Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 8
Heiðar Ástvaldsson
danskennari lést að-
faranótt sunnudagsins
4. október síðastliðins,
sem var afmælisdagur
hans. Róbert Heiðar
Ástvaldsson fæddist á
Siglufirði árið 1940 og
ólst þar upp. Hann
tók stúdentspróf frá
Verslunarskóla Ís-
lands, nam lögfræði
við Háskóla Íslands
og lauk prófum í al-
mennri lögfræði.
Stundaði nám við City
of London College í
ensku, bókmenntum og al-
þjóðalögum og stundaði nám víða
um lönd, m.a. í latínu, frönsku,
þýsku og spænsku. Heiðar lauk
prófi sem danskennari frá Im-
perial Society of Teachers of
Dancing 1957. Í áratugi sótti
Heiðar svo dansnámskeið erlend-
is, einkum á Englandi, Þýska-
landi og Danmörku en fór einnig
til Frakklands, Ítalíu, Grikklands
og í Bandaríkjanna.
Heiðar starfrækti eigin dans-
skóla, Dansskóla Heiðars Ást-
valdssonar, frá árinu 1956.
Kenndi þúsundum Íslendinga um
land allt og var afar áhrifamikill í
dansmennt þjóðarinnar.
Þá kenndi hann dans í Ríkis-
útvarpinu í fimm ár og sá þar um
danslagaþátt í 17 ár. Einnig sá
hann um þætti á Útvarpi Sögu,
m.a. um kúbverska
tónlist. Heiðar gerði
einnig nokkra sjón-
varpsþætti þar sem
hann sýndi dans
ásamt systrum sín-
um, Guðrúnu og
Eddu. Hann sýndi
þá dans víða á
skemmtistöðum,
bæði hérlendis og
erlendis. Heiðar
dæmdi í dans-
keppnum á Eng-
landi, í Þýskalandi,
Danmörku, Rúss-
landi, Bandaríkj-
unum, Úkraínu og alls staðar á
Norðurlöndunum.
Heiðar var formaður Dans-
kennarasamband Íslands, fulltrúi
Íslands hjá Alþjóðasambandi
danskennara og formaður
Siglfirðingafélagsins í Reykjavík.
Hann var forseti Loka og forseti
Dansráðs Íslands. Heiðar skrifaði
þrjár bækur um dans: Kennslu-
bók í chachacha, Alþjóðadans-
kerfið, og 25 línudansar.
Heiðar kvæntist árið 1965
Hönnu Frímannsdóttur, f. 1936.
d. 2008, formanni Karon, samtaka
sýningarfólks.
Sonur Heiðars og Hönnu er
Ástvaldur Frímann, f. 1973, BS í
íþróttafræði, cand. scient. í
íþróttasálfræði og MBA frá Há-
skóla Íslands, búsettur í Reykja-
vík.
Andlát
Heiðar Ástvaldsson
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020
Styrmir Gunnarsson ritar á vefsinn í gær: „Í fréttum Morg-
unblaðsins í dag kemur fram að
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telji
að „Ísland standi ekki við skuld-
bindingar sínar
um framkvæmd
EES-reglna. ESA
telur að íslenzka
ríkið tryggi ekki
að Evrópulöggjöf,
sem innleidd hefur
verið á Íslandi,
standi framar inn-
lendri löggjöf.“
Um þetta segir Sigríður Á. And-ersen, þingmaður Sjálfstæð-
isflokks og formaður utanrík-
ismálanefndar Alþingis: „Það er
enginn vafi í mínum huga að erlend
löggjöf gengur ekki framar ís-
lenzkri löggjöf. Eitthvert álit frá
ESA breytir engu þar um.“
Birgir Ármannsson, formaðurþingflokks Sjálfstæðisflokks-
ins segir af þessu tilefni: „Mér
finnst það blasa við að kröfugerð
ESA samrýmist mjög illa íslenzkri
stjórnskipan. Því þurfa íslenzk
stjórnvöld að koma skýrt á fram-
færi.“
Afstaða þessara tveggja þing-manna er skýr.
En koma íslenzk stjórnvöld þeim
sjónarmiðum á framfæri?
Sporin hræða.“
Það er sannarlega rétt að sporinhræða. Þingmenn hafa ítrekað
og að ástæðulausu látið reka sig til
að samþykkja lög af ótta við að
lenda upp á kant við Brussel-valdið.
Vonandi eru ofangreind ummælitil marks um að breyting sé að
verða á.
