Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 29
þekkja sem Hr. Hnetusmjör, er
vinsælasti rappari Íslands. Þrátt
fyrir ungan aldur á hann magnaða
lífssögu að baki og í bókinni Hr.
Hnetusmjör hingað til rekur Sól-
mundur Hólm þá sögu og dregur
ekkert undan.
Einnig kemur út ný bók um Fíu-
sól, Fíasól og skringileg saga um
Pippu systur með kött í maga, eft-
ir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.
Halldór Baldursson myndskreytir
bókina að vanda.
Háspenna, lífshætta á Spáni
heitir sjálfstætt framhald bók-
arinnar Friðbergur forseti eftir
Árna Árnason. Nú eru systkinin
Sóley og Ari á leið í langþráð frí
til Spánar með foreldrum sínum.
En það sem átti að vera þægilegt
frí til að hlaða batteríin breytist
snarlega þegar skuggalegir menn
birtast í kringum þau.
Bjartur gefur líka út þrjár ljóða-
bækur fyrir jólin, Árhring eftir
Björgu Björnsdóttur, 1900 og eitt-
hvað eftir Ragnheiði Lárusdóttur
og ljóðsöguna Guðrúnarkviðu eftir
Eyrúnu Ósk Jónsdóttur.
arnim@mbl.is
Birna Anna
Björnsdóttir
Bókaforlagið Bjartur gefur út
tvær íslenskar skáldsögur fyrir
þessi jól. Þær Auður Jónsdóttir og
Birna Anna Björnsdóttir skrifa
saman skáldsögu sem þær nefna
107 Reykjavík. Sagan segir frá
Hallgerði sem rekur breskan pöbb
á Ægisíðu með Mínu vinkonu
sinni, þar sem góðborgarar
Reykjavíkur sýna sig og sjá aðra,
og hefur komið eiginmanni sínum
fyrir sem aðstoðarritstjóra
Morgunblaðsins sem hún á stóran
hlut í. Í tilkynningu er bókinni lýst
sem fyndinni og hárbeittri háðs-
ádeilu.
Yrsa Þöll Gylfadóttir sendir frá
sér sína aðra skáldsögu og nefnir
hana Strendingar - fjölskyldulíf í
sjö töktum. Pétur vinnur fyrir
auglýsingastofu en elur með sér
skáldadrauma. Eva kona hans
stendur í ströngu sem byggingar-
fulltrúi á Stapaströnd. Saman eiga
þau þrjú börn; unglinginn Silju,
sem hefur annan fótinn í öðrum
heimi, viðkvæma sex ára drenginn
Steinar og ungbarnið Ólafíu. Auk
þess er á heimilinu eðalborinn og
ævaforn köttur, kallaður Mjálmar,
og þangað kemur líka faðir Pét-
urs, Bergur, fyrrverandi bóndi
sem hefur nýverið misst konu sína
og er við það að hverfa inn í heim
gleymskunnar. Í bókinni er fylgst
með hálfu ári í lífi fjölskyldu, þar
sem allir sjö hugarheimar hennar
fá rödd.
Síðasta skáldsaga Yrsu var
Móðurlífið, blönduð tækni.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
segir ævisögu Einars Þórs Jóns-
sonar í bókinni Berskjaldaður, en
Einar vakti á sínum tíma þjóðar-
athygli þegar hann steig fram sem
talsmaður Geðhjálpar. Hann fædd-
ist í Bolungarvík, barnabarn Ein-
ars Guðfinnssonar útgerðarmanns,
sem var allt í öllu í bænum. Hann
þurfti fljótlega að berjast fyrir
sjálfum sér og takast á við erfiðan
móðurmissi og samkynhneigð í
litlu sjávarþorpi.
Árni Páll Árnason, sem flestir
Ævisögur,
skáldverk og ljóð
Ævisaga Hr. Hnetusmjörs væntanleg
Eyrún Ósk
Jónsdóttir
Sólmundur
Hólm
Auður
Jónsdóttir
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
AÐRAR MYNDIR Í
SÝNINGU:
* Harry Potter
* Hvolpasveitin (ísl. tal)
* The Secret :
Dare to dream
* The New Mutants
* Unhinged
* A Hidden Life
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU TALI
Frábær ný teiknimynd fyrir
alla fjölskylduna.
FYRSTA STÓRMYND ÁRSINS
Nýjasta Meistaraverk
Christopher Nolan
★★★★★
★★★★★
★★★★★
The Guardian
The Times
The Telegraph
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
MÖGNUÐ MYND SEM
GAGNRÝNENDUR HLAÐA LOFI :
★★★★★
★★★★★
★★★★★
Roger Ebert.com
San Fransisco Cronicle
The Playlist
88%
Bókabeitan er umsvifamikil í
barnabókaútgáfu eins og jafnan og
fyrir þessi jól koma út fimmtán
bækur íslenskra höfunda, en einn-
ig fimm þýddar barnabækur. Að
auki gefur Bókabeitan út þrjár
bækur fyrir fullorðna á árinu.
