Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020 ✝ Guðrún Brynj-ólfsdóttir fædd- ist í Vopnafirði 25. janúar 1948. Hún lést á Landspít- alanum Kópavogi 24. september 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Hildur Aðalbjörg Bjarna- dóttir, f. 30. apríl 1922, d. 18. febrúar 2010, og Brynjólfur Sigmundsson, f. 11. mars 1902, d. 11. mars 1984. Systir Guðrúnar er Kristín, f. 28. febrúar 1942, gift Arthúri Péturssyni, f. 25. febrúar 1935, d. 5. ágúst 2010. Fósturbróðir Guðrúnar var Hall- dór Bjarnason, f. 27. október 1959, d. 9. janúar 2010, giftur El- ínu Hannesdóttur, f. 16.apríl 1962. Eiginmaður Guðrúnar var Andrés Magnússon, f. 14. ágúst 1950, d. 15. janúar 2018. Þau 22. nóvember 2006, og Andrea Arna, f. 11. apríl 2008. Guðrún ólst upp í Hvamms- gerði í Vopnafirði og bjó þar í foreldrahúsum fram til rúmlega tvítugs. Guðrún fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur árið 1969. Þau bjuggu fyrst um sinn á Seltjarnarnesi en fluttu síðan í Eskihlíð í Reykjavík. Guð- rún og Andrés giftu sig 1976 og hófu búskap í Kjarrhólma, Kóp. Síðar byggðu þau sér parhús í Daltúni í Kópavogi, fluttu þang- að 1984 og bjuggu þar síðan. Guðrún lauk barnaskólaprófi á Vopnafirði og útskrifaðist úr Kvennaskólanum á Blönduósi ár- ið 1967. Guðrún vann við hin ýmsu störf en þó sérstaklega verslunarstörf í seinni tíð. Útför Guðrúnar fer fram frá Hjallakirkju í dag, 6. október 2020, og hefst athöfnin kl. 13. Vegna fjöldatakmarkana verður nánustu aðstandendum boðið til athafnarinnar. Streymt verður frá athöfninni á vefslóðinni https://youtu.be/9YRRbylkqoI Virkan hlekk á slóð má einnig nálgast á https://www.mbl.is/andlat giftu sig í Þingvalla- kirkju 22. maí 1976. Andrés fæddist í Reykjavík og var sonur hjónanna Jensínu Þóru Guð- mundsdóttur, f. 9. nóvember 1925, d. 20. maí 2007, og Magnúsar Truman Andréssonar, f. 11. apríl 1921, d. 15. júní 2006. Guðrún og Andrés eignuðust tvær dætur. 1) Hildur Brynja Andrésdóttir, f. 17. febrúar 1977, maki Egill Örn Petersen, f. 13. janúar 1974. Dætur þeirra eru Linda María, f. 12. nóvember 2003, og Guðrún Lilja, f. 25. júlí 2006, fyrir á Egill soninn Róbert Nökkva, f. 10. nóvember 1998. 2) Linda Mjöll Andrésdóttir, f. 18. janúar 1979, d. 27. júní 2018, gift Páli Jakobssyni, f. 9. júní 1976. Börn þeirra eru Jakob Felix, f. Með mikilli sorg og söknuði kveð ég þig, elsku mamma mín, sem er sérstaklega erfitt svona stuttu eftir fráfall pabba og Lindu systur. Þótt sorgin sé yf- irþyrmandi þá er ég þakklát fyrir svo ótal margt. Eftir lifa ómetanlegar minningar sem ég mun ávallt geyma í hjarta mínu. Foreldrar mínir hófu búskap í Kjarrhólma þar sem við Linda tókum fyrstu skrefin. Þegar fjölskyldan stækkaði byggðu mamma og pabbi æskuheimili okkar Lindu í Daltúni. Þó svo þau væru að byggja framtíð- arheimili fyrir fjölskylduna þá létu þau það ekki stoppa sig við að fara með okkur systur í nokkrar utanlandsferðir. Þau kusu að taka sér lengri tíma við að koma sér fyrir í húsinu og geta farið í ferðalög með okkur. Mamma var heimakær og leið einstaklega vel í Daltúninu alla tíð og naut þess innilega að dunda sér úti í garðinum sínum. Mömmu fóru öll verk vel úr hendi, hún smíðaði, sagaði, mál- aði og hélt húsinu við. Þessu sinnti hún alltaf að einlægum áhuga og gleði. Mamma var sjálfri sér nóg, henni leiddist aldrei og hafði alltaf nóg fyrir stafni. Hún var handlagin og mikil handavinnu- kona. Hún saumaði bæði kjóla á okkur systurnar þegar við vor- um litlar og árshátíðarkjóla þegar við vorum í Versló. Hún saumaði einnig fallega