Styrmir
Gunnarsson
Sporin hræða
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
framhaldi af niðurstöðu forvals, þar
sem fimm þátttakendum var gefin
þátttökuheimild í útboðinu. Tilboð
voru opnuð í ágúst sl. og var tilboð
Eyktar lægst, eða 8,68 milljarðar.
Var það 82% af kostnaðaráætlun sem
er 10,5 milljarðar króna án virð-
isaukaskatts. Jarðvegsframkvæmdir
við grunn hússins gengu vel og er lok-
ið, en ÍAV hf. sá um þann þátt.
Páll Daníel Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Eyktar hf., segir í til-
kynningu að fyrirtækið sé vel und-
irbúið fyrir þetta stóra
uppsteypuverk, sem er eitt af þeim
stærri í Íslandssögunni. „Reynsla
okkar og allur aðbúnaður er á þeim
stað að við munum strax ráðast í verk-
efnið af fullum krafti. Það verða um
þrjú hundruð manns á okkar vegum
þegar mest verður,“ segir Páll Daníel.
Gunnar Svavarsson, fram-
kvæmdastjóri NLSH ohf., segir að
fjölmargir aðrir verkþættir séu hand-
an við hornið, s.s. útboð á jarðvinnu
rannsóknahússins og alútboð eftir for-
val á bílastæða- og tæknihúsi.
sisi@mbl.is
Nýr Landspítali hefur samið við
byggingarfyrirtækið Eykt um upp-
steypu á nýju þjóðarsjúkrahúsi á
Landspítalalóðinni.
Nýr meðferðarkjarni verður um
70.000 fermetrar að stærð og er þetta
ein stærsta framkvæmd uppbygg-
ingar nýs Landspítala. Áætlanir
NLSH eru þær að uppsteypan geti
hafist í nóvember nk. og fram-
kvæmdatími verksins verður um þrjú
ár.
Útboð á uppsteypu meðferðar-
kjarna Nýs Landspítala var haldið í
Eykt byggir meðferðarkjarnann
Orkustofnun - Grensásvegi 9 - 108 Reykjavík
Sími 569-6000 - www.os.is
Ársfundur
Orkustofnunar 2020
sendur út á www.os.is
15. október 14:00 - 16:30
D A G S K R Á
13:45 Mæting
14:00 Ávarp ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir
14:15 Ávarp orkumálastjóra
Dr. Guðni A. Jóhannesson
14:30 Vetnishagkerfi – möguleikar á samstarfi
Íslands og Þýskalands?
Dietrich Becker, sendiherra Þýskalands á Íslandi
15:00 Langtíma orkustefna fyrir Ísland
Guðrún Sævarsdóttir, dósent við HR og
formaður starfshóps um mótun orkustefnu
15:20 Kaffihlé
15:30 Orkuöryggi í tvær áttir
Lennard Bernrann, meistari í rafeindaverkfræði
og ráðgjafi, Svíþjóð
15:50 Raforkuöryggi á heildsölumarkaði
Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og formaður
starfshóps um raforkuöryggi á heildsölumarkaði
16:05 Orkuskipti í samgöngum
Jón Ásgeir H. Þorvaldsson, sérfræðingur
og Anna L. Oddsdóttir, sérfræðingur, jarðhitanýting,
orkuskipti, Orkustofnun
16:20 Fundarlok
Fundarstjóri: Baldur Pétursson, verkefnastjóri fjölþjóðleg
verkefni og kynningar, Orkustofnun
Fundurinn verður einungis á www.os.is
Viðskipti
Texti féll niður í grein
Málsgreinar féllu niður í aðsendri
grein Þórdísar Bjarkar Sigurþórs-
dóttur og Kristínar Johansen, „Ís-
land eina Norðurlandaþjóðin með
fjarkennslu í framhaldsskólum“, í
gær. Beðist er velvirðingar á mistök-
unum en textinn er eftirfarandi:
„… Inflúensan lagðist fyrst og
fremst þungt á ungt fólk (< 60 ára)
ólíkt núverandi pest sem leggst
þyngra á eldra fólk. Um 170 manns
voru lagðir inn á sjúkrahús um haust-
ið með staðfesta svínainflúensu. Af
þeim þurftu 22 að leggjast inn á gjör-
gæsludeild og lágu margir þar í önd-
unarvélum vikum saman. Talið er að
um 60 þúsund manns hafi veikst af
inflúensunni.
(https://www.althingi.is/altext/139/
s/0867.html.).“
LEIÐRÉTT