing becomes a crime“ eða þegar það að heila verður glæp- ur. Þegar starfsemi hans í Bandaríkj- unum var stöðvuð bað hann sinn nánasta samstarfsmann, hjúkr- unarkonuna Mildred, að fara til Mexíkó og halda starfseminni áfram þar, sem hún og gerði. Starfsemin er þar enn í gangi með nákvæmlega sömu aðferð og Hoxsey notaði. Ef einhver vill kynna sér meðferðina er hægt að skoða heimasíðu þeirra á netinu, www.hoxseybiomedical.com. Þess má geta að yfirlæknirinn á stofnuninni vann áður við hefð- bundnar krabbameinslækningar en var ekki sáttur við árangurinn og fór því í nám í náttúrulækningum og var eftir það ráðinn á Hoxsey clinic. Ég ætlaði annars í þessari grein að fjalla um aðra náttúrulega með- ferð sem er sáraeinföld og flestir geta því séð um hana sjálfir heima hjá sér, en það er starfandi heilsu- stofnun á Malaga á Spáni sem er með þessa meðferð í gangi; www.budwigcenter.com. Meðferð þessa þróaði Johanna Budwig, há- lærður vísindamaður sem var m.a. tilnefnd til Nóbelsverðlauna sjö sinnum. Ég nefni þetta hér vegna þess að meðferð hennar er sáraein- föld og því gæti fólk haldið að þetta væri bara hugdetta búin til í ein- hverju eldhúsi, en meðferðin er byggð á margra ára vinnu og rann- sóknum á virkni og samvirkni ákveð- inna efna sem eru sem betur fer fá- anleg í flestum heilsu- og matvörubúðum. Líkt og með Hoxsey-meðferðina er mælt með hollu mataræði, þar með að sleppa viðbættum sykri, hvítu hveiti o.fl. Meðferðin byggist á því að styrkja og efla ónæmiskerfið sem getur þá ráðið við krabbamein- ið. Einhverjir lesendur hafa heyrt talað um súrefnislækningar, sem m.a. felast í því að auka súrefni í blóði. Aðferð Johönnu Budwig gerir þetta á mjög einfaldan hátt. Hún fann út eftir miklar rannsóknir að ein besta aðferðin til að auka súrefn- isupptöku frumna líkamans væri að borða blöndu af kotasælu og kald- hreinsaðri hörfræsolíu, gott er að blanda þessu mjög vel saman t.d. með töfrasprota, það má blanda út í þetta ef vill kefír og/eða hreinni líf- rænni jógúrt. Ef við tökum um það bil hálfa litla dós af kotasælu og eitt- hvað af kefír eða jógúrt þarf 4-6 matskeiðar af hörfræsolíu út í það. Það má hafa smávegis af berjum eða ávöxtum út í þetta ef vill en að sjálf- sögðu engan viðbættan sykur eða sætuefni. Eftir blöndun er þetta um ein lítil dós og það má skipta henni niður í 2-3 skammta yfir daginn. Ég læt hér fylgja í mjög styttu máli sögu manns sem notaði þessa meðferð með góðum árangri. Tom Roland var bara 37 ára þegar hann 10. febrúar 2002 var fluttur með hraði á sjúkrahús með slæman höf- uðverk og flökurleika. Hann hélt að þetta væri slæmt mígreni en skoðun leiddi í ljós að hann var með illkynja æxli í heila. Hann fór í aðgerð tveim- ur dögum síðar þar sem megnið af æxlinu var skorið burt en læknirinn sagði honum að svona æxli kæmu nánast alltaf aftur. Hann gæti próf- að að fara í geislameðferð en hún myndi væntanlega bara auka lífs- líkur hans úr sex mánuðum í tólf. Tom prófaði að fara í geislameðferð en hætti henni fljótt því hún var mjög kvalafull. Þau hjónin fóru að skoða aðra möguleika og var bent á Budwig-kúrinn sem hann byrjaði strax á, tvisvar á dag, hann tók auk þess inn mulið hákarlabrjósk í töflu- formi 750 mg 3 x á dag og konan hans nuddaði höfuð hans með ilm- kjarnaolíu. Við skoðun eftir þrjá mánuði hafði ekkert nýtt æxli mynd- ast og þremur mánuðum þar á eftir voru allar eftirstöðvar æxlisins horfnar. Johanna Budwig taldi best að halda meðferð áfram í 3-5 ár til að hindra endurkomu meins. Enda má bara líta á þetta sem hluta af hollum morgunverði og kvöldsnarli. Náttúrulegar meðferðir við krabbameini Eftir Heiðar Ragnarsson »Einföld meðferð gegn krabbameini þróuð af Johönnu Budwig. Heiðar Ragnarsson Höfundur matreiðslumeistari en fæst líka við augnlestur, heilsuráðgjöf, nudd, svæðanudd og dáleiðslu. Skipulagsmálin í Reykja- vík eru í miklum ógöng- um. Skrítið er að sjá bílum ekið upp hluta Laugavegs. Þrengt hefur verið að Reykjavíkurflugvelli. Sundabraut er ekki í aug- sýn. Höfnum vinstri meiri- hlutanum næst. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Skipulags- vandi í Reykjavík Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.