Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020 Erik Hamrén landsliðsþjálf- ari í fótbolta hefur fagnað því mjög að hafa í fyrsta skipti nán- ast alla bestu fótboltamenn landsins til umráða fyrir lands- leik, frá því hann tók við liðinu haustið 2018. Svíinn stendur frammi fyrir lúxusvandamáli þegar hann still- ir upp liðinu sem mætir Rúmeníu í leiknum mikilvæga á fimmtu- dagskvöldið. Leikmennirnir sem í heild- ina stóðu sig vel í tapinu nauma gegn Englandi 5. september gætu flestallir gert tilkall til þess að vera í byrjunarliðinu. En svo eru Gylfi Þór Sigurðs- son, Jóhann Berg Guðmunds- son, Ragnar Sigurðsson, Alfreð Finnbogason og Rúnar Már Sigurjónsson allir komnir í hóp- inn á ný. Líka Kolbeinn Sigþórs- son sem heltist úr lestinni í upp- hituninni fyrir Englandsleikinn. Að ógleymdum hinum sí- unga Birki Má Sævarssyni en endurkoma hans er ekki síst at- hyglisverð. Fer hann ekki beint í byrjunarliðið? Margir eru á því að hann sé enn okkar besti hægri bakvörður og það væri í raun enginn tilgangur í því að kalla hann inn í liðið nú, nema til þess að spila. Það er því engin goðgá að áætla að byrjunarliðið gegn Rúmeníu verði afar áþekkt því ellefu manna liði sem hóf alla fimm leikina í Evrópukeppninni í Frakklandi sumarið 2016. En vissulega gera bæði Guð- laugur Victor Pálsson og Sverrir Ingi Ingason afar sterkt tilkall til þess að vera áfram í byrjunarliði. Að öðru leyti er stærsta spurningin sú hvort Tólfan fái að vera á vellinum sem tólfti liðs- maður Hamréns. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Ágúst Eð- vald Hlynsson hefur skrifað undir fjögurra ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið Horsens en hann kemur til félagsins frá Víkingi úr Reykjavík. Ágúst, sem er tvítugur að árum, hefur leikið með Víkingum und- anfarin tvö tímabil en hann er upp- alinn hjá Breiðabliki. Hann hefur einnig leikið með unglingaliðum Norwich og Brøndby á sínum ferli Ágúst á að baki 43 leiki í efstu deild með Breiðabliki og Víkingum þar sem hann hefur skorað átta mörk. Víkingurinn til liðs við Horsens Ljósmynd/Þórir Tryggvason Danmörk Ágúst Eðvald hefur leikið með Víkingum undanfarin tvö ár. Samúel Kári Friðjónsson er geng- inn til liðs við norska knattspyrnu- félagið Viking frá Paderborn í Þýskalandi en hann skrifaði undir tveggja ára samning við norska úr- valsdeildarfélagið. Miðjumaðurinn, sem er 24 ára gamall, þekkir vel til hjá Viking eftir að hafa leikið með liðinu sem lánsmaður frá Våle- renga tímabilið 2019. Samúel Kári er uppalinn hjá Keflavík en hann gekk til liðs við Reading árið 2013. Þaðan lá leiðin til Vålerenga árið 2016 en hann á að baki átta A-landsleiki. Frá Þýskalandi til Noregs Morgunblaðið/Eggert Noregur Samúel er kominn aftur til Viking eftir stopp í Þýskalandi. sigrar Rúmeníu í undankeppninni komu gegn Möltu og Færeyjum Eina stórtapið hjá Rúmeníu í und- ankeppni var á Spáni þar sem Spán- verjar unnu 5:0. Annars virðist liðið oft hafa verið í hörkuleikjum. Tapaði 1:2 gegn Spáni heima og gerði tvö jafntefli gegn Noregi. Liðið tapaði báðum leikjunum gegn Svíum, 2:1 og 0:2. Ef til vill má draga þær ályktanir að liðinu hafi ekki gengið vel að næla í sigur í jöfnum leikjum um nokkra hríð. Alla vega ekki gegn andstæð- ingum sem eru hærra