Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Donald Trump Bandaríkjaforseti var
í gær útskrifaður af Walter Reed-
hersjúkrahúsinu, og hélt hann aftur í
Hvíta húsið um hálfellefuleytið í gær-
kvöldi að íslenskum tíma. Forsetinn
hafði krafist þess að vera útskrifaður
svo hann gæti horfið aftur til Hvíta
hússins og tekið upp þráðinn að nýju í
kosningabaráttunni, að sögn frétta-
stöðvarinnar CNN. Heimildarmaður
hafði eftir Trump að hann hefði feng-
ið nóg af spítalavistinni auk þess sem
hann teldi hana vera sér veik-
leikamerki.
Trump tilkynnti um ákvörðun sína
að fara aftur í Hvíta húsið stuttu áður
en Sean Conley, læknir hans, hélt
blaðamannafund um heilsu forsetans.
Þar sagði Conley að forsetinn væri
ekki „alveg sloppinn“ og að ekki yrði
vitað næstu vikuna hver framgangur
sjúkdómsins yrði. Þá ríkti óvissa um
þau áhrif sem lyf forsetans myndu
hafa, en óvenjulegt er að þau séu gef-
in sjúklingi svona snemma í sjúk-
dómsferlinu. Forsetinn myndi þó fá
bestu fáanlegu sjúkdómsmeðferð inn-
an Hvíta hússins, en þar er til staðar
stórt læknateymi sem mun fylgjast
með Trump.
Það á ekki af bandaríska stjórn-
kerfinu að ganga en í gær sagðist
blaðafulltrúi Trumps forseta, Kay-
leigh McEnany, veik af kórónuveiru-
smiti. Kvaðst hún þó einkennalaus en
samt á leið í sóttkví.
Að mati Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO) hefur kórónu-
veiran smitað um 10% jarðarbúa, sem
er 20 sinnum meira en mælst hefur.
Segir stofnunin því stóran hluta hinna
7,8 milljarða jarðarbúa enn í bráðri
hættu og hvetur hún til skipulags-
breytinga til að efla sýkingavarnir.
Kórónuveiran sýnir þess engin
merki að hún sé að verða undir í stríð-
inu við lækna og yfirvöld. Þvert á
móti hefur hún verið í mikilli sókn síð-
ustu daga og hvarvetna er reynt að
kæfa hana með öðrum ráðstöfunum
en þeim sem bitna á atvinnu- og efna-
hagslífi. Um veröld víða hafa rúmlega
35,2 milljónir sýkinga verið staðfestar
frá í desember sl. Að minnsta kosti
1.037.971 maður hefur dáið eftir að
hafa sýkst af kórónuveirunni. Flest
eru dauðsföllin í Bandaríkjunum eða
209.734, í Brasilíu eru þau næstflest
eða 146.352, á Indlandi 102.685, í
Mexíkó 79.088 og í Bretlandi 42.350.
Hertar aðgerðir
Allar krár Parísar og nánustu út-
borga skelltu í lás eftir lokun í gær-
kvöldi í nýjum tilraunum til að hefta
útbreiðslu kórónuveirunnar. Er æðsta
viðbúnaðarstig í gildi á Parísarsvæð-
inu, en þar hafa nýsmit verið í ógn-
vekjandi hröðum vexti, að sögn Di-
diers Lallemant, lögreglustjóra
borgarinnar.
Leiðtogar írsku samsteypustjórn-
arinnar funduðu í gær með landlækni
Írlands um nýja herfræði til að reyna
að kveða veiruna í kútinn, en ráð-
gjafar stjórnarinnar hafa lagt til ýms-
ar hertar aðgerðir til þess. Vilja þeir
grípa til æðsta viðbúnaðar um land
allt, svipað og gert var í mars sl.
Kórónukreppan nær út fyrir Evr-
ópu og Norður-Ameríku og dóu til
dæmis 235 manns í Íran á sólarhring
um nýliðna helgi. Eru það álíka tölur
og í fyrstu bylgju veirunnar í júlí. Ný-
smit um helgina slógu hins vegar öll
fyrri met.
Sömuleiðis er veiran aftur í örum
vexti í Rússlandi en yfirvöld hafa samt
veigrað sér við nýjum lokunum fólks á
heimilum þess til að hamla dreifingu
hennar. Í fyrradag, sunnudag, voru
skráð 10.888 ný tilfelli sýkinga. Nálg-
ast smitið metfjölda sýkinga á dag frá
11. maí er 11.656 manns greindust.
Verst er ástandið í Moskvu þessa
daga og sagði borgarstjórinn Sergej
Sóbjanín þar „marga alvarlega
veika“.
