Morgunblaðið - 05.10.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.10.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2020 Pepsi Max-deild karla Staðan: Valur 18 14 2 2 50:17 44 FH 18 11 3 4 37:23 36 Breiðablik 18 9 4 5 37:27 31 Stjarnan 17 8 7 2 27:20 31 KR 17 8 4 5 30:21 28 Fylkir 18 9 1 8 27:30 28 KA 18 3 12 3 20:21 21 ÍA 18 6 3 9 39:43 21 HK 18 5 5 8 29:36 20 Víkingur R. 18 3 8 7 25:30 17 Grótta 18 1 5 12 15:43 8 Fjölnir 18 0 6 12 15:40 6 Lengjudeild karla Afturelding – Grindavík .......................... 3:2 Víkingur Ó. – Leiknir R........................... 1:3 ÍBV – Vestri .............................................. 1:3 Fram – Þróttur R ..................................... 1:0 Magni – Þór............................................... 3:4 Keflavík – Leiknir F................................. 2:1 Staðan: Keflavík 19 13 4 2 57:27 43 Leiknir R. 20 13 3 4 50:22 42 Fram 20 12 6 2 41:24 42 Grindavík 19 8 8 3 40:31 32 Þór 20 9 4 7 37:35 31 ÍBV 20 7 9 4 33:27 30 Vestri 20 8 5 7 29:28 29 Afturelding 20 7 4 9 37:33 25 Víkingur Ó. 20 5 4 11 26:44 19 Þróttur R. 20 3 3 14 15:39 12 Magni 20 3 3 14 22:47 12 Leiknir F. 20 3 3 14 19:49 12 2. deild karla Fjarðabyggð – Kórdrengir...................... 1:6 ÍR – Selfoss ............................................... 1:2 KF – Þróttur V ......................................... 1:1 Kári – Njarðvík......................................... 2:3 Dalvík/Reynir – Haukar .......................... 2:3 Víðir – Völsungur ..................................... 0:2 Staðan: Kórdrengir 20 14 4 2 45:13 46 Selfoss 20 14 1 5 36:25 43 Þróttur V. 20 12 5 3 39:19 41 Njarðvík 20 12 4 4 39:26 40 Haukar 20 12 0 8 43:28 36 KF 20 8 2 10 33:39 26 Kári 19 7 4 8 32:28 25 Fjarðabyggð 20 7 3 10 30:36 24 ÍR 20 6 1 13 31:39 19 Völsungur 20 5 2 13 25:49 17 Víðir 19 4 1 14 21:51 13 Dalvík/Reynir 20 2 5 13 25:46 11 Pepsi Max-deild kvenna Staðan: Breiðablik 15 14 0 1 66:3 42 Valur 16 13 1 2 43:11 40 Selfoss 16 7 1 8 24:20 22 Fylkir 15 5 6 4 22:29 21 Þróttur R. 16 4 6 6 28:34 18 Stjarnan 16 5 3 8 25:34 18 Þór/KA 16 5 3 8 20:37 18 ÍBV 16 5 2 9 16:39 17 FH 16 5 1 10 19:35 16 KR 14 3 1 10 15:36 10 Lengjudeild kvenna Fjölnir – Afturelding................................ 3:4 Völsungur – Haukar................................. 0:1 Keflavík – Grótta...................................... 3:1 England Everton – Brighton ................................. 4:2  Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp mark og lék allan leikinn með Everton. Arsenal – Sheffield United..................... 2:1  Rúnar Alex Rúnarsson sat allan tímann á varamannabekk Arsenal. Newcastle – Burnley ............................... 3:1  Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður hjá Burnley á 68. mínútu. Chelsea – Crystal Palace ......................... 4:0 Leeds – Manchester City ........................ 1:1 Leicester – West Ham ............................. 0:3 Southampton – WBA ............................... 2:0 Wolves – Fulham...................................... 1:0 Manchester Utd – Tottenham................. 1:6 Aston Villa – Liverpool ............................ 7:2 Staða efstu liða: Everton 4 4 0 0 12:5 12 Aston Villa 3 3 0 0 11:2 9 Leicester 4 3 0 1 12:7 9 Arsenal 4 3 0 1 8:5 9 Liverpool 4 3 0 1 11:11 9 Tottenham 4 2 1 1 12:5 7 Chelsea 4 2 1 1 10:6 7 Leeds 4 2 1 1 9:8 7 Newcastle 4 2 1 1 6:5 7 West Ham 4 2 0 2 8:4 6  Olísdeild karla Þór – ÍBV .............................................. 27:34 Fram – ÍR ............................................. 