skrifaðir. Í september gerði liðið jafntefli, 1:1, gegn N-Írlandi og vann Aust- urríki 3:2 en báðir leikirnir voru í Þjóðadeildinni. Útisigur gegn Aust- urríki bendir til þess að liðið gæti verið að ná sér á strik. Langt er orðið síðan Rúmenía vann einhverja af þekktustu knatt- spyrnuþjóðum Evrópu í mótsleik. Var það í undankeppni EM 2008 þeg- ar Rúmenía vann Holland 1:0. Ný kynslóð mun taka við Engu að síður hefur bjartsýni auk- ist í Rúmeníu varðandi landsliðið og framhaldið. Ungir leikmenn þykja hæfileikaríkir en sprungu samt ekki út með neinum látum í þessari und- ankeppni. Ekki er það að ástæðu- lausu að vonir eru bundnar við þá því Rúmenía fór í undanúrslit á EM U21 árs landsliða í fyrra. Liðið var ein- mitt undir stjórn Mirels Radois. Af þessum sökum getur Rúmenía verið hættulegur andstæðingur. Leikmenn sem eru í undanúrslitum á EM U21 árs hafa getu til að gera góða hluti. Það liggur alveg fyrir en er kannski tímaspursmál. Spurn- ingin er hvort sá sem stýrði þeim í U21 árs liðinu gefi þeim tækifæri að ráði nú í umspilinu. Ekki er gott að lesa í það enda voru engin landsliðs- verkefni í marga mánuði. Eftir rólega tíma kemur einhvern tíma að því að Rúmenía láti aftur að sér kveða á knattspyrnuvellinum. Af og til hefur rúmenska landsliðið verið sterkt en nú er orðið nokkuð síðan. Vonandi verður það ekki umspilið fyrir EM 2021 sem verður nýr vendi- punktur hjá Rúmeníu. Stór töp gegn Rúmeníu Þeir sem fylgdust með knatt- spyrnunni þegar rúmenski snilling- urinn Gheorghe Hagi var upp á sitt besta muna væntanlega eftir lands- liði Rúmeníu. Rúmenar voru sprækir á HM á Ítalíu 1990 en þurftu að sætta sig við að falla úr keppni í 16-liða úrslitum eftir víta- spyrnukeppni gegn Írum. Á HM í Bandaríkjunum fjórum árum síðar gerði liðið enn betur og komst í 8- liða úrslit. Þá þurfti einnig víta- spyrnukeppni til að slá Rúmena út og þá voru það Svíar. Líklega má segja að þarna hafi Rúmenía náð sínum besta árangri en liðið komst eining í 8-liða úrslit á EM árið 2000. Íslendingar hafa sjaldan lent á móti Rúmenum í mótsleikjum í knattspyrnunni. Liðin voru saman í riðli í undankeppninni fyrir HM 1998. Rúmenía vann báða leikina 4:0; á Laugardalsvelli í október 1996 og í Búkarest í september 1997. Segja má að hápunkturinn í sögu rúmenskrar knattspyrnu hafi kom- ið árið 1986 þegar Steaua frá Búk- arest sigraði í Evrópukeppni meist- araliða eftir eftirminnilega vítaspyrnukeppni gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Sevilla. Mun nýr þjálfari koma Rúmenum á rétta braut?  Fyrirliði Rúmeníu missir af umspilsleiknum á Laugardalsvelli á fimmtudaginn AFP Sigur Landsliðsþjálfarinn Mirel Radoi fagnar sigri gegn Austurríki ásamt sínum mönnum. RÚMENÍA Kristján Jónsson kris@mbl.is Lið Íslands og Rúmeníu eigast við á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í umspili um sæti á EM karla í knatt- spyrnu á næsta ári. Liðin eru í heldur ólíkri stöðu. Stutt er síðan Ísland náði sínum besta árangri í sögunni og keyrt hefur verið á sömu leik- mönnum að mestu leyti í mörg ár. Rúmenar hafa á hinn bóginn verið í lægð í áratug eða svo og tóku þá ákvörðun að skipta um landsliðsþjálf- ara í aðdraganda umspilsins. Eins og íþróttaunnendur þekkja átti leikurinn að fara fram í mars á þessu ári. Seint