skírnar- kjólinn sem við systur og okkar börn vorum skírð í. Mamma hafði einnig gaman af því að hekla og prjóna og gerði fal- legar peysur, vettlinga, húfur og fleira á alla fjölskylduna. Mamma kynntist Agli mínum nánast á sama tíma og ég í gegnum sameiginlega sam- starfsfélaga okkar mömmu. Foreldrar mínir tóku Agli strax vel og mamma talaði oft um hvað hún var ánægð með tengdasynina. Mamma var mik- il fjölskyldukona og við syst- urnar fundum það svo vel alla tíð hvað mamma valdi fjölskyld- una fram yfir margt annað. Eft- ir að við fluttum að heiman stóðu dyrnar að Daltúninu allt- af opnar og börnin alltaf vel- komin. Árlega fór fjölskyldan saman í veiði- og sumarbústaðaferðir. Þá fórum við öll saman til Dan- merkur á meðan Linda og Palli bjuggu þar og síðan þykir mér afskaplega vænt um ferð sem við fjölskyldan fórum öll saman til Tenerife árið 2017, dásam- legur og dýrmætur tími sem við áttum þar saman. Mamma fylgdist vel með þjóðmálaumræðunni, hún var jafnréttismanneskja sem lagði áherslu á að bæta hag þeirra sem minna máttu sín. Þá var hún einnig mikill umhverfis- sinni og var langt á undan sinni samtíð í að draga úr plastnotk- un, flokka og endurnýta hluti. Síðustu árin upplifði mamma mikla sorg og erfiðleika eftir að elsku pabbi og Linda létust með stuttu millibili eftir baráttu við krabbamein. Hún greindist síðan sjálf með krabbamein á síðasta ári eftir margra mánaða veikindi. Mamma var alltaf svo dugleg og hörð af sér þrátt fyr- ir heilsubrestinn. Elsku mamma mín, ég á eftir að sakna þín svo mikið og vona að þú hafir vitað hversu þakklát ég er fyrir að hafa átt þig sem mömmu. Þið pabbi gerðuð allt fyrir okkur systurnar, við fund- um það svo vel alla tíð og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Takk fyrir allt. Elsku mamma, ég veit að pabbi og Linda taka vel á móti þér. Þín dóttir, Hildur Brynja. Ég man vel þegar ég hitti hana Guðrúnu tengdamóður mína fyrst. Þær mæðgur unnu saman í verslun og sameign- legir vinir okkar Hildar drógu mig með í starfsmannateiti. Þar hitti ég fyrir Hildi mína í fyrsta sinn sem og foreldra hennar, sem ég svo átti í hrókasam- ræðum við allt kvöldið enda höfðu bæði þann kost að sýna öðru fólki mikinn áhuga. Eftir að tilhugalífið byrjaði hjá okkur Hildi einhverju seinna var því ekki mikill kvíði að hitta tengdaforeldrana og tóku þau mér vel alla tíð síðan. Guðrún ólst upp á bænum Hvammsgerði við bakka Selár í Vopnafirði. Í gegnum per- sónuna speglaðist uppeldið í sveitinni. Hún var harðdugleg, sérlega hjálpleg og fórnfús, fór ekki í manngreinarálit og hafði mikinn áhuga á fólki, bakgrunni þess og tali. Unni hún náttúru og dýrum sem sýndi sig í mikilli natni við að yrkja garðinn sinn sem var hennar griðastaður og hún hafði mikið dálæti á sem og fuglunum sem heimsóttu hana í garðinn til að fá væna bita á hörðum vetrum. Þá var hún nýtin með eindæmum, sóun og bruðl var eitur í hennar bein- um. Guðrún var sérlega vand- virk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, hvort sem um var að ræða fínverk eins og sauma- skap og prjón eða stórverk þeg- ar hún tók sér hamar, sög eða pensil í hönd og sinnti viðhaldi. Hún vílaði ekki fyrir sér nein störf, uppalin í sveitastörfum sem fóru henni vel úr hendi, vann ung í síld og sláturhúsi, síðar ýmis verslunarstörf en einnig umönnun og þrif. Um tvítugt fór hún sem þerna í tvo túra til Ameríku og Evrópu á fraktskipum Eimskipafélagsins sem á þeim tíma var mikið æv- intýri fyrir unga sveitastúlku úr Vopnafirðinum. Guðrún hugsaði vel um sitt fólk. Hún var stoð og stytta