Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 6. O K T Ó B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  235. tölublað  108. árgangur  HÆTTULEGUR MÓTHERJI Í UMSPILINU MARGIR ÚR- KOMUDAGAR Í SUMAR SYNGJA FJÓRAR ARÍUR FYRIR TÓMUM SAL VÆTUTÍÐ OG VEÐURFAR 10 HÁDEGISTÓNLEIKAR 28LANDSLIÐ RÚMENA 27 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Greinilegur samdráttur er í bygg- ingum nýrra íbúða á höfuðborgar- svæðinu og í nágrenni þess að því er ný íbúðatalning Samtaka iðnað- arins leiðir í ljós. Á höfuðborgar- svæðinu á þetta sérstaklega við um íbúðir á fyrstu byggingarstigum, sem komnar eru að fokheldu en þar er samdrátturinn 41% frá sambæri- legri talningu samtakanna fyrir ári. „Leita þarf aftur til eftirhrunsár- anna 2010-2011 til að finna viðlíka samdrátt í byggingu íbúðarhúsnæð- is á umræddu svæði,“ segir í grein- argerð SI. Hins vegar fjölgaði full- gerðum íbúðum umtalsvert á milli ára. Ingólfur Bender, aðalhagfræðing- ur Samtaka iðnaðarins, segir þessar niðurstöður gefa vísbendingu um að mun færri fullbúnar íbúðir muni koma inn á markaðinn á næsta og þarnæsta ári. Að sögn hans hafa SI því lækkað fyrri spá sína úr því að ríflega 2.500 fullbúnar íbúðir verði tilbúnar á næsta ári niður í tæplega 2.000 íbúðir. Síðan megi gera ráð fyrir að fullbúnum íbúðum muni halda áfram að fækka enn meira á árinu 2022 og að á því ári komi um 1.900 fullbúnar íbúðir á markað. ,,Þetta er veruleg breyting frá fyrri framtíðarhorfum, sem á sér stað á sama tíma og maður sér fyrir sér að hagkerfið er þá að taka við sér miðað við þær spár sem hafa verið settar fram að undanförnu. Við stöndum þá væntanlega frammi fyrir því að ójafnvægi sé að koma aftur upp á íbúðamarkaði á næstu tveimur árum [...],“ segir hann. Verulegur samdráttur Morgunblaðið/Eggert Nýbyggingar Á höfuðborgarsvæðinu er samdrátturinn um 17%. Viðlíka samdráttur í smíði íbúða hefur ekki sést síðan á árunum 2010-2011.  Ný íbúðatalning SI bendir til að mun færri fullgerðar íbúðir komi inn á íbúða- markaðinn á næstu árum  Samdrátturinn mestur á fyrstu byggingarstigum 2.668 2.190 1.156 Íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu sept. 2018 sept. 2019 sept. 2020 Fjöldi í byggingu að fokheldu* *Skv. talningu SI MVeruleg fækkun íbúða ... »6 Sautján læknar hafa boðið fram starfskrafta sína í bakvarðasveit í baráttunni gegn þeirri veiru- bylgju sem nú herjar á landið að sögn Ragnars Freys Ingvarssonar, umsjónarmanns Covid- göngudeildar LSH. Manni er gríðarlega mikið þakklæti í huga. Það er á þessum tímum sem fólk sýnir sínar bestu hliðar,“ segir Ragnar Freyr. Fimmtán sjúklingar eru inniliggjandi vegna Covid-19, samtals 22 frá upphafi þriðju bylgju. Þar af eru þrír á gjörgæslu og allir í öndunarvél. Meðfylgjandi mynd er tekin á gjörgæslunni í gær. Víða er álag í heilbrigðiskerfinu. Að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæsl- unnar á höfuðborgarvæðinu, hefur aukin sókn verið í sálfræðiþjónustu og hafa 15 sálfræðingar bæst við á skömmum tíma. „Fólk er einmana og hrætt og svo er þetta aukið þunglyndi,“ segir Óskar. »4 og 13 Ljósmynd/Landspítali-Þorkell Allir upp á dekk tilbúnir að leggja lið Ein af þeim íslensku auglýsinga- stofum sem kepptu um að fá að gera kynningarherferðina „Ísland saman í sókn“, en fékk ekki, er nú með lög- sókn í undirbúningi vegna málsins. Þetta herma heimildir Morg- unblaðsins. Alþjóðlega auglýsingastofan M&C Saatchi fékk í vor hæstu ein- kunn valnefndar fyrir verkefnið, og hleypti stofan ásamt íslenska sam- starfsaðilanum Peel af stað hinni svokölluðu öskurherferð nú í sumar. Viðskipti með bréf M&C Saatchi hafa nú verið stöðvuð í Kauphöllinni í London þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir síðasta ár. Magnús Magnússon fram- kvæmdastjóri Peel segir að stöðv- unin hafi engin áhrif á samstarfið við M&C Saatchi. »12 Ljósmynd/InspiredByIceland Gervihátalari Öskrin vöktu mikla athygli á Íslandi sem áfangastað. Höfðar mál vegna herferðar  Viðskipti stöðvuð  Arnavarp gekk vel í ár og aðeins einu sinni hafa fleiri ungar komist upp síðan farið var að fylgjast náið með haferninum 1959, samkvæmt upplýsingum Kristins Hauks Skarphéðinssonar dýravistfræð- ings. Alls komst 51 ungi á legg úr tæplega 60 hreiðrum, en í íslenska stofninum eru um 85 pör. Í fyrra komust 56 ungar á legg og var um metár að ræða. Á sjöunda áratug síðustu aldar voru arnapörin aðeins talin vera ríflega 20. Aðalheim- kynni arnarins á Íslandi eru við Breiðafjörð, en varpsvæðið nær frá Faxaflóa norður í Húnaflóa. Senditæki senda nú reglulega upplýsingar um ferðir tólf ungra hafarna. Fyrstu leiðarritunum var komið á fugla í fyrra og gefa skrán- ingar frá þessum sendum mikils- verðar upplýsingar um það skeið í lífi fuglanna, sem minnstar upplýs- ingar hafa verið um. »4 Gott ár hjá erninum og 51 ungi á legg Ljósmynd/Bogi Þór Arason Haförn Varp arnanna gekk vel í ár og vel er fylgst með ferðum ungra fugla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.