Morgunblaðið - 05.10.2020, Page 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SVANUR K. KRISTÓFERSSON
frá Hellu, Hellissandi,
lést af slysförum miðvikudaginn
23. september.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Anna Bára Gunnarsdóttir
Aðalsteinn Örn Svansson Inga Dóra Örlygsdóttir
Hafþór Svanur Svansson Urszula Zyskowska
Linda Rut Svansdóttir Helgi Már Bjarnason
og barnabörn
✝ Sigrún BjörgEinarsdóttir
fæddist á Sjúkra-
húsinu á Siglufirði
17. október 1963.
Hún lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans 27. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar henn-
ar eru Einar Sig-
urður Björnsson
húsasmíðameistari,
f. 29. september 1932, og Jó-
hanna Ragnarsdóttir handa-
vinnuleiðbeinandi, f. 13. júlí
1942. Bróðir hennar var Ragnar
Heiðar, f. 13. júlí 1959, d. 1. des-
ember 1986.
Sigrún giftist hinn 10. sept-
ember 1983 Kristni Jónssyni, f.
14. júlí 1959. Börn þeirra eru: 1)
Gígja Sæbjörg, f. 29. janúar
1983, gift Jóhanni Ólafi Sveins-
syni, f. 16. janúar 1980. Synir
þeirra Ásgeir Jökull, f. 25. maí
2008, og Jason Jaki, f. 13. ágúst
2013. 2) Hanna Bára, f. 10. júlí
1984, unnusti Brynjar Freyr Val-
steinsson, f. 25. nóvember 1982.
Börn þeirra Pálmar Henry, f. 2.
júní 2006, Jakob Logi, f. 13.
ágúst 2012, og Gunnar Steinn, f.
11. júlí 2018. 3) Ein-
ar Ingi, f. 4. júlí
1989, maki Desiree
Arrasco Arteaga, f.
8. júlí 1992.
Sigrún lauk námi
í kjólasaumi frá Iðn-
skólanum í Reykja-
vík 1982 og fékk
síðan réttindi sem
kjólameistari 1998.
Hún vann við ýmis
störf, sem dæmi í
fiskvinnslu og sölumennsku, en
lengst af starfaði hún sem yf-
irmaður saumastofu Ríkisspít-
alanna, frá 1995 til 2013. Hún
var meðal annars valin starfs-
maður ársins 2011 hjá Rík-
isspítölunum. Eftir stutt en erfið
veikindi kvaddi hún þennan
heim 27. september í faðmi fjöl-
skyldunnar.
Útförin fer fram í Grafarvogs-
kirkju í dag, 5. október 2020,
klukkan 15.
Streymt verður frá athöfn-
inni:
https://youtu.be/
Zp81ER81Yv4/
Virkan hlekk er einnig að
finna á
https://www.mbl.is/andlat
Elsku mamma mín. Þótt ég
muni ekki eftir því þegar ég kom í
heiminn, þá sagðir þú mér það svo
oft hvernig það var. Hvernig það
var að koma þessum 20 mörkum í
heiminn. Að ég hafi verið kallaður
„fermingardrengurinn“ á fæðing-
ardeildinni vegna stærðar minn-
ar. Þetta er nokkuð sem þú leyfð-
ir mér aldrei að gleyma og
minntir mig oft á þetta ef ég
nennti ekki að gera eitthvað fyrir
þig. Alltaf sagðir þú þetta og hlóst
svo, með þínum eftirminnilega
hlátri sem aldrei verður hægt að
gleyma.
Ég mun aldrei gleyma hversu
handsterk þú varst, ég er alveg
viss um að þú gætir staðið í
hraustustu mönnum í sjómanni
og þú skoraðist aldrei undan. Ég
skil ekki hvernig þú náðir alltaf að
plata mig í „krumlu“ þegar ég
vissi að ég myndi aldrei vinna. Ég
mun þá alltaf segja að það hafi
verið hringarnir óteljandi sem
voru þér á fingrum sem veittu
ósanngjarnt forskot en við vitum
bæði betur en svo. Prakkarinn í
þér kom svo alltaf vel í ljós þegar
ég bað um nudd; þegar þú tókst á
öxlunum gat ég sjaldnast haldið
andliti en reyndi þó, enda hef ég
þessa „Nes-þrjósku“ frá þér.