Andrésar tengdapabba og lagði mikið upp úr að hann fengi tíma fyrir sín hugðarefni eins og að horfa á enska boltann og stunda veiðiskap. Hjálpfús og bóngóð var hún mjög, sem dæt- urnar og við tengdasynirnir nutum góðs af. Barnabörnin ávallt velkomin í heimsókn hve- nær sem var og leið þeim eins og heima hjá sér. Hafði hún gaman af ferðalögum með fjöl- skyldunni og var þá gjarnan fljót til að draga fram kræs- ingar til að seðja svanga maga þegar á ferðastað var komið. Réttlætiskenndin var sterk hjá Guðrúnu og hafði hún ímu- gust á þegar henni fannst vegið að þeim sem minna máttu sín. Sýndi það sig í miklum áhuga á pólitík í seinni tíð. Sjaldan fet- aði hún þar troðnar slóðir og hafði lítið álit á meðalmennsku, stórkarlalátum eða innantómu orðagjálfri. Harmur Guðrúnar og fjöl- skyldunnar var mikill þegar bæði Andrés tengdapabbi og Linda mágkona mín létust með stuttu millibili fyrir tveimur ár- um eftir erfið veikindi. Það var því reiðarslag þegar sömu veik- indi börðu að dyrum Guðrúnar einungis ári síðar. Þrátt fyrir mótlætið kveinkaði Guðrún sér aldrei, tókst á við sorgina og veikindin af æðruleysi og þraut- seigju. Tómleikinn er mikill eftir erfið áföll sem dunið hafa á litlu Daltúns-fjölskyldunni en þakk- lætið er mikið fyrir tímann sem gafst og minningarnar ylja um ókomna tíð og sefa sársaukann. Egill Örn Petersen. Geggjaður grjónagrautur, prýðilegar pönnukökur frábær fiskur í raspi og gómsæt kjöt- súpa. Allra þessara kræsinga munum við sakna hjá ömmu í Daltúni. Svo ekki sé talað um endalausu frostpinnanna, ísbílt- úranna og Ribena djúss í tug- lítratali. Á jólunum skárum við út laufabrauð og gúffuðum í okkur reykta hangikjötið frá Vopna- firði. Það var alltaf gott að gista hjá ömmu, hún fór með bænir fyrir kvöldsvefninn og bað Guð að passa upp á okkur. Og svo var hún svo dugleg að smyrja nesti fyrir okkur afa þegar við fórum í veiðitúra. Guðrún var þrældugleg, ósérhlífin og hjálpsöm með ein- dæmum. Henni leiddist aldrei því hún fann sér alltaf eitthvað að dunda sér við. Hún mót- mælti því að vera með græna fingur þó svo að aðkoman að Daltúni 2 á sumrin væri með þeirri litríkustu og blómlegustu í Kópavogi. Hún var stórkostleg saumakona; fataviðgerðir henn- ar framlengdu líf margra okkar flíka um fjölda ára. Hvergi á byggðu bóli hefur fundist jafnmikill fréttafíkill og Guðrún. Enda var það henni mikið áfall þegar fréttastöðin NFS lagði upp laupana haustið 2006. Hún átti það til að ræða stjórnmál í tíma og ótíma og var á tímabili sjálfskipaður óvinur Framsóknarflokksins nr. 1. Við kveðjum hana með sorg í hjarta. Við erum samt þakklát fyrir allar góðu minningarnar og fyrir að hafa átt ömmu/ tengdó sem var þeirrar skoð- unar að fjölskyldan skipti mestu máli. Andrea Arna, Jakob Felix og Páll. Elsku amma mín var ein af bestu og yndislegustu mann- eskjum sem ég þekki. Hún var svo góð og það var alltaf gaman að vera í kringum hana. Amma var flott og dugleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og svo var hún mjög sjálfstæð. Hún hafði gaman af því að halda garðinum sínum fínum og elda góðan mat. Ég á endalaust af skemmti- legum og dýrmætum minning- um með ömmu sem ég mun aldrei gleyma. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu, hún dekraði við okkur barnabörnin hennar og hún eld- aði besta mat í heimi. Maturinn sem var í mestu uppáhaldi hjá mér voru kjötsúpa, hangikjöt, hrossakjöt og svo auðvitað pönnukökurnar sem hún bakaði oft og kom með í öll afmæli og aðrar veislur. Það var svo gam- an í kringum jólin í jólaboðum hjá ömmu, í laufabrauðabakstri og þegar að amma var hjá okk- ur á aðfangadögum. Það voru ýmsar ferðir sem við fórum með ömmu í svo sem veiðiferðir í Gufudalinn, sveitaferðir í Syðri-Vík þar sem amma var ekki byrjandi vegna þess að hún ólst upp í sveitinni. Hún gat sagt okkur áhugaverðar sögur frá því að hún var lítil og bjó í sveit. Ég fór oft með ömmu í berjamó og á tímabili fórum við árlega í veiði og berjaferð, þar vorum ég og amma á fullu að tína ber sem hún notaði svo til að búa til dýrindisbláberjasultu. Tenerife- ferðirnar með ömmu voru svo skemmtilegar og eftiminnileg- ar. Við fórum nokkrum sinnum út að borða, slökuðum á við sundlaugarbakkann og svo skellti amma sér alltaf með okkur í eina rennibrautarferð á dag. Ömmu verður sárt saknað og ég mun elska hana að eilífu. Linda María. Í dag fylgjum við Gunnu móð- ursystur minni til hinstu hvílu eftir baráttu hennar við krabba- mein. Margs er að minnast og margt er að þakka. Fyrstu minningarnar um móðursystur mína var spenningurinn og til- hlökkunin sem bærðist um í brjósti mér þegar von var á Gunnu og Andrési í Syðri-Vík, æskuheimilið mitt á Vopnafirði. Tímatal mitt miðaðist við komu Gunnu, annað hvort áttu hlut- irnir sér stað fyrir eða eftir komu hennar. Heimsóknirnar einkenndust fyrst og fremst af góðri nærveru fjölskyldunnar sem tók þátt í daglegu lífi okkar og störfum í sveitinni. Minningin geymir marga skemmtilega við- burði, reiðtúra og veiðiferðir sem áttu það til að enda með ævintýrum, og óvæntum uppá- komum. Samband móður minn- ar við systur sína var einlægt og fallegt. Þær höfðu sameiginleg- an áhuga á sveitinni, skepnum, bústörfum, náttúrunni, ræktun og garðvinnu. Þær gátu spjallað endalaust og virtist aldrei skorta umræðuefni og í minningunni heyrði ég þeim aldrei verða sundurorða. Gunna frænka mín var hug- ulsöm, greiðvikin og ræktarsöm við fjölskyldu og vini. Hún var viðræðugóð og áhugasöm um menn og málefni. Í samræðum tók hún iðulega upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín. Þegar kom að því að sveita- stelpan ég hleypti heimdragan- um og hélt á vit ævintýranna í borginni var það ómetanlegt að fá að dvelja vetrarlangt í öryggi á hlýlega heimilinu þeirra hjóna. Ég verð þeim ævinlega þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með fjölskyldunni. Gunna og Andrés voru ákaf- lega samheldin hjón. Vinátta og kærleikur einkenndi hjónaband þeirra. Þau eyddu ávallt frítíma sínum saman og voru samtaka í því sem þau tóku sér fyrir hendur. Þau byggðu sér af ein- stakri smekkvísi og dugnaði fal- legt heimili með listilega fal- legum garði að Daltúni 2 í Kópavogi. Þar undu þau hag sínum vel ásamt dætrum sínum Hildi Brynju og Lindu Mjöll. Þau settu hag og þarfir dætra sinna ofar öllu öðru og höfðu unun af því að fylgjast með þeim og styðja þær í verkefnum sínum, hvort sem það var á sviði mennta, íþrótta eða tóm- stunda. Eftir að þær stofnuðu til fjölskyldu og heimilis með sínum mökum hélt stórfjöl- skyldan áfram samheldni sinni og nánd. Elsku Hildur Brynja, Egill, Palli, Linda María, Guðrún Lilja, Róbert Nökkvi, Jakob Felix og Andrea Arna, Guð gefi ykkur styrk og huggun í sökn- uði ykkar. Að leiðarlokum vil ég þakka Gunnu móðursystur minni fyrir samfylgdina, umhyggjuna og tryggðina. Blessuð sé minning hennar. Brynhildur Arthúrsdóttir. Nú er Gunna mágkona mín farin í ferðina löngu. Það er skrítið að geta ekki heyrt í henni eða hitt á ný á góðum stundum. Hún var einstök kona, margs er að minnast og margt er að þakka. Ég sá hana fyrst koma hlaupandi niður útitröppurnar í Daltúninu. Við