Morgunblaðið - 10.10.2020, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 10.10.2020, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 Garðatorg 6 | s. 551 5021 | www.aprilskor.is Ten Points Clarisse 29.990 kr. Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgdu okkur á facebook SKOÐIÐNETVERSLUNLAXDAL.IS TRAUST Í 80 ÁR YFIRHÖFNIN FÆST Í LAXDAL Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Skoðið // www.hjahrafnhildi.is SKOÐIÐ hjahrafnhildi.is NÝJARVÖRUR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Laxinn sem Arctic Fish er að slátra upp úr sjókvíum sínum í Patreksfirði er að meðaltali sex kíló að þyngd, eftir aðeins sextán mánuði í sjó. Það þykir einstæður árangur hér á landi og þótt víðar væri leitað. Slátrunin úr Patreksfirði er fyrsta laxaslátrun fyrirtækisins utan Dýrafjarðar. Laxaseiðin voru 200 grömm að þyngd þegar þau voru sett út í kví- arnar í vestanverðum Patreksfirði, á staðsetningu sem kennd er við Kvíg- indisdal, en er beint á móti þorpinu í Patreksfirði. Þessi vöxtur er góður á heimsvísu, að sögn Sigurðar Péturs- sonar, framkvæmdastjóra hjá Arctic Fish. Hann þakkar árangurinn góðu starfsfólki, góðum seiðum og góðu umhverfi til eldisins. „Mér finnst áhugavert að benda á það í umræðunni um að allt eldi skuli fara upp á land að þessi fiskur hefur verið alinn lengur á landi en í sjó. Hann var í seiðastöðinni í Tálkna- firði í tæp tvö ár og síðan í sjó í sex- tán mánuði. Ég tel að það henti ís- lenskum aðstæðum að nota þær einstöku umhverfisaðstæður og jarðvarma sem við höfum í seiða- stöðinni í Tálknafirði og síðan að- stæðurnar í sjónum. Vissulega stýr- um við ekki aðstæðum í sjónum og erum að ala atlantshafslax við köld- ustu skilyrði sem þekkjast í sjóeldi í heiminum. Það er þó umhverfis- vænn kostur með tilliti til orkunotk- unar og með því að nýta bláu akrana í sjónum er ekki verið að taka af tak- mörkuðu jarðnæði og fiskurinn er við náttúruleg umhverfisskilyrði í mun lægri þéttleika en þau skilyrði sem hægt er að vera með í landeldi. Niðurstaðan er sú sem hér sést,“ segir Sigurður. 20 starfsmönnum bætt við Uppbygging sjókvíaeldis Arctic Fish í Patreksfirði og Tálknafirði hefur kallað á fjölgun starfsmanna. Hefur fyrirtækið bætt við um 20 starfsmönnum á því svæði, vegna aukningar í sjókvíaeldi og tilsvar- andi aukningar í seiðaframleiðslu. Slátrun úr sjókvíum í Tálknafirði hefst á næsta ári. „Þetta er ánægju- leg viðbót við starfsemina og við get- um staðið að kynslóðaskiptu eldi með ábyrgum hætti.“ Spurður um frekari aukningu nefnir Sigurður að fyrr á þessu ári hafi Skipulags- stofnun veitt álit á umhverfismati fyrir eldi í Arnarfirði og vonandi styttist í að álit liggi fyrir vegna umhverfismats fyrir laxeldi í Ísa- fjarðardjúpi. Markaður fyrir eldislax hefur ver- ið erfiður í bylgjum kórónuveir- unnar, að sögn Sigurðar. Hótel og veitingastaðir kaupa lítið af laxi nú um stundir og meiri ásókn er á móti í sölu í neytendaumbúðum til stór- markaða. Sigurður segir að mark- aðurinn muni laga sig að þessum breytta veruleika, matvæli finni sér alltaf farveg á markaði, en það taki tíma. „Þrátt fyrir allt er verðið núna sambærilegt við það sem var fyrir ári,“ segir Sigurður. Ljósmynd/Ísak Óskarsson Í lok vinnudags Fiskeldismennirnir komnir heim með rúmlega 10 kílóa lax, eftir fyrstu slátrun úr Patreksfirði, Gunnar Daníel, Kristján Kári, Óskar Gíslason og Páll Líndal. Meðalþyngd laxanna úr slátruninni var sex kíló. Laxarnir eru sex kíló eftir 16 mánuði í sjó  Fyrsta laxaslátrun hjá Arctic Fish utan Dýrafjarðar Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég held að við séum orðin gagn- rýnni og meðvitaðri neytendur. Hvað kemur nekt því til að mynda við að auglýsa bíl? Við látum ekki bjóða okkur hvað sem er,“ segir Soffía Hall- dórsdóttir, einn höfunda greinar- innar Klædd eða nakin? Áhrif nektar á viðhorf til auglýsinga sem birtist í Tímariti um viðskipta- og efna- hagsmál í gær. Greinin er byggð á meistaraverkefni Soffíu við við- skiptadeild Háskóla Íslands í fyrra. Auglýsendur ættu ekki að nota nekt í auglýsingum Soffía kannaði áhrif nektar á við- horf til auglýsinga, annars vegar þegar fyrirsætan er kvenkyns og hins vegar þegar hún er karlkyns. Þátttakendum í rannsókn hennar voru sýndar auglýsingar sem inni- héldu annaðhvort nakta fyrirsætu eða klædda, ýmist karlkyns eða kvenkyns, og voru svo beðnir að svara spurningum um viðhorf sitt til auglýsinganna. „Niðurstöðurnar gefa til kynna að nekt hafi neikvæð áhrif á viðhorf til auglýsinga, hvort sem fyrirsætan er karlkyns eða kvenkyns. Þessi neikvæðu áhrif áttu við um bæði kvenkyns og karl- kyns þátttakendur en viðhorf kvenkyns þátttakenda eru sérstak- lega neikvæð þegar um nakta kvenkyns fyrirsætu er að ræða. Niðurstöðurnar benda því til að auglýsendur ættu ekki að nota nekt í auglýsingum til að ná athygli neytenda, sér í lagi ef markhóp- urinn er konur,“ segir í ágripi greinarinnar. „Heilt yfir sýna niðurstöðurnar að djarfar auglýsingar sem sýna nakta fyrirsætu, hvort sem um er að ræða karlkyns eða kvenkyns fyrirsætu, hafi neikvæð áhrif á við- horf þátttakenda til auglýsinga,“ segir ennfremur í umræðukafla greinarinnar. Greinina er hægt að nálgast á vefnum efnahagsmal.is. Fólk meðvitaðra í dag en áður Í viðtali við Morgunblaðið segir Soffía að það hafi komið sér og leiðbeinendum á óvart að bæði karlar og konur hafi verið neikvæð í garð nektar í auglýsingum eins og kom á daginn. „Þar gæti hafa spil- að inn í #metoo-byltingin, Druslu- gangan og Free the nipple. Fólk er meðvitaðra um hvað má og hvað ekki,“ segir hún. Skilar litlu að fækka fötum  Rannsókn sýnir neikvæð viðhorf karla og kvenna gagnvart nekt í auglýsingum Auglýsing Naktar fyrirsætur hafa neikvæð áhrif á viðhorf neytenda. Soffía Halldórsdóttir Réttur fæðingardagur Rangt var farið með fæðingardag Bjarna G. Stefánssonar, sýslumanns á Norðurlandi vestra, í frétt í blaðinu á fimmtudag um að hann væri að láta af störfum. Hið rétta er að hann fæddist 2. desember 1950 og lætur af störfum sökum aldurs um áramót. LEIÐRÉTT Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.