á síðasta ári gripu Rúmenar til þess ráðs að segja lands- liðsþjálfaranum, Cosmin Contra, upp störfum og ráða í hans stað Mirel Matei Radoi. Er hann verðlaunaður fyrir afar góðan árangur með U21 árs lið Rúmeníu á umliðnum árum. Radoi þekkir landsliðsumhverfið vel því sjálfur lék hann 67 A-landsleiki fyrir Rúmeníu á árunum 2000-2010. Rúmenska liðið varð fyrir blóðtöku á laugardaginn þegar fyrirliði liðsins og reyndasti leikmaður Rúmena, miðvörðurinn Vlad Chiriches, fór meiddur af velli í leik með félagsliði sínu, Sassuolo, gegn Crotone í ítölsku A-deildinni og verður ekki leikfær á fimmtudaginn. Þegar litið er yfir hópinn hjá Rúm- eníu er ólíku saman að jafna við and- stæðinga Íslands í Þjóðadeildinni um þessar mundir. Knattspyrnuunn- endur þekkja marga leikmenn hjá Englandi, Belgíu og Danmörku en ekki mörg nöfn hjá Rúmenum munu hringja bjöllum hjá Íslendingum. Í liðinu er þó sonur Gheorghes Hagis en varla gerir einhver ágreining um að hann sé snjallasti leikmaður sem komið hefur frá Rúmeníu. Sonurinn heitir Ianis Hagi og leikur með Rang- ers. Hann er einungis 21 árs. Þekktasta félagið sem landsliðs- maður Rúmeníu leikur með er AC Milan en markvörðurinn Ciprian Tatarusanu gekk í raðir félagsins á árinu. Er hann 34 ára og hefur leikið 69 A-landsleiki. Var hann lengi hjá Fiorentina. Nokkrir í leikmannahópi Rúmena leika með CFR Cluj í heima- landinu en annars eru landsliðsmenn- irnir dreifðir hingað og þangað eins og gengur. Tveir leika með Ludogo- rets Razgrad, sem er yfirburðalið í Búlgaríu. Rúmenarnir eiga einnig menn hjá New York City, Reading, Cagliari, Maribor og Sparta Prag svo eitthvað sé nefnt. Gekk illa að landa sigrum Rúmenía hafnaði í fjórða sæti í sín- um riðli í undankeppni EM, á eftir Spáni, Svíþjóð og Noregi, en Lars Lagerbäck stýrir norska liðinu. Einu Lengjudeild kvenna Augnablik – Víkingur R........................... 0:0 Staðan: Tindastóll 17 15 1 1 50:7 46 Keflavík 17 13 3 1 45:16 42 Haukar 17 10 2 5 27:18 32 Afturelding 17 8 4 5 26:22 28 Augnablik 17 6 6 5 27:30 24 Grótta 17 5 5 7 24:33 20 Víkingur R. 17 5 4 8 22:31 19 ÍA 17 3 6 8 24:31 15 Fjölnir 17 2 1 14 10:35 7 Völsungur 17 1 2 14 12:44 5  Tindastóll og Keflavík hafa unnið sér úr- valsdeildarsæti en Fjölnir og Völsungur eru fallin í 2. deild. 2. deild kvenna Fjarðab/Höttur/Leiknir – Sindri ............ 2:1 Hamrarnir – Fram ................................... 0:4 Hamar – Álftanes ..................................... 1:2 Staðan: HK 16 11 2 3 49:14 35 Grindavík 14 9 3 2 33:11 30 FHL 14 9 2 3 35:22 29 Álftanes 14 7 2 5 24:32 23 Hamrarnir 14 5 3 6 18:24 18 Hamar 15 4 2 9 20:36 14 Fram 14 3 4 7 28:43 13 Sindri 14 3 2 9 19:33 11 ÍR 15 2 4 9 25:36 10  HK fer upp nema FHL vinni tvo síðustu leikina með alls 22 marka mun og Grinda- vík vinni báða sína leiki. Grindavík og FHL eru annars í baráttu um að fylgja HK upp. Holland B-deild: Excelsior – De Graafschap..................... 1:2  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior. Katar Deildabikarinn, B-riðill: Umm Salal – Al-Arabi ............................. 0:3  Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Al- Arabi vegna landsliðsundirbúnings. Heimir Hallgrímsson þjálfar liðið. 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.