Halldór vorum þar mætt til að kynna nýju kærustuna hans fyrir stóru systur. Mér fannst hún töff, dökk yfirlitum, grönn og glæsi- leg með sposkan svip. Viðkynn- in urðu góð frá fyrstu stundu og nú rúmum þrjátíu árum síð- ar er mér það efst í huga hversu traust og elskuleg öll okkar samskipti hafa verið. Aldrei hefur neinn skugga borið þar á. Gunna bjó yfir stóískri ró, ríkri réttlætiskennd og þegar hún talaði greip hún athygli manns óskipta, enda bæði skarpgreind og skemmtileg. Hún vílaði heldur ekki fyrir sér að taka til hendinni, mjög vinnusöm og ósérhlífin. Dætur hennar og fjölskyldur þeirra nutu þess, enda áttu þær sterkt bakland í foreldrum sínum. Þau einstöku hjón, Gunna og Andr- és, voru svo samhent, Andrés með sína einstöku ljúfu nær- veru og Gunna drifkraftinn. Ófrávíkjanleg virðing, viður- kenning og ást einkenndi þeirra samband, sem er svo sannar- lega góður arfur til afkomenda þeirra. Stundum finnst manni að réttlætinu sé ansi misskipt. Öll fáum við auðvitað okkar skerf, en það er þó þungur baggi að þurfa að horfa upp á börnin sín veikjast og deyja eins og Gunna þurfti að gera þegar Linda Mjöll, yngri dóttir hennar, lést frá ungum börnum og eigin- manni einungis hálfu ári eftir að Andrés yfirgaf þennan heim. Á aðeins rúmlega tveimur og hálfu ári eru þau þrjú nú farin frá okkur, en eftir sitja afkom- endur, aðrir ættingjar og vinir hnípnir. Þyngstur er þó harmur elsku Hildar Brynju, Egils, Lindu Maríu, Guðrúnar Lilju, Róberts Nökkva, Palla, Jakobs Felix og Andreu Örnu. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð, elsku fjölskylda. Megi guð og allar góðar vættir um- vefja ykkur og leiða áfram veg- inn inn í bjartari tíma. Elín Hannesdóttir. Elsku Guðrún, þig ég kveð með virðingu og trega. Sterk og ákveðin varstu alltaf og stóðst ávallt heil á bak við fjölskyld- una þína í gegnum lífið. Það var alltaf svo gott að vera í Daltúni sem stóð okkur vinum Lindu og Hildar alltaf opið. Þið voruð fal- leg og samheldin fjölskylda. Talað var við mann af þroska og rætt var um pólitík og sam- félagsmál frá unga aldri. Guð- rún var mikil réttsýnismann- eskja og hafði miklar hugsjónir um réttlátt og gott samfélag. Veikindi og þungur baggi hefur verið borinn síðustu ár hjá ykkur litlu fjölskyldunni. Sterk og af heilindum hafið þið tekist á við erfiðleikana og sorgina. Elsku Hildur Brynja og fjöl- skylda, Palli, Jakob Felix og Andrea. Ykkur sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi allar góðar vættir fylgja ykkur og vaka yfir ykkur á erfiðum tímum. Ég bið að heilsa Nú andar suðrið sæla vindum þýð- um; á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði; kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði; blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal, að kveða kvæðin þín, heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil, með húfu og rauðan skúf, í peysu; þröstur minn góður, það er stúlkan mín. (Jónas Hallgrímsson.) Elín Þórunn Stefánsdóttir. Guðrún Stefanía Brynjólfsdóttir Ástkær eiginmaður minn, pabbi okkar og tengdapabbi, GUNNLAUGUR KRISTÓFER BJARNASON, Grund, Garðabæ, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 29. september. Útför hans verður frá Garðakirkju fimmtudaginn 8. október klukkan 13. Vegna aðstæðna verður að takmarka fjölda gesta í kirkjuna og verða því send boð í athöfnina. Streymt verður frá athöfninni á: www.cutt.ly/gulli Unnur Flygenring Ágúst Þór Gunnlaugsson Þórhildur Halla Jónsdóttir Sigrún Helga Gunnlaugsdóttir Flygenring

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.