Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.10.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Efasemdireru vaxandimeðal al- mennings um heim allan um hvort for- ystumenn hans hafi tekið réttar ákvarð- anir þegar kórónu- veiran birtist hvar- vetna sem óvæntur og óvelkominn gestur. Það má vera að víðast hafi eitthvað vantað upp á í þeim efnum. En ástæðan var þá sú að það vantaði mikið upp á af því sem þarf að vera til staðar svo ákvörðun mætti taka af öryggi. Forystumenn þjóðanna geta kvartað yfir ýmsu en ekki því að fólkið hafi ekki fylgt fyrstu vik- urnar og jafnvel mánuðina. Hvers vegna gerði fólkið það? Það var ekki um annan kost að ræða. Fólkið horfði stjarft kvöld eftir kvöld á sjónvarps- myndir frá yfirfullum sjúkra- húsum á Ítalíu þar sem ekkert virtist við ráðið og heilbrigð- isstéttir börðust við ofureflið og þurfti að þreifa sig áfram um hvað væri til ráða. Og reyndar virtist það góða fólk, sem fórn- aði sér dag og nótt, vera vanbú- ið, bæði af lækningatólum og ör- yggis- og hlífðarfatnaði, enda féllu sárlega margir úr þeim hópi fyrir veirunni. Ekki tók betra við þegar myndir bárust víðar að, t.d. frá Bretlandi og New York, um ógnarástand á heimilum aldr- aðra. Þar virtist starfsfólk vart hafa annan öryggisbúnað en plastsvuntuna og stundum hanska þegar það var fámennt að hlúa að sívaxandi fjölda. Og einmitt þeim hópi sem minnstu varnir hafði sjáfur. Snillingurinn sem gegnir embætti ríkisstjóra New York gaf fyrirmæli um að senda fólk sem grunað var um smit að heiman inn á dvalarheimili aldr- aðra ef þar væri pláss eða hægt væri að skapa pláss! Í Banda- ríkjunum gátu hinir „stóru“ og „virtu“ fjölmiðlar, sem sumir elta sem Einstein frétta- mennskunnar, enn ekki fjallað um fárið af lágmarkshlutlægni af því að Trump væri forseti í þeirra leyfisleysi. En hvað sem undantekning- um líður eða pólitískum áróðri er engin ástæða til að ætla ann- að en að fyrir ráðamönnum nær og fjær standi ekki annað til en að gera sitt besta og ná sem mestum árangri. Fyrir það fyrsta er það hið sjálfsagða erindi sérhvers þeirra og svo bætist við að hverjum og einum er ljóst að takist illa til þá myndu þeir ekki þurfa að kemba pólitískar hær- ur sínar. Eins og fyrr sagði þá voru vandamálin í upphafi veirufárs óteljandi og óendanleg. Og stærsta vandamálið af þeim öll- um var að fyrstu mánuðina gat eng- inn verið algjörlega viss um hverju var að mæta eða hvers mætti vænta. Og það gilti svo sannarlega einnig um vísindamenn sem annað gott fólk, þótt þeir hefðu í ýmsum efnum verulegt forskot að sjálfsögðu. En það lá engin ein vísindaleg ráðgjöf fyrir á fyrstu vikunum, sem hægt væri að ganga að vísri og öruggri. Þegar fyrstu skrefin voru tekin voru leiðbeining- arnar ekki síst tilgátur og í sumum tilvikum mátti tala um vísindalegar tilgátur. Margvíslegt er auðvitað þekkt í heimi faraldsfræða og þess sem þeim tengist. En þessi var talinn algjörlega einstakur. Það hefur aldei verið reynt áður að skella svo til allri heims- byggðinni í lás. Í heimi lækna- vísinda er mikið og oft talað um aukaverkanir af meðferð og lyfjum. En þegar heiminum er skellt í lás algjörlega fyrir- varalaust, þá vildi svo til að aukaverkanir áttu undir marga aðra en veirufólkið. Horfa mátti til stjórnvísinda- manna, sálfræðinga, hagfræð- inga og lögfræðinga. Á þeim bæjum vita menn margt en ef þeir hefðu verið rukkaðir um af- leiðingar ákvörðunar lok, lok og læs hefðu þeir getað giskað á margt eins og veirufræðingar í sínu upphafi en ekkert þá fast í hendi um afleiðingarnar. Enda hefði þeim verið sagt að þá væri verið að velta fyrir sér nokkrum vikum eða örfáum mánuðum. Þær aukaverkanir sem þessir hefðu giskað á gátu búið til efnahagslega afturkippi, fall fyrirtækja, útbólgið atvinnu- leysi og almenna fátækt, sem enginn gat fullyrt um hve lengi myndi standa. Það hefði ekki lengi gengið í ágiskunum um þessa þætti áður en menn væru komnir í hring og farnir að tala um nýjar hættur fyrir heil- brigðiskerfið í heild, þrengsli fyrir almenna læknis- og há- tæknihjálp sjúkrahúsa, svo of langt væri upp að telja. Sennilega tók almenningur að efast, þegar þær aðgerðir sem hann féllst á með þögninni í krafti óttans sem lá í loftinu, virtust skila góðum árangri svo að yfirvöld víða töldu sér óhætt að slaka á. Veiran taldi þó að skort hefði samráð við hana. Almenningur (við) getur þó ekkert annað gert en að leggja áfram allt sitt af mörkum, þótt hann viti nú að ákvarðanirnar byggðu um sumt á ágiskunum. En þær voru gerðar í góðum hug og með vísun í þá takmörk- uðu þekkingu sem lá fyrir. Enn höfum við ekkert betra ráð til að fylgja. Það er skiljanlegt að efasemdir hafi vaknað. Veruleikinn var ekki allur sá sem hann virtist} Margur efast en fylgir enn Í síðustu viku bárust þær fregnir úr heil- brigðisráðuneytinu að 1.193 börn um allt land bíði eftir greiningu og með- ferð við geðrænum vanda. 107 börn bíða eftir greiningu og meðferð á ung- lingageðdeild Landspítala, BUGL, og níu börn bíða innlagnar á þessa sömu deild. Bið barna eftir sálfræði- og geðþjónustu um allt land er því miður vísbending um að átak stjórnvalda í geðheilbrigðisþjónustu sé alls ekki að skila sér til þeirra sem helst þurfa á að halda. Börn eiga vegna sérstaklega viðkvæmrar stöðu sinnar að vera í algjörum forgangi hjá stjórnvöldum enda getur viðbragðsleysið haft afgerandi áhrif út ævina. Þá eru 19 þolendur kynferðisofbeldis á barnsaldri að bíða nauðsynlegrar áfalla- meðferðar í Barnahúsi. Þeir sem þekkja til slíkra mála vita að hver dagur í lífi barns sem bíður meðferðar eftir slíkt ofbeldi er sem heill mánuður í lífi fullorðins einstaklings. Kynferðisofbeldi gegn börnum er í flestum tilvikum framið af einhverjum í nærumhverfi barns og því er það ekki bara barnið eitt sem þjáist heldur fjölskyldan öll og því nauðsynlegt að grípa strax inn í og veita hjálp. Í nýrri skýrslu UNICEF um stöðu barna í 38 efnameiri ríkjum heims lenda íslensk börn í 24. sæti af 38. Skilaboð UNICEF eru skýr; efnameiri ríki heims verða að grípa til tafarlausra umbóta ef tryggja á öllum börnum jafna möguleika á góðu lífi. Fyrir of mörg börn ógnar fátækt, ójöfnuður og mengun andlegri og líkamlegri vellíðan barna. Í skýrslunni kemur einnig fram að mörg af efnameiri ríkjum heims hafi þau úr- ræði og þjónustu sem þurfi til að veita börnum tækifæri til að þróa hæfileika sína en séu ekki að framfylgja sínum stefnum til að ná til allra barna og þar sé Ísland bersýnilega ekki und- anskilið. Staða íslenskra barna mælist svona slök þegar tekið er tillit til geðrænnar og lík- amlegrar heilsu, náms og félagsfærni. Skýrsla UNICEF sýnir að sjálfsvíg í aldurshópnum 15-19 ára eru með því mesta hér á landi miðað við samanburðarlönd, eða 9,7% allra sjálfsvíga. 13 börn á aldrinum 15-18 ára féllu fyrir eigin hendi á árunum 2014 til 2019 og þar verður að fara í stórátak í geðþjónustu sem og forvarna- starfi til að bregðast við þessu. Þar þarf þor og kraft stjórnvalda. Íslensk stjórnvöld segjast hafa vilja til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landinu en þegar staðreynd- irnar liggja fyrir um nærri 1200 börn sem bíða nauðsyn- legrar geðheilbrigðisþjónustu rímar það fullkomlega við það sem fram kemur í skýrslu UNICEF. Það dugar skammt að tala um að vilja efla kerfi ef ekki er unnið markvisst í því með útfærslu og útdeilingu fjármuna. Bið- listar eru ekki náttúrulögmál heldur pólitísk ákvörðun um að fjármagna ekki og manna með fullnægjandi hætti nauðsynleg verkefni. Stjórnvöld verða að gera betur. helgavala@althingi.is Helga Vala Helgadóttir Pistill Höfundur er þingman Samfylkingarinnar Kerfi sem virkar ekki er pólitísk ákvörðun STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Andrés Magnússon andres@mbl.is Lokaviðvörun Eftirlitsstofn-unar EFTA (ESA) til Ís-lands, sem send var í 18síðna bréfi til íslenskra stjórnvalda hefur vakið nokkra at- hygli, enda vill ESA að Evrópureglur gangi framar íslenskum landslögum, þegar þeim ber ekki saman. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, lagði fram fyrirspurn um þetta mál til utanríkisráðherra fyrir ári, en í svari ráðherra, sem birt var fyrir viku, voru reifuð helstu sjónarmið Íslands. Þar eru stjórnskipuleg álitaefni efst á blaði, einkum hvað stjórnarskrána áhærir, en einnig er vikið að því að þýski stjórnlagadómstóllinn hafi fyrr á þessu ári hafnað því að Evrópu- réttur gengi framar lögum og stjórn- arskrá Þýskalands. Ólafur telur hið sama eiga við á Íslandi. „Það er ekki nokkur leið að sjá það í ljósi 2. og 21. greinar stjórnar- skrár lýðveldisins, að það sé hægt að mæla fyrir um það í íslenskum lögum að evrópskar réttarreglur skuli ganga framar íslenskum réttarreglum ef þær rekast á.“ Fráleitt að krefjast aðgerða andstæðra stjórnarskrá Þetta telur hann að þurfi að ræða nánar við ESA, enda sé erfitt að sjá fyrir sér, að EFTA-dómstóllinn gerði kröfu til Íslands um samningsákvæði, sem ekki yrði fullnægt nema með því að breyta stjórnarskrá landsins. „Það er fráleitt að gera sér í hugarlund að dómstóllinn myndi krefjast þess af aðildarríki samningsins, fullvalda ríki, að það grípi til aðgerða sem ganga gegn stjórnarskránni, nú eða breyti stjórnarskrá sinni.“ Væri EFTA-dómstóllinn þá far- inn að færa sig upp á skaftið, orðinn löggjafi frekar en dómsvald? „Það hlyti að vera mikið umhugs- unarefni fyrir slíkan dómstól, ef hann ætlaði að fara að efna til stjórn- skipulegs ágreinings við aðildarríki. Slíkt væri ekki aðeins ögrun við það ríki, heldur öll önnur ríki í því sam- starfi,“ segir Ólafur og bætir við: „Ef Evrópustofnanir vilja grafa undan trausti á því alþjóðlega samstarfi, sem Evrópska efnahagssvæðið er, þá þyrftu þær nú að hugsa sig um tvisv- ar.“ Forgangur Evrópuréttar ekki að óbreyttri stjórnarskrá Ólafur bendir á að þessar áhyggj- ur séu ekki nýjar af nálinni. „Þessi mál voru rædd í kringum þriðja orku- pakkann í fyrra. Þá var margítrekað af hálfu þeirra, sem báru ábyrgð á að- ildinni að EES, að það væri alger for- senda aðildar okkar að þeim samn- ingi, að Ísland hefði neitunarvald varðandi þætti, sem snertu fullveldi þjóðarinnar.“ Á hið sama við í þessu máli? „Það er greinilegt af þessu bréfi ESA og stöðu málsins, að það verður ómögulega séð að það sé hægt að lög- festa hér forgang Evrópureglna um- fram íslenska lagareglu að óbreyttri stjórnarskrá. Þetta er kjarni máls- ins.“ Er Ísland ekki að falla á tíma? „Þessi frestur nú er ekki nema þrír mánuðir, sem er ekki langur tími þegar svo veigamiklir hags- munir eru undir. Eftirlitsstofn- unin hlýtur að gefa sér rýmri tíma til þess að eiga í þeim við- ræðum við íslensk stjórnvöld.“ Forsenda EES var óskert fullveldi Logi Einarsson, formaður Sam- fylkingarinnar, segir málið að nokkru snúa að misgóðri inn- leiðingu Evrópulöggjafar. „Guð- laugur Þór Þórðarson utanrík- isráðherra hefur þó að mörgu leyti staðið sig vel í að laga inn- leiðingarhallann og Samfylk- ingin hefur stutt hann í því,“ segir Logi „En það má spyrja hvort við verðum ekki, fyrr eða síðar, að fá skýrt framsalsákvæði í stjórnarskrá, sem breið samstaða er um. Þann- ig að það liggi fyrir hvað má og hvað ekki í alþjóðasamstarfi, sem mér sýnist nú að verði sífellt nauðsyn- legra til þess að ná skikki á hlutina í mann- heimum.“ Þarf fram- salsákvæði? SAMFYLKINGIN Morgunblaðið/Rósa Braga Fyrirspurn Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins í Reykjavík-norður. Logi Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.