Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Álit þitt á ástinni er að breyt- ast. Settu skýrar línur um það hvað þú ert tilbúin/n til að taka að þér. Vertu þér meðvitandi um alla möguleikana. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér finnst þú komin/n í erfiðar skuldbindingar gagnvart vini þínum. Ef aðrir halda að þú eigir nú þegar allt sem þú þarft þá eru þeir á villigötum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Allt hefur sinn tíma, bæði starf og leikur og að jafnaði gengur starfið fyrir. Vegna hæfileikana þinna verður þú kosin/n til að vinna erfiðustu verkin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Farðu varlega í því að deila ár- angri þínum með öðrum, nema þú teljir þig geta treyst viðkomandi út í æsar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér líður best í samstarfi við fáa og ættir því að forðast stóra vinnuhópa eins og heitan eldinn. Góður undirbún- ingur tryggir farsæla framkvæmd. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er sjálfsagður hlutur að að- stoða aðra, ef þig langar til þess. Not- aðu tækifærið og komdu þínum málum á framfæri þegar færi gefst. 23. sept. - 22. okt.  Vog Berðu framtíðaráform þín undir vini og vandamenn. Erfiðleikarnir eru meira leyndir en ljósir. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu ekki feimnina hindra þig í að njóta afraksturs verka þinna. Fólk er samvinnufúst og tilbúið til að leita sameiginlegra lausna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að taka málin í þín- ar hendur og ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Sumar ákvarðanir eru ekki á þínu færi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er allt í lagi að hampa sjálfum sér svona af og til ef það er ekki á annarra kostnað. Listrænn árang- ur næst með aga. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það opnar þér ýmislegt nýtt hversu auðvelt þú átt með að skilja að- stæður annarra. Þú ert góður vinur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vertu óhrædd/ur við að segja það sem þér býr í brjósti. Nú ertu að verða sú manneskja sem þú vildir verða. sérhæfði sig í barnaskurðlækningum og vann í nokkur ár í Svíþjóð og þótti sérstaklega fær í faginu. Það gustaði aðeins meira um hann þegar hann kom heim 1967, fyrsti barnaskurð- læknir Íslands, enda oft erfitt að ryðja brautina fyrir nýjum háttum. Hann var ráðinn á almennu skurðlækna- alanum. „Ég var mest hneigður til skurðlækninga og fór í framhaldsnám í almennum skurðlækningum til Sví- þjóðar, en þar fékk ég meiri áhuga á því að stunda barnaskurðlækningar og fékk til þess hvatningu að heiman, því það vantaði sárlega barnaskurðlækni.“ Guðmundur ákvað að svara kallinu og G uðmundur Bjarnason fæddist 6.10. 1930 í Brekku í Fljótsdal. Ald- urinn sést ekki á Guð- mundi, sem heldur sér mjög vel og er eldsnarpur. Hann hefur aldeilis lifað tímana tvenna, fæðist í al- heimskreppunni, er unglingur í seinni heimsstyrjöldinni og lifir kalda stríðið og sér síðan heiminn ganga í gegnum allar tæknibyltingar tímabilsins. „Jú, það hefur orðið svo yfirþyrmandi breyting á öllum hlutum að yngra fólk hefur ekki minnstu hugmynd um hvernig tilveran var á mínum yngri ár- um. Til dæmis þegar ég átti heima á Flateyri, þá var maður stundum að vakna við sprengingar úti í fjarðar- kjaftinum þar sem skip voru að sigla á tundurdufl eða kafbátasprengjur. En svona var nú tilveran og mótor- bátarnir stundum að koma með dauða menn af þessum skipum og þetta var eiginlega ótrúlegur tími. Eitt sinn var þýskur njósnari sem gekk um fjöllin þarna í ein tvö ár fyrir vestan. Svo gaf hann sig fram við setuliðið á Patreks- firði, en hann hafði það embætti held ég að fylgjast með skipalestum sem fóru þarna fyrir, frá Hvalfirði til Murmansk, og hann hafði talsamband við kafbáta. Hann var sóttur sam- stundis og hefur líklega lent í tukthúsi úti í Bretlandi.“ Guðmundur flutti frá Flateyri til Patreksfjarðar tólf ára, árið 1942, og lítur alltaf á sig sem Patreksfirðing. „Árin sem maður er að kveðja barn- æskuna átti ég þar, þegar ég var að fullorðnast og farinn að vinna með öðru fólki. Þetta var á stríðsárunum og reglur um vinnu unglinga aðrar en í dag. Ég fór í vegavinnu þegar ég var 13 ára og vann þar í tvö sumur. Eftir það var ég á togurum í 3 sumur, við bílkeyrslu og við hafnargerðina á Pat- reksfirði vann ég einhver sumur.“ Guðmundur segir að faðir hans hafi ekki hvatt hann til að fara í læknanám. „Pabbi sagði við mig að ef mig langaði að eignast peninga þá skyldi ég ekki fara í læknisfræði. En það hafði engin áhrif á mig því ég hafði engan áhuga á peningum.“ Guðmundur lauk prófi í almennum lækningum frá HÍ árið 1958 og vann um tveggja ára skeið á Landspít- deildina á Landspítalanum og fékk ekki starf á barnadeildinni fyrr en nokkrum árum seinna. Samhliða vinnu sinni í almennum skurðlækningum var hann stöðugt á vakt ef eitthvað kom upp á á barnadeildinni. „Þetta var mik- il vinna en ég hef bara aldrei unað mér betur en á skurðstofunni,“ segir Guð- mundur. Það liðu 17 ár áður en fleiri barnaskurðlæknar komu til landsins og þá fór róðurinn að léttast. Guð- mundur er heiðursfélagi í Félagi skurðlækna og fékk viðurkenningu frá Landspítalanum fyrir vel unnin störf. Heimili Guðmundar og konu hans Bergdísar er fallegt og ber vitni um listræna hlið Guðmundar sem hefur málað alla tíð. „Það voru þrír setuliðs- menn á Patró þegar ég var tólf ára og ég kynntist þeim vel. Einn þeirra var áhugaljósmyndari og fékk aðgang að röntgenkompunni hjá pabba og annar var frístundamálari og hann hét Tay- lor og var kallaður Slim og hann gaf mér svona innsýn í meðferð á litum. Síðan hef ég alltaf haft gaman af því að grípa í blýant og pensil, sérstaklega eftir að ég hætti að vinna. Ég hætti að vinna 70 ára á aldamótaárinu og hef Guðmundur Bjarnason barnaskurðlæknir - 90 ára Hjónin Hér eru Bergdís og Guðmundur alsæl í einni af fjölmörgum ferðum þeirra um landið okkar fagra. Hefur lifað tímana tvenna Málarinn Guðmundur hefur málað alla tíð og hér er vatnslitamynd af stjúpdóttur hans, Elínu Örnu. Vinnustofan Guðmundi fellur ekki verk úr hendi og afköst hans í myndlistinni bera því vitni. Til hamingju með daginn Stykkishólmur Páll Berg Berglindarson fæddist 1. október 2019 kl. 12.13. Hann vó 3.862 g og var 84 cm langur. Móðir hans er Berglind Lilja Þorbergsdóttir. Nýr borgari Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum alnabaer.is PLÍ-SÓL GARDÍNUR 30 ára Hrafnhildur Ylfa ólst upp í Reykja- vík en er núna í Sví- þjóð í meistaranámi í lögfræði. Hún nemur klassískan söng í Söngskóla Sigurðar Demetz og hefur áhuga á hestum og útihlaupum. Hún hef- ur hlaupið hálft maraþon í Beirút í Líb- anon, sem fáir Íslendingar hafa gert. Maki: Guðjón Ólafsson, f. 1989, birting- arstjóri á H:N auglýsingastofu. Sonur: Mikael Máni, f. 2016. Foreldrar: Magnús Guðmundsson, f. 1960, eigandi hestabúgarðs í Svíþjóð og starfar hjá þýsku fyrirtæki í lífeyrissjóðs- geiranum, og Þóra Hrönn Ólafsdóttir, listförðunarfræðingur á RÚV. Hrafnhildur Ylfa Magnúsardóttir 30 ára Gróa ólst upp í Seljatungu í Gaulverja- bæjarhreppi en flutti árið 1997 á Bakka á Kjalarnesi. Núna býr Gróa í Breiðholtinu. Hún er í meistaranámi í fötlunarfræði. Gróa á eineggja tvíburasystur,Viktoríu, sem þekktust vart í sundur í æsku nema af því Gróa var með gleraugu. Í frístundum er Gróa mikill lestrarhestur. Maki: Aldís Jóna Haraldsdóttir f. 6.10. 1985, kennari. Sonur: Birgir Aðalsteinn Ásgeirsson, f. 2013. Foreldrar: Birgir Aðalsteinsson, f. 1955, og Ásthildur Skjaldardóttir, f. 1955. Þau eru bændur á Bakka á Kjalarnesi. Gróa Rán Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.