Bresk heilbirgðisyfirvöld eru þessa
dagana að draga upp áætlanir um
bólusetningu almennings. Í forgangi
verða aldraðir og fólk í áhættustörf-
um. „Átján ára og yngri verða ekki
bólusettir, bara fullorðnir,“ sagði
Kate Bingham, forstöðukona vinnu-
hóps yfirvalda, við Financial Times.
Hafa bresk stjórnvöld pantað tugi
milljóna skammta af bóluefni hjá
lyfjafyrirtækjum. Í fyrradag, sunnu-
dag, rauf kórónuveirusmit hálfrar
milljónar múrinn í Bretlandi. Látnir
eru 42.369 manns.
Kórónuveiran hefur valdið auknum
andlegum veikindum að sögn WHO,
sem talar um eyðileggingarmátt veir-
unnar varðandi andlega sjúkdóma.
Sagði stofnunin í aðvörunartón að and-
leg heilsa hefði orðið út undan í rimm-
unni við kórónuveiruna. Hefði röskun
á umönnun geðsjúklinga verið mikil í
93 aðildarlöndum WHO. Af 130 lönd-
um sem skoðuð voru reyndust 83%
hafa reiknað með aðgerðum í þágu
geðheilbrigðis í glímunni við veiruna
en aðeins 17% veitt til þess nægum
fjármunum. „Þetta eru hinar alvarlegu
hliðar Covid-19,“ sagði WHO .
0
10.000
20.000
30.000
0
10.000
20.000
30.000
0
10.000
20.000
30.000
0
10.000
20.000
30.000
Ný tilfelli
á dag
Meðaltal
7 daga
Bretland
Kórónuveirusýkingar í Evrópu
Heimild: Talning AFP byggð á opinberum tölum
breyting á
aðferðafræði
2. febrúar
2. febrúar
4. október
4. október 2. febrúar
2. febrúar 5. október
4. október
Valin lönd
ÞýskalandSpánn
Frakkland
Heilbrigðisyfirvöld
sögðu að „tæknivilla“
hefði valdið mikilli
fjölgun tilfella
AFP
Málar átök við veiruna Sýrlenskur listamaður, Aziz Asmar, málar mynd á vegg í bænum Binnish í Idlib-héraði af
Donald Trump Bandaríkjaforseta í átökum við kórónuveiruna. Víða um heim virðist veiran vera í sókn.
Óttast áhrif spítalavistarinnar
Donald Trump útskrifaðist af sjúkrahúsinu í gær Blaðafulltrúinn Kayleigh McEnany veik
Lönd herða sóttvarnaaðgerðir WHO telur 10% jarðarbúa hafa smitast af kórónuveirunni
Bandaríkjamennirnir Harvey Alter
og Charles Rice og Bretinn Michael
Houghton deila Nóbelsverðlaunum í
læknisfræði í ár fyrir rannsóknir
sínar og uppgötvanir á lifrarbólgu
C-veirunni er ruddu brautina fyrir
lækningu við veikinni.
Í tilkynningu nóbelsnefndarinnar
sagði að mennirnir þrír hafi verið
heiðraðir fyrir „afgerandi framlag til
baráttunnar gegn lifrarbólgu sem
berst í blóði sem er meiri háttar
heilsuvandi er veldur skorpulifur og
lifrarkrabba í fólki um heim allan.“
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
WHO áætlar að um 70 milljónir
manna séu sýktir af lifrarbólgu C í
veröldinni. Dregur hún um 400.000
manns til dauða á ári.
Nóbelsnefndin sagði að það væri
að þakka uppgötvunum Alter, Rice
og Houghton að nú séu til háþróuð
blóðpróf gegn veirunni er hafa nán-
ast upprætt lifrarbólgu. Hafi það
leitt til betra heilsufars á heimsvísu.
Uppgötvanir þremenninganna
leiddu til hraðrar þróunar lyfja gegn
lifrarbólgu C. „Í fyrsta sinn í sög-
unni er lækning veikinnar möguleg.
Gefur það vonir um að uppræta
megi lifrarbólgu C,“ sagði nefndin.
Alter, Brice og Houghton deila
með sér 10 milljóna sænskra króna
verðlaunafé. agas@mbl.is
AFP
Nóbel Nóbelsverðlaunahafarnir birtust á skjá eftir að tilkynnt var hvert
læknisfræðiverðlaunin færu. Frá vinstri: Alter, Houghton og Brice.
Nóbelsverðlaun fyrir
að finna lifrarbólgu C
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt