Morgunblaðið - 10.10.2020, Síða 25

Morgunblaðið - 10.10.2020, Síða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 2020 Pantið tíma í einkaskoðun í síma 898-9396 eða á hakon@valfell.is Kirkjubraut 2, 300 Akranesi | Sími 570 4824 hakon@valfell.is | valfell.is STILLHOLT 21 - AKRANESI Íbúðirnar eru tilbúnar til afhendingar og seljast fullbúnar án gólfefna nema forstofa, þvottahús og baðherbergi flísalagt. Öllum íbúðum fylgir kæliskápur og uppþvottavél í eldhúsinnréttingu. Sýningaríbúð á 1. hæð. Aðeins örfáar íbúðir eftir Í Danmörku og Finnlandi taka feður um 11 prósent af heildarfæðingarorlofs- dögunum, á Íslandi og í Svíþjóð taka feður um 30 prósent og í Noregi um 20 prósent. Það að íslenskir feður standi jafnfætis þeim sænsku er einstakt í ljósi þess að Svíar voru fyrstir með fæðingarorlof árið 1974 og hafa þar af leiðandi meira en helm- ingi lengri sögu en íslenskir feður af fæðingarorlofi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri norrænni skýrslu um feðraorlof þar sem byggt er á upplýsingum frá um 7.500 nor- rænum foreldrum og viðhorfum þeirra til fæðingarorlofsins. Þessi góði árangur á Íslandi hefur náðst þrátt fyrir þá staðreynd að aðgerða- áætlun stjórnvalda frá árinu 2000 um fræðslu fyrir feður hefur ekki verið fylgt eftir! Okkur hefur verið bent á það reglulega úr alþjóðasamfélaginu og frá innlendum sérfræðingum í mörg ár að þörf sé á að við gerum miklu betur í umönnun og uppeldi barna. Þessi áhersla á mikilvægi umönnunar beggja foreldra er vel studd rannsóknum sem sýna að það er barni fyrir bestu að eiga góð og örugg tengsl við báða foreldra en slík tengsl verða sterkust ef þau fá að mótast strax í frumbernsku. Ein mik- ilvæg leið til að gera betur er að jafna álagið sem fylgir umönnun og uppeldi barna með því að foreldrar deili því sem jafnast. Ávinningur af því er jafn- framt styrking fyrir parsambandið. Þetta lífsskeið foreldra er vissulega tengt gleði og jákvæðum áskorunum en það er jafnframt oft mikið álags- og átakaskeið, sem alltof oft leiðir til skilnaðar. Tölfræðin sýnir að líkur á að barn upplifi skilnað foreldra eru mestar á fyrstu þremur árunum í lífi þess. Áreiðanleg gögn sýna að fjöldi fólks stendur ekki undir kröfum for- eldrahlutverksins, m.a. vegna van- þekkingar, skilnaða, fíkniefnaneyslu eða geðrænna erfiðleika. Við erum sammála dr. Ingólfi V. Gíslasyni, rannsakanda og baráttumanni fyrir sterkum tengslum feðra við börn sín í frumbernsku, um að lögin frá árinu 2000 hafa sannað sig. Lögin hafa skil- að afskaplega jákvæðum breytingum inn í íslenskt samfélag. Langflest börn eiga tvo foreldra við fæðingu og löggjafinn hefur um áratuga skeið lagt áherslu á að börn eigi rétt á umönnun beggja foreldra. Ef báðir foreldrar eru á vinnumarkaði geta þau lengt tímann með barninu í allt að 10 vikur ef þau taka sumarleyfi tengt við 12 mánaða fæðingarorlofið og ver- ið þannig með barnið í eigin umönnun langleiðina í 18 mánuði. Þetta gerist frekar ef foreldrarnir eru bæði örugg og sátt í hlutverki sínu fyrsta árið. Góð líðan foreldra og aukin þekking er grundvöllur góðrar umönnunar. Ungbörn þurfa á því að halda að getað kallað fram bros á andliti foreldris, brosið er tákn um að öllum líði vel og að barnið upplifi öryggi. Þetta veit barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, sem hefur beitt sér fyrir lengingu fæðingarorlofsins og stuðn- ingi við foreldra ásamt skilvirkara og samþættu samstarfi stofnana um þjónustu í þágu velferðar barnafjöl- skyldna. Mikilvægur þáttur í velsæld þjóðarinnar er viðurkenning á að jöfn þátttaka foreldra skilar sér í betri árangri við umönnun ungra barna og uppeldi fram á unglingsár, en þá tek- ur við annað tilfinningalegt átaka- skeið í þroska barnsins þar sem sann- arlega þarf ekki síður tvo til enn í frumbernskunni. Ennþá er munur á notkun feðra og mæðra á fæðingar- orlofinu, en við erum á réttri leið. Jafnræði á milli foreldra er grundvöll- ur fyrir jákvæðri þróun og lengingu fæðingarorlofs. Umönnun barna má ekki vera meira á ábyrgð mæðra en feðra. Áhugi og metnaður kvenna á vinnumarkaði er ekki minni en karla, og mikilvægur hluti af jafnrétti karla og kvenna er viðurkennd og sköpuð hefð um að mæður og feður sinni fæð- ingarorlofi á sem jafnastan hátt. Æskilegt væri að halda áfram að bæta við einum mánuði á ári og ná Svíum, samtals 18 mánaða fæðing- arorlofi. Meiri sátt verður um þessa lengingu ef notkun feðra og mæðra á töku fæðingarorlofs er sem jöfnust. Ásamt frekari lengingu fæðingar- orlofs þarf að huga að aðgerðum sem jafna þátttöku feðra og mæðra, með aðkomu menntakerfisins og sér- stökum nýsköpunarverkefnum í kringum ráðgjöf, fræðslu og stuðning fyrir foreldra og parsamband bæði á meðgöngutíma og á fyrstu árum barnsins. Á þessu þarf að skerpa í reglugerð með væntanlegum fæðing- arorlofslögum, en um þessi atriði hef- ur m.a. samstarfshópur sérfræðinga, 1001-hópurinn um fyrstu tengsl, bent á og unnið að. Við þurfum að gera miklu betur – ný lög um fæðingar- orlof geta breytt miklu Eftir Helga Viborg og Ólaf Grétar Gunnarsson » Við erum sammála dr. Ingólfi V. Gísla- syni um að lögin frá árinu 2000 hafa sannað sig. Lögin hafa skilað af- skaplega jákvæðum breytingum. Helgi Viborg Helgi Viborg er sálfræðingur. Ólafur Grétar Gunnarsson er fjölskyldu- og hjónaráðgjafi. Ólafur Grétar Gunnarsson Dótturdóttir mín á kött. Hann heitir Tíb- eríus og er nánast kett- lingur enn, tæplega ársgamall. Þegar fór að vora sýndi hann ótví- ræðan áhuga á að kom- ast út undir bert loft og spóka sig milli trjánna í garðinum. Honum var sýnd dálítil loka á úti- dyrahurðinni og bent á hvernig hæglega mætti opna hana með annarri framlopp- unni. Einnig var honum sýnt hvernig komast mætti inn á sama hátt. Tíb- eríus fór stilltur og prúður í kvöld- göngu í garðinum og þegar honum fannst nóg gengið sneri hann að dyr- unum, opnaði sjálfur og skaust inn. Síðan hefur hann gengið út og inn eins og virðulegur herramaður og villist aldrei. Ekki gat ég að því gert að mér varð hugsað til sumra kjörinna fulltrúa okkar við Austurvöll þegar ég kynnt- ist næmi og minni Tíberíusar. Ekki þurfti að sýna honum nema einu sinni hvernig komast átti út og inn aftur. Landlæknar, allt frá Vilmundi Jóns- syni til Öldu Möller, hafa í að minnsta kosti átta áratugi bent á að aukið að- gengi að vímuefninu alkóhóli stuðlaði að meiri drykkju og þess vegna meira tjóni í þjóðfélaginu. Ýmsir aðrir sem gerst mega vita leggja einnig áherslu á þetta nú á síðari árum, til að mynda Kári Stefánsson. Nokkrir alþing- ismenn virðast ekki enn hafa skilið þessi sannindi. Að vísu hefur það tíðkast nokkuð upp á síðkastið að velja til þingsetu óharðnaða unglinga og þeim jafnvel stillt upp í ráðherra- stóla. Og úr slíkum stóli berast þær fregnir að nú skuli bætt í áfengis- flauminn til að þyngja pyngjur þess fólks sem hefur geð í sér til að græða á sölu þess vímu- efnis sem veldur þyngri búsifjum á Vestur- löndum en öll önnur slík efni til samans. Aldrei myndi Tíberíus bera húsbændum sínum efni sem gæti valdið þeim skaða. Í hæsta lagi drægi hann inn til þeirra músarræfil sem engum bakar tjón. Að því leyti er hann siðferðilega hraustari en frum- varpsflytjandinn í háa stólnum. Það væri því ekki úr vegi að kjósa Tíb- eríus á þing. Ekki verður honum ald- urinn að meini. – „En hann talar ekki íslensku,“ segja andstæðingar hans. Það skiptir litlu því að ekki eru allir í þeim sal vel mæltir á tungu feðranna. Ef frumvarpsflytjandinn og Tíberíus birtust saman á skjánum einn góðan veðurdag er ekki augljóst hvort þeirra væri auðveldara að skilja. Hins vegar mundi Tíberíus eiga erfitt með að fylgja tveggja metra reglunni. Og hann kann ekki á tölvu. Kötturinn Tíberíus og kjörnir fulltrúar Eftir Ólaf Hauk Árnason Ólafur Haukur Árnason »Ekki gat ég að því gert að mér varð hugsað til sumra kjör- inna fulltrúa okkar við Austurvöll þegar ég kynntist næmi og minni Tíberíusar. Höfundur er öldungur. Við erum sífellt að leita nýrra leiða til aukinna gjaldeyris- tekna sem er gott og virðingarvert, en erum við nógu vakandi fyrir því hvernig við getum farið sparlega með þann gjaldeyri sem við öflum? Þá þarf eðlilega að huga að þeim mál- um þar sem stærstu útgjaldaliðir þjóð- félagsins liggja. Hvernig getum við minnkað brennslu á kolefniseldsneyti og þá stuðlað að minni skemmdum á móð- ur jörð? Málið er að við eigum óþrjótandi hreina orku það er bara spurningin um að kunna að nota okk- ur hana. Nýlega óskuðu samtök smá- bátaeigenda eftir tilboðum í milljónir lítra af olíu, hugsið ykkur! Milljónir lítra bara smábátaflotinn. Ef hægt væri að spara stóran hluta þeirra innkaupa væri það ekki bara þjóð- hagslegur sparnaður, heldur stórt skref í áttina að því að minnka hina stórhættulegu mengun sem er á hraðri leið að skemma hið nauðsyn- lega samspil sem á sér stað í sjónum allt í kringum okkur sem og sjálft andrúmsloftið sem allar lífverur jarðarinnar þurfa svo nauðsynlega að hafa í góðu lagi hvort sem er líf með holdi og blóði eða jurtir þær sem jörð vora prýða og eru fæða okkar að miklu leyti. En það er með þessa óþrjótandi hreinu orku okkar, við upplifum hana næstum daglega og fárumst mikið yfir látunum í henni, já, þarna á ég einmitt við vind- inn sem oft er miklum mun meiri úti á miðunum en inni á landi. Við erum nú þegar að byrja á að notfæra okkur hann uppi á landi, fyrir ofan Búrfell og í Þykkvabæ á báðum stöðum með góð- um árangri. Væri ekki tilvalið að reyna að nota okkur vindinn til að knýja skipaflota okkar? Forfeður okkar kunnu vel að notfæra sér það að svífa á vængjum vindsins og sigldu milli landa fyrir seglum og þurftu að notast við mikinn handknúinn búnað til að stjórna seglum sínum og gátu jafnvel siglt á móti vindi ef þannig stóð á en það þurfti mikla sérfræðiþekkingu til að stjórna búnaðinum, þetta hafa verið miklir snillingar. Ekki efast ég um að nú á okkar tímum séu uppi miklir snillingar sem geta beislað þá miklu krafta sem leynast í vindinum og með hugviti sínu gert þá að hreinni orku sem nýta má til að knýja skipaflota okkar. Alveg mætti hugsa sér að kjölfesta skipanna væri uppbyggð úr raf- geymum sem væru í byrjun tengdir við og hlaðnir með rafmagni úr landi og með fullhlaðna geyma til ferðar á miðin. Skip þessi verði búin seglabúnaði af fullkomnustu gerð og stjórnað með rafmagnsbúnaði og jafnvel tölvustýrð. Óþrjótandi hrein orka Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon » Við eigum óþrjótandi hreina orku, það er bara spurningin um að kunna að nota okkur hana. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.