27:24 Staðan: Afturelding 4 3 1 0 97:90 7 Haukar 4 3 0 1 107:96 6 Valur 4 3 0 1 128:107 6 ÍBV 4 3 0 1 123:112 6 Selfoss 4 2 1 1 100:100 5 FH 4 2 0 2 106:99 4 KA 4 1 2 1 96:95 4 Fram 4 1 1 2 97:102 3 Stjarnan 4 1 1 2 102:108 3 Grótta 4 0 2 2 86:90 2 Þór Ak. 4 1 0 3 94:103 2 ÍR 4 0 0 4 100:134 0   Skagamennirnir Stefán Teitur Þórðarson og Tryggvi Hrafn Har- aldsson eru báðir farnir úr landi og hafa spilað sinn síðasta leik fyrir ÍA að sögn Jóhannes Karls Guðjóns- sonar, knattspyrnuþjálfara ÍA. Stefán Teitur er á leið til danska B-deildarfélagsins Silkeborg sam- kvæmt heimildum mbl.is og þá er Tryggvi Hrafn á leið til norska B- deildarfélagsins Lillestrøm. Tryggvi Hrafn hefur skorað 12 mörk í sautján leikjum í deildinni í sumar á meðan Stefán Teitur hefur skorað átta mörk í sautján leikjum. Skagamenn kveðja deildina Ljósmynd/Skagafréttir Atvinnumennska Stefán og Tryggvi hafa verið lykilmenn í liði ÍA í ár. Heilbrigðisráðherra hefur opinber- að nýjar reglugerðir um takmark- anir á samkomuhaldi til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Að meginreglu mega aðeins tuttugu manns koma saman frá og með deg- inum í dag en þó með nokkrum undantekningum. Engir áhorfendur verða leyfðir á íþróttaleikjum innandyra en utan- dyra verður heimilt að hafa áhorf- endur að því gefnu að þeir sitji í númeruðum sætum og beri andlits- grímur. Fram undan eru þrír lands- leikir á Laugardalsvelli. Morgunblaðið/Íris Stuðningur Áhorfendur verða leyfðir með takmörkunum. Áhorfendur beri grímur VALUR – BREIÐABLIK 0:1 0:1 Agla María Albertsdóttir 74. MM Sonný Lára Þráinsdóttir (Breiðabliki) M Agla María Albertsdóttir (Breiðabliki) Heiðdís Lillýardóttir (Breiðabliki) Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðabliki) Kristín Dís Árnadóttir (Breiðabliki) Sveindís Jane Jónsdóttir (Breiðabliki) Andrea Rán Hauksdóttir (Breiðabliki) Sandra Sigurðardóttir (Val) Hallbera Guðný Gísladóttir (Val) Guðný Árnadóttir (Val) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Val) Mist Edvardsdóttir (Val) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Val) Dómari: Þorvaldur Árnason – 8. Áhorfendur: 530. ÞÓR/KA – SELFOSS 1:0 1:0 Madeline Gotta 23. M Madeline Gotta (Þór/KA) Arna Sif Ásgrímsdóttir (Þór/KA) Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA) Berglind Baldursdóttir (Þór/KA) Kaylan Marckese (Selfossi) Magdalena Anna Reimus (Selfossi) Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Selfossi) Dómari: Bríet Bragadóttir – 7. Áhorfendur: Á að giska 100. ÍBV – FH 1:3 1:0 Karlina Miksone 9. 1:1 Andrea Mist Pálsdóttir 70. 1:2 Phoenetia Browne 77. 1:3 Helena Ósk Hálfdánardóttir 89. M Phoenita Browne (FH) Andrea Mist Pálsdóttir (FH) Telma Ívarsdóttir (FH) Karlina Miksone (ÍBV) Kristjana R. Sigurz (ÍBV) Dómari: Atli Haukur Arnarsson – 4. Áhorfendur: Á að giska 100. ÞRÓTTUR R. – KR 5:0 1:0 Stephanie Ribeiro 16. 2:0 Ólöf Sigríður Kristinsdóttir 30. 3:0 Morgan Goff 36. 4:0 Mary Alice Vignola 44. 5:0 Stephanie Ribeiro (víti) 67. MM Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þrótti) Andrea Rut Bjarnadóttir (Þrótti) M Stephanie Ribeiro (Þrótti) Jelena Tinna Kujundzic (Þrótti) Morgan Elizabeth Goff (Þrótti) Mary Alice Vignola (Þrótti) Sóley María Steinarsdóttir (Þrótti) Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þrótti) Alma Mathiesen (KR) Dómari: Guðmundur P. Friðbertsson – 8. Áhorfendur: 135. STJARNAN – FYLKIR 1:1 1:0 Shameeka Fishley 5. 1:1 Berglind Rós Ágústsdóttir 69. MM Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki) M Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni) Aníta Ýr Þorvalsdóttir (Stjörnunni) Shameeka Fishley (Stjörnunni) Sædís Rún Heiðarsdóttir (Stjörnunni) Angela Caloia (Stjörnunni) Katla María Þórðardóttir (Fylki) María Eva Eyjólfsdóttir (Fylki) Vesna Elísa Smiljkovic (Fylki) Dómari: Steinar Gauti Þórarinsson – 5. Áhorfendur: 113.  Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Breiðablik er komið með níu og hálf- an fingur á Íslandsmeistaratilinn eftir sigur gegn Íslandsmeisturum Vals í úrvalsdeild kvenna í knatt- spyrnu, Pepsi Max-deildinni, á Origo-vellinum á Hlíðarenda í 16. umferð deildarinnar á laugardaginn. Leiknum lauk með 1:0-sigri Blika en Agla María Albertsdóttir skoraði sigurmark leiksins þegar hún fékk sendingu frá hægri frá Rakel Hönnudóttur. Agla María fékk allan tímann í heiminum til þess að athafna sig í vítateig Valskvenna en hún tók bolt- an snyrtilega niður, lagði hann fyrir sig, og þrumaði honum í nærhornið fram hjá Söndru Sigurðardóttur í marki Valskvenna. Mikil eftirvænting ríkti fyrir leiknum hjá almennu knattspyrnu- áhugafólki enda bæði lið verið í al- gjörum sérflokki í efstu deild kvenna undanfarin ár. Þá var einnig um að ræða hálf- gerðan úrslitaleik um Íslandsmeist- arabikarinn en fyrir leikinn voru Valskonur á toppi deildarinnar með 40 stig eftir fimmtán spilaða leiki á meðan Breiðablik var í öðru sætinu með 39 stig eftir fjórtán spilaða leiki. Selfoss, sem var í þriðja sæti deildarinnar, var 18 stigum á eftir toppliði Vals og átti því ekki mögu- leika á að ná Breiðabliki og Val fyrir leik helgarinnar. Blikar höfðu ekki unnið deild- arleik á Hlíðarenda í fimm ár en síð- asti sigur þeirra, fyrir leik laug- ardagsins, var hinn 16. júní 2015 þegar Breiðablik vann 6:0-stórsigur. Breiðablik gekk illa að ná upp takti í sinn leik og liðið saknaði Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur mikið. Sveindís Jane Jónsdóttir lék sem fremsti maður Blika en Vals- konur lokuðu vel á hana og henni gekk illa að finna samherja sína á köntunum í lappir. Þar með tókst Blikum ekki að nýta sín skæðustu sóknarvopn sem skyldi. Blikar sýndu hins vegar mikinn styrk með að vinna leikinn þrátt fyr- ir að hafa ekki náð að spila sinn leik og það sannaðist í raun hversu mik- ið liðið hefur þroskast undir stjórn Þorsteins Halldórssonar á und- anförnum árum. Þjálfaraskák á Hlíðarenda Valskonur eiga hrós skilið fyrir sína framgöngu í leiknum en allir leikmenn liðsins lögðu sig 150% fram og hlupu fyrir allan peninginn á Hlíðarenda. Sóknarmenn Vals voru mjög dug- legir að pressa varnarmenn Blika allan leikinn og Kópavogsliðið náði því aldrei neinum takti í uppspil sitt sem er einn helsti styrkleika liðsins. Blikar þurfti því mjög reglulega að þruma boltanum langt fram völlinn. Þá voru miðjumenn Valskvenna mjög öflugir í hjálparvörninni og þeir mættu trekk í trekk á kantinn til þess að aðstoða bakverði sína við að verjast kantmönnum Blika. Það er því sorglegt að liðið hafi ekki fengið neitt úr úr leiknum miðað við vinnuframlag Valskvenna. Þegar allt kemur til alls var leik- urinn frábær skák tveggja frábærra liða. Leikurinn olli engum von- brigðum og var einn best spilaði leikur sem sést hefur í efstu deild kvenna í mörg ár. Þegar öllu er á botninn hvolft hef- ur Breiðablik verið besta lið sum- arsins og því kannski hægt að segja sem svo að liðið hafi átt sigurinn skilinn. Það var hins vegar auðvelt að vor- kenna Valskonum á Hlíðarenda á laugardaginn en þær fá tækifæri næsta sumar til þess að end- urheimta bikarinn á nýjan leik. Þangað til verður bikarinn í góðu yfirlæti hjá Breiðabliki í Kópavog- inum.  Þór/KA vann lífsnauðsynlegan 1:0-sigur gegn Selfossi í Boganum á Akureyri en sigurinn skaut Þór/KA úr fallsæti og er liðið nú tveimur stigum frá fallsvæðinu.  FH kom til baka gegn ÍBV á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum eft- ir að hafa verið 1:0-undir í hálfleik. Leiknum lauk með 3:1-sigri FH sem er nú með 1 stigi minna en ÍBV sem er í áttunda sæti  Þróttur úr Reykjavík er kominn úr fallsæti eftir 5:0-stórsigur gegn botnliði KR í Laugardal. Staða KR er hins vegar afar slæm en liðið er 7 stigum frá öruggu sæti.  Fylki mistókst að koma sér upp í þriðja sæti deildarinnar þegar liðið heimsótti Stjörnuna í Garðabæ en liðið er með stigi minna en Selfoss og á leik til góða á Selfyssinga. Úrslitaleikur sem olli engum vonbrigðum Morgunblaðið/Íris Einvígi Alexandra Jóhannsdóttir (t.v) og Elísa Viðarsdóttir (t.h) eigast við á Hlíðarenda í aðdraganda sigurmarks Breiðabliks sem kom á 74. mínútu.  Íslandsmeistarabikarinn er á leið í Kópavoginn eftir ársdvöl á Hlíðarenda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.