Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020 Bækur Bækur til sölu Hæstaréttardómar 1920 -1966, ib., 40 bindi, verð 75 þús. Spegillinn 1.-34. árg, verð, 50 þús., ób., Veiðimaðurinn 1.-86. tbl., verð 40 þús., ób., Saga Alþingis 1-5, ób., verð 10 þús., Ferðafélag Íslands 1928-1978, ib., 50 ár, verð 50 þús. Uppl. í síma 898 9475 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Eurotec A4 harðviðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 660 0230 og 561 1122. Ýmislegt Plöstun Rað- og smáauglýsingar Ýmislegt Tillaga að breytingu deiliskipulags fiskeldisstöðvar Rifóss að Lóni í Kelduhverfi Sveitarstjórn Norðurþings, að tillögu skipulags- og fram- kvæmdaráðs, samþykkti á fundi sínum þann 22. sept. 2020 að kynna tillögu að breytingu deiliskipulags fisk- eldisstöðvar Rifóss við Lón í Kelduhverfi skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að byggingarreitir A, B, og F stækka og svæði undir settjarnir norðan byggingarreits B minnkar lítillega. Skilgreindir eru byggingarskilmálar fyrir hvern byggingarreit. Breytingar- tillagan ásamt greinargerð er sett fram á einu blaði í blaðstærð A3. Breytingartillaga þessi er nú til kynningar á heimasíðu Norðurþings (www.nordurthing.is) auk þess sem hún hangir uppi á skrifstofum Norðurþings á Húsavík og Kópaskeri. Kynningartími skipulagsins er 8. október til 19. nóvember 2020. Þeim sem kynnu að hafa ábendingar eða athugasemdir við breytingartillöguna er bent á að koma þeim á framfæri við Norðurþing fyrir 19. nóvember 2020. Tekið verður á móti skriflegum ábendingum á skrifstofu Norðurþings að Ketilsbraut 7-9, Húsavík eða í tölvupósti (nordurthing@nordurthing.is). Húsavík, 30. september 2020. Gaukur Hjartarson, Skipulags- og byggingarfulltrúi. Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 8.30-12.30, nóg pláss. Stólaleik- fimi kl. 10. Botsía kl. 10.15. Tálgað í tré kl. 13. Postulínsmálun kl. 13. Kaffi kl. 14.30-15.20. Vegna fjöldatakmarkana verður að skrá fyrirfram á viðburði til þess að tryggja að við séum ekki með fleiri en 20 manns í rými. Hægt er að skrá sig í viðburði í síma 411-2701 og 411-2702. Allir velkomnir. Árskógar Smíðar, útskurður með leiðbeinanda kl. 9-16. Opin vinnu- stofa kl. 9-12. Botsía með Guðmundi kl. 10. Handavinnuhópur kl. 12- 16. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. S. 411-2600. Boðinn Stafaganga kl. 10.30 frá anddyri Boðans, umsjón Sigríður Breiðfjörð. Hádegismatur kl. 11.20-12.30. Fuglatálgun kl. 13. Miðdags- kaffi kl. 14.30-15.30. Alltaf heitt á könnunni og allir velkomnir. Bústaðakirkja Hádegistónleikar í kirkju kl. 12.05, Tenórar í blíðu og stríðu, Jóhann Friðgeir og vinir syngja við undirleik Jónasar Þóris, súpa í safnaðarsal á eftir. Félgasstarfið heldur áfram og Halldóra kem- ur og kynnir Avon snyrtivörur kl.14, kaffi og gúmmulaði frá Sigur- björgu, allir hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja Ekkert félagsstarf fyrir eldri borgara verður í Bústaða- kirkju í október vegna covid-19. Guð blessi ykkur öll og við sjáumst hress þegar að öllu er óhætt. Hólmfríður djákni. Fella og Hólakirkja Vegna nýrra sóttvarnaviðmiðana fellur eldri borgara starf niður í október. Kyrrðarstundum verður streymt á face- book-síðu kirkjunnar. https://www.facebook.com/FellaogHolakirkja. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi og spjall kl. 8.10-11. Thai chi kl. 9-10. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Myndlistarhópurinn Kríur kl. 13- 15.30. Bónusrúta kl. 13.10. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30. Bókabíll kl. 14.45. Allir velkomnir óháð aldri og búsetu. Nánari upplýsingar i síma 411-2790. Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 14.45. Stólajóga Kirkju- hvoli salur kl. 11, grímuskylda. Smíði í Smiðju kl. 9 og 13. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.45 stólaleikfimi, Grafarvogskirkja Opið hús fyrir eldri borgara er í kirkjunni á þriðju- dögum kl. 13-15,30. Í upphafi er söngstund með Hilmari Erni. Þá er í boði spil og spjall fyrir þá sem það vilja. Samverunni lýkur með kaffiveitingum kl. 15. Gullsmári Myndlist kl. 9. Tréútskurður og silfursmíði kl. 13. Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.30. Jóga kl. 14.30–15.30. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Helgistund kl. 14, prestur frá Grensáskirkju þjónar. Korpúlfar Listmálun kl. 9, frjál postulínsmálun kl. 9.30 í Borgum. Morgunleikfimi útvarpsins kl. 9.45 í Borgum og botsía kl. 10 í Borg- um. Helgistund kl. 10.30 í Borgum. Spjallhópur í listasmiðju Borgum hittist kl. 13 í dag, félagsstarf eldri borgara í Grafarvogskirkju e.h. í dag. Sundleikfimi kl. 14 í Grafarvogssundlaug. Njótum og förum varlega. Samfélagshúsið Vitatorgi Í dag, kl. 9-12, hittist bútasaumshópur í handverksstofu 2. hæðar. Hópþjálfun verður í setustofu kl. 10.15-11. Bókbandið verður á sínum stað í smiðju 1. hæðar kl. 13-17. Handa- band verður í handverksstofu kl. 13-15.30. Þá verður söngstund í mat- sal kl. 13.30-14.30. Minnum á að dagskrá okkar fer fram með sótt-var- nir að leiðarljósi. Hlökkum til að sjá ykkur! Seltjarnarnes Í dag þriðjudag verður engin dagskrá á Skólabraut á vegum félags tómstundastarfs. Verið er að samræma reglur sem við teljum brýnt að fara eftir. Eldri íbúum utan Skólabrautar er ráðlagt að koma ekki í félagsaðstöðuna á Skólabraut eins og sakir standa. Minn- um á almennar sóttvarnir, handþvott, sprittun, eins metra regluna og maska þegar það á við. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15, panta þarf matinn daginn áður. Leikfimi kl. 13. Bóka- bíllinn kemur kl. 13.15 og Bónusbíllinn kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Vantar þig pípara? FINNA.is Uppboð Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hafnargata 67, Keflavík, 50% ehl. gerðarþola, fnr. 208-8124 , þingl. eig. Haraldur Gunnar Húbertsson, gerðarbeiðandi Greiðslumiðlun ehf., þriðjudaginn 13. október nk. kl. 09:00. Hátún 1, Keflavík, fnr. 208-8331 , þingl. eig. Jakub Polkowski, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 13. október nk. kl. 09:20. Kirkjubraut 19, Njarðvík, fnr. 209-3794 , þingl. eig. Guðlaugur Smári Nielsen, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudaginn 13. október nk. kl. 09:45. Kirkjubraut 7, Njarðvík, fnr. 209-3774 , þingl. eig. JV Capital ehf, gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 13. október nk. kl. 10:00. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 5. október 2020. - með morgunkaffinu Látin er Sigrún frænka okkar langt fyrir aldur fram . Allt frá bernskuár- um þá hefur Sigrún verið partur af lífi okkar sex systkina að Laugarvegi 30 Siglu- firði. Hún flytur með foreldrum sín- um Einari og Jóhönnu og bróðir Ragnari Heiðari til Reykjavíkur þegar hún var fimm ára gömul. Á hverju sumri komu þau systkinin norður og dvöldu hjá okkur eða ömmu á efri hæðinni. Margt var brallað við leik og glens og fastur punktur var að fara í ferðir út á Siglunes sem var ævintýraheimur barna, þar var hægt að dunda sér í fjörunni og ærslast eins og börn vilja gera út í náttúrunni. Sem unglingur kom hún til sumarvinnu á Siglufjörð og vann við fiskvinnslu og síðan síðustu sumrin vann hún á saumastofu. Sigrúnu var margt til lista lagt og kom það snemma í ljós hvað hún var handlagin en það lék allt í höndunum á henni hvort sem það var að sauma, prjóna, elda mat eða baka, allt gert á fullkominn hátt . Á unglingsaldrinum kynnist hún eftirlifandi manni sinni hon- um Kristni Jónssyni frá Ólafsfirði. Fljótlega hófu þau búskap, stofn- uðu heimili og komu börnin hvert á fætur öðru. Elst er Gígja Sæ- björg fædd 1983, Hanna Bára fædd 1984 og síðan Einar Ingi fæddur 1989. Á heimili þeirra hef- ur smekkvísi Sigrúnar komið vel í ljós en þar fengu handverkin hennar að njóta sín til fullnustu. Að heimsækja þau hjónin var allt- af ævintýri því veisluborðin svign- uðu af heimagerðum mat og bakk- elsi þar sem myndarskapur Sigrúnar kom glöggt í ljós. Eftir að börnin flugu úr hreiðr- Sigrún Björg Einarsdóttir ✝ Sigrún BjörgEinarsdóttir fæddist 17. október 1963. Hún lést 27. september 2020. Útförin fór fram 5. október 2020. inu þá fórum við frænkurnar í ferðir sem við kölluðum „systraferðir“ ýmist til útlanda eða helga- ferðir innanlands. Í þessum ferðum átt- um við ógleymanleg- ar stundir saman, mikið hlegið og göm- ul bernskubrek rifj- uð upp. Þetta voru „okkar ferðir“ og minningar sem við eigum úr þeim eru nú dýrmætar og við munum geyma í þær hjörtum okkur. Síðustu ár hefur Sigrún átt við heilsubrest að stríða og þegar við horfum til baka þá hefur hún aldr- ei gert tilkall um athygli né beðið neinn um aðstoð. Í dag erum við systur mjög sorgmæddar að hafa ekki getað stutt hana á þessum erfiða tíma síðust ára. Elsku Sigrún frænka, með sorg og söknuði þá trúum við að þú sért komin til sumarlandsins og þér líði vel þar sem Ragnar bróðir þinn og mamma okkar taka á móti þér. Elsku Kristinn, Jóhanna, Ein- ar, Gígja, Hanna Bára og Einar Ingi og barnabörn, missir ykkar er mikill og vottum við ykkur dýpstu samúð og minning um Sig- rúnu mun lifa í hjörtum okkar um alla framtíð. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hinsta kveðja frá þínum frænk- um: Sigrún (Systa), Sigríður (Sigga) og Sóley Ólafsdætur. Það er með mikilli virðingu og eftirsjá sem ég minnist Gunnars Mýrdals Einarssonar. Hann kvaddi 10. september sl. á fæðingardegi Beethovens. Störf Gunnars voru töfrum lík. Þá töfra fékk ég að reyna í aðgerð á sjálfum mér þann 14. janúar 2019. Þetta var mjög viðamikil og flókin aðgerð á öldr- uðum manni. Kvöldið áður kom hann persónulega til mín og sagð- ist sjálfur framkvæma aðgerðina með aðstoð Tómasar Guðbjarts- sonar. Hann gerði að gamni sínu við mig og marga mína aðstand- Gunnar Mýrdal Einarsson ✝ Gunnar MýrdalEinarsson fæddist á Akranesi 11. apríl 1964. Hann lést 10. sept- ember 2020. Útför hans fór fram 23. september 2020. endur, sem töldu að- eins helmingslíkur á að ég lifði þetta af. Ég hygg að hann hafi litið á þessa flóknu aðgerð sem áskorun. Svo sann- arlega tókst hún. Og svo sannarlega fékk ég góða meðhöndlun á hjartadeildinni undir hans umsjón. Síðan kom deildin mér fyrir í endurhæfingu á Landakoti. Þaðan var ég út- skrifaður sjötíu og þremur dögum eftir innlögn! Ég tel einsætt að Gunnar hafi fylgst með mér þá og e.t.v. eftir- leiðis eftir útskrift mína. Því að umönnun mín hjá öllu fólki í heil- brigðiskerfinu var frábær. Það er með djúpri virðingu og þökk sem ég kveð Gunnar Mýrdal Einarsson. Ámundi H. Ólafsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.