Þrjár bækur koma út eftir bók-
menntaverðlaunahafann Bergrúnu
Írisi Sævarsdóttur, Töfralandið,
sem er lofsöngur Bergrúnar um
bækur, Kennarinn sem hvarf spor-
laust, framhald af verðlaunabók-
inni Kennarinn sem hvarf, og
Bræðurnir breyta jólunum, sem
Bergrún vinnur með tónlistar-
manninum og lagahöfundinum
Hauki Gröndal. Einnig eru þrjár
bækur Bergrúnar gefnar út að
nýju, Viltu vera vinur minn?, Vin-
ur minn vindurinn og Sjáðu mig,
sumar! en tvær þær síðarnefndu
eru gefnar út sem ein bók.
Hjalti Halldórsson sendir frá
sér tvær bækur. Græna geimveran
segir frá Dísu sem fer í heimsókn
til ömmu og afa í Mývatnssveit og
heldur að þar verði hún óhult fyrir
geimverum sem eru alltaf að reyna
að ná valdi á fólki. Það var hins
vegar eins gott að hún tók með sér
álklæddu derhúfuna, vatnsbyssuna
og stækkunarglerið – og kynntist
Dreng – því það er eitthvað stór-
undarlegt á seyði í sveitinni. Ofur-
hetjan segir svo frá Gulla, sem
dreymir um að verða eitthvað
meira en ósköp venjulegur dreng-
ur. Með hjálp Helgu vinkonu sinn-
ar uppgötvar hann óvænt áður
óþekktan hæfileika sem breytir lífi
hans. Hann setur á sig grímuna og
verður Ormstunga, ofurhetja sem
berst gegn eineltisseggjum.
Einnig koma tvær bækur út eft-
ir Guðna Líndal Benediktsson.
Hundurinn með hattinn 2 segir af
frekari ævintýrum hundsins með
hattinn, spæjarans Spora, og að-
stoðarmanns hans, kettlingsins
Tása. Bráðum áðan er fyrir heldur
eldri lesendur, en bókin segir frá
Söruh sem hefur átt erfiða daga
síðan hún missti mömmu sína. Dag
einn birtist svo Elsa frænka eftir
áralanga fjarveru, bullandi um
alkemíu, tímaflakk og skrímsli –
íklædd málmhönskum og áður en
Sarah veit af er hún lögð af stað í
stórhættulegt ferðalag gegnum
tíma og rúm og orðin þátttakandi í
trylltu ævintýri.
Yrsa Þöll Gylfadóttir sendir líka
frá sér tvær bækur í nýrri bókaröð
sem nefnist Bekkurinn minn, sem
er bókaflokkur ætlaður byrjendum
í lestri. Hver saga er sögð frá
sjónarhorni eins nemanda en allar
aðalpersónurnar eru saman í bekk
í íslenskum grunnskóla. Prumpu-
samloka! fjallar um fyrsta skóla-
dag Nadiru, sem nýflutt er til Ís-
lands frá Írak, og Geggjað
ósanngjarnt! fjallar um Bjarna
Frey sem finnst hann ítrekað
hafður fyrir rangri sök. Myndir
teiknar Iðunn Arna Björgvins-
dóttir.
Dularfulla símahvarfið eftir
Brynhildi Þórarinsdóttur segir frá
því er Katla fær Hildi systur sína
og Bensa vin hennar til grafast
fyrir um það af hverju símar
hverfa í hverfinu þeirra og finnast
ekki aftur.
Eva Rún Þorgeirsdóttir hefur
skrifað aðra bók um jólasveininn
Stúf, Stúfur leysir ráðgátu, en að
þessu sinni glímir hann við gátu
um það hvað hafi orðið um vönd-
inn hennar Grýlu. Einnig er
væntanleg bók frá Ásrúnu Magn-
úsdóttur um hnátuna Brásól
Brellu, Brásól Brella – Vættir,
vargar og vampírur, sem kemst að
því að hún sé alvöru norn þegar
hún breytir pabba sínum í punt-
svín. Það gengur ekki eins vel að
breyta honum aftur í pabba og því
heldur Brella inn í Stóraskóg að
leita sér hjálpar. Myndir í bókinni
eru eftir Iðunni Örnu.
Nornasaga - Nýársnótt eftir
Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur er
framhald bókarinnar Nornasaga -
Hrekkjavakan og önnur bókin í
Nornasöguþríleiknum sem segir af
glímu þeirra Kötlu og Mána við
nornina illu Gullveigu. Kristín
myndskeytir bókina sjálf.
Bókaröðin Dulstafir eftir Krist-
ínu Björgu Sigurvinsdóttur hefst
með bókinni Dóttir hafsins. Í bók-
inni segir frá Elísu, sextán ára
unglingi frá Vestfjörðum, sem
heyrir tónlist berast frá hafinu og
leiðir hana ofan í undirdjúpin og
að fjólubláu borginni. Dóttir hafs-
ins er þegar komin út og eins smá-
sagnasafnið Samhengi hlutanna
eftir Eygló Jónsdóttur sem geymir
fimm smásögur úr daglega lífinu
og fjóra þætti úr lífi Jónasar, sem
var jú augljóslega óskabarn
þjóðarinnar.
arnim@mbl.is
Barnabækur í öndvegi
Bækur fyrir börn á öllum aldri Fimm bækur Bergrúnar
Bergrún Íris
Sævarsdóttir
Guðni Líndal
Benediktsson
Iðunn Arna
Björgvinsdóttir
Ásrún
Magnúsdóttir
Hjalti
Halldórsson
Eva Rún
Þorgeirsdóttir
Kristín Björg
Sigurvinsdóttir
Yrsa Þöll
Gylfadóttir