Orð fá því ekki lýst hversu mik-
ið ég sakna þín og mun ávallt
gera. Það er ótrúlegt að hugsa til
þess hversu góð móðir og persóna
þú varst. Hæfileikar þínir voru
óviðjafnanlegir; það skiptir engu
máli hvort ég reyni að baka eða
elda eftir uppskrift frá þér, mat-
urinn sem kom frá þér hafði alltaf
eitthvað „extra“ og pakkar öllu
sem ég geri saman.
Óþarfi er að tala mikið um
hversu flink þú varst þegar kom
að saumaskapnum og ég stend
enn í þeirri trú að þú hefðir getað
breytt stuttbuxum í frakka! Ég
mun aldrei gleyma hvað þú elsk-
aðir að útskýra fyrir mér hvernig
þú lagaðir alls konar flíkur með
fræðiorðum. Því miður ber ég
ekki þessa hæfileika þína en veit
þó mun á margs konar saumaað-
ferðum, þökk sé þér.
Meiri dýravin er ekki hægt að
finna en þig og mun ég aldrei
gleyma ferðinni til Krítar. Ferð-
inni þar sem þú stalst harðfisk-
num hans pabba að kvöldi til, til
þess eins að gefa flækingsköttum
flökin góðu fyrir utan hótelið.
Morguninn eftir hafði flækings-
köttum fjölgað til muna fyrir utan
hótelið, þar sem það hefur eflaust
spurst út milli þeirra hvers konar
dýravin var að finna á hótelinu.
Ég er alveg viss um að Íkarus
mun sakna þín jafn mikið og ég
geri, enda er erfitt að finna aðra
eins vináttu og ykkar tveggja.
Það er svo margt sem ég mun
minnast og aldrei gleyma. Það er
svo margt sem gerði þig að þér,
þeirri móður sem ég elska meira
en allt. Það þarf ekki meira en að
hugsa til þess hversu mikið þú
naust heitra potta. Eftir að þú
kvaddir þennan heim fór ég í
pottinn og táraðist þar við þá til-
hugsun hversu lík við erum varð-
andi þetta. Það er ótrúlegt hvað
það getur verið erfitt að minnast
svona hluta en ég vona samt að ég
muni alltaf muna eftir okkar tíma
saman.
Elsku mamma, þú hjartahlý-
jasta, hæfileikaríkasta og æðis-
legasta móðir sem ég gæti hugsað
mér. Ég mun þér aldrei gleyma
og vona að þú verðir hjá mér til
enda í hug og hjarta.
Þinn mömmustrákur,
Einar Ingi.
Elsku fallega mamma mín.
Mikið getur getur lífið verið
ósanngjarnt, mamma mín búin að
kveðja þennan heim allt of
snemma. Eftir hetjulega baráttu
við bráð veikindi varstu tekin frá
okkur, þetta er ekki sanngjarnt.
Ég vil ekki kveðja, ég vil hafa þig
hjá okkur.
Eftir stendur hafsjór af minn-
ingum sem ég á af þér, minning-
um sem ég mun aldrei gleyma.
Ég mun heiðra minninguna um
þig elsku mamma og segja strák-
unum mínum fullt af sögum af
þér. Þú varst alltaf svo góð og þol-
inmóð við alla, máttir ekkert
aumt sjá hvorki hjá mönnum né
dýrum. Hefðir líklega viljað fylla
húsið af dýrum ef þú hefðir tæki-
færi til.
Takk fyrir að vera besta
mamma sem hugsast getur, ég sé
það núna í seinni tíð að ég var lík-
lega ekki auðvelt barn. Ég var
uppátækjasöm og ákveðin en
aldrei fann ég annað en ást og
stuðning frá þér, þú varst svo þol-
inmóð.
Takk fyrir að taka Brynjari
mínum svona vel frá fyrsta degi
og takk fyrir að vera amma strák-
anna minna. Þeir munu minnast
ömmu sinnar með brosi og hlýju í
hjarta.
Ég er svo þakklát fyrir að við
vorum góðar vinkonur, þakklát
fyrir að þú hugsaðir alltaf vel um
okkur. Ég mun aldrei gleyma
dýrmætu stundinni sem við átt-
um saman tveimur dögum áður
en þú kvaddir okkur. Þá fékk ég
að sjá augun þín, tala við þig og
segja þér fréttir af allri fjölskyld-
unni. Auðvitað fannst þú styrk til
þess að kreista á mér höndina og
brosa.
Vonandi líður þér betur núna
og að Ragnar stóri bróðir þinn
hugsi vel um þig. Við munum
passa ömmu, afa, pabba og Icarus
fyrir þig, elsku mamma mín.
Ég veit þú munt vaka yfir mér
og strákunum mínum.
Elsku mamma
Sumir hverfa fljótt úr heimi hér,
skrítið stundum hvernig lífið er,
eftir sitja margar minningar,
þakklæti og trú.
Þegar eitthvað virðist þjaka mig
þarf ég bara að sitja og hugsa um þig,
þá er eins og losni úr læðingi
lausnir öllu við.
Þó ég fái ekki að snerta þig
veit ég samt að þú ert hér,
og ég veit að þú munt elska mig,
geyma mig og gæta hjá þér.
Og þegar tími minn á jörðu hér
liðinn er, þá er ég í burtu fer,
þá ég veit að þú munt vísa veg
og taka á móti mér.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir)
Þín dóttir,
Hanna Bára
Elsku mamma.
Núna ertu farin, farin til stóra
bróður sem var þér allt. Bróður
sem passaði þig þegar þér leið illa
og bróður sem hló með þér þegar
gaman var. Betri mann til að vera
með þér á þessari leið sem þú ert
að leggja af stað í finnurðu ekki
meðan við systkinin pössum upp á
pabba í hans ferðalagi gegnum
hans veröld.
Núna ertu farin, farin frá litla
Icarusi, hundinum þínum sem var
þér allt. Hundinum sem hjálpaði
þér að líða vel, hundinum sem
vann til nokkurra verðlauna og
gerði þig stolta. Hundinum sem
þú dekraðir við eins og lítinn
prins.
Núna ertu farin, farin frá
pabba sem hugsaði svo vel um þig
og gerði allt fyrir þig. Hann var
duglegur að fara í ferðalög með
þér og horfa á þig njóta þín í
„vinnunni“, sólbaði sem var eitt af
þínu uppáhalds. Að vísu þurftirðu
bara að hugsa um sólbað og þú
varðst brún. Pabba sem er búinn
að vera kvæntur þér í 37 ár og
eignast með þér þrjú börn og
eignast nánast heilt handboltalið
af barnabörnum þar sem þeir eru
fimm strákar.
Núna ertu farin, farin frá
ömmu og afa sem dýrkuðu þig og
dáðu. Þú varst litla prinsessan
þeirra, prinsessan sem varst allt-
af svo fín og falleg. Það sem þið
voruð dugleg að fara á menning-
arlega atburði eins og leikhús og
tónleika.
Núna ertu farin, farin frá börn-
unum þínum þremur. Börnunum
sem þykir óendanlega vænt um
þig, börnunum sem hafa lært
mikið af þér. Ein kann að sauma,
ein kann að elda og einn kann á
þvottavél sem dæmi. Börnum
sem þú fylgdir í gegnum íþróttir
og tómstundir og allt það sem því
fylgdi og þú varst ótrúlega dugleg
í.
Núna ertu farin, farin frá fimm
strákabarnabörnum, sem voru
alltaf glaðir að koma og hitta þig
heima í Grafavoginum og fá eitt-
hvað gott að borða og fá ís eða
jafnvel tertu í eftirrétt. Barna-
börnunum sem þú varst ótrúlega
stolt af og fannst gaman að heyra
hvað þeir allir væru að bardúsa í
íþróttaheiminum eða jafnvel
hversu duglegir þeir væru og
orkumiklir heima fyrir.
Núna ertu farin, farin frá
tveimur tengdasonum og einni
tengdadóttur sem munu sakna
hlátursins og matargerðarinnar
sem þú töfraðir fram.
Núna ertu farin, farin frá þess-
ari veröld sem gat verið þér bæði
gleðileg og hamingjurík og jafn-
vel sorgleg og erfið. Þú ert farin á
vit nýrra ævintýra og nýrra
heima sem bróðir þinn mun pott-
þétt fylgja þér í gegnum.
Ég mun sakna þín elsku
mamma, en með þakklæti í hjarta
fyrir það sem þú hefur gefið mér
og kennt.
Elska þig, þín dóttir,
Gígja Sæbjörg Kristinsdóttir.
Elsku dóttir.
Sárt er að sjá eftir öðru
barninu sínu sem bjó yfir svo
miklum kærleik til allra sem voru
í kringum það. Þú varst alltaf til í
að hjálpa öðrum og vildir öllum
svo vel.
Þessi fallega, brosmilda kona
sem þú varst, mikið verður erfitt
að kveðja þig mín kæra.
Þú hefur alltaf verið svo mikill
dýraelskandi og naust hverrar
stundar með Icarusi, hundinum
þínum, og Kidda.
Mun sakna þess að heyra í
röddinni þinni á hverjum degi,
elsku dóttir okkar.
Nú ertu leidd, mín ljúfa,
lystigarð Drottins í,
þar áttu hvíld að hafa
hörmunga og rauna frí,
við Guð þú mátt nú mæla,
miklu fegri en sól
unan og eilíf sæla
er þín hjá lambsins stól.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(Hallgrímur Pétursson)
Elskum þig að eilífu, minning
þín mun lifa.
Mamma og pabbi
Elsku Sigrún, yndislega og frá-
bæra frænka mín, er látin langt
fyrir aldur fram og mig langar að
minnast hennar stuttlega. Sigrún
var yngst af tíu barnabörnum
ömmu okkar en við ólumst nánast
öll upp á sama blettinum fyrstu
árin. Ung að árum flyst Sigrún til
Reykjavíkur með foreldrum sín-
um en kom oftast á sumrin og þá
naut ég þess að vera með henni.
Þegar við hittumst ekki þá skrif-
uðum við hvor annarri bréf, þótti
mjög vænt hvorri um aðra.
Sambandið minnkaði þegar við
tókumst á við það að koma okkur
upp fjölskyldu en eftir að börnin
okkar uxu úr grasi þá töluðum við
reglulega saman og höfðum virki-
lega gaman af. Sigrún sagði mér
að hún hefði ekki hent bréfunum
sem ég sendi henni, las eitt af
þeim upphátt og við hlógum okk-
ur máttlausar yfir innihaldinu.
Sigrún var hógvær en mikill húm-
oristi og ég heyri enn í hlátrinum
hennar. Hún var mjög handlagin
og allt lék í höndunum hennar
enda ekki langt að sækja mynd-
arskapinn til foreldranna.
Elsku Hanna, Einar, Kiddi,
Gígja, Hanna Bára, Einar Ingi og
fjölskyldur, við biðjum Guð að
styðja ykkur á þessum erfiðu tím-
um.
Anna Marie og Steingrímur.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Þau eru svo ótalmörg minn-
ingabrotin sem koma upp í hug-
ann nú þegar við kveðjum okkar
kæru Sigrúnu Björgu sem fallin
er frá langt fyrir aldur fram eftir
stutt en erfið veikindi.
Í fátæklegum kveðjuorðum
viljum við minnast hennar sem
var svo glaðvær, hlý og einstak-
lega hæfileikarík við flest sem
hún tók sér fyrir hendur. Og hvað
það var alltaf stutt í glettnina á
mörgum góðum stundum er við
áttum saman og eru minnisstæð
heimboðin hennar og margt ann-
að er hún stóð fyrir af miklum
myndarskap og rausn.
Þá má ekki gleyma samveru-
stundum í Ólafsfirði, í afmælum,
við laufabrauðsgerð sem fjöl-
skyldan öll stundaði árum saman
og fleiru, þar sem Sigrún var
ávallt virk og fremst í flokki og af
ákafa stýrði og naut með okkur til
fullnustu.
Þú varst sannarlega hlý og
yndisleg manneskja sem sást
best á því hve umhyggjusöm þú
varst gagnvart tengdaforeldrun-
um í Ólafsfirði, Gígju og Jónsa.
Vart leið sá dagur að þú hefðir
ekki samband og styttir þeim
stundirnar með spjalli sem ávallt
var vel þegið.
Að leiðarlokum þökkum við
auðmjúk yndisleg kynni og allar
góðu stundirnar sem áttum við
saman. Þær verða geymdar í
hjörtum okkar um alla framtíð.
Okkar kæru Sigrúnu Björgu
kveðjum við að endingu með orð-
unum:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Elsku Kiddi og fjölskylda þín
öll, við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð á erfiðri stundu og
megi góður Guð veita ykkur styrk
í ykkar miklu sorg.
Fyrir hönd fjölskyldnanna frá
Ólafsvegi 5, Ólafsfirði,
Guðlaug.
Elsku Sigrún. Vinkona mín.
Það er sárt að horfast í augu
við það að þú hafir kvatt þetta líf.
Ég trúði, vildi ekki trúa öðru, en
að þú næðir heilsu aftur. Sú ósk
rættist ekki. Þú varst sönn og góð
vinkona mín, það sýndir þú oft.
Mikill er missir Kidda, barna
þinna og foreldra. Við áttum ára-
langa vináttu að baki, fórum
gjarnan saman í hádegismat og í
leikhús og Kiddi líka og stundum
mamma þín.
Ég sakna þín, elsku vinkona
mín, og bið þess að Kiddi og fjöl-
skylda þín fái styrk í sorg sinni.
Takk elsku Sigrún fyrir góða
vináttu og kærleik sem þið bæði
hafið alltaf sýnt mér.
Þín vinkona,
Hrönn Geirlaugsdóttir.
Sigrún Björg
Einarsdóttir
Elsku afi minn, þegar ég
hugsa um minningarnar okkar þá
einkennast þær af hlátri og
sprelli. Einstaklega góður mað-
ur, alltaf stutt í brosið. Ég minn-
ist þess þegar við tókum rúnt til
Keflavíkur seinustu jól og þú
sagðir mér sögur á leiðinni, þér
fannst það ekki leiðinlegt, enda
sögumaður mikill. Takk fyrir all-
ar góðu stundirnar okkar saman,
afi minn.
Ég samdi þetta ljóð fyrir þig.
Farinn ertu jörðu frá,
þín ég á eftir að sakna.
Amma beið þín og sótti þig
á gullvagninum bjarta.
Hjartað mitt gleymir þér aldrei,
alltaf svo hress, alltaf svo kátur.
Þér fannst ég húmoristi mikill
og ég heyri þinn yndislega hlátur.
Nú færðu þína hvíld, elsku afi
minn.
Með sorg í hjarta ég bið að
heilsa og við sjáumst síðar.
Íris Ósk Hallgrímsdóttir
Helgi S.
Kristinsson
✝ Helgi S. Kristinsson fæddist 23. apríl1937. Hann lést 18. september 2020.
Útför Helga fór fram 25. september
2020.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar
eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstandendur
senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